Vísir - 04.10.1965, Blaðsíða 8

Vísir - 04.10.1965, Blaðsíða 8
8 V í SIR . Mánudagur 4. október 1965. VISIR Otgefandfc Blaðaútgáfan VÍSIR Framkvæmdastjóri: Agnar Ólafsson Ritstjóri: Gunnar G. Schram Aðstoðarritstjóri: Axel Thorsteinson Fréttastjóran Jónas Kristjánsson Þorsteinn Ó. Thorarensen Auglýsingastj.: Halldór Jónsson Sölustjóri: Herbert Guðmundsson Ritstjórn: Laugavegi 178. Slmi 11660 (5 línur) Auglýsingar og afgreiðsla Ingólfsstræti 3 Áskriftargjald: kr. 80,00 á mánuði innanlands í lausasölu kr. 7,00 eintakið Prentsmiðja Vísis — Edda h.f. Nýr keppinautur það vakti að vonum mikla og verðskuldaða athygli er það spurðist hingað til lands fyrir nokkrum dög- um að Sovétríkin hefðu nú í haust selt þó nokkurt magn af Íslandssíld til sænsku samvinnufélaganna og einnig nokkurt magn til Vestur-Þýzkalands. Er hér bæði um að ræða saltsíld og sykurverkaða síld. Þessar fregnir vekja enn meiri athygli en ella, vegna þess að ekkert hefir orðið af kaupum Rússa á saltsíld frá ís- landi á þessu ári. Undanfarin ár hafa þeir hins vegar jafnan verið með stærstu kaupendum saltsíldar hér og hafa kaup þeirra numið á annað hundrað þúsund tunnum. Hér virðist vera um greinilega stefnubreyt- ingu að ræða í sölumálum Sovétríkjanna Rússar hafa á liðnum árum lagt á það mikla áherzlu að byggja upp fiskveiðiflota sinn og verða sjálfum sér nógir á því sviði.Fyrrgreindarfregnirbenda til þess að þeir hygg ist nú ráðast inn á þá markaði, sem við íslendingar höfum selt á hingað til og gerast þar harður keppi- nautur okkar, í stað þess að vera áður einn af aðal viðskiptavinum okkar í síldarverzluninni. \ p yið þetta bætist að þá hafa Rússar einnig nýlega selt nokkurt magn af frystri síld til Vestur- Þýzka- lands fyrir verð, sem liggur töluvert undir heims- markaðsverðinu. Slíkar sölur geta haft hinar alvar- legustu afleiðingar fyrir markaði okkar íslendinga í Vesur-Þýzkalandi á frystri síld, því þangað seldum við í fyrra um 2.400 tunnur. Markaður fyrir frysta síld í Evrópu er takmarkaður og saltsíldarmarkaður- inn hefur heldur verið að dragast saman. Því er það augljóst að mjög er það gegn hagsmunum okkar að Sovétríkin hafa nú byrjað samkeppni á síldarmörk- uðunum, beita greinilegum undirboðum, og neita jafn framt að eiga síldarviðskipti við okkur. í ljósi þessara staðreynda verða ummæli íslenzkra kommúnista og Þjóðviljans um það að alla okkar síldarframleiðslu sé unnt að selja í Sovétríkjunum, furðu hláleg. Eftir samtöl hinna íslenzku liðsodda kommúnista við félaga Bréznev á fyrra ári var sá boðskapur látinn út ganga að ekkert væri því til fyrir- stöðu að margfalt meira síldarmagn væri selt til Sovétríkjanna og byggja mætti röð síldarverksmiðja um allt Norður og Austurland til þess að framleiða fyrir hinn gerzka risamarkað. Nú er komið á daginn hvert sannleiksgildi þessara ummæla íslenzku komm- únistaleiðtoganna var. Er mál þetta allt enn eitt sönn- unargagnið um heilindi íslenzkra