Vísir - 31.08.1965, Qupperneq 8
8
VÍSIR .
L2
VISIR
Útgefandi: Blaðaútgáfan VÍSIR
Ritstjóri: Gunnar G. Schram
Aðstoðarritstjóri: Axel Thorsteinson
Fréttastjórar: Jónas Kristjánsson
Þorsteinn Ö. Thorarensen
Ritstjórnarskrifstofur Laugavegi 178
Auglýsingar og afgreiðsla Ingólfsstræti 3
Áskriftargjald er 80 kr. á mánuði
í lausasölu 7 kr. eint. — Sími 11660 (5 h'nur)
Prentsmiðja Vísis — Edda h.f.
Timi vinnufriðar
Á föstudaginn gerðust þau tíðindi, að víðtækt sam-
komulag náðist í kjaramálum, er samið var við félög
járn- og málmiðnaðarmanna. Samkomulagið var í
aðalatriðum mjög svipað því sem gert var við verk-
lýðsfélögin í sumar. Vinnutíminn var styttur niður í
44 stundir, nokkur kaupháekkun veitt og samið um
aldurshækkanir og flokktilfærslur. Samkomulagið er
mikilvægur áfangi, og út frá því má ganga, að það
verði fyrirmynd að svipuðum samningum við önnur
iðnaðarmannafélög, sem lausa samninga hafa. Eru
því horfumar mun betri á að samnmgar takist við
þau félög án verkfalla eftir að samkomulag þetta
var gert. Hér hefur enn tekizt að semja við stóran
starfshóp og viðhalda með því vinnufriðnum. Mjög
hafa veður skipazt í lofti í þeim efnum síðustu miss-
erin. Áður gengu sífelld verkföll yfir landið og spilltu
dýrmætum árangri kjarabaráttunnar. Nú hefur vinnu-
friður verið í landinu í heilt ár og búið að semja um
frið á vinnumarkaðinum við mörg heildarsamtök ár
fram í tímann. Verður það lengsta vinnufriðartímabil
í sögu íslenzkrar verklýðshreyfingar. Hefur rflris-
stjórn Bjarna Benediktssonar þar náð hinum merk-
asta áfanga, sem allir landsmenn fagna. Því gefst
nú tími og tækifæri til þess að takast á við stóru
verkefnin og umfram allt lausn dýrtíðarvandans, sem
aftur ógnar á þessu hausti. Sá vandi verður ekki leyst-
ur nema í samvinnu allra stétta landsins, og það verk-
efni bíður nú brýnast úrlausnar í íslenzkum þjóð-
málum.
Frestun framkvæmda
það var athyglisvert að stjómarandstaðan treysti
sér vart til þess að gagnrýna ákvörðun meirihluta
Alþingis að heimila frestun á opinberum framkvæmd-
um þessa árs að nokkrum hluta. Sú fjárlagaheámild
var miklum mun nauðsynlegri en í fljótu bragði mætti
virðast. Einn meginþáttur ofþenslunnar í hinu ís-
lenzka efnahagskerfi hefur verið sá að fjárfesting
ríkis og annarra opinberra aðila hefur verið of mikil,
of ör. Afleiðingin hefur verið samkeppnin um vinnu-
aflið á hinum frjálsa markaði með þeim greinilegum
dýrtíðar og verðþenslueinkennum sem því fylgja. Þess
vegna er það mikill þáttur í baráttunni við verðbólg-
una að opinberri fjárfestingu og framkvæmdum sé
mun meir í hóf stillt en verið hefur síðustu ár. Hér
þarf ríkið að draga saman seglin og fresta þeim fram-
kvæmdum sem ekki geta bráðnauðsynlegar talizt.
Ella tekst þjóðinni ekki að hafa hemil á verðbólgu-
skrúfunni og lægja öldur ofþenslu og dýrtíðar sem
þotið hafa yfir landið á undanförnum árum.
Afmælisspjall
við frú
Herdísi
Ásgeirsdóttur
☆
)rÉg var stödd niðri við
Þinghúsið og þá sé ég,
að dymar á Dómkirkj-
unni eru opnar — þetta
er í miðri viku og ekki
nokkum mann að sjá.
Þegar ég kem inn í for-
dyrið, er enginn þar. Ég
opna aðaldymar — og
ekki nokkur maður á
nokkrum bekk; það var
glampandi sólskin og
sterk birta féll inn um
kórgluggana. Ég stend
þama agndofa...“
Frú Herdís Ásgeirsdóttir að heimlli sinu á Hávallagötu 9 í gærdag:
„Hvað sem hver gerir á móti þér, máttti ekki hata hann <og ekki
óska honum ills — þefta er sannfæring mín og lífsskoðun —
heldur biðja fyrir honum“. (Ljósm. stgr.).
„Ekkert guði er um megn"
Frúin á Hávaöagötu 9, sem
er sjötug í dag, sat við glugg
ann á stásstofunni, og sagði frá
atviki, sem hana hafði dreymt.
Rétt í því smaug bjartur sólar-
geisli inn um gluggann. Hún
hélt áfram:
„Á kórgólfinu situr postulleg-
ur öldungur. Hann er að spinna
á rokk og snjóhvít lopahönkin
liggur á gólfinu, og hann er að
eins byrjaður að spinna innan úr
henni — hún var af venjulegri
stærð . . . Ég stend alveg högg
dofa og horfi á þetta undur. Þá
lítur hann fram og segir (hann
var ákaflega fagur og postulleg
ur útlits): „Herdís mín, það var
gott að þú komst — ég var ein-
mitt að byrja að spinna lífsþráð
inn þinn, þangað tfi að þú byrj
ar að spinna hann sjálf". Þá
fínnst mér ég standa þama og
virða þetta fyrir mér — og geng
svo út úr kirkjunni; þá verður
mér litið á klukkuna í tuminum,
og þá er hún 2,30, og ég segi
við sjálfa mig: „Já — bíddu við
tveir og hálfur tugur . . . “ Ég
segi móður minni frá draumnum.
