Vísir - 31.08.1965, Blaðsíða 7
V1 S IR . Þriðjudagur 31. ágúst 1965.
Ætlar að koma einu
sinni enn til Isl ands
og þá í síðnsto sinn — Widfsai við Uwe Grúttl frú Berlin
— Mig langar alltaf aftur og
aftur t’il íslands, — fæ mig
ekki fullsaddan á þessu unaðs-
leggja landi og ennþá síður á
þjóðinni sem byggir það, sagði
ungur Þjóðverji, Uwe GrUttl frá
Berlín í viðtali við blaðamann
frá Vísi um síðustu helgi.
— Hafið þér komið oft til Is-
lands?
— Þrisvar, ég er heidur ekki
nema 22 ára gamall.
— Hvenær komuð þér hing-
að fyrst?
— Sumarið 1955. Þá var ég
12 ára.
— Og hvert var tilefnið?
Komuð þér með foreldrum yð-
ar?
— Nei, ég kom ekki með for-
eldrum mínum. Tilefnið var allt
annað, og það tilefni kom í
rauninni mjög flatt upp á mig.
Loftleiðir buðu þetta sumar 14
bömum frá Berlín t'il Islands-
ferðar og ég var einn í þeim
hópi.
— Voru það allt drengir?
— Nei, bæði drengir og stúlk
ur. Mig minnir á aldrinum 12-
14 ára. Við vorum I hálfan mán
uð á Islandi, en mér fanpst það
satt að segja alltof stutt.
— Hvemig stóð á þvi að þér
voruð valinn til þessarar ís-
iandsferðar?
— Mér er það sjálfum ráð-
gáta. Ég var þá á barnaheimili
í Berlín og einn góðan veður-
dag var mér og tveimur jafn-
öldrum mínum í bamaheimil-
inu sagt að ég mætti fara til
íslands ef mig langaði til. Það
getur verið að eitthvað hafi ráð
ið úrslitum að ég kunni ofur-
lít'ið í ensku.
— Og þér tókuð strax ákvörð
un um að fara til íslands?
— Hvort ég tók. Ég komst
allur í uppnám og hlakkaði af-
skaplega til. En ég vissi bara
fyrst i stað ekkert til hvers ég
átti að hlakka, nema til ein-
hvers ferðalags langt út í
buskann. Ég vissi ekkert hvað
ísland var né hvar það lá.
Vissi heldur ekki hvers konar
fólk byggi hér. Allt var mér á
huldu eins og mest mátt'i verða
— Fenguð þér einhverjar upp-
lýsingar um ísland áður en
þér komuð hingað?
— Já, ég tók að spyrjast fyr
ir um ísland, en seinna kom
svo maður frá Loftleiðum til að
segja okkur frá íslandi og ís-
lendingum, sýna okkur skugga
mypdir íhéðapjbg,Ié.t;Okkur loks(
í té upplýsingabæklinga. ■ Það
var heil fróðleiksnáma.
— Hvað gerði Loftleiðir fyrir
ykkur eftir að til íslands kom?
— Fyrst í stað var okkur
öllum komið fyrir á einkaheim-
ilum í Reykjavík, þar sem tek
ið var konunglega á móti okkur.
Ég varð fyrir því láni að lenda
hjá Magnúsi Teitssyni fram-
kvæmdastjóra (sem áður hét
Max Keil). Þau hjón hafa frá
öndverðu reynzt mér með af-
brigðum vel og ég hef alltaf
staðið í tengslum við þau síðan
Loftleiðir buðu okkur 1 ýms
ferðalög þessar tvær vikur sem
við vorum í boði þeirra hér, m.
a. norður til Akureyrar og Mý-
vatns og eins um Suðurlands-
undirlendið og til Gullfoss,
Geysis og Þingvalla og víðar.
Það var allt afskaplega skemmti
Iegt og mér fannst dvölin allt
of stutt.
— Hvað fannst yður at-
hyglisverðast við fýrstu kynn'in
af Island?
— Ég held, að það sem hreif
mig mest var fólkið, hvað það
var þægilegt og elskulegt í við-
móti og maður hændist að því
frá fyrsta augnabliki. Þetta
sama hefur mér fundizt í seinni
ferðum mínum hingað. íslend-
ingar eru afskaplega alúðleg
— En hvað um landið?
— Ég varð dálítið undrandi
fyrst í stað að sjá ekki neins-
staðar skóg. En Magnús Teits
son skýrði fyrir mér hvers
vegna ísland væri skóglaust og
síðan kæri ég mig ekkert um
skóg á íslandi. Vil taka landið
eins og það er — ekkert öðru
vísi.
f — Þér hafið komið hingað
tvisvar síðan?
Uwe Griittl
— Ját Magnús Teitsson bauð
mér heim sumarið 1959 og
kostaði ferðir mínar. Það var
fallega gert. Ég var hérna þá
í 6 vikur í júlí og ágúst, ferðað-
ist mikið um landið og naut dá-
semda íslenzkrar náttúrufegurð
ar.
