Vísir - 04.10.1965, Blaðsíða 9

Vísir - 04.10.1965, Blaðsíða 9
9 VÍSIR . Mánudagur 4. október 1965. i mi iwi iimimbb—a—wmaaaw—M—im—O Margt athyglisverðra bóka á markaðinum í haust jfl Margt athyglisverðra bóka r verður á bókamarkaðnum I haust að því er Vísir hefur fregnað. Hefur blaðið leitað upp lýsinga hjá ýmsum útgefendum og fara frásagnir nokkurra þeirra hér á eftir. Til annarra hefur ekki náðst, en skýrt verð ur frá útgáfu þeirra síðar. Þá eru enn aðrir sem ekki eru enn tilbúnir með upplýsingar og $j teija sig ekki geta sagt á þessu stigi hverju þeir koma á mark- aðinn í haust. Winston Churchill. SKUGGSJÁ Olver Steinn bókaútgefandi í Hafnarfirði skýrði Vísi frá helztu Skuggsjár bókum í ár. Meðal þeirra má nefna „Churc hill og stríðið" eftir brezkan mann, Gerald Pawle, hörku- spennandi bók um afskipti Churchills af heimsstyrjöldinni seinni, hemaðaráætlunum og stríðsrekstrinum í heild. Það verður 26 arka bók, prýdd fjölda mynda. Guðmundur G. Hagalín sendir frá sér seinna bindið af endur minningabók Haraldar Böðvars- Halla Link'er. Anna Borg. sonar útgerðarmanns á Akra- nesi. Eftir frú Jakobínu Sigurðar- dóttur er væntanleg skáldsaga „Dægurvísa". Oliver sagði að þetta væri afburða góð saga og myndi koma mjög á óvart meðal skáldsagna á bókamarkaðnum í ár. Gunnar M. Magnúss skrif- ar bók um ísland og atburðarás fyrri heimsstyrjaldarinnar._ Hún, heitir sáma' náfni frá f Ýýrra .ÍÁr- in sem aldrei gleymast“. „Islenzk ævintýrabrúður" er Guðm. G. Hagalín. heiti á nýrri feðabók eftir Höllu Linker. Þá gefur Skuggsjá út endur- minningar Önnu Borg leikkonu. Sú bók kom á s.l vetri út á dönsku, en birtist hér í þýðingu Áma Guðnasonar magisters Nýtt smásagnasafn kemur út eftir Elínborgu Lárusdóttur, er hún nefnir „Svipmyndir". Fimmtíu menn skrifa afmælis bók um Hafstein Bjömsson mið- il sem varð fimmtugur í fyrra. Eru þetta ýmist kveðjur til Haf steins eða lýsing á fundum þar sem hann hefur verið miðill. Bókin heitir „Leitið og þér mun uð finna“. Eftir Ólaf Tryggvason á Akur evri er væntanleg bók um Dul- ræn efni, er nefnist „Hugsaðu upphátt". Auk þessa mun Skugg sjá gefa út eitthvað af þýddum skáldsögum o. fl. SETBERG Sextán bækur verða gefnar út x ár sagði Arinbjöm Kristins- son forstjóri, þar af meiri hlut- inn sem ætlaður er bömum og unglingum Stærsta bókin af þeim sem ætlaðar em fullorðnum er ævi- saga Churchills eftir Thorolf Smith. Áður hefur Setberg gef- ið út ævisögur heimsfrægra manna og hefur sá bókaflokkur orðið sérstaklega vinsæll. Þ. á. m. eru tvær ævisögur sem Thor- olf Smith hefur skrifað, ævisög- ur þeirra Lincoln og Kennedy Thorolf Smith. BáijPdáritk^föfsétá.' Bókin' verðúr' á 4. hundráð sfðiir með á 2. hundrað myndum. Af öðrrnn Setbergsbókum í ár má nefna bók eftir Jónas Þorbergsson á Laxamýri, sem hann nefnir „Ljós yfir landamær in“ en það er áratuga kynni höfundarins af dulrænum fyrir bæmm Þetta verður 300 bls. bók og myndskreytt. Syeinn Sæmundsson blaðafull trúi skrifar frásagnir af þrek- raunum sjómanna við strendur Islands f sambandi við skips- strönd og sjóslys. Það eru sam tals 14 þættir frá ýmsum ámm. Bókina nefnir Sveinn „í brim- garðinum". í henni verður tals- vert af