Vísir - 29.10.1965, Blaðsíða 1

Vísir - 29.10.1965, Blaðsíða 1
w VISIR Margir dregnir 29. október 1965. - 247. tbl. Það er kunnugt að þegar veðrabreytingar eru í nánd hlaupa of t gigt og skammir í f ólk Bifreiðirnar finna veðurbreyt- ingarnar aftur á móti ekki á sér fyrr en þær hafa orðlð — en þá mótmæla þær lfka oft harka- lega. 1 morgun var talsvert mikið um, að bifreiðir neituðu alger- lega að fara í gang í Reykjavík stóðu bara grafkyrrar, með hél aðar rúður, Ef ekkj dugði að „snúa f gang" yar ekki um ann að að ræða en láta „draga í eane" oe samkvæmt þeim upp- lýsingum sem blaðið fékk hjá sendibílastöðvum var mikið um að beðið væri um sendiferðabif- reið til að hjálpa bágstöddum bíleigendum, sem ekki' virtust hafa áttað sig á að eftir allar þessar langvarandi rigningar gæti komið frost. ____ Enn hanaslys í umferðinni Enn eitt banaslysið hefur orðið í uniferðinni í Reykjavík,, en það orsakaðist við harðan árekstur milli slökkviliðsbif- reiðar og Volkswagenbifreiðar á gatnamótum Hverfisgötu og Snorrabrautar á II. tímanum í gærkvöldi. Um klukkan 22.40 í gær- kvöldi barst slökkviliðinu kvaðning frá Hátúni 6, en þar lagði grunsamlegan reykjarþef út úr læstri íbúð, og var óttazt, að kviknað væri í húsinu. Slökkviliðsbíll var þegar sendur af stað, og fór hann inn Hverfisgötu með sírenu í gangi en þegar hann kemur að Snorrabraut er rautt Ijós á götuvitanum. Hann heldur samt viðstöðulaust áfram og virðist hafa verið á allmikilli ferð. En um leið og hann kemur inn á gatnamótin lendir fyrir honum Volkswagen bifreið, sem ekið var norður Snorrabraut og Bíllinn, sem slökkviliðsbíllinn ók á. hafði farið yíir gatnamótin á grænu ljósi. Volkswagenbifreiðin lenti á hægra framhorni slökkviliðs- bilsins og ýttist fyrst spöl und- an honum, en snýst þá við, slæst um Ieið með afturendann í slökkviliðsbflinn og fer síðan f boga út að eyjuendanum á gatnamótunum og rekst þar á kyrrstæða bifreið. I Volkswagenbifreiðinni voru hjón, Árni Garðar Kristinsson, auglýsingastjóri Morgunblaðs- ins og Katrín Óladóttir, Sel- vogsgrunni 7, og ók hún. Við áreksturinn köstuðust þau bæði út úr bifreiðinni og lágu með- vitundarlaus í götunni þegar að var komið. Þau voru bæði flutt í slysavarðstofuna og þar kom Árni til sjálfs sín eftir nokkra stund, en Katrín ekki og var hun flutt í Landakotsspítala. Þar lézt hún kl. 4 í nótt. Árni Garðar hlaut mikinn höfuðáverka, en ekki lífshættu- legan, auk þess marinn á hand- leggjum og meira meiddur. Hann var 1 rannsókn i slysa- varðstofunni í nótt, en fluttur heim til sín í morgun. Hann skýrði lögreglunni frá því í nótt eftir að hann komst ¦ til meðvitundar, að bíll þeirra hefði verið á hægri ferð þegar slysið varð. Hann kvaðst ekki hafa heyrt i sírenu slökkviliðs- bifreiðarinnar, fyrr en 'á því augnabliki að slysið varð, en í sömu andrá missti hann með- vitund. Volkswagenbifreiðin skemmd- ist mikið og fluttu Þungavinnu- vélar hana af slysstaðnum í gærkvöldi, en slökkviliðsbif- reiðin skemmdist minna, samt eitthvað. Það er svo aftur önnur saga Framhald á bls. 6. Skarðið opnað - heiðar f ærar Snæbjörn Jónasson, yfirverk- fræðingur Vegagerðarinnar, sagði blaðinu í morgun að Siglufjarðar- skarð yrði mokað og gert fært í dag, Er nú sæmilegt færi á flestum fjallvegum landsins, nema helzt á Vestfjörðum, en þar eru erfiðustu heiðarnar orðnar þungfærar. Litl-^ um bílum er ráðið frá að leggja á Þingmannaheiði og Þorskafjarðar- heiði er talin varasöm vegna skaf- rennings