Vísir - 09.09.1965, Síða 9

Vísir - 09.09.1965, Síða 9
VISIR . Fimmtudagur 9. september 1965. O BE Hjá Évrópuráðimi newr stórfeildur árangur unnizt í kyrrþey í uB auka evrépskt sumsturf Mr. Smithers framkvæmdastjóri Evrópuráðsins. Hann var áður en hann réðist til þess starfs aðstoðar-utanríkisráðherra í brezku stjóminni. Myndin var tekin á blaðamannafundinum í ráðherra- bústaðnum. Ljósm. B.G. Nú er staddur í heimsókn hér á landi framkvæmdastjóri Evrópuráðsins í Strassborg, enskur maður, Peter Smithers að nafni. Hann dvelst hér í rétta viku. Var hann að koma frá New York, þar sem hann ræddi m. a. við U Thant fram- kvæmdastjóra Sameinuðu þjóð- anna, en í bakaleiðinni sá hann að hann myndi hafa tæki- færi til að kynnast íslandi ,sem er eitt af 18 aðildarríkjum Evrópuráðsins. Hann hefur m. a. rætt við forsætisráðherra, utanríkisráðherra og félags- máiaráðherra og borgarstjórann I Reykjavík og farið allvíða um. í fyrradag átti hann fund með fréttamönnum blaðanna. Frá honum hefur verið skýrt stutt- lega í fréttum, en verður nú rakið nánar það sem hann sagði þar, sem er til kynningar á starfsemi Evrópuráðsins. ís- land hefur haft mikið gagn af þátttöku í því og má t.d. nú síðast minnast þess að fengizt hefur 2 milljón dollara lán úr viðreisnarsjóði Evrópuráðsins og er það framlag m. a. notað til framkvæmda á Vestfjörðum. Á blaðamannafundinum voru auk Mr. Smithers aðstoðarmað- ur hans Heinrich Klebes og ís- lendingarnir Pétur Eggerz sem er fastafulltrúi okkar hjá Evr- ópuráðinu, Þór Vilhjálmsson fulltrúi upplýsingadeildar Evr- ópuráðsins og Bjami Guð- mundsson blaðafulltrúi utan- ríkisráðuneytisins. Hvað verður um Evrópu á tímum risa-stórvelda? Mr. Smithers hóf máls með því að skýra upptök Evrópu- ráðsins. Hugmyndin um stofnun þess kom upp eftir síðari styrj- öldina, þegar mönnum fór að verða það ljóst að öld risastór- veldanna væri að renna upp. Það var sýnt að stórveldi eins og Bandaríkin og Sovétríkin myndu verða alls ráðandi og síðar kæmu stórveldin Kína og í Indland. Menn fóru að spyrja I' sig, hvað yrði um Evrópu í sam- anburði við þessi risastórveldi, Evrópa var sundurskipt í mörg minni ríki, og útlit fyrir að þau f, myndu missa hin gömlu áhrif l; sín í heimsmálunum. Þótti mörgum það því liggja beint við að þau sameinuðu krafta sína. Það væri líka nauðsynlegt til þess að Evrópa hefði efni á því að halda uppi nútíma . þjóðfélagsskipun, með allri þeirri sérhæfingu sem hún krefst og þess mikla kostnaðar sem tæknilegar framfarir nú- tímans útheimta. Nú hafði samstarf tekizt með Evrópuþjóð á sviði efna- hagsmála, þar sem var Efna- hagsstofnunin eða OEEC. Stofnun þessi vann að viðreisn álfunnar eftir stríðið og einn liður í því var að gera viðskipti milli Evrópulanda auðveldari, með því að beita sér fyrir af- námum verzlunarhafta. j Starfsemi OEEC gaf mjög ] góða raun en virtist um leið opna ný svið. Hægt myndi að koma á líku samstarfi í ótal mörgum öðrum efnum, svo sem samræma ýmiss konar atvinnu löggjöf, á sviði félagsmála, heilbrigðismála, menntamála o. s. frv. Og það var hlutverk hinnar nýju stofnunar Evrópu- ráðsins að koma samstarfi á um þessa hluti. Smithers kom með augljóst dæmi um þetta. Lítum t. d. á matvælaverzlun milli landanna, það getur verið að innflutningshöft í henni séu af- numin, en þá kemur í ljós að allt aðrar heilbrigðisreglur gilda um matvæli í einu ríkinu en öðru, sem verka eins og við- skiptahöft. Þá er það líka mjög mikilvægt verkefni að sam- ræma heilbrigðislöggjöfina. Skipulag Evrópuráðsins Næst var vikið að skipulagi Evrópuráðsins. Það starfar í þremur deildum. 