Vísir - 20.10.1965, Blaðsíða 11

Vísir - 20.10.1965, Blaðsíða 11
Þeir sem sáu japönsku mynd ina Harakiri í Laugarásbíói í fyrravetur minnast áreiðanlega hinna glæsilegu bardaga mynd arinnar og Samuraisins leigu- hermanns lénsherrans, sem á japönsku nefnist Daimyo. Japanir halda enn hinum fomu íþróttum og bardagalist í breyttri mynd. I Japan leggja nú t. d. sex milljónir Japana stund á hina ævagömlu íþrótt Judo. Judo varð til um leið og jap- anska þjóðin, fætt af sjáls- varnarhvötinni. Nú er Judo kölluð hin forna hernaðarlist Japans. Judo eins og það er stundað nú á dögum var skipulagt árið 1882, þegar Jigoro Kano nam burt hættulegustu tök glímunn ar, skipulagði æfingamar og kom upp Kodokansalnum sem kennslustað í Judo. Fornar japanskar hernaðarlistir í góðu gengi enn þann dag í dag Judo hefur orðið æ vinsælla utan Japans á síðari árum sér staklega eftir Heimsstyrjöldina síðari. Óg árið 1952 var Alþjóð lega Judosambandið stofnað. Nú eru 53 lönd meðlimir þess. Vegná þess hversu Judo er útbreytt um víða veröld var á- kveðið að hafa Judo í fyrsta sinn sem eina íþróttagrein á Ólympíuleikunum í Tokyo. Önnur forn hernaðarlist Jap- ans er Kendo, sem þýðir bók- staflega „vegur sverðsins." í fyrstu var Kendo líf og dauði samuraisins. En á Edo- tímanum breyttist Kendo í f- þrótt þar sem það var ömggara að æfa með bambussverðí í staðinn fyrir trésverð, sem notað var í hemaði. Nú iðka 500 þúsundir ungra manna í Japan Kendo sem í- þrótt. Kyudo eða bogamannslistin er ein þessara gömlu hernaðar lista. Nú hefur orðið skyndi- leg og mikil aukning á tölu þess unga fólks, sem leggur stund á að skjóta ör af boga á japanska vísu og það er liður í æfingum í að beita huganum. 6 milljónir Japana iðka Judo j Kári skrifar: Sunnuhvoll í stað Miklatúns. Það sjá líklega fáir eftir nafn inu Klambratún og það heyr- ist æ sjaldnar. Miklatún er kom ið £ staðinn og nefndi borgar- stjóri, Geir Hallgrímsson, fyrst ur manna hið mikla og víð- lenda tún, sem nú er verið að gera að skemmtigarði, þessu nafni. Þetta er gott nafn og var því vel tekið. Nú hefur verið stungið upp á því í grein í Morgunblaðinu, að Sunnuhvoll komi £ staðinn. Viðurkenna ber að Sunnuhvoll er gott nafn og að tillagan var vel rökstudd, en þarna stóð Sunnuhvoll Pét- urs Hjaltesteds úrsmiðs, hins mikla ræktunarmanns, sem ræktaði túnin, þar sem hinn fagr; skemmtigarður verður. Ég held, að ef bæði nöfnin hefðu komið fram samtfmis hefði ég kosið Sunnuhvolsnafnið, — en er tillagan um það ekki of seint fram komin? Svo má vera, en þó hallast ég frekara að þvi, að ekki komi að neinni sök, þótt um þetta verði rætt eitt- hvað frekara, fyrst tillagan er framkomin f víðlesnu blaði. Og vissulega gæti verið gaman og gagnlegt að heyra nokkrar „raddir almennings* ‘um þetta, þótt lítill vafi sé, að það nafn ið heldur velli, sem mestan hljómgrunn fær hjá almenningi. Bréf frá húsmóður „Þær eru ófáar erlendu kex- tegundimar, sem nú eru á mark aðnum, og ætla ég mér ekki að ræða þann innflutning, þótt ó- neitanlega virðist nokkurt til- efni til, en á annað vildi ég minna, og það er a& innlendar kexverksmiðjur framleiða ýms ar sérlega góðar kextegundir, og ég hygg, að sumar séu fylli lega sambærilegar við það bezta, sem inn er flutt og nefni sem dæmi Lorelei-matarkexið frá Akureyri og piparkökur og fleira frá kexverksmiðjunum hér syðra. Að því er umbúðir varðar hefur líka orðið mikil framför. Við eigum að minnsta kosti að muna eftir því sem á boðstólum og innlent er ' og jafngott og það erlenda, og styðja með því innlendan iðn að. — Húsmóðir.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.