Vísir - 15.11.1965, Síða 4
þér eruft.ekki í Almenna bókafélaginu, ættuft þér aft gerast félagsmaður strax í dag
<* 'Vý.'l
Heimilisfang-----------------------------------------------------
ALMENNA BÓKAFÉLAGIÐ Austurstræti 18 Símar 19707 - 16997
V í SIR . Mánudagur 15. nóvember 1965.
inu hjá honum: ,,Jú, það er
eitthvað slíkt þarna vestur við
Svartandar-læk“.
„Hefur nokkur grafið í þær?“
spyr ég.
„Engir ókunnugir hafa séð
þær, og hingað til L’Anse aux
Meadows stígur enginn fæti
sínum, án þess að ég viti af
því“, svarar hann með þunga
í orðum er sýnir myndugleika
hans á þessum stað.
Svo fylgir hann mér eftir litl-
um stíg vestur yfir þessa stóru
grasivöxnu sléttu, hér eru nokkr
ar kýr á beit, og nokkru síðar
sé ég sauðahjörð.
Eftir tíu mínútna göngu kom-
um við að vík — Épaves-vík —
það þýðir Skipbrotsvík og það
leynir sér ekki að hún er mjög
grunn, því að nú er fjara og
víkurbotninn er þurr langt út
eftir. Og hér rennur lítil á til
sjávar, það er Black Duck B'rook
'— Svartandar-lækur, hann liðast
í mörgum sveigjum, blátær um
landið gegnum lyng, tágar og
gras.
Skammt upp af víkinni bugð-
ast strandkambur mót ánni um
4 metra yfir haffletinum. Hér
á það að vera. Þarna yfirfrá á
kambinum kem ég auga á ó-
skýrar uppgrónar þústir, sem
hverfa næstum í grasi og lvngi.
Það er enginn vafi á því að
þetta eru tóftarústir, og gamlar
hljóta þær að vera. Brátt þykist
ég hafa fundið einar fimm, en
þær geta vel verið fleiri, því að
hingað og þangað þykist ég geta
greint óreglulegar línur, sem
geta verið afmáðar útlínur.
„Hver hefur búið hér?“ spyr
ég Decker.
Hann hristir höfuðið og svar-
ar: „Enginn veit, þessar tóftir
voru hér áður en fiskimennirnir
komu til L’Anse aux Meadows
eða annarra staða á norður-
ströndinni. Og mín ætt varð
fyrst hingað.“
„En hvalveiðimenn og aðrir
fiskimenn í gamla daga?“
Hann bendir út (yfir vfkina.
þar sem fjaran nær langt út eftir
og segir: „Þeir hefðu ekki verið
með ráði og rænu að leggja
bátum sínum hér, þeir hefðu þá
orðið að burðast með hvalinn i
land á bakinu.“
'É'g horfi yfir sléttuna og til
norðurs út yfir eyjar og
haf. í fjarlægð greini ég Fagur-
ey og blámastrendur Labrador
sem Vínlandsfararnir komu sigl-
andi suður með.
Þetta var eins og endurfundir.
Það er svo margt í L’Anse aux
Meadows sem minnir á það sem
ég hafði séð á hinum norrænu
býlum í Grænlandi, haginn
græni, ámiðurinn, hið opna iand,
víðsýnið yfir hafið og svo margt
fleira sem er ekki auðvelt að
skýra. Hér hlaut fólkinu frá
heimskautseynni að hafa fundizt
það eiga heima.
En þó var allt enn í óvissu.
Aðeins uppgröftur gat gefið
svarið.
Tóftir
Frh. af bls. 9:
ótt og skógi vaxið, og smáar
hæðir á Iandinu“.. Við sigldum
framhjá mörgum eyjum og skerj
um og kom það heim við lýs-
inguna á könnunarferð Þorvalds
bróður Leifs, vestur á bóginn
frá Leifsbúðum.
Við sisldum hér of langt frá
landi til þess að geta dæmt um
gróðurinn, en ég komst á þá
skoðun, að þetta jafna land við
L’Anse aux' Meadow væri all
vænlegt.
Ingstad lýsir þvf nú að þeir
sigldu skammt vestur fyrir til
byggðarinnar í Pistolet-firði, sem
er mjög fallegur, en við athugun
fannst honum að haglendið væri
þar einnig f minnsta lagi og nú
heldur frásögn hans áfram:
— Ég hafði staðið í þessum
rannóknum frá því snemma um
vorið og lagt að baki mér nokk
ur þúsundir kílómetra meðfram
Amerfkuströndum frá Rhode Is
land, með skipum og bátum,
flugvélum og fótgangandi, alls
staðar hafði ég orðið fyrir von
brigðum. Og nú var allt útlit fyr
ir að gæfan ætlaði ekki heldur
að verða mér hliholl á norður-
strönd Nýfundnalands, sem ég
hafði þó haft svo sterka von um.
Enn einu sinni velti ég öllum
hinum gömlu heimildum fyrir
mér og rökunum fyrir því að hin
norræna byggð hefði verið hérna
og ég sagði við sjálfan mig, að
hið gamla íslenzka landabréf pig
urðar Stefánssonar biskups gæti
ekki logið að mér. En það var
Iftil huggun í því.
