Vísir - 11.09.1965, Síða 15

Vísir - 11.09.1965, Síða 15
VlSIR Laugardagur 11. september 1965. 15 ’t' EttWARD S. ARONS: - Spæjarar -. - Saga um njósnir og ástir á Ítalíu Durell reis á fætur og var næsta óstyrkur, en nú fannst honum engu skipta þótt hann gerði há- vaða þegar hann nálgaðist hana. Þarna lá hún meðvitundarlaus í tunglskininu með sitt fagra svarta hár í allar áttir, en pilsið hafði rifn- að og mátti hún heita hálfnakin, en Durell var með hugann ann- ars staðar. Hann var ekki í vafa um ,að Cesare hafði snúið á þau, þótt honum hefði ekki tekizt að hrekja Talbot af vígvellinum fyrir fullt og allt. Annars var fátt já- kvætt þeim í hag. Þau höfðu ekki málverkin. Og Talbot gat leynzt einhvers staðar. Hann kraup á kné við hlið Fran og sá að hún var að koma til sjálfs sín. Þegar hann snart við kinn hennar kveinkaði hún sér og stundi og reyndi að hrinda honum frá sér. — Láttu ekki svona, sagði hann. Reyndu að átta þig. Þú rotaðist — varstu kannski barin niður? — Ég veit ekki hvað gerðist, sagði hún hásri röddu. O, höfuðið á mér, og fötin mín ... — Það sem gerðist, sagði Durell var, að Cesare brást þér og lagði á flótta eins og hræddur héri, þegar verst gegndj. Hann yildi að hún- sannfærðist um, að Cesare hefði brugðizt henni — þá yrði hún samstarfsfúsari. — Þið, þessir lögreglumenn, sagði hún með fyrirlitningu, eruð alltaf síljúgandi. — Hvað sem líður áliti þínu á okkur er hann farinn sína leið Þið ætluðuð að veiða Taibot I gildru? — O, haltu kjafti, mér er illt í höfðinu. — Stattu upp Fran, við verðum að koma okkur héðan. — Ég get vel bjargast sjálf. — Annað hvórt kemurðu eða ég geri boð eftir Apollio greifa svo að hann geti látið sækja þig og komið þér heim. Þá geturðu reynt að útskýra fyrir honum hvað þú varst að gera hérna. Hún starði á hann með hatur í augum. — Hjálpaðu ifnér að reisa vin minn hérna á fætur, sagði hann, en það var lítil stoð í Francescu. Hún var miður sín, kvartaði stöð- ugt um höfuðverk og hvernig föt- in hennar voru útlítandi. — Þú þarft á lækni að halda, sagði Durell við <^i, sem virtist mjög máttfarinn. — O, þetta lítur verr út en það er í raun og veru. — Þetta getur orðið verra á morgun. Ég hef veitt athygli slysavarðstofu hérna niðri í bæn- um. Ég fylgi þér þangað. Segðu þeim, að þú hafir dottið — — ... á hníf? — Segðu þeim samt, að þú haf- ir dottið og meitt þig. Þeir halda bara, að einhver fiskimannanna sé valdur þessu og þá minnast þeir ekki á það frekara. — Þú vilt koma mér út úr þessu? — Ég er þvi miður tilneyddur, sagði Durell. Það var eins og vegurinn nið ur fjallið væri helmingi lengri en er upp var farið, þvi nú varð að staul ast áfram fet fyrir fet, einkum Silasar vegna. Francesca gekk þérr við hlið Durells, en var þó reið. Durell sá hvað henni leið og von aðist til að hann gæti nú haft not af henni. Þeim kom saman um, að Silas skyldi fara seinasta spölinn til slysavarðstofunnar einn, því enn var ekki komið miðnætti og margir á ferli í borginni. Þegar Silas var farinn sneri hann sér að Francescu sem sagði við hann: — Ég vil tala við þig nánara. Mér er fjandann sama hvort mað urinn minn bíður mín eða ekki. Ég hef hugsað nánara um það, að Ces are lagði á fiðtta-án’þess að skeyta um mig... — Þessir ítalir eru duttlungafull ir elskhugar, sagði Durell, inn og út, buena sera og Ciao. Hvernig líð- ur þér? '■ — Mér líður hræðilega. Býðurðu upp á