Vísir - 31.08.1965, Blaðsíða 9

Vísir - 31.08.1965, Blaðsíða 9
VÍSIR . Þriðjudagur 31. ágúst 1965. 9 t_. .u Hér á landi hafa farið fram nokkrar umræður um það að undanfömu hvort við Islendingar ættum ekki að taka þátt að einhverju leyti í starfinu í þróunarlöndunum. Ná- grannaþjóðir okkar á Norðuriöndum og flestar aðrar Evrópu- þjóðir leggja þar verulegan og vaxandi skerf af mörkum. Þær hjálpa hinum ungu þjóðum Afríku og Asíu til þess að leysa hin margvíslegu vandamál, sem þær eiga við að etja við uppbyggingu landa sinna og miðla af eigin reynslu þar sem þörfin er mest. Þessi aðstoð fer fram í ýmissi mynd. Sumar Evrópuþjóðir hafa stofnað til svonefndra „friðar- sveita“, hópa ungs fólks sem heldur til þróunarlandanna og starfar þar að kennslu og leiðbeiningum í atvinnu- og félags- málum. Aðrar þjóðir láta sér nægja að veita bein fjárfram- lög til þróunarlandanna, gjarnan til einhverra brýnna verk- efna, sem þar eru á döfinni. Loks tíðkast það einnig að full- trúum stétta og starfshópa þróunarlandanna er boðið heim til námskeiða í landinu sem aðstoðina veitir. Enn er óráðið hvert framlag okkar fslendinga á þessu sviði verður, þótt við höfum að vísu hingað til tekið þátt í almenn- um aðgerðum í þessu efni með frjálsum fjárframlögum, svo sem í „herferðinni gegn hungri“. Þess vegna er það fróðlegt að kynnast reynslu nágrannaþjóðanna af störfum þeirra að málefnum þróunarlandanna og hver sporin þær telja þar skynsamlegust og áhrifaríkust. Betrí lífskjör með bættrí menntun í Berlín er aðsetur þeirrar stofnunar, sem einna mest fjall- ar um málefni þróunarlandanna af hálfu Þjóðverja. Á þýzku nefnist hún „Deutsche Stiftung fiir Entwicklungslánder11 og hef- ur það hlutverk að gangast fyr- ir námskeiðum fyrir fbúa þess- ara landa f hinum margvísleg- ustu efnum. Mikilvægara en bein fjárframlög. Einn daginn í fyrrihluta ágúst mánaðar kom ég þangað í heim sókn og hitti forstöðumenn stofnunarinnar að máli og spjall aði við þá um starfið og þá reynslu sem þeir hafa aflað sér. — Það er skoðun okkar Þjóð- verja, sögðu þeir, að miklu betri árangur náist í starfinu að mál- um þróunarlandanna með því að bjóða hingað heim fulítrúum þeirra, í stað þess að veita bein- ar fjárveitingar og framlög. Oft er undir hælinn lagt hvemig því fé er varið og fyrir kemur að það sé lagt til annarra hluta en til var ætlazt. Auk þess hef- ur það harla litla þýðingu að býggja skóla, ef engir kennar- ar fyrirfinnast til starfa í þeim, eða stálverksmiðjur í landi þar sem tæknikunnáttan er á sára frumstæðu stigi. Miklu skyn- samlegra er að veita sem mesta og bezta hagnýta menntun svo þeir sem hennar verða aðnjót- andi geti aftur horfið heim og tekið þátt í uppbyggingunni og störfum að þeim viðfangsefn- um, sem þeir bezt þekkja. Þess vegna hefur aðstoð okkar við þróunarlöndin beinzt æ meir í þennan farveg. Og markmið stofnunarinnar hér í Berlín er einmitt að veita slíka hagnýta fræðslu. Ráðstefnur og námskeið Skólinn er til húsa i útjaðri Berlínar á einu fegursta svæði borgarinnar, við Tegel-vatnið. Húsakynnin eru höll ein mikil, sem reist var af einum kunnasta iðjuhöld Þýzkalands á alda- mótaárunum, Borsig. Nú er hún í eigu ríkisins og þar fara nám- skeiðin fram og þar búa einnig þátttakendurnir meðan á þeim stendur. Skólinn var stofnaður 1959 sem ein deild stofnunar þróunarlandanna í Vestur- Þýzkalandi. Aðrir skólar á henn ar végum starfa víðar um land- ið. í Mannheim er rekinn tækni- skóli fyrir æsku þróunarland- in var í samráði við UNESCO. Þar áður hafði verið þar nám- skeið útvarps og skólamanna frá frönskumælandi, Afríku, þá námskeið f rekstri lítilla fyrir- tækja fyrir þátttakendur frá hin- um enskumælandi hluta Afríku, námskeið í heilbrigðisþjónustu, þau efni, sem námskeiðið fjall- ar um. Að kynnisförinni lok- inni er