kommúnista og ráðsnilld þeirra, er leysa skal vandamál þjóðarinnar á þessu mikilvæga sviði. Gerðardómur féllst ekki á kröfur lækna í Keflavík um laun fyrir varðþjónustu Að undanfömu hefur deila staðið í Keflavfk og Njarðvikum milli sjúkrasamlagsins og lækn anna þar um varðþjónustu að næturlagi og á helgidögum. Mál þetta hefur verið tekið upp af Tryggingastofnun rikisins og Læknafélagi Islands og var deil- an lögð í gerðardóm skv. al- mannatryggingalögum. Var deilt um upphæð þess gjalds sem sjúkrasamlaginu bæri að greiða læknum fyrir slíka varðþjónustu en þeir óskuðu þess að greiðsl an yrði hliðstæð og læknar fá fyrir slika þjónustu. Gerðardóm urinn fellst hinsvegar á það sjón armið Sjúkrasamlagsins í Kefla- vík og Tryggingarstofnunarinn- ar að taka bæri tillit til mann- fjöldans og greiða til þessarar þjónustu fast árgjald fyrir hvem samlagsmann og svo visst vitj unargjald. Læknamir telja þau kjör óviðunandi og hafa nú sagt dómi gerðardóms upp frá og méð næstu áramótum. Samkvæmt eldri samningum greiddi Sjúkrasamlagið í Kefla- vík og Njarðvik til þessarar varð þjónustu kr. 26,00 á ári á hvem samlagsmann og nam sú heildar greiðsla um 88 þúsund krónum. En auk þess fengu læknar 110 króna vitjunargjald frá sjúkl- ingum. Þessir samningar féllu úr gildi 1. apríl s.I. en þó störf uðu læknamir eftir þeim til 1. ágúst ,þegar þeir ákváðu að taka sömu gjöld fyrir störf sín og læknar i varðþjónustu í Reykjavík, sem er um 600 krón ur á nótt, 600 krónur á helgi dagsvarðstöðu og 300 krónur fyrir laugardagsvarðstöðu. Þessi hækkun hefði haft mikil aukin útgjöld í för með sér fyrir Sjúkrasamlagið í Keflavík og Njarðvík, þar sem útgjöld fyrir samlagið af þessu hefðu orðið hátt f 300 þúsund krónur. Óskaði Tryggingastofnunin þess þá að málið færi fyrir gerð- ardóm. Þar gerðu báðir aðilar grein fyrir sjónarmiðum sínum. Læknamir kröfðust þess að fá hliðstæðar greiðslur fyrir varð- stöðuna og tfðkast hjá læknum í Reykjavík, það er 600 kr. fyrir nóttina o.s. frv. Rök þeirra voru að þeir ættu ekki að vera verr settir en starfsbræður þeirra í Reykjavík. í Reykjavík væri læknum auk þess lögð til bifreið með talstöð og bifreiðastjóra og Sjúkrasamlagið í Reykjavík ann aðist fullkomna símaþjónustu fyrir þá. Læknar í Keflavík yrðu hins vegar sjálfir að leggja sér til símaþjónustu og bifreið. Á- niðsla á heimilium þeirra væri mjög mikil og símaafgreiðsla á þessum tímum einnig mikil, en vegna atvinnuhátta á stöðum þessum noti mjög margir sér að hringja til lækna eftir vinnu tíma til að leita ráða. en fyrir slíkt komi ekkert gjald frá sjúkl ingi. Tryggingarstofnunin fyrir hönd Sjúkrasamlagsins í Keflavík og Njarðvík benti á að samsvarandi greiðslur fyrir varðþjónustu og í Keflavík væru í gildi í ýmsum kaupstöðum, svo sem Akranesi, Hafnarfirði, Akureyri og Vest- mannaeyjum. Það var niðurstaða meirihluta gerðardóms, að greiðslur til læknanna í Keflavík væri ekki unnt að miða við skipun þessara