Vísir - 15.11.1965, Blaðsíða 5
V1SIR . Mánudagur 15. nóvember 1965.
5
i
Arbækur —
Framh. af bls. 16
rektor. Þá var 1 sumar gefinn út
skyggður uppdráttur af Þórsmörk
til leiðbeiningar Þórsmerkurförum,
sem kynna vilja sér ömefni og
gönguleiðir í mörkinni.
Þeir Sigurður Jóhannsson forseti
Ferðafél. og Einar Guðjohnsen
framkvæmdastjóri þess skýrðu 1
meginatriðum frá annarri starfsemi
félagsins í sumar. Mesta átak þess
var kaup á húseign á Öldugötu 3,
og þangað hefur það nú flutt bæki
stöðvar sínar. Voru gefin út skulda-
bréf til að létta undir fjárhagslegri
byrði og em þau til sölu á skrif-
stofu félagsins.
Meiri eða minni viðgerðir hafa
fan'ð fram á sæluhúsunum f Kerl-
inr t'j.'iUum, Hveravöllum og hjá
Hví! r -ami, og allmikið keypt af
nýju ' i /num bæði í þau og annars
staðar sem þörf krafði. Forseti fé-
lagsins og framkværpdastjórinn
gátu þess að umgengni í og við
sæluhúsin færi hrakandi, og hefði
hún, af gesta hálfu, verið með
versta móti f sumar. Menn skildu
eftir matarleifar og msl ýmist inni
í húsunum eða fyrir utan dyrnar,
sumir tækju ýmsa muni úr sælu-
húsum með sér og í sumar hefur
einhver stolið sparibauk úr Hvftár-
neshúsinu með öllu því, sem í hon-
um var, og ennfremur var stolið úr
sparibauk í Hagavatnshúsinu.
í sumar sem leið efndi Ferðafé-
lagið til 107 ferða, lengri og
skemmri, með um 2650 þátttakend-
um.
Skemmtifundir em þegar hafnir
í Reykjavík og verður einn til jafn-
aðar á mánuði vfir veturinn. Næsta
kvöldvaka verður núna f vikunni
og þá sýndar ýmsar myndir sem
teknar hafa verið f ferðum félags-
ins á s.I. sumri.
Hafnfirdingar —
Framh. af bls. 16
húsgagnasmíðameistara í Reykja-
vfk, að heiðursfélögum Landssam-
bands iðnaðarmanna, en þeir áttu
báðir sæti í stjóm Landssambands-
ins um árabil og hafa lengi staðið
í forustu samtaka iðnaðarinanna.
Iðnþingsfulltrúar sátu hádegis-
verðarboð bæjarstjómar Hafnar-
fjarðar en síðan var fundum haldið
áfram og kosið f stjórn Landssam-
bandsins, og í ýmsar milliþinga-
nefndir. igfús Sigurðsson, húsa-
smíðameistari í Hafnarfirði var kjör
inn forseti Landssambandsins til
eins árs í stað Guðmundar Hall-
dórssonar, sem lézt á árinu. Þá var
kjörinn í stjórnina Sigurður Krist-
insson, Hafnarfirði, og endurkjöm-
ir þeir Jón E. Ágústsson, málara-
meistari, og Þórir Jónsson framkv.-
stjóri, en þeir áttu báðir að ganga
úr stjóm. Endurskoðendur vom
kjörnir þeir Helgi Hermann Eiríks-
son og Sigurður Árnason. Enn-
fremur var kosið í ýmis önnur trún
aðarstörf fyrir Landssambandið og
í milliþinganefndir.
Skóli —
INNLENT LÁN
RÍKISSJÓÐS
ÍSLANDS 1965 2.FL.
VERÐTRYGGÐ
SPARISKÍRTEINI
UTBOÐ
Fjármólaráðherra hcfur ákvcðið að nofa hcimild í lögum nr.