glas á gistihúsinu þínu? Þau fóru dimmar hliðargötur til Imperiale-gistihússins. Durell fékk Francescu lykil' sinn og lét hana laumast upp. Sjálfur fór hann inn í barinn og keypti hálfflösku af Bourbon whisky og var í þann veginn að leggja af stað upp stig- ann með hana —- hann vildi ekki fara í lyftunni — er hann heyrði kallað á sig með nafni. Hann sneri sér við og horfði á Anton Pacek. Hann var klæddur hvítum fötum nú og Durell gat ekki varizt því að hugsa, að Pacek væri nú loks farinn að spillast af hugsunarhætti og venjum auðvalds- og heimsveldis sinna. Það vottaði fyrir háðsglotti á andliti Durells, en andlit Paceks var eins og höggvið í stein. — Það lítur út, eins og þér eigið ekki heima hér, Pacek — þessi föt fara yður illa. — Það liggur illa á yður, þér hafið víst ekki haft heppnina með yður í kvöld. — Það fer nú allt eftir því hvað ég ætlaði mér, sagði Durell rólega. — Þér náðuð ekki Dwan-hólkun- um. — Þér hafið ékki heldur náð þeim. — En mér skal takast, það. — Y25 faðstnm upp peningi um það —ef þór skjótið uppkolBnum afta& — Ég vfl leggja tíl enn einu sfaml að þér gieymið þessu máli og farið til Rómaborgar eða Parts ar. Ég skal leggja fram nægar sann anir sem yfirboðarar yðar munu telja fuQnægjandi afsökun. Og þér þurfið ekki annað en nefna upp- hæðrna, herra Durell. — Farið til andskotans, sagði Durell og hélt áfram upp stigann. Francesca var að fá sér steypi bað þegar hann kom upp. Durell lagði frá sér flöskuna og fór inn í baðherbergið og Francesca valdi þetta augnablik til þess að koma fram fyrir forhengið. — Afrodite, sem stígur upp úr bylgum hafsins, sagði hann. Hún var greinilega — eða lézt vera, f dáindis góðu skapi. — Þúsund þakkir fyrir gullhamr ana. Bernardo hefir kennt mér dálltið í goðafræði. Ég varð að fara í bað, ég ætla alveg að brjál ast ef ég verð skítug. Þú hefur vonandi ekkert á móti því, að ég sé héma eins og ég væri heima hjá mér? — Mín er ánægjan, sagði hann og virti fyrir sér hinn ljósbleika kropp hennar. — Líst þér vel á mig?, spurði hún brosandi. Hún lagði hendum- ar undir brjóst sín. — Heldurðu ekki, að okkur mundi koma vel saman? hélt hún áfram. — Ekki er ég viss um það? Og hvemig heldurðu, að Cesare lík- aði það? — Það er einmitt það, sem ég vil tala um við þig. Ég er öskureið út f hann. Hann lét mig liggja j þarna í skítnum og gáði ekki einu sinni að hvort ég váeri dauð eða lifandi. — Honum lá greinilega á að koma sér undan. — Já, en Jack hefði getað drep ið mig. — Var það meiningin, að þú ættir að tefja fyrir Jack Talbot, þangað til Cesare kæmi? — Eitthvað í þá áttina. Þú áttir að halda athygli Talbots fastri meðan Cesare stakk í hann rýting sfnum, en Cesare lenti á skökkum manni og munaði mjóu, að hann dræpi ekki Silas. En Jack leikur lausum hala, stúlka mín. Þú hefir leikið á hann og hann hefir ekki gleymt þvf. Það fór titringur um hina fögru limi FranceScu. Hún var enn að þerra sig. O, ég er svo hrædd við hann. Ég hefi aldrei verið svona hrædd við nokkurn mann fyrr. — Við skulum bragða á whisky- inu, Fran. Þú þurftir á hjálp að halda og ég get kannski veitt þér hana. Við höfum ekki tfma til að vera að mása Frannie og gerðu þér ekki neinar gyllivonir. Ég i ætla ekki að auðvelda þér að fá j ímyndaða hefnd yfir Cesare. Og farðu að koma þér í spjarirnar. — O — jæja. Hann helti Bourbon f tvö glös og bætti svo vatni út í. Hann tæmdi sitt um