aftur haldið til Berlínar og rætt um það sem fyrir augu bar og árangur ferðarinnar met- inn og veginn. — Hefur þetta fyrirkomulag fræðslunnar reynzt vel, bæði bóklegt nám þaðan komið í kynnisför til Evrópu á vegum hennar. Heildar niðurstöður liggja enn engar fyrir en á mörg dæmi var bent sem sýna að árangurinn af þess ari skömmu dvöl í háþróuðu iðn aðarríki er meiri en margur gæti haldið. Ekki aízt gætir breyting . & SfJrlIíiUfc* Uíi- •Í.JéiK: * ,/f «6*í*r L ■ fi ^ Vísir heimsækir menntastofnun i Berlin, sem Þjóðverj- ar hafa komið upp fyrir fólk frá hróunarlöndunum anna, í Múnchen búnaðarskóli og í Berlín skóli fyrir starfs- menn ríkis og bæja. Allan ársins hring eru haldin námskeið í „Villa Borsig“ við Tegel-vatnið. Þegar ég kom þangað 1 heimsókn stóð yfir ráðstefna formanna kvenfélaga- samtaka Asfulandanna, sem hald rekstri bæjar og sveitarfélaga og sölu og framleiðslu landbún- aðarafurða, svo nokkuð sé nefnt. Hvert námskeið stendur að jafnaði í einn mánuð, og hefst jafnan í Berlín, en helm- ing tímans fara þátttakendur í kynnisför um landið, þar sem þeir fræðast af eigin raun um Við Villa Borsig í Vestur-Berlín. Forseti Vestur-Þýzkalands, Hein- rich Lubke, heimsækir skólann og sést hér í hópi þeirra Asíu og Afríkubúa sem eina ráðstefnuna sóttu. og verkleg reynsla. Fjöldi þátt- takendanna er takmarkaður á hverju námskeiði við 28—30 þar sem jafngóður árangur hef- ur ekki þótt nást þegar stærri hópar áttu í hlut. Flest nám- skeiðanna eru haldin i náinni samvinnu við ýmsar sérstofn- anir Sameinuðu þjóðanna, þær stofnanir sem að sama marki vinna, svo sem Matvæla- og Landbúnaðarstofnunin. Telja Sameinuðu þjóðirnar með réttu að starf einstakra ríkja að fræðslu og menntamálum þró- unarlandanna sé hið mikilvæg- asta og styðja það af ráð og dáð. Hver er svo árangurinn af strafinu í Villa Borsig? Bera ráðstefnumar og námskeiðin í hinni gömlu höll við Tegelvatn- ið þann árangur sem ætlað var í upphafi? Við þeirri spumingu er erfitt að gefa einhlít svör. Þegar ég bar hana fram við forráðamenn stofnunarínnar bentu þeir á þá staðreynd, en ítrekuðu jafnframt það sem þeir höfðu fyrr sagt mér að þeir væru ekki í neinum vafa um það að aðstoðin við þróunarlöndin kæmi að mestu og beztu haldi ef hún væri framkvæmd í þessari mynd. Nokkrar athuganir hefðu farið fram á þvi f hinum ýmsu lönd- um Afríku og Asíu hvaða áhrif starf stofnunarinnar hefði haft, en nú hafa yfir 2000 fulltrúar anna á ýmsum sviðum opinberr ar starfsemi, svo sem í heilsu- gæzlu, stjóm borga og sveitar- félaga o. s. frv. Ella væri lfka starfið í Villa Borsig unnið fyrir gíg, og jafnframt starf svipaðra skóla og stofnana hjá öðrum þjóðum og athafnir Sameinuðu þjóðanna á þessum vettvangi. Það leyndi sér að minnsta kosti ekki að í viðræðum við þátttakenduma töldu þeir að hér hefði hið merkasta starf ver ið unnið allt frá 1959, er skólinn var opnaður. Áhrif hans væru þegar vemleg í ýmsum starfs- greinum Afrfku og Asíuland- ana og þeirra eigin reynsla væri öll í þeim sama dúr. ☆ Á undanförnum árum höf- um við íslendingar veitt sumum þessara þjóða, sem þama áttu fullrúa, kennslu í fiskveiðitækni á vegum FAO. Sú leiðbeininga- starfsemi hefur þótt gefa mjög góða raun. Þegar maður heim- sækir fyrrgreindan skóla í Berlín hvarflar að manni hvort okk- ar framlag í starfinu fyrir þró- unarlöndin gæti ekki einmitt ver ið f því fólgið að koma upp fisk tækniskóla hér á landi og starf- rækja slíka leiðbeiningarstarf- semi f miklu stærri stfl en verið hefur, Þar myndum við tvímæla laust bæta úr mjög brýnni þörf. G. G. S. Villa Borsig við Tegelvatnið í Vestur-Berlín. Þar fara ráðstefnur og námskeið þátttakcnda frá þró- unarlöndunum fram og þar dveljast þáttöakendurnir einnig meðan á þeim stendur. I

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.