59 frá 20. nóvember 1964, sbr. lög nf. 23 frá 4. maí 1965, til
þess að bjóða úf 28 milljón króna innlent lán ríkissjóðs með
eftirfarandi skilmálum:
SKILMÁLAR
1 . GREI N
Hlutdeildarbréf lánsins eru nefnd spariskírteini, og eru þau
öll gefin út til handhafa. Þau eru í tveimur stærðum, 1.000
og 10.000 krónum, og eru gefin út í töluröS eins og segir í
aðalskuldabréfi.
2. GREl N
Skírteinin eru lengst til 12 óra, en frá 20. janúar 1969 er
handhafa í sjálfsvald sett, hvenær hann fær skírteini innleyst.
Vextir greiðast eftir á og í einu lagi við innlausn. Fyrstu 4 árin
nema þeir 5% á ári, en meðaltalsvextir fyrirallan lánstímann
'eru 6% á ári. Innlausnarverð skírteinis t'vöfaldast á 12 árum
og verður sem hérsegir að meðtöldum vöxtum og vaxtavöxtum:
Skírteini 1.000 kr. TO.ÖOO kr.
Eftir 3 ár 1.158 11.580
— 4 ár 1.216 ' 12.160
— 5 ár 1.284 12.840
— 6 ár 1.359 13.590
— 7 ár 1.443 14.430
— 8 ár i.535 15.350
— 9 ár 1.636 16.360
— 10 ár 1.749 17.490
— 11 ár 1.874 18.740
— 12 ár 2.000 20.000
Við þetta bætast verðbætur samkvæmt 3. gr.
3. GREIN
Við innlausn skírteinis greiðir ríkissjóður verðbót á höfuðstól,
vexti og vaxtavexti í hlutfalli við þá hækkun, sem kann að
hafa orðið á vísitölu byggingarkostnaðar frá útgáfudegi skír-
teinis til gjalddaga þess (sbr. 4. gr.). Hpgstofa íslands reiknar
vísitölu byggingarkostnaðar, og eru núgildandi lög um hana nr.
25 frá 24. apríi 1957. Spariskírteinin skulu innleyst ó nafn-
verði auk vaxta, þótt vísitala byggingarkostnaðar lækki á
tímabilinu frá útgáfudegi til gjalddaga. Skírteini verða ekki
innleyst að hluta.
4. GREIN
Fastir gjalddagar skírteina eru 20. janúar ár hvert, í fyrsta
sinn 20. janúar 1969. Innlausnarfjárhæð skírteinis, sem er
höfuðstóll, vextir og vaxtavextir auk verðbótar, skal auglýst í
nóvember ár hvert í Lögbirtingablaði, útvarpi og dagblöðum,
í fýrsta sinn fyrir nóvemberlok 1968. Gildir hin auglýsta inn-
lausnarfjárhæð óbreytt frá og með 20. janúar þar á eftir j 12
mánuði fram að næsta gjálddaga fyrir öll skírteini, sem inn-
Ieyst eru á tímabilinu.
5. GREIN
Nú rís ágreiningur um framkvæmd ákvæða 3. gr. um greiðslu
verðbótar á höfuðstól og véxti, og skal þá málinu vísað til
nefndar þriggja manna, er skal þannig skipuð: Seðlabanki
íslands tilnefnir einn nefndarmann, Hæstiréttur annan, en
hagstofustjóri skal vera formaður nefndarinnar. Nefndin fellir
fullnaðarúrskurð f ágreiningsmálum, sem hún fær til með-
ferðar, Ef breyting verður gerð á grundvelli vísitölu byggingar-
kostnaðar, skál néfnd þessi koma saman og ákveða, hvernig
vísitölur samkvæmt nýjum eða breyttum grundvelli skuli
tengdar eldri vísitölum. Skulu slíkar ákvarðanir nefndarinnar
vera fullnaðarúskúrðir.
6. GREIN
Skírteini þetta er undanþegið framtalsskyldu og er skattfrjálst
á sama hátt og spárifé, samkvæmt heimild í 3. gr. nefndra
laga um lántöku þessa.
7. GREIN
Handhafar geta fengið spariskírteini sín nafnskráð í Seðla-
banka íslands gegn framvísun þeirra og öðrurn skilríkjum um
eignarrétt, sem bankinn kann að áskilja.