1) Ráðherranefndin, sem ut- anríkisráðherrar allra þátttöku- ríkjanna eiga sæti í. Er siður að hún haldi einn fund á ári þar sem ráðherramir sjálfir maeta, en fleiri fundi heldur hún bar sem fulltrúar ráðherr- anna sitja. Nefnd þessi tekur ákvarðanir um allar fram- kvæmdir í samráði við ríkis- stjómimar. 2) Ráðgjafarþing, sem í eiga sæti þingmenn af þjóðþingum þátttökuríkjanna. Þetta þing hefur ekkert vald, það er aðeins umræðuvettvangur. En engum dylst nú lengur, að áhrif þess eru geysimikil. í umræðum á því hafa komið fram ótal marg ar hugmyndir um evrópskt sam, starf sem síðan hafa orðið að veruleika. Áhrif þess á þjóðþing hinna einstöku ríkja hafa og reynzt mjög mikil, þar sem nokkrir þingmanna í hverju landi kynnast þannig af eigin raun og eru inni i sjálfu megin hreyfiafli evrópsks samstarfs. Kvaðst Smithers m.a. geta vott- að um það af eigin raun, að það hefði fyrst og fremst ver ið þátttaka brezkra þingmanna á Ráðgjafarþingi Evrópu, sem olli þeirri gerbyltingu á brezk um viðhorfum og gerðu það mögulegt að þeir æsktu inn- göngu í Efnahagsbandalagið á sínum tíma. Slíkt hefði verið al gerlega útilokað ef ekki hefðu til komið áhrifin frá Strassborg arþinginu. 3) Loks ber svo að nefna fram kvæmdastjóm Evrópuráðsins, sem annast daglegan rekstur og vinnur stöðugt að. Erfiðleikar í efnahagsmálum Þá var að víkja næst að þeiri klofningu sem hefur orðið í efnahagsmálum Evrópu í Efna- hagsbandalag og Fríverzlunar- svæði. Mr. Smithers sagði að fyrstu umræður um stofnun Efnahags bandalagsins hefðu orðið á Evrópuþinginu. Þar hefði það fljótt komið í Ijós, að nokkur ríki voru reiðubúin að ganga miklu lengra en önnur í sam einingu efnahagskerfa sinna og vildu jafnvel ganga fyrstu skref in í áttina að ríkjasambandi. Það hefði svo orðið úr, að þessi riki, sex að tölu hefðu undir ritað Rómarsáttmálann og Efna hagsbandalagið verið stofnað. En þá hefðu þau ríki sem utan við það stóðu farið að óttast um sína hagsmuni og mörg þeirra myndað önnur samtök EFTA, sem hafði m.a. eitt það aðal- hlutverk að efna til viðræðna við Efnahagsbandalagið um sam vinnu. Það hefði einmitt verið liður í þeirri viðleitni að koma á umræðunum í Brússel sem fóru út um þúfur. Bæði þessi efnahagssamtök eiga nú í miklum erfiðleikum, Efnahagsbandalagið vegna þess að öll ríkin þar eru ekki eins fús á að Ieggja mál sín undir annarra vald og Fríverzlimar- bandalagið vegna efnahagsörð- ugleika Breta. Stórfelldur árangur hjá Evrópuráðinu Mr. Smithers sagði að vegna þessara erfiðleika hefðu þessi tvö efnahagsbandalög mjög komið við sögu í fréttum, blöð in hefðu birt stórar fyrirsagnir um þessar deilur. Á sama tíma hefur Evrópuráðsins lítið verið getið í