Vísir - 15.11.1965, Qupperneq 3
V1S IR . Mánudagur 15. nóvember 1965.
3
KR tapaði Spánarfarmiðanum
Alvik vann stóran sigur 89:61 eftir
KR-ingum var visað af velli með 5
að þrem
tæknivillur
Ekki tókst KR-ingum að krækja í farmiðann til
Spánar og leik þar gegn hinu fræga liði Real Madrid
í Evrópubikarkeppninni í körfuknattleik. KR-ingar
töpuðu með miklum mun gegn sænsku meisturunum
í leik sínum í Ákeskovshallen í Bromma við Stokk-
hólm. ALVIK heldur áfram í 2. umferð keppninnar
og fer gegn þessum spönsku meisturum í greininni
en þeir eru jafnframt handhafar Evrópubikarsins og
má því búast við skjótum endalokum Svíanna í
keppninni.
KR-ingum tókst lengi vel að gera
leikinn spennandi fyrir áhorfendur
í Ákeskovshallen. Að vísu voru
fyrstu 6 stigin frá Svíunum og
munurinn skömmu síðar 9 stig, en
KR tókst þó að ná sér á strik og
jafnaði um miðjan fyrri hálfleik,
en aldrei komst KR þó yfir. 1 hálf-
leik var munurinn 6 stig fyrir Svi-
ana.
Hinir erlendu dómarar dæma
langt frá þeim reglum, sem við
erum vanir, enda er bandariski
körfuknattleikurinn og túlkun
reglna þeirra, sem þar gilda þekkt-
ari hér. Það er þetta sem KR-ing-
ar hafa flaskað á í fyrstu alþjóða-
keppninni, sem‘ þetta unga lið tekur
þátt í. Þetta munu þeir án efa taka
sem alvarlega ábendingu og hina
beztu kennslustund. Næst þegar
liðið fer í Evrópukeppni mun það
leika í samræmi við þær reglur,
sem I gildi eru í Evrópu, en ekki
i Ameriku, enda er það tverjnt ó-
líkt.
í leiknum á laugardaginn var
þetta einmitt uppi á teningnum.
Svíarnir fara eins langt og þeir
komast gagnvart dómurunum, en
það er lengra en bandarískir og ísl.
Valur hafði yfir 10:7 þeg-
ar 3 míBútur voru eftir
— en FRAM komst yfir og vann 11:10
Valsmenn voru sannar-
lega klaufskir að tapa ör-
uggri forystu í leik sínum
í Handknattleiksmóti
Reykjavíkur gegn Fram í
gær á Hálogalandi 10:7.
Síðustu 4 mörk leiksins
skoraði Fram og vann á
marki frá Guðjóni Jóns-
syni með 11:10.
Valsmenn áttu ágæt tækifæri á
að skora tvö mörk í röð þegar
þrjár mínútur voru eftir af leik,
þ. e. 11:7 og 12:7, en Hermann og
Sigurður Dagsson misnotuðu upp-
lögð tækifæri tíl að skora. Þess í
stað skoraði Sigurður Einarsson af
línu mjög skemmtílega og Guð-
jón bæti við 10:9 úr vítakasti, en
Gunnlaugur tók annað vítakast rétt
á eftir og skaut i stöng. Sigurður
Einarsson jafnaði 10:10 og rétt áð-
ur en Bjöm Kristjánsson, hinn á-
gæti dómari leiksins, flautaði af,
kom sigurmark Guðjóns Jónssonar
11:10
Leikurinn var mjög skemmtilegur
frá fyrstu mínútu til síðustu og
áhorfendur létu ekki standa á sér
að hvetja liðdn, en aðdáendur
Fram höfðu fylkt sér öðrum megin
í salnum en Vals hinum megin og
var húsið svo til fullt. 1 hálfleik
var staðan 5:5, en í seinni hálfleik
hafði Valur jafnað 7:7 og komizt
yfir i 10:7 með góðum leikkafla og
fallegum mörkum, sem reyndar
hefur getað orðið fleiri.
Beztu menn liðanna voru Guðjón
Jónsson, Sigurður Einarsson, Gunn
laugur Hjálmarsson og Þorsteinn
Bjömsson hjá Fram, en Sigurður
Dagsson, Bergur Guðnason og
Hermann hjá Val, en markvörður-
inn gerði margt vel.
