Vísir - 09.09.1965, Page 7
V1 SI R . Fimmtudagur 9. september 1965,
7
AF UPPBOÐINU Á KJARVALS-VERKUM:
Dýrasta myndin var
slegin á 47 þúsund eða
sem sagt fimmtíu þús-
und með söluskattinum.
Þetta var nýjasta lands-
lagsmynd Meistara Kjar
vals í olíulitum. Kliður
fór um salinn bæði á und
an og eftir.
Uppboðið byrjaði talsvert
seinna en ákveðið hafði verið.
Súlnasalurinn var troðfullur og
er erfitt að geta sér til um, hve
margir voru þama viðstaddir, en
bað skipti þúsundum.
Meistarinn gekk upp á hring-
sviðið og heilsaði upp á mann-
mergðina með hjarta lítillæti
snillingsins — það var elskulega
flott forspil. Svo tók upboðs-
haldari Sigurður Benediktss. við
og stjómaði sýningunni og söl-
unni og reyndi að hafa hraðan
Sigurður uppboðshaldari gekk rösklega að verki. (Ljósm. B. G.)
Hæsta boð:
47 ÞÚSUND
Lægsta boð:
2 ÞÚSUND
á. „Fyrsta . . . annað . . . og . . .
þessi mynd hefur vakið athygli
sýningargesta". — Við hverja
mynd fylgdi yfirleitt smá-
athugasemd.
Fyrstu myndirnar fóru ekki
á himinháu verði — hver dag-
launamaður hefði haft efni á
þeim kaupum. Fyrsta myndin
var slegin á 2500 og sú næsta
aðeins tvö þúsund, sem var ó-
dýrasta myndin. Svo fóru þær
stighækkandi fremur en hitt, en
duttu þó niður í verði annað
kastið. Þegar komið var aftur
að nr. 20 fóm verkin að fara
fyrir 15 þúsund og þar yfir —
rð vísu hafði nr. 15 „Yfirborð
mosa og manns" verið slegin
fyrir 20 þús. En meðalverð
myndanna hélzt lengst af um 8
þús. Það var ekki fyrr en við
myndina „Blóm og blá fjöll"
(nr. 49) að verulegt líf fór að
færast í uppboðið. „Skáldsins
andi flaug“ fór fyrir gott verð,
miðað við gæði. Barizt var um
„Minnisvangi á vinnustofu I og
11“ „Síbreiði" fór fyrir óskiljan-
lega lítið að margra hyggju. En
athyglisverðasta myndin,
„Landslag spilað á píanó“ var
slegin Listasafni ríkisins fyrir
37 þúsund. „Spottprís", ságði
einhver. Hressilega var slegizt
um myndina „Skúta“, sem einn
góðborgari hreppti fyrir 42 þús.
Uppboðið varaði rúmar tvær
klukkustundir, og að því loknu
sagði Sigurður Benediktsson:
„Þakka ykkur innilega fyrir í
dag og ég bið ykkur lengstra
orða að taka myndirnar".
Meistarinn sjálfur hafði staðið
að sviðsbaki allan tímann utan
eitt sinn. Hann skundaði fram
á sjónarsviðið og varaði væntan
legan kaupanda við því, að til-
tekin mynd væri ennþá blaut.
Kjarval sagði, þegar þetta
var afstaðið: „Mér fannst mynd-
imar yfirieitt helmingi of dýr-
ar“. (Um eina mynd sagði hann:
„Hún var ekki billeg þessi“)
„Fannst þér erfitt að horfa upp
á þetta, Kjarval?“ „Ég er svo
óalþýðlegur um þetta leyti,
sagði hann.
„Það er nú helzt“, sagði einn
vina hans.
„Ég er lokaður inni í tákn-
rænu aristokratíi, sem er að ein
hverju leyti skylt álfum og fag-
urfræði . . . í minni vinnu . . .
en þegar ég er innan um fólk
er ég eins og svampur, sem . ..“
— stgr.
Myndirnar voru slegnar fyr-
ir hótt ú 9. hundrað þúsund
Fólkið fylgdlst af ákafa með því, sem fram fór. (Ljósm. B.G.)
Meistari Kjarval sat að sviðsbaki allan tímann sem uppboðið fór fram. Hann hafði fyrrverandi bfl-
stjóra frá B.S.R. Þorstein Slgurðsson sér við hlið tll sálubótar (Ljósm. B.G.)