8. GREIN
Innlausn spariskírteina fer fram í Seðlabanka íslands. Eftir
íokagjalddaga greiðast ekki vextir af skírteinum, og engin
verðbót er greidd vegna hækkunar vísifölu byggingarkostn-
aðar eftir 20. janúar 1978.
9. GREIN
Allar kröfur samkvæmt skírteini þessu fyrnast, sé þeim ekki i
lýst hjá Seðlabanka 'íslands innan 10 ára, talið frá 20. janú-
ar 1978.
10. GREIN
Aðalskuldabréf lánsins er geymt hjá Seðlabanka fslands.
Spariskírteinin verða til sölu í viSskiptabönkum, bankaúti-
búum, stærri sparisjóSum og hjá nokkrum verðbrcfasölum í
Reykjavík. Vakin er athygli á því, aS spariskírteini eru einnig
scld í afgreiSsIu ScSlabankans, Ingólfshvoli, Hafnarstræti 14.
Salan hefst 15. nóvember n.k.
12. nóvember 1965
SEÐLA6ANKI ÍSLANDS
Framh. af bls. 16
arnir á um skólasetu, verða
hálfan mánuð í hvert sinn. Skóla
stjóri er Sigurður Helgason..
Hinn nýi skóli er á þrem
hæðum, með útbyggingu, sem
er borðsalur fyrir 70 manns,
er skólinn teiknaður á teikni-
stofu húsameistara rikisins. Er
skólinn alls 5150 rúmmetrar að
stærð og nemur byggingarkostn
aður nú um 17 millj. króna
og eru þar af tæpar tólf milljón
ir framlag rikissjóðs.
Vígsluathöfnin hófst með því
að Gunnar Guðbjartsson for-
maður byggingarnefndar skól-
ans bauð gesti velkomna og j
flutti kveðjur, sem skólanum j
höfðu borizt m. a. frá fjármála
ráðherra Magnúsi Jónssyni og
konu hans og landbúnaðarráð-
herra Ingólfi Jónssyni.
Rakti Gunnar byggingarsögu
skólans en teikningum var lok-
ið árið 1961 og fyrsta framlag
veitt það ár.
Teikningar að skólanum gerði
Guðmundur Þór Pálsson arki-
tekt. Byggingameistari var Jón
Guðmundsson, Akranesj en tré
smíði annaðist Hörður Kristjáns
son trésmíðameistari, var fram
lag þeirra sérstaklega þakkað. >
Upphaflegur heildarkostnaður j
við skólabygginguna var áætl-
aður 18,4 milljónir króna en
vegna ýmissa aukaútgjalda m.
a raflínulagnar má gera ráð
fvrir hærri heildarsoktsnaði. Fyr
ir utan framlag ríkissjóðs lagði
Gistihúsasjóður fram 200 þús-
und krónur til húsgagnakaupa
gegn því að skólahúsið yrði not
að til gistinga að sumri til.
Lýst var frekar byggingu
skólans, nemendafjölda og kenn j
araliði en auk skólastjóra munu !
starfa við skólann þrír kennar I
ar og hafa tveir þeirra þegar
verið ráðnir en hinn þriðja vant
ar ennþá.
Afhenti síðan formaður bygg
ingarnefndar sr. Árna Pálssyni,
Söðulholti formanni skólanefnd
ar skólann til umráða.
Fluttar voru síðan margar
ræður og skólanum ámað
heilla. Töluðu m. a mennta-
málaráðherra Gylfi Þ. GíslasOn,
forsætisráðherra Bjarni Bene-
diktsson, fræðslumálastjóri,
húsameistari ríkisins, formaður
skólanefndar og skólastjórinn
Sigurður Helgason.
FELAGSUF
Aðalfundur Skíðadeildar K.R.
verður haldinn miðvikudaginn
17. nóv. kl. 8.30 I félagsheimili KR.
Stjómin.
Frjálsíþróttadeild K R.
Kvikmyndafundur verður í dag I
KR-heimilinu kl. 3 e. h. Sýndar
verða kennslumyndir um frjálsí-
þróttir. Allir KR-ingar og gestir
þeirra velkomnir. — Stjóm F.K.R.