mála í Reykjavík m.a. vegna mik ils mismunar á fjölda samlags manna á þessum svæðum, en Ijóst sé, að í fjölmennu byggð- arlagi hlýtur erill vakthafandi læknis að vera mun meiri en í fámennu byggðarlagi. Auk þess innir slysavarðstofan i Reykja- vik mjög mikla þjónustu á þessu sviði. Varð það niðurstaða meiri- hluta gerðrdóms að hæfileg greiðsla Sjúkrasamlags Keflavík ur og Njarðvikur til slíkrar varð þjónustu væri 26 krónur á hvem samlagsmann sem verið hefur en til viðbótar þvx 10 krónur fyr ir hvert bam samlagsmanna, auk vitjunargjaldsins. Þessi 10 króna viðbót fyrir hvert barn mun þýða það að heildargeriðsla Sjúkrasamlags- ins í Keflavík og Njarðvík til þessarar varðþjónustu mun hækka um ca 30 þúsund krónur og verða nú nálægt 120 þúsund krónum á ári. Úrskurður þessi hefur ekki að eins þýðingu í Keflavík. Hefði verið fallizt á kröfur læknanna þar má búast við að aðrir kaup staðir hefðu komið á eftir og kostnaður orðið óbærilegur fyr ir sjúkrasamlögin á hinum fá- mennari stöðum, eða hátt upp i 300 þús krónur á hverjum þeim stað sem vildi halda uppi slíkri varðþjónustu. Læknamir telja þessa niður- stöðu óviðunandi og hafa sem fyrr segir sagt ákvæðum gerðar dómsins upp frá næstu áramót- um. 22 ÞUS. LESTUM MINNI FISKAFLI EN I FYRRA — fyrri hluta ársins. Aukinn síldarafli og ntargfaldaður loðnuafli en stórminnkaður þorskfiskaafli á bátunum Fiskifélag Islands hefur gert upp heildarfiskafla lands manna fyrri heiming þessa árs og nemur hann 458 þús- und tonnum. Á sama tíma > fyrra varð aflinn 480 þúsund tonn eða 22 þúsunr tonnum meiri en núna. Togarafiskur var í þetta sinn meiri en í fyrra eða 35 þúsund tonn á móti 33 þúsundum í fyrra, en bátafiskur var minni í ár, 423 þúsund tonn á móti 446 þúsund tonnum. Mun meiri rækja veiddist nú en f fyrra, eða 0,4 þúsund tonn á móti 0,1 þúsundi í fyrra. Hum- arveiðin minnkaði aftur á móti úr 1,2 þúsund tonnum í 0,9 þús- und tonn. Loðnuveiðin marg- faldaðist úr 8,6 þúsund tonna í 50 þúsxmd tonn og hefur engin tegxmd aukizt jafn margfalt í aflamagninu. Síld veiddist meiri í ^r en í fyrra, eða 163 þúsund tonn á móti 153 þúsundum tn. Þorskafli varð hins vegar mun minni í ár en í fyrra, einkum á bátunum. — Heildarþorskaflinn varð 244 þúsund tonn á móti 317 þúsund tonnum og sá hluti hans, sem kom á bátana, varð 209 þúsund tonn á móti 284 þúsund tonnum í fyrra. Hvað verkunaraðferðir á þorskfiskun snertir hefur ísing aukizt litillega úr 19 þúsund tonnum upp í 20 þúsund tonn og frysting minnkað úr 129 þús- und tonnum í 108 þúsund tonn. Herzlan stórminnkaði úr 79 þús- und tonnum í 42 þús. tonn og söltun minnkaði einnig verul. úr 81 þús. tonni niður í 65 þúsund tonn. Innanlandsneyzla hélzt svipuð, var 7 þúsund tonn bæði árin. Frysting sildar jókst úr 11 þúsund tonnum upp í 13 þús- und, söltun úr 3 þúsundum upp í 6,5 þúiund tonn og bræðsl*, xlr 147 þúsund tonnum upp i 192 þúsund tonn.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.