Tjá var það af tilviljun að ég
hitti mann þarna í Pistolet
firði og lagði af sjálfu sér sömu
spurninguna fyrir hann eins og
ég hafði lagt fyrir fólk á allri
Ameríkuströnd:
„Tóftir“ sagði hann og klóraði
sér í hausnum. „Jú, ég held að
ég hafi eitthvað heyrt um ein-.
hverjar tóftir þarna vfir í L’Anse
aux Meadows. En það er nú
bara hann George Decker sem
ætti að vita það, hann er aðal
maðurinn þar“.
Þetta svar var eins og að fá
stóran lax á krókinn. Að vísu
höfðu margar vænlegar upplýs-
ingar breytzt í vonbrigði, en hér
var ég staddur á því svæði sem
ég hafði bundið svo miklar vonir
við. Og það var ekki nóg með
það að L’anse aux Meadows
væri á norðurströndinni, heldur
hafði mér einnig litizt sérstak
lega vænlega á staðinn, þetta
flata vinalega land. Og nú kom
mér f hug að nafnið Meadows
þýðir á ensku graslendi, einmitt
það sem víkingarnir hafa mest
verið að leita að. í bakaleiðinni
átti báturinn að koma við í L’
Anse aux Meadows og hefði
sennilega fengið upplýsingar um
tóftirnar hjá George Decker þar,
en þessar uppiýsingar fyrirfram
verkuðu á mig. eins og sólar-
geisli í myrkri. 1
T bakaleiðinni komum við fyrst
við í Ship Cove. Þetta litla
fiskiþorp á yzta nesi var hlý
legt með sínum grænu brekkum
og þrifalegu húsum. Hér hitti ég
hina myndarlegu Berthu Decker,
sem var 94 ára og orðin blind.
En minni hennar var dæmalaust.
Hún sagði mér ýtarlegar sögur
úr æsku sinni, um bardaga milli
enskra og franskra fiskimanna,
um selveiðar og hvítabjamaveið
ar. Og hún þekkti líka til tóft-
anna við L’Anse aux Meadows
og fullyrti að þær hefðu verið
þarna, þegar fyrstu hvítu land
nemarnir settust þarna að. „En
enginn veit frá hverjum þær
eru“ bætti hún við.
Svo stefnum við för til L’Anse
aux Meadows, en það á að vera
síðasta viðkomustaður okkar í
þessari ferð.
Jþað sem ég veitti fyrst at-
hvgli, þegar við sigldum
þangað inn milli eyja, skerja og
grynninga, er að hér er lands-
lagið með allt öðrum hætti en
á öllum hinum stöðunum sem
við komum til. Hér er flöt græn
slétta vaxin safaríku grasi og.
teygist til riorðurs út á glatt
nes. Á bak við er jafn hæðótt
bylgjandi land með smáhæðum
og einstökum lágum fjallsöxlum.
Fiskiþorpið er austan til við
sléttuna og þangað sigldum við.
Við sjáum átta til níu hús og ég
finn að þetta er einmanalegur
staður. Þangað liggur enginn veg
ur, þangað kemur strandferðabát
urinn ekki, lítið samfélag móti
hafinu sgm lifir eitt úr af fyrir
sig.
jyjaður einn kemur á móti mér
það er George Decker. Hann
er knálegur, dálítið íbyggilegur
karl, kominn yfir fimmtugt,
skeggjað andlitið er veðurbitið
og hvasst, en augun hlý með
gamansömum glampa. Það er ein
hver djarfur mynduglegur svip
ur vfir honum, sem segir manni
að hér sé maður, sem veit hvað
hann vill
Ég spyr hann um gamlar tóft-
ir og það stendur ekki á svar-
FELAGSMENN
HAFIÐ
1. þurfa engin félagSgjöld efta
innritunargjald aft greifta.
2. fá allar AB-bækur minnst 20%
ódýrari en utanfélagsmenn.
3. fá Félagsbréf AB ókeypis.
4. þeir, sem kaupa einhverjar sex
AB-bækur efta fleiri á árinu,fá
sérstaka bók í gjöf frá félaginu
Þessar gjafabækur AB eru
ekki til sölu ug fást afteins á
þennan hátt.
5. Félagsmenn geta valift úr öllum
bókum ÁB gömlum jafnt sem
nýjum, og mega kaupa jafn
mörg eintök af hverri bók og
þeir vilja.
KYNNT
YÐUR
KJORIN?
BÍLA YFIRB YGGING AR SF.
Auðbrekku 49 . Kópavogi . Sími 38298
NÝSMÍÐI RÉTTINGAR
BÍLASPRAUTUN KLÆÐNIN G AR
Höfum opnað
skóverzlun
að SKÓLAVÖRÐUSTÍG 15.
SKÓVER S.F.
Skólavörðustíg 15
Fyrstadagsumslóg Einars Ben
Litprentuð fyrstadagsumslög teiknuð
af Halldóri Péturssyni, listmálara, 4
tegundir. Fást hjá frímerkjaverzlunum.
FRÍMERKJAMIÐSTÖÐIN
Tj jötu 1 • Sími 21170