leið og hann sá hana dreypa á sínu. Hann sá óttann í stóru fögru "augunum hennar. Hún var ekkert að flýta sér, sveipaði að sér handklæði, sem hann rétti henni, og dreypti aftur á konjaksblönd- unni. — Segðu mér frá málverkunum, sagði hann. Hvað ætlar Cesare að gera við þau. Þú fékkst honum þau, þegar þú hafðir sótt þau f Sentissi-gistihúsið f Napoli — eða hvað? — Þú ert býsna slóttugur, jú, ætli ekki það. — Og þau eru f hans fórum nú? — Ég býst við því. — Og hverjum ætlar hann að selja þau? — Manninum mfnum. — Nú lýgurðu, Fran! — Nei, hann ætlar að bera fram tillögu við Bemardo um viðskipti — Eiginmaður þinn er heiðar- legur maður. —•. Ekki þegar um listmuni er að ræða, sagði hún hvatskeytlega. Og ég vil ekki hjálpa þér frekara. Þú hefir reynt að nota þér, að ég er skotin f Cesare núna, en kannski hann hafi grunað að þú tækir mig að þér f bili og kæmir mér burt. Og hann vill klekkja á Jack. Þess vegna hvarf hann. — Fran, Cesare stendur hjartan- Iega á sama hvort þú ert lífs eða liðin, og þú veizt vel að hann er bara að nota þig sem verkfæri til þess að ljúka þvf, sem Bruno Bella ria ætlaði að gera gagnvart Apollio greifa. — Það er mér alveg ókunnugt um. — Þú veizt um hatrið milli Belle- ria-ættarinnar og Apollio-ættarinn- ar. — Ég hefi heyrt sagt frá þessum eldgömlu deilum. Það leggur eng inn trúnað á slíkt lengur. — Það mé vel vera, en samt grun ar mig að eitthvað hafi gerzt með an á styrjöldinni stóð eða rétt eftir hana, sem varð þess valdandi ,að hatrið blossaði upp aftur. Maðurinn þinn hefir ef til vill notað stjóm- málalega aðstöðu sína til þess að stfga á tærnar á bræðrunum, og Bruno hefnt sfn grimmilega. Hef- irðu hugboð um hvernig? Hún brosti eins og hún byggi yfir leyndarmáli. — Þú ættir að horfast í augu við staðreyndirnar, sagði Durell og var farinn að verða óþolinmóð ur. Annars fer illa fyrir þér. — Þú getur ekki skotið mér skelk f bringu. Ég er ekkert hrædd leng- ur. — Fran, ég þarf á hjálp þinni að halda. Segðu mér hvort Cesare ^er til Isola Filibano? Og ætlar þú ekki að fara þangað með manninum þfnum? Hún valdi þetta augnablik til þess að láta handklæðið detta á gólfið og færði sig um leið frá hon um. Hann horfði — og af eigi lftilli hrifni, á fagurlega vaxinn líkama hennar, og furðaði sig á því, að greifinn skyldi hafa gengið að eiga T A R Z A N ES TA.EZAN SEEtCS OUT- NOT TO KILL- THE f’KE7ACE0US ANIAALS ASAINST WHOHE HAS, AN7 PR05ABLV WILL ASAIN, ENSASE IN WOKTAL COABAT- TO HELP MtAA WHIF HIS WSHTY $0VY INTO KA20R.-SHARP PITNESS!!! rYOU WILL HAVE TO KUN FASTEK, ttY PKIENP THE CHEETAH— I% CATCHING ^\UP WITH YOU... ;----- JoMA . ' CsURfO ri0hl» r...r».d i S/ndical., Inc. Hlauptu hfaðar, kæri vinur, ef ég á ekki Og Tarzan á í einvígi við dýr frumskóg að ná þér... arins — hann hyggst ekki drepa þau held ur nota þau sem þjálfara, til að efla krafta sína og viðbragðsflýti. TWrrtun ? preatsmiðja & gúmmfcUmpIagerfi Elnhdftl t *• SlmlíOíía VÍSIR ÁSKRIFENDAÞJÓNUSTA Áskriftar- Kvartana-S,mmner 11661 virka daga kl. 9 — 19 nema laugardaga kl. 9 — 13. VÍSIR er eina síðdegisblaðið kentur út alla virka daga ☆ Afgreiðslan Ingólfsstræti 3 skráir nýia j kaupendur Simi 11661 augiýsing D I VÍSl ) kemur víða ! við I VÍSBR | er j auglýsingablað almennings | AFGREIÐSLA AUGLÝSINGA- SKRIFSTOFUNNAR ] ER I I INGÓLFSSTRÆTI 3 Sími 11663.

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.