— Finnst yður veðrið ekk’i
dálítið hryssingslegt?
— Ég kem ekki til íslands i
Ieit að sólskini, heldur til að
skoða fagurt land og kynnast
góðri þjóð. Og rigningargusa
svo öðru hvoru er bara hress-
andi.
— Og nú eruð þér enn á
ferð'inni?
— Já, ég gat ekki annað.
Hugur minn er alltaf á íslandi
og ég mátti til með að sjá
það ennþá einu sinni og hitta
vini mína hér. Annars skal það
játað að ísland er ekki hag-
stætt ferðamannaland hvað
verðlag snertir. Það er dýrt að
ferðast hér.
— Eruð þér búnir að vera
lengi á íslandi að þessu s'inni?
— Allan ágústmánuð. Kom
28. júlí, en fer 1. september. Ég
er í vélfræðiskóla í Berlín óg
þarf að flýta mér heim. En ég
hef notað tímann vel að þessu
sinni eins og í hin fyrri skipt-
in og ferðazt mikið um. Núna
síðustu dagana skrepp ég venju
lega einhvern tíma dags upp
að Hrísbrú í Mosfellssveit og
fæ mér lánaðan hest í útreiðar
túr. Það þyk'ir mér afar gaman.
— Hafið þér hugsað yður að
koma aftur til Islands?
— Já, einu sinni enriþá.
Fyrst þarf ég að læra eitthvað
og kunna eitthvað og þá ætla
ég að koma til íslands — í síð-
asta sinn því þá ætla ég ekki
héðan aftur.
☆
DREGIÐ í
GETRA UNINNI
Frú Guðrún Skúladóitir dró nöfn 8 áskrifenda úr stórum hópl
þeirra, sem sendu inn svör við verðiaunagetraunlnni. Á bak við
sjást innbundnir árgangar af Vísi, en hann er elzta dagblað lands-
ins, hóf göngu sina 14. desember 1910, eða fyrir nær því 55 árum.
Geysilegur fjöldi úrlausna
barst til blaðsins viðvíkjandi
verðlaunagetrauninnl, sem
birtist í s.l. mánuði. Reynd-
ist allmikil vinna við að fara
yfir þær áður en dregið var
um hverjir skyldu hljóta verð
laun fyrir réttar lausnir. Það
hefur nú verið gert og birtist
hér skrá yfir þá 8 áskrifend-
ur VÍSIS, sem verðlaunin
hlutu:
Sveinn Guðmundsson, Álfhóls
vegi 72, Kópavogi, hlaut fatn-
að eftlr eigln vali fyrir 5 þús.
kr. frá Herradeild P & Ó.
Kristján Jónsson, Þingvalla-
stræti 20, Akureyri, hlaut fatn-
að eftir eigin vali fyrir 5 þús.
kr. frá Tízkuskemmunni h.f.
Páll H. Ásgeirsson, Smára-
flöt 9, Garðahreppi, hlaut fattaað
eftir eigin vali fyrir 5 þús. kr.
frá Bernharð Laxdai, Kjörgarði.
Kári Þórðarson, Kirkjuvegi 5,
Keflavík, hlaut fatnað eftir eig-
in vali fyrir 5 þús. kr. frá Guð-
rúnarbúð, Klapparstíg.
Sigurður Jónsson, Arnarhrauni
28, Hafnarfirði, hlaut fatnað eft-
ir eigin vali fyrir 5 þús. kr. frá
Parísartízkunni.
Margrét Viihjálmsdóttir, Gnoð
arvogi 26 Reykjavík, hlaut fatn
að eftir eigin vali fyrir 5 þús.
kr. frá London, dömudeild.
Páll Guðjónsson, Laugateig
10, Reykjavík, hlaut fatnað eft-
ir eigin vall fyrir 5 þús. kr. frá
Elfur, dömudeild.
Edda Sigurðárdóttir, Háaleit-
isbraut 45, Reykjavík, hlaut
námskeið í Tízkuskóla Andreu,
að verðmæti 2 þús. kr.
Eins og sjá má höfðu á-
skrifendur utan Reykjavíkur
heppnina með sér að þessu
sinni og Reykvíkingar kom-
ust ekki á blað fyrr en und-
ir lokin.
VÍSIR þakkar öllum þeim
aðilum, sem stuðluðu að
framkvæmd þessarar get-
raunar og einnig þeim fjölda-
mörgu, sem sendu úrlausnir,
jafnframt þvf sem hann ósk-
ar verðlaunahöfunum ánægju
af verðlaununum, en ávísana-
bréfa á þau má vitja hjá sölu-
stjóra blaðsins í Ingólfsstræti
3, Reykjavík.
■EEXr -jr.xa