í nótt. Líkur bentu þá til þess að Breiðadalsheiði hefði orð ið ófær i nótt. &- / / /**• "/¦¦ / 43 . / i ¦¦/ r m Jökulsárbrú tekur 6 tonn — steypt undir brúargrindina í dag Umferð um Jökulsárbrú á Sól- heimasandi er nú aftur orðin eðli leg. í fyrrakvöld var hleypt á hana umferð bíla, allt að 6 tonna þung um og á morgun verður brúin aft ur orðin fær öllum bílum. Brúin hefur verið rétt af og sett undir tréverk en síðdegis í dag á að steypa undir brúargrindina. Björn Ólafsson, verkfræðingur Vegagerðarinnar, gaf blaðinu þess ar upplýsingar í morgun. Hann sagði, að mikið væri f ánni ennþá, svo ekki hefði enn verið hægt að flytja austur yfir jarðýturnar, sem hafa undanfarið verið að ryðja upp varnargarði vestan megin, þar sem áin fór í gegn. Þeim megin er ýtu- vinnu nú lokið og er verið að ganga frá bakkanum við brúarend- ann. Þegar hægt verður að koma ýtunum austur yfir, verður ánni veitt frá þeim væng yfir í miðjan farveginn. Þá standa tveir austustu stöplarnir á þurru og verður þá hægt að endurbyggja þá og fullgera þannig við brúna. Skaftfellingar hafa getað flutt all ar afurðir sínar og alla nauðsynja- vöru yfir brúna þessa dagana. í/y ¦ -*. ' ; r *¦* V / ttS7, J / >/;ó /^~- •&? HEYKJAViK \, HAFfjtflrjOSOJJH mSéiMm új j YF\ 'RLÍTSXORT YFIR 8Ef*3SPfíUNGURÖ<2 MtS<3£NGf 'fi, SUDVESTyRL,AHOi; , o' ' zotin \ Wi.;J Uppdráttur, sem sýnir helztu sprungur á Reykjanessvæðinu. Jón Jónsson jarðfræðingur bendir á það, að gera verði sérstakar ráð- stafanir með aukinni byggð til þ.ess að forða þvf að olía og óhrein- ; indi komist í sprungurnar, þvi að slfkt getur eitrað grunnvatnlð og I þar með drykkjarvatn hinnar fjölmennu byggðar '< á þessu svæði. Jarifræðingur varar viB þvi ai láta olíu eða óhreinindi komast í jarisprungur Hætta á oð slíkt ióhreinki vatnsupp- sprettur sem byggðin v/ð Faxaflóq notar Það getur verið mjög hættu- legt, að láta óhreinindi komast í jarðsprungur, sem eru á svæð- inuallt frá Þingvöllum og suð- ur um Reykjanesskaga. Kemur þetta fram í ritgerð, sem Jón Jónsson jarðfræðingur skrifar í síðasta hefti náttúrufræðings- ins. Grein þessa kallar hann „Bergsprungur og misgengi i ná- grenni Reykjavikur". En auk þess sem greinin bendir til ræð- ir hann þar um grunnvatn og grunnvatnsborð á Reykjanes- svæðinu. Rannsóknir hafa sýnt að yf- irborð grunnvatns á sprungu- svæðinu sé alls staðár í nær þvi sömu hæð. Þá er það áthyglis- vert að hitastig grunnvatnsins er einnig lágt á öllu svæðinu, t. d/ í Kaldárseli 2-5 stiga heitt þó komið væri niður í 740 m dýpi. Þessi atriði verða aðeins skýrð á þann hátt, að mjög mikið kalt vatn streymi eftir sprungunum suðvestur eftir Reykjanesskaga og um hin ungu berglög á þessu svæði. Þannig má sýna fram á hið nána sam- band milli sprungnanna og lind- anna. En af þessu leiðir að hætta kann að vera á því að óhrein- indi komist f grunnvatnið, sé ekki fy'lstu varúðar gætt i því efni. Jón Jónsson segir um þetta m'. a.: Alvarlegasta hættan staf- ar án nókkurs efs frá olíu, en ef olía kemst í vatnsból, getur hún þó um örlítið magn sé að ræða eyðilagt það um langan1 tíma, jafnvel í áratugi. Lang- flest hús eru nú kynt með olíu og oft er frágangi á olíugeym- um við hús mjög ábótavant, ekki á þetta hvað slzt við um sumarbústaði. Vélaverkstæði alls konar, benzín- og olíusölur hafa mikið magn af oliu og varla fer hjá því að nokkuð fari til spillis á hverjum stað. Framhald á bls. 6.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.