Vísir - 18.11.1965, Blaðsíða 2

Vísir - 18.11.1965, Blaðsíða 2
„Stjömunwr" fá frí frá félögunum vegna landsleiks Fyrirliði Fálkans tekur við verðlaunum sínum frá Albert Guð- mundssyni, en fyrir aftan þá er Árni Ágústsson. Strákamir í Hafnarfirði ásamt Albert Guðmundssyni, Arna Ágústssyni og Bergþóri Jónssyni, en þeir tveir síðarnefndu hafa starfað mjög vel að málum hinna yngstu i Hafnarfirði. Skotar leggja allt upp úr leiknum við Itali og Englendingar aðstoða Sjaldan eða aldrei hefur annað eins gengið á í Skotlandi vegna landsleiks í knattspymu sem nú, — og kalla Skotar þó ekki allt ömmu sína í þessum efnum. Leikurinn, sem allt snýst um nú er hinn erfiði og örlagariki leikur við ítali á Sao Paulo-vellinum í Napólí 7. desember n. k. Markið sem John Greig h. bakvörður skoraði á elleftu stundu í leiknum á Hampden Park fyrir nokkrum dögum hefur gjörbreytt hinum íhaldssömu skoðunum Skota á knattspyrnu- málunum. Þar hefur það verið viðurkennt að félagslið sé mikilvægara leikmanni en lands- lið og því skuli félagsliðið alltaf sitja í fyrirrúmi. Sigríður Sig. fyrirliðd Vais og Þórarinn Eyþórsson formaður hand- knattleiksdeildar félagsins. Valur og norsku meistararnir saman Umsóknarfrestur um þátttöku í; Evrópubikarkeppni í handknatt- leik kvenna er nú liðinn og taka 13 lið þátt í keppninni. Af þessum 13 þjóðum verða 10 að leika und-1 anleiki, en átta lið verða með I j aðalkeppninni. Danska liðið HG sleppur við undirbúningsleikina og sama er um liðið Spartacus frá Ungverja- landi að segja og auk þess þriðja liðið, sem enn er ekki vitað hvert er. Vitað er að Noregur mun keppa við ísland í keppninni, en það eru Valsstúlkumar, sem keppa fyrir okkar hönd í keppninni. Segja dönsku blöðin, að óttazt hafi verið að HG mundi lenda gegn ísl. stúlkunum. Óttinn stafaði af því hversu kostnaðarsamt það er að senda lið til íslands. Þetta hefur breytzt eftir þennan leik. Nú er það landsliðið sem skiptir öllu máli, og félagsliðunum hefur verið þokað burtu og félög- in sjálf tekið mjög vinsamlega af- stöðu í þessu máli. Þetta er á- stæðan til þess að laugardaginn 4. desember n. k. munu skozkir landsliðsmenn ekki vear með í leikjunum í deildarkeppninni með félögum sínum. Félögin vita að þau geta tapað dýrmætum mörk- ■ um, dýrmætum sigrum og dýrmæt- um stigum, sem vissulega gætu kostað þau þúsundir sterlings- punda í Englandi hefur sama afstaða verið tekin. Þar leika margir beztu landsliðsmenn Skota og allir fá þeir frí um þessa helgi og hvíla sig fyrir hin miklu átök. Alls eru þetta 17 leikmenn og Celtic hefur gefið hinum snjalla framkvæmda- stjóra sínum Jack Stein 10 daga frí til að einbeita sér að landslið- inu og verkefni þess. Skozka landsliðið fær ágætt tækifæri til að reyna sig n. k. mið- vikudag á Hampden Park gegn Wales og er eingöngu litið á þann leik sem æfingaleik fyrir hin stóru átök og án efa munu Italir senda marga menn til að „gleypa i sig“ allt sem þar verður sýnt, en þá mun Denis Law, dýrasti leikmaður Bretlandseyja verða með skozka liðinu, en hann var settur út úr því fyrir síðasta leik við ítalina vegna meints agabrots. Úrslit eru nú kunn í flestum riðlum HM . Aðeins er ólokið keppni í 16. riðli milli S.-Kóreu, N.-Kóreu og Ástralíu, í 1. riðli þar sem útlit er fyrir að Búlgaría og Belgia verði jöfn að stigum með 6 stig hvort og þurfi því að leika aukaleik á hlutlausum velli. Þessi lið eru nú búin að tryggja sér sæti meðal 16 þjóða á HM í Englandi næsta sumar: Brazilía (heimsmeistaramir), England (gestgjafarnir) og fara þessi lið beint í úrslitin án leikja í undan- keppninni, Þýzkaland, Frakkland, Portúgal, Sviss, Ungverjaland, Spánn, Uruguay, Chile, Argentína, Mexíkó. Vinni Skotar leikinn á Ítalíu 9. des. fara þeir i úrslitin, en verði jafntefli verða liðin að leika aukaleik á hlutlausum velli. , strákakeppn- ir i HAFNARFIRÐI RíkharBur þjálf- ari Keflvíkinga? Það voru aldeilis kræsingar sem ungu hafnfirzku drengjun- um var boðið upp á í boði í Alþ.húsinu í Hafnarf. á sunnud. Þeir sem buðu voru Albert Guðmundsson og Axel Krist- jánsson í Rafha, en í hófinu afhentu þeir sigurvegurum í strákakeppnum verðlaunabik- ara mjög veglega með ágröfn- um nöfnum félaganna, sem unnu. Strákamót þessi fóru fram bæði í vor og haust og vann strákafélagið Sprettur fyrra mótið, en seinna mótið vann Fálkinn. Er mikið líf í þessum litlu félögum, sem starfa al- gjörlega óháð hinum stærri félögum, Haukum og FH. 1 fyrra mótinu tóku þátt fjögur félög, Sparta, Spyrnir, Sprettur og Fálkinn, öll með a- og b- lið, en í seinna mótinu kepptu þrjú þessara félaga, Sparta, Sprettur og Fálkinn, en tvö ný lið komu inn í keppnina, Geysir og Elding. Keflvíkingar hafa boðið Rík- harði Jónssyni þjálfarastöðu hjá sér í vetur og næsta sumar. Fregnaði blaðið þetta og hringdi til Ríkharðs. „Jú, það er rétt. Hafsteinn Guðmundsson kom að máli við mig eftir leikinn okkar gegn Val og bauð mér starf sem þjálf- ari liðsins. Ég hefði nú satt að segja helzt viijað einbeita mér að strákunum á Akranesi og þjálfa þá, en þeir eru þjálfaralausir sem stendur Ennþá hef ég ekki tek- ið neina afstöðu til málsins“. Ríkharður er nú nýlaus við gifsumbúðimar og kvaðst vera stirður og slappur. „Ég held ég æfi eitthvað í sumar, en varla með keppni fyrir augum, — þ. e. a. s. ég ætla mér það alla vega ekki“, bætti hann við. Aðtrilfuifdur G.R. Aðalfundur Golfklúbbs Reykja- víkur verður haldinn í kvöld, fimmtudag, í fundarsal Hótel Sögu og hefst kl. 20.15. Dagskrá: Venjuleg aðaifundar- störf og iagabreytingar. Á eftir aðalfundinum verða sýndar litskuggamyndir frá golf- námskeiðinu á Grafarholtsvellinum s.l. vor o. fl.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.