Vísir - 11.09.1965, Síða 1

Vísir - 11.09.1965, Síða 1
\ • ' \ VISTR 55. árg, — Laugaydagur M. september 1965. - 206. tbl. Sjötíu hestar utan með Fjallfossi íslenzki hesturinn er góð og gjaldgeng vara á markaði i Þýzkalandi og Sviss og hafa mörg þúsund hesta verið flutt þangað undanfarin ár. Á mánudaginn fara með Fjallfossi til Bremen 70 hestar sem Samband ísl. samvinnufélaga flytur út, en fyrirtækið Sigurður Hannesson & Co. hefur haft milli- göngu um útvegun hestanna. Starfsmaður þess firma, Gunnar Steinsson hefur í sumar valið hest- ana í þessa sendingu og farið víða til að kaupa. Þýzka firmað sem kaupir hrossin heitir Wilhelm Marth & Co. og hefur aðsetur í Bremen. Meiri hluti hestanna mun fara til ýmissa staða í Þýzkalandi Pramh á 6 sfð-. - Hluti þingheims á SUS-þinginu, sem hófst á Akureyri í gær. Þing SUS sett í gær á Akureyri Rætt jbcrr um þört frjálslegra skólakerfis 18. þing Sambands ungra Sjálf- stæðismanna hófst í Sjálfstæðis- húsinu á Akureyri kl. 3 síðdegis í gær og voru þar mættir liðlega 100 fulltrúar viðsvegar að af land- inu. Þingið setti Árni Grétar Finns- son formaður SUS og minntist hann i upphafi Ólafs Thors fyrrum leiðtoga Sjálfstæðismanna. Halldór Blöndal var kjörinn fund arstjóri en fundarritarar Sveinn FL UGBRA UTIN ÚT í NA UT- HÓLSVÍK MALBIKUÐ Öryggi fyrir miðbæinn, sem losnar mikib til við hávaðann af flugvélunum Um þessar mundir er verið að Ijúka miklu verki á Reykjavíkurflug velli, — lengingu flug- brautarinnar frá Naut- hólsvík að Miðbænum. Braut þessi heitir á máli flugmanna og flugstjóm armanna 0.2 og 2.0 eftir því, hvor áttin er notuð, og er hér miðað við seg- ulstefnu. Framkvæmdirnar þarna hafa staðið síðan 1960 og sagði Gunnar Sigurðsson, flugvallar- stjóri, f viðtali í gærkvöldi að í þessa uppfyllingu hefði verið ekið eitthvað um 80.000 rúm- metrum af grjóti og sandi, sem aðallega hafa fengizt úr hús- grunnum í Reykjavík en í þetta fór mikið af hinu fræga gler- fjalli íslenzku glerverksmiðjunn ar. Örautin lengist nú um 100 m. og er langlengsta flugbraut Reykjavíkurflugvallar, 1840 m. á lengd, en næstlengsta braut- in er sú sem liggur frá Skerja- firði að Öskjuhlíð og er hún 1400 m. Lenging brautarinnar er til mikils hagræðis. því með þessu móti geta flugvélar verið í góðri hæð yfir Miðbænum og Iosnar fólk þá við þann mikla hávaða sem oft fylgir flugtökum á Reykjavíkurflugvelli þegar braut þessi er í notkun. Þá er mikið öryggi að þessari lengingu eins og gefur að skilja, enda geta flestar flugvélar við sæmileg skilyrði verið komnar í loftið við flugturninn. Unnið hefur verið i sumar að jarðvegsskiptum í áföngum á braut þessari og er það 4-5000 ferm. svæði, sem hér um ræðir og verður þar steypt lag. Gunnar Sigurðsson kvaðst ekki vilja viðiirkenna það að hér væri endilega verið að lengja brautir vegna væntan- legra þotukaupa F.í. heldur væri hér aðeins um nauðsynleg ar endurbætur vegna núverandi umferðar að ræða. Lengingu brautarinnar mun verða lokið um miðjan mán- uðinn, og innan skamms verð- ur hún að öllu leyti tilbúin til notkunar. Gunnar Sigurðsson kvað eng ar ráðagerðir um að lengja braut þessa meira ,enda er dýpi mjög mikið á þessum slóð um og mikið fyrirtæki að Iengja hana öllu meira. Guðbjartsson og Ármann Sveins- son. Þá flutti ávarp Gisli Jónsson menntaskólakennari formaður kjör- dæmisráðs Sjálfstæðisflokksins í Norðurlandskjördæmi eystra. Ræddi Gísli einkum eitt aðalmál þingsins, skólamál og kvað frels ið helzta grundvöll framfara þar sem annars staðar, því einstakling urinn, maðurinn væri gullið, þrátt fyrir allt. Að lokinni ræðu Gísla Jónsson ar flutti Árni Grétar Finnsson skýrslu SUS og hvatti menn til að auka og efla flokksstarfið. Þá tók Þór Vilhjálmsson borgardómari til máls og flutti erindi sem kallaðist „Skólarnir og þjóðfélagið." Hann ræddi um það að draga þyrfti úr miðstjórn ósveigjanleika íslenzkra skólamála og forsvarsmönnum ein stakra skóla yrði gert kleift að koma nýjungum og úrbótum í framkvæmd. Hann taldi það mein í fræðslumálunum að „kerfið“ væri orðið of ríkt og voldugt. Ekki væri hægt að koma með í þessum efn- um eina allsherjar formúlu sem ætti alls staðar jafnvel við á landinu og rétt að gefa kennurum sem þekktu ástandið bezt á hverjum Framhald á bls. 6. . ■: . :: ': :..................................................................................................................................................................................................... : \ ^ Unnið að malbikun á brautarendanum í gær. BLAÐSÐ í DAG Bls. 2 íþróttir — 3 Vesturbærinn í Myndsjá — 4 Krossgáta — 7 Kærleikurinn er mestur. — 8 Kvikmyndir — 9 Gerda Ring talar við blaðamann Vis is 27ARA GOMLU VISINDASTARFII W ÝVA TNSHRAUNIHALDIÐÁFRAM Stór hópur þýzkra rannsókna manna er nýlega kominn til borgarinnar eftir 6 vikna dvöl og rannsóknir við eldgjámar í Mývatnssveit. Forustumaður leiöangursins er prófcssor frá Braunschweig að nafni Karl Gierke, en með honum voru tveir aðrir prófessorar að nafni próf. Schleufner og próf. Spif- kernagel, en auk þess um 20 yngri jarðfræði og verkfræði- stúdentar frá Braunschweig. Þeir em mjög ánægðir með árangur athugana sinna. Þær byggjast að talsverðu leyti á starfi þýzks jarðfræðiprófes- sors að nafni Niemczyk, sem dvaldist hér á landi fyrir strið Framh. á bls. 6.

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.