Vísir - 18.11.1965, Blaðsíða 4
V í S I R . Fimmtudagur 18. nóvember 1965.
Frímerkjasafnarinn
Nýkomið
Hvítir sportsokkar í stærðunum frá 2-10 ára.
Crepe hosur í mörgum litum.
Crepe sokkar og nylonsokkar
í úrvali fyrir dömur.
Crepe sokkar fyrir drengi og herra.
Gjafavörur í úrvali.
★ Alltaf eitthvað nýtt daglega.
með fatnaðinn á fjölskylduna
Laugaveg 99, Snorrabrautar megin — Sími 24975
Vinnuskúr til sölu
Óskað er eftir tilboðum í stóran vinnu- og
geymsluskúr, sem stendur á lóð borgarsjúkra-
hússins í Fossvogi.
Upplýsingar gefur eftirlitsmaður á bygging-
arstaðnum.
Tilboðin verða opnuð í skrifstofu vorri Von-
arstræti 8, föstudaginn 19. nóv. n.k. kl. 11.00.
Innkaupastofnun Reykjavíkurborgar.
BIFREIÐASTJÓRÍ óskast
strax um lengri eða skemmri tíma. Uppl. í
síma 22959 eftir kl. 6 í kvöld.
MÓTATIMBUR til sölu
Mikið magn af mótatimbri til sölu, 1x6, 2x4
og 2x6. Sími 34470.
1 ár eins og endra nær, er
mikið um jólamerkjaúgáfur.
Með þessu áframhaldi er öruggt,
að söfnun íslenzkra jólamerkja
verður á næstu árum all um-
fangsmikil söfnun og erfitt að
eignast mörg þeirra merkja,
sem út hafa komið.
THORVALDSENSFÉLAGE).
Á morgun minnist Thorvald-
sensfélagið 90 ára afmælis síns
Af þessu tilefni hefir það gefið
út eins konar minningarörk í
bláum lit, og er jólamerki árs-
ins, einnig í bláum lit, límt á
hana. Þama er um að ræða örk
í mjög takmörkuðu upplagi, sem
kostar kr. 25,00 stykkið.
Jólamerki félagsins í ár er
hins vegar rautt að lit, með
mynd af opinni bók. Er á vinstri
síðuna letrað: „Dýrð sé Guði í
upphæðum ...“, en á þá hægri:
„Leyfið börnunum að koma til
mln ...“ Er bókfellið og áletrun
þess prentað gyllt. Með svörtu
er prentað á merkið „BARNA-
UPPELDISSJÓÐUR THOR-
VALDSENSFÉLAGSINS". Þar
er ennfremur með hvltu, JÓLIN
1965 ÍSLAND, hægra megin til
hliðar.
Örkin, sem er að grunnlit blá,
ber áletrunina, Thorvaldsensfé-
lagið 90 ára. 19. nóv. 1875 —
1965.
C3
AKUREYRI
Kvenfélagið Framtlðin á Ak-
ureyri gefur út jólamerki með
mynd af kerti, sem fest er á
grænar greinar og blöð. Kertið
er rautt, með gylltum ljóshring
og slaufu, auk tveggja stjama.
Áletmn merkisins er: 1965,
Gleðileg jól, Akureyri.
Merkið er gefið út til ágóða
fyrir Elliheimili Akureyrar. Frú
Alice Sigurðsson hefur teiknað
merkið, en það er prentað í
Prentverki Odds Björnssonar.
Upplag merkisins er 14 þúsund.
ISJ
HAFNARFJÖRÐUR
Rotaryklúbbur Hafnarfjarðar
gefur nú út 9. jólamerkið í röð
og er mynd þess að þessu sinni
af kerti á grein, og er hvort
tveggja hvítt. Grunnur er blár
í rauðum ramma. í ljósgeislum
kertisins myndast hið alþjóðlega
merki Rotary hreyfingarinriar,
með áletruninni: Rotary Inter-
national. Auk þessa ber merkið
áletrunina Jólin 1965. Er áletr-
unin og merki samtakanna í
gulum lit.
1S!
KÓPAVOGUR
ÍIU; 'f. /• Cll
Þá sendir Rotaryklúbbur Kópa
vogs enn frá sér jólamerki. —
Grunnflötur merkisins er okkur-
litaður í bláum ramma. Mynd
merkisins er af þrem barrgrein-
um og neðan til hægri er mynd
af merki samtakanna. Þá er á-
letrun á merkinu Jólin 1965,
Kópavogur. Áletrun og merki
samtakanna eru í bláum lit.