myndum. Frú Sigríður Thorlacius hefur tekið að sér að skrifa endur minningar Maríu Markan söng konu eftir frásögn hennar sjálfr ar. Það er hreinskilin frásögn og skemmtileg, sem nær allt frá María Markan. Vilhjálmur S Vilhjálmsson. bamæsku söngkonunnar og fram til þessa dags. Þá má ennfremur geta endur- útgáfu á minningabók Eyjólfs á Dröngum „Kaldur á köflum“ sem Vilhjálmur S. Vilhjálmsson tók saman fyrir nokkmm árum. Hún seldist upp í einni svipan og hefur verið ófáanleg síðan. Loks er þýdd skáldsaga eftir Selmu Lagerlöf en hinar Set- bergsbækumar em allar ætlaðar yngri kynslóðinni. BÓKAÚTGÁFA, ODDS BJÖRNSSONAR Á AKUREYRI Þar erú margar bækur á döf- inni, bæði fyrir unglinga og og fullorðna. Af skáldritum má nefna skáldsögu eftir Eirík Sig urbjömsson „Kirkjan í hraun- inu“ sem fjallar um Skaftárelda Ármann Kr. Einarsson. að vissu leyti og afleiðingar þeirra, tvær skáldsögur eftir Ingibjörgu Sigurðardóttur, „Feðgamir á Fremra-Núpi“ og „Sjúkrahússlæknirinn" unglingasögu eftir Ármann Kr. Einarsson „Óli og Maggi á is- jaka“. Saga eftir Ingibjörgu Jóns dóttur „Jóa Gunna“, ljóðabók eftir Sigurð A. Friðþjófsson „Næturljóð“ o. fl. Eftir áramótin er væntanlegt á markaðinn mikið rit um „Bú fjárfræði" eftir Gunnar Bjarna- son 700 bsl. bók að stærð með f jölda mynda og línurita. Það er nýmæli um þessa bók að hún verður gefin út í lausum blöð- um, og er tilgangurinn með því Davíð Stefánsson. sá að geta skipt um blöð í henni eftir þörfum í framtíðinni. HELGAFELL Það náðist ekki í Ragnar Jóns son útgéfanda en Vísir átti tal við Böðvar Pétursson fulltrúa hans í bókaútgáfunni. Böðvar sagði að ýmsar bækur, sem í undirbúningi væru myndu verða að bx'ða fram á næsta ár sökum anna. Veigamesta ritið sem Helgafell gefur út í ár, er heild- arútgáfa á ritum Davíðs Stefáns sonar f 6 bindum, ljóð, leikrit, sögur, ritgerðir og allt sem birzt hefur á prenti eftir hann áður. Aftur á móti verður ekkert tekið með f ritsafnið af óprent uðum ljóðum eða ritverkum hans. Til umræðu hefur komið að gefa út heildarútgáfu á ritum Arnar Amarsonar (Magnúsar Stefánssonar). Þá eru þrjár skáldsögur ungra höfunda í und irbúningi „Orgelsmiðjan“ eftir Jón frá Pálmholti, „Borgarlíf“ eftir Ingimar Erlend Sigurðsson og ónefnd skáldsaga eftir Jó- hannes Helga. Þá er nýkomið út ritgerðarsafn eftir Laxness „Upp haf mannúðarstefnu". Ekki er von á neinni listaverkabók frá Helgafelli í ár sagði Böðvar að lokum. KVÖLDVÖKUÚTGÁFAN " í haust gefur Kvöldvökuút- gáfan út bók um Davíð Stefáns son skáld, sem ýmsir samstarfs menn, vinir eða aðdáendur skáldsins skrifa, jafnt konur sem karlar. Eru í hópi þeirra ýmsir þjóðkunnir höfundar og mennta- menn. Þetta verður stór bók og myndskreytt. Síra Sveinn Víkingur er að skrifa ævisögu sína og kemur fyrsta bindi hennar á vegum Kvöldvökuútgáfunnar í haust. Síra Sveinn er mikill gáfumaður og segir skemmtilega frá, mun mörgum þykja forvitnilegt að lesa þessa bók, enda líkleg til að vekja óskerta athygli. Bókin nefnist „Myndir daganna" og verður myndskreytt. Þá er í vændum ljóðabók eft- ir Braga Sigurjónsson banka- stjóra á Akureyri „Ágústdagar". Bragi Sigurjónsson.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.