Vísir - 03.09.1965, Page 16

Vísir - 03.09.1965, Page 16
 VISIR Föstudagur 3. september 1965. I Þessa dagana er staddur f Reykjavik þýzkur gerviaugna- sérfræðingur, Albert Miiller-Uri frá Wiesbaden. Hefur hann einu sinni komið hingað áður, það var fyrir 8 árum, og fyr- ir 4 árum kom hingað sonur hans einn sömu crlndagjörða. Undanfama daga hefur Miill- er smiðað gerviaugu úr gleri f 70 manns, en ótrúlega margir þurfa að ganga með slík augu. Vinnan við smiði slíkra augna er ótrúlegt nákvæmnisverk og aðeins örfáir menn í Evrópu vinna við þetta. Hefur vinna við gler verið f ætt Miillers-Uri í aldaraðir og í 105 ár hefur ætt in unnið að því að framleiða gerviaugu. Rekur hann nú stærsta fyrirtækið í heimi í þess ari grein. Tekið er á móti fólki, sem vill tala við Albert MUller-Uri f kjallara Elliheimilisins Grundar (vesturálmu) daglega þessa viku og næstu. Varnarliðs- ma$ur ferst af smóbát Sfðdegis í gær fórst vamarliðs- maður, Harry Norman Dame, er hann var á skemmtisiglingu með félögum sinum á smábátum vest- an Garðskaga. Einum bátnum hvolfdi skyndilega og fóru allir mennimir fjórir í sjóinn. Strax var boðum komið f land frá hinum bát unum og var þyrla frá vamarlið- inu send á staðinn og tókst þegar að ná þremur mannanna úr sjón- um, en hinn fjórði mim hafa feng ið höfuðhögg, því hann var meðvit undarlaus þegar hann náðist. Lffg unartilraunir reyndust árangurs- iausar. Harry Norman Dame var kvæntur og bjó í Portsmouth I Rhode Island rfld .Hann hafði ver- ið í flotanum í fjórtán ár. Frá fundi kaupmanna í Sigtúni í gærkvöldi. Knútur Bruun, framkvæmdastjóri samtakanna, er f ræðustól. Sölubann enn um sinn á kartöfíum ' ' j. ' | Kaupmenn árétta kröfur sínar um sanngjörn sölulaun í gær samþykkti fundur mat- vöru- og kjötkaupmanna ein- róma að árétta þær kröfur smá- söludreifingaraðila að þeir fái aðild að þelm nefndum, sem ákveða smásöluálagningu hinna ýmsu vömtegunda á hverjum tíma. Með sölustöðvuninni á kartöfium vildu kaupmenn og kaupfélög leggja sérstaka á- herzlu á að álagning á Iand- búnaðarvörum í heild er iangt fyrir neðan meðal verzlunar- kostnað og það enda þótt dreif- ing á landbúnaðarvörum sé miklu kostnaðarmeiri en á flestum öðrum vörutegundum. Fundurinn fól samstarfsnefnd að ákveða hvort og hvenær sölubanninu á kartöflum skuli aflétt eða hvort réttara sé að taka upp viðtækari sölustöðv- un á þessu stigi málsins. Munu því verzlani'r halda sölu banninu áfram þessa viku og eitthvað lengur. Á fundinum í gærkvöldi töl- uðu m. a. formaður Kaupmanna samtakanna, Sigurður Magnús- son og formaður félags kjöt- kaupmanna, Jónas Gunnarsson. Lýstu þeir ánægju sinni með þá miklu samstöðu, sem hefði náðst um fyrrgreindar aðgerðir. Norrænu fréttamennimir á fundinum í húsakynnum Rikisútvarpslns. Á miðri mynd er Vilhjálmur Þ. Gislason útvarpsstjóri og Jón Magnússon fréttastjóri. Norrænir útvarpsfrétta- menn þinga / Reykjavík Albert Miiller-Uri við augnasmfðina. Smíðar gerviaugu 1 gær hófst hér fundur frétta deilda útvarps á Norðurlöndum og lýkur honum síðdegis í dag. Fundinn sitja 15 fulltrúar þar af 10 frá hinum Norðurlöndunum. Slíkir fundir eru haldnir öðru hverju og til skiptis í löndunum, en það er í fyrsta sinn, sem slík ur fundur er haldinn hér. í gær var rætt um fréttamiðlun milli Norðurlandanna innbyrðis, starfstilhögun fréttaritara út- varps og sjónvarps, möguleika á samstarfi Norðurlanda í þeim efnum, og loks var rætt um íþróttafréttir sérstaklega. — Kynningarstund var í gær á skrifstofu útvarpsstjóra og á- formuð er Þingvallaferð með fulltrúana. MIÐBÆR - HÚSNÆÐI Blaðaútgáfan VÍSIR H.F. óskar eftir ca. 100—150 ferm. húsnæði fyrir afgrei&slu- og auglýsingaskrifstofu, í eða sem næst Mið- bænum. BLAÐAÚTGÁFAN VÍSIR H.F.

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.