Merkið er teiknað af Guð-
mundi Ármanni Sigurjónssyni,
en prentun annaðist Kársnes-
prent.
IS3
ÖNNUR
Biaðinu er kunnugt um a. m.
k. tvo aðra aðila, sem gefa
munu út jólamerki núna næstu
daga, en það eru: Styrktarsjóð-
ur Oddfellowreglunnar og Skáta
hreyfingin. Ekki hefur blaðinu
enn borizt eintak af þessum
merkjum, enda munu þau vart
fullprentuð ennþá.
ISl
JÓLAFRÍMERKI
Þá verða víða um heim gefin
út sérstök frímerki til að minn-
ast jólahátíðarinnar, eins og
undanfarin ár. Það sögulegasta
að þessu sinni er, að Stóra-Bret-
land bætist í hópinn. Þetta veld-
ur svo því, að með því koma
mörg samveldanna, sem ævin-
lega fylgja í fótspor Bretlands
að því er viðkemur frímerkja-
útgáfu. Verður þetta til þess
að þetta söfnunarsvið tegunda-
safnara vex nú stórum.
1 mörgum tilfellum hefur vilj-
að brenna við, að þessi frí-
merkin frá 1964. Þó tók banda-
af tilefni jólahátíðarinnar, hafi
tekið um of á sig svip skraut-
legra jólamerkja. Nægir í því
sambandi að nefna merkin frá
Katanga og jafnvel bandarísku
merkin frá 1964. Þá tók Banda-
ríska póststjórnin upp þá ný-
lundu að gefa út fjögur mismun
andi frfmerki áföst. Voru merk-
in öll mismunandi en sátu sam-
an í svokallaðri fjórblokk. Þann-
ig var 100 stykkja örk aðeins
með 25 stykkjum af hverju fri-
merki. Þetta var svo alger ný-
lunda úr þeim herbúðum, að
safnara rak í rogastanz. Ef
fleiri lönd fara að taka upp slík-
ar eða áþekkar nýlundur, verð-
ur þetta söfnunarsvið áreiðan-
lega með því allra skemmtileg-
asta.
1^1
PÓSTBRÉFSEFNI
Þótt liðin sé sú tíð, er póst-
þjónustan íslenzka gaf út alls
konar póstbréfsefni, svo sem
prentspjöld, bréfspjöld o. fl.,
með áprentuðum frímerkjurp,
skyldi engirin halda aði sé.
ekki gefið út lengur. Núna t. d.
eru f notkun Loftbréf, sem seld
eru með álímdum frimerkjum,
og sama er að segja um bréf-
spjöld. Mun orsökin til að hætt
hefur verið að láta prenta sér-
stök frímerki með ákveðnu
burðargjaldi á þessi póstbréfs-
efni, hinar tíðu pósttaxtabreyt-
ingar, sem hér eiga sér stað.
Loftbréfin eru einungis seld með
álimdum 5,00 úr sæsíma-sam-
stæðunni, en öðru máli gegnir
um bréfspjöldin, sem eru með
merkjum úr blómasamstæðunni,
tilheyrandi hinum ýmsu burðar-
gjaldstöxtum, sem gilda undir
þau. Getur þetta orðið enn eitt
söfnunarsviðið í framtíðinni,
jafnvel nú þegar. S.H.Þ.
Frarrihald af bls. 9
köll hafi verið sama kvöldið.
Einnig hefur það komið fyrir áð
ur að við höfum vakað lengur
samfleytt en nú.
— Nýlega var haldinn aðal
fundur sveitarinnar og stendur
til að breyta fyrirkomulagi
hennar í samræmi við fengna
reynslu.
— Áður var skipt í flokka
eftir deildum skátafélagsins og
þótti okkur þetta óheppilegt.
Nú stendur til að menn verði
að taka próf áður en þeir ganga
inn f sveitina i ýmsum björg
unarstörfum og er það trú okk
ar að það verði til þess að fá
þjálfaðri sveit.
— Annars erum við að berj-
ast við það núna að kaupa
fjallabíl þann, sem sveitin hefur
haft aðeins að láni til þessa.
Síðustu árin hefur rætzt dá-
lítið úr björgunartækjakosti
sveitarinnar en enn vantar mik
ið uppá og háir tækjaskortur
okkur. Ennfremur húsnæðis-
skortur en okkur vantar geymsl
ur fyrir björgunartækin og
slíkt.
— Samstarf við aðrar björg
unarsveitir hefur verið gott og
hefur Slysavamafélagið gefið
okkur sum tækin og verið mjög
fúst til að lána okkur önnur.
t