ÞRÓTTUR VANN
IR MED 13:8
B ALLETTV ÖRUR
Þróttumm hefur vaxið ásmegin
eftir því sem liðið hefur á Hand-
knattleiksmót Reykjavíkur og í
gær vann Þróttur sigur yfir ÍR með
13:8. Leikurinn var heldur jafn
framan af eða þar tll um miðjan
seinni hálfleik að Þróttarar tóku
öll völd og skoruðu 5 síðustu mörk-
in.
Þróttarar komust snemma 4:1
yfir og leiddu i hálfleik með 6:4.
Ólafur Tómasson jafnaði fyrir ÍR
með tveim ágætum mörkum og
skoraði þrlðja markið, og þá varíR
komið yfir. Þróttarar jöfnuðu en
Ólafur skorar 8:7. Þarna var enda-
punkturinn settur á mörk ÍR þetta
kvöld og nú fylgdi yfirburðakafli
Þróttar, sem skoraði 5 mörk i röð.
Beztu menn Þróttar vom þeir
Axel Axeisson og Haukur Þorvalds
son, en mjög efnilegir voru mark-
vörðurinn og Halldór Bragason.
Hjá ÍR bar mest á Ólafi Tómassyni
og Ágústi Ólafssynl, en mikið vant
ar í llðið, þegar Hermann Samú-
elsson er ekki með, en hann mun
ekki hafa æft með liðinu i vetur.
Táskör og æftngaskór frá
GAMBA og FREED
Stretch-nylon
fyrli BALLE1
FIMl frá
Oúnlngai
og LEIK-
DANSKIN og
LASTONET
Smábafnafatnaður
Snyrti -og gjafavör-
— Kvensokkar
Leikföng
VtRítLMN
REYNIMELUR
Bræðmnorgarsng 22
Stmi i -3(i rf
dómarar munu leyfa og þetta verð-
ur til þess að KR-ingarnir verða
of grófir. í seinni hálfleik urðu 3
af beztu leikmönnum KR að fara
að velli með 5 villur og var Einar
Bollason einn af þeim.
Eftir það var leikurinn ekki
skemmtilegur og Svíamir áttu auð
velt með að finna leiðina upp að
körfunni og hvað eftir annað skor-
uðu þeir á KR. Leiknum lauk með
stórum sigri þeirra 89:61 og hafa
þeir því unnið með samtals 149:
109, eða 40 stiga mun.
' \
íslenzka liðið náði aldrei því
sem búast mátti við, og hark-
an leiðir þetta ágæta lið út
á villigötur í leik sínum. Svíarnir
eru harðir og búa að auki yfir
hraða og kerfisbundnum leik. Ny-
man þjálfari þarf ekki annað en
nefna tölu, — „Átta“, kallar hann
og liðið hefur breytt um leikaðferð.
Stigahæstir af KR-ingum urðu
• Kolbeinn Pálsson með 13 stig,
: Hjörtur Hansson með 12, Einar
1 Boliason með 11 og Guttormur Ól-
afsson með 10. — jbp —
Frá leik Fram og Vals. Bergur Guðnas.on með boltann.
Vikiumr náðu /
fyrstu stigin
Víkingar sóttu sín fyrstu stig i
hendur KR-inga, Reykjavíkurmeist
aranna í fyrra, sem töpuðu nú
.sínum fyrsta leik i þessu móti og
eru- Framarar því eina taplausa
liðið eftir. Víkángur vann 11:9 og
voru það sanngjörn úrslit eftir
gangi leiksins, sem var mjög jafn.
í hálfleik hafði Víkingur yfir
7:5 en alian leikinn tókst Víkingi
að hafa forystuna og KR jafnaði
í 1:1, 2:2, 3:3, en síðan ekki aftur,
voru hins vegar marki undir í 8:7,
en þá skora Víkingar tvö mörk,
sem ungur og efnilegur leikmað-
ur, Gunnar Gunnarsson skoraði.
Gunnar skoraði einnig 11:8 fyrir
Víking en þá var mjög stutt eftir
af ieik og sigurinn tryggður, en
Karl Jóhannsson bætti marki við
fyrir KR 11:9.
Helgi markvörður Víkings var
mjög góður í þessum leik, Gunn-
ar Gunnarsson athyglisverður leik-
maður, en hann skoraði 4 mörk
fyrir liðið, og Þórarinn ágætur. Af
KR-ingum var Karl Jóh. beztur
eins og svo oft áður, en Herbert
Haraldsson vakti athygli og Sigurð
ur Óskarsson lék prýðis góðan
leik.