fréttum, en það væri þá frekar vegna þess að þar hefði verið minna um deilur. Sannleik urinn væri sá að þar hefði stór kostlegur árangur náðst á ýms- um sviðum þótt minna hefði verið um það rætt. Þetta starf er m.a. unnið í þeim 60 sérfræðinganefndum sem starfa á vegum Evrópu- ráðsins. En þar koma saman færustu sérfræðingar frá öllum 18 ríkjunum í ótal viðfangsefn um, en starf þeirra miðast að þvf að samræma starfshætti á sem flestum sviðum í þátttöku ríkjunum til að gera samstarf auðveldara. Stefnir ekki að völdum Mr. Smithers var að því spurð ur, hvort Evrópuráðið vildi ekki stefna að því að auka áhrif sín og völd, svo að það gæti á endanum orðið eins konar ríkis stjórn og þing sameinaðrar Evr ópu. Hann kvað það ekki vera. Evrópuráðið hefði aldrei reynt að auka völd sín með þeim hætti. Það ætti fytst og fremst að vera samtök til að örva til evrópskrar samvinnu. Mörg mál sem það hefi fitjað upp á og komizt hefðu í framkvæmd hefðu síðar verið tekin upp af öðrum stofnunum og væri því fagnað, því að allt stuðlaði það að auknu evrópsku samstarfi. Nú væru aðrar stofnanir sem hefðu með efnahagssamvinnu að gera svo að Evrópuráðið skipti sér ekki eins mikið af þeim efnum. En nóg önnur verk efni væru til að vinna. Sjálfur sagði Mr. Smithers að seta á Ráðgjafarþingi Evrópu hefði orðið honum persónulega hin bezta kennsla í alþjóðasam starfi og þá sérstaklega til að skilja hin evrópsku viðhorf. Áð ur en hann hefði hafið setu á þinginu kvaðst hann eins og flestir Bretar lítið hafa skilið viðhorf meginlandsbúanna. Það hefði verið sér mikilvæg fræðsla að taka þátt í umræðum og kom ast í persónuleg kynni við þing fulltrúa frá öðrum þjóðum. Og sjálfur kvaðst hann ekki vera í vafa um það að framtíð Bret lands lægi f evrópsku samstarfi. Austur-Evrópa með? Mr. Smithers var spurður um viðhorf gagnvart kommúnista- ríkjunum í Austur-Evrópu og greindi hann þá frá þeim merki legu tíðindum, að mjög margar fyrirspumir hafa komið í sum ar frá Austur-Evrópu um starf Evrópuráðsins. Kemur í ljós af þessum fyrirspurnum að Austur Evrópumenn hafa sérstakan á- huga á að komast í samband við sérfræðinganefndir Evrópu- ráðsins, um hin ólikustu vanda mál. Einmitt á slíkum takmörk uðum tæknilegum sviðum væri líklegast að samstarf mætti tak ast fyrst við Austur-Evrópu, tökum sem dæmi, aðgerðir til að halda árvatni hreinu. Það er algerlega tæknilegt atriði sem engin stjómmál blandast inn í. Erfiðara yrði svo að hefja sam starf í menntamálum vegna hinna ólíku sjónarmiða. En Mr. Smithers kvaðst von góður um að með tíð og tíma kæmu Austur-Evrópuþjóðimar inn í þetta samstarf. Þær myndu vfirvinna hina pólítisku örðug- leika með afnámi kalda stríðs ins, aðalatriðið á þessum tímum væri hið tæknilega samstarf sem nútíma þjóðfélag útheimti og svo hinn sögulegi bakgmnn ur, þar sem löndin í austur- hluta álfunnar hafa frá fornu fari átt víðtæk samskipti við Vestur-Evrópu og þau samskipti eru þeim enn hagkvæm, jafnvel nauðsynleg,. þegar hinum póli- tísku hindrunum er rutt úr vegi. Sagt trá blaðamannafundi Mr. Smithers framkvæmdastjóra ráðsins

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.