Vísir - 18.11.1965, Blaðsíða 11

Vísir - 18.11.1965, Blaðsíða 11
Tauga- óstyrk- CíjWfefeBa:-- ~~' ur ljósmyndari Falleg mynd af móður og bami tekin af hinum konung- lega hirðljósmyndara Cecil Beaton, sem hefur sennilega tekið fleiri myndir af kónga börnum en allir aðrir ljósmynd arar í heimi að Snowdon lá- varði ekki undanskildum. Móðirin Grace prinsessa í Monaco áður Grace Kelly leik konan og barnið, þriðja barn hennar og Rainer prins í Mon- aco og heitir sú litla Stephanie Marie Elizabeth og fæddist í febrúar. Að mynda kóngaböm er víst erfiðara en venjuleg börn, ef dæma á eftir orðum Ijósmynd- arans, sem er þó ekki nýliði í greininni, hélt fyrst ljósmynda- sýningu árið 1930. Ennþá er hann taugaóstyrkur < við ljósmyndatökuna enda tækninni hafi fleygt fram myndatöku síðan hann hóf að taka ljósmyndir og hann þurfi ekki að hafa eins miklar ur af birtunni, ssg Taugaóstyrkurinn er þó nn-. munandi mikill, það er undir - - - barninu komið segir hann, ef það hagar sér vel er þetta skemmtilegt starf en auðvitað hef ég lent í vandræðum með börn, sem hafa hagað sér illalil þótt ég geti auðvitað ekki sagt hver þau eru Og ennþá verð ég alveg miður mín þegar ég þarf að aka myndir af kónga;' bömum, ef þau vakna ekki. Siglingasaga Leifs Þótt margt verði hvorki sagt á né af svo úr verði skorið í bráð, að Leifur frá Noregi lét í haf I loggbók og sjúmal er skráð. Með Áleifi sjóla drakk sjóferðarskál, varð þvi síðbúinn nokkuð úr höfn, en við sér tók óðara víkingsins sál þegar við blastl himinn og dröfn. í lyftingu sæfarinn stórhuga stóð, f stögum söng rjúkandi byr. i haukfránum augum skein annarleg glóð, sem aldrei var bjartari fyr. „Nú finnum við Ameriku, íslenzkir menn... Það afrek fær kynstofn vom glatt, þvi að Kólumbus mun vera ófæddur enn, — ef Ingstað minn lýgur þá satt Nú skiljið þið hversvegna hlóð ég minn knörr af húlstkamp — svo veltur á þvi, að skrásetja f Ieiðarbók loðin svör um Iendingarstaðinn, júsi... Það var héma sjókort, en víst ekkl gott og vafasamt hve langt það nær. Mér Jálungar segja þess sjá megi vott að það sé ekki teiknað f gær“. Og sæfarar teygðu upp saltstorkna hönd: „Við sverjum...“ þeir öskmðu f kór. Þvi veit enginn hvar þeir stigu á strönd né þá stefnu, sem Leifur fór. Þeir innfæddu buðu upp á kamel og kók og kokkteil og sexbombugeim, Um séneversmyglið sést hvergi á bók, það var svakabissniss hjá þeim. Svo héldu þeir norður á Nýfundnaláð og nörroðu Interpól. Og öldum seinna er í sögur skráð að þeir sátu þar kyrrt um jól. Að Leifur heppni af för sinni fékk mikla frægð, það er enn á skrá. Sú var auðna hans mest þó, að Unnsteinn Beck var ekkj tollstjóri þá ... Hætti við allt saman Nú hefur Michael sonur Chaplin alveg gefizt upp á því að vera „bítnikk" en „bítnikk" ar‘‘ eru einkum kunnir fyrir það að vilja vera öðruvísi I hátt arlagi og klæðaburði en annað fólk. Michal, sem var með lokk ana niður á herðar áður, hefur nú látið klippa sig og hefur þar að auki fengið sér starf í skrif- stofu. Og hann lét meira að segja raka af sér alskeggið, skildi aðeins eftir yfirvaraskegg snyrtilega tilklippt. Nftján ára að aldri hafa fá ir verið eins oft á forsíð- um blaðanna og hann, ekki vegna þess að hann hefði unnið sér nokkuð til afreka heldur af þeirri ástæðu einni að hann er sonur Charlie Chaplin. Nú hefur hann alveg skilið við sínar fyrri ákvarðanir um að verða leikari og segir að „bít- nikkastandið" á sér hafi aðeins verið „rulla“, sem aðrir hafi búið til handa sér. En með hárið nýklippt og skeggið snyrt líkist Michael enn meir sérstökum litlum manni í buxum, sem alltaf voru að síga niður um hann og með harðkúlu hatt, hinum sama og ekki fyrir löngu vildi ekki viðurkenna Michael sem son sinn. Michael Chaplin Kári skrifar i TJálkinum hefur borizt nýtt bréf frá „Reykvíkingi". Hann varpar fram þeirri spurn ingu, hvort ekki sé úr sögunni nú hugmyndin um að byggja ráðhús í Tjöminni, þar sem framtfðar — miðbæ Reykjavík- ur hafi verið valinn staður við Miklubraut. Ráðhúsið. „Það hefur verið hljótt um þá 'uiginvnd, að reisa táðhús Reykjavíkur í Tjörninni, og lan" ar mig til þess að spyrja hvort sú hugmynd hafi verið lögð á Jhilluna, þar sem framtíðarmið |>æ ^(^i^ayíkur hefur verið val íniMMaftÍc*<við -^Iiklubraut?“ Hugmyndin að reisa ráðhús í öðrum enda Tjarnarinnar hef ur verið mjög umdeild, og vil ég játa, að ég er einn þeirra, sem ekki hreifst af hugmynd- inni, þar sem ég taldi að með þvi að reisa það þar yrði spilit sérkennilegri fegurð Tjarnar- innar og umhverfis og bærinn sviptur sínum sérstæða gamla svip, sem hann einmitt nú fær að halda að verulegu leyti, ef nýr miðbær verður endanlega ákveðinn við Miklubraut, því að í framtíðar-miðbæ borgarinnar hlýtur ráðhúsið að eiga að standa. Ég hirði ekki um að éndurtaka öll rök þeirra, sem andvígir *ru Jiugmyndinni um ráðhús í nýja miðbænum, því að alkunnugt er hver þau eru (umferð, kosnáðarhliðin o. fl). Hvar? En — ef ráðhúsinu verður valinn staður í framtíðarmiðbæ borgarinnar, hvar í honum á þá að velja því stað? Hvað sem öllu þessu líður — og hvort sem menn eru mér sammála eða ekki — getum við öll verið sammála um, að Reykjavíkur- borg á að eignast veglegt ráð- hús, og við óskum þess, að hinir vísu borgarfeður ráði fram úr þvf máli, svo að vel verði við unað í framtíð og nútfð Reykvíldngur.“ ,5SW-'' '

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.