„Þetta er fyrir giftingu þinni,
Herdís mín“. Svo trúlofaast ég
23 ára og ég er nákvæmlega
25 ára, þegar ég gifti mig. Ég
er fædd síðast í ágúst, en gifti
mig 7. október 1920. Mannsefn-
ið mitt fékk þá frí frá því að
sigla út . .'. “.
"EVú Herdís Ásgeirsdóttir, kona
A Tryggva Ófeigssonar, út-
gerðarmamfs, sagði blaðamanni
Vísis, að svona gæti hún rakið
líf sitt. Fædd er hún og uppal-
in i Vesturbænum i Reykjavík.
Hún heitir i höfuðið á ömmu
sinni Herdísi Jónsdóttur, konu
Þorsteins Þorleifssonar frá
Hjallalandi í Vatnsdal; Herdís
þessi var dóttir síra Jóns Eiriks
sonar á Undirfelli Bjamasonar í
Djúpadal í SkagafirðL Móðir síra
Jóns var Herdís Jónsdóttir, frá
Bakka í Viðvíkursveit, er var
náskyld þeim Steingrími Jóns-
syni biskupi og Bjama konfer-
enzráði. Standa að frú Herdísi
Ásgeirsdóttur í föður ætt merkir
stofnar, Vídalínar og Finnungar.
í móðurætt er hún komin af
vestfirzku kjamafólki. Móðir
hennar hét Rannveig Sigurðar-
dóttir Símonarsonar, skipstjóra.
Frú Herdís sagði, að kannski
hefði hún erft léttleikann frá
langafa sínum Þorleifi á Hjalla-
landi. Hann var allra manna fót
hvatastur. Einn daginn um sum
armál hljóp hann frá Svartagili
í Þingvallasveit norður í Húna-
vatnssýslu og náði háttum að
Hvammi í Vatnsdal. Rifahjarn
var og gangfæri gott. Var haft
að orði, að hann hefði einhvern
tíman tekið til fótanna. „Ég
brokkaði þetta jafnt“, svaraði
hann. „Þorleifur langafi minn
hefði sennilega unnið maraþon-
hlaup, ef hann hefði lifað nú á
dögum“, sagði frá Herdis. Hún
sagði frá því, að hún hefði oft
farið í kapphlaup við strákana,
leikfélaga sína í Vesturbænum,
þegar hún var að alast þar
upp. „Ég varð alltaf fyrst. Oft
kölluðu þeir á eftir mér: „Dísa —
þú ert að detta í sundur“. Þeir
ætluðust auðvitað til, að ég
færi að hlæja, svo að þeir næðu
mér.
T eiksvið barnanna í Vestur-
bænum í þá daga var Vest-
urgatan og Ægisgatan og fjaran,
þar sem slippurinn er nú. „Þar
undum við mikinn hluta dags-
ins við að vaða út í sjóinn —
við lékum okkur að skeljum og
kuðungum í Kríuklettum.
Þegar fjara var, gengum
við út í Örfirisey. Váð viss-
um oft eklri, hvað tímanum leið
og reiknuðum ekki alltaf með
aðfallinu, og komumst við illan
leik til baka. Við vorum öll ó-
synd“. Herdís var send í fisk-
vinnu og látin breiða fisk og
taka hann af mni á Kirkjusandi.
Þangað þurfti hún að trítla tvisv
ar á dag. Hún var látin vinna.
(Þó var hún af efnaheimili).
Þegar Herdís er sjö vikna göm
ul, deyr faðir hennar. „Hann
kvaldist óskaplega — hann fór
úr gallsteinum. Hljóðin í honum
heyrðust langar leiðir. Hann dó
í blóma lífsins, aðeins 33 ára
að aldri frá tveim dætrum. Eitt
sinn hafði ég legið lengi veik.
Ég hafði stillt myndum af börn-
unum mínum fjórum á náttborð
ið og beðið án afláts og hafði
verið að hugsa um, hve sárt
væri að þurfa að deyja frá þeim
svona ungum. Þá sofnaði ég og
mig dreymdi, að hjá mér stend-
ur maður og segir: „Herdís mín,
þú átt ekki að deyja — þú átt
að fá að lifa. Nú á faðir þinn að
taka við og lækna þig. Kristur
hjálpar öllum píslarvottum".
jl/Tóðir Herdísar giftist Páli
Matthíassyni, skipstjóra,
þegar Herdís er fimm ára.
Þess vegna var Herdís send sem
léttatelpa vestur að Baulhúsum
í Amarfirði til Mátthíasar
Bjamasonar, föður Páls stjúpa
hennar, sem hún kallaði ósjálf-
rátt afa sinn. Hún sagðist hafa
verið þar hjá góðu fólki. Þá
var hún eitt sinn ráðin á bæ í
Mósfellssveit með þeim kjörum,
að hún fengi það í kaup,
sem hún ætti skilið. Samtímis
henni var jafnaldri hennar,
drengur, ráðinn á sama bæ upp
Framh. á 6. sfðu
MKwr.wf-' ■ 'wmivnm