Vísir - 18.11.1965, Blaðsíða 6
6
V1 S I R . Fimmtudagur 18. nóvember 1965.
WBBBBggmmagii .....
Annii Borg —
Framh. af bls. 16
segir hún frá utanferðum sínum
og listferli í Kaupmannahöfn,
hjónabandi sínu o. fl., og lýkur
með hugljúfri jólahugleiðingu
sem skrifuð var í árslok 1961.
Endurminningar Önnu Borg
komu út í Danmörku í fyrra og
hlaut bókin þá lofsamlegar mót-
tökur og blaðadóma. T. d. segir í
Berlingske Tidende á þessa lund:
„Hvarvetna finnum við hlýjan
persónuleika hennar, réttlætis-
kennd hennar og ást hennar á
mönnunum“. Og í Aktuelt segir:
„Mannleg játning konu, sem var
að eðlisfari mjög hlédræg og hélt
trúnað við hugsjónir, sem áttu
rætur í gömlum hefðum, ættar-
tryggð, heiiindi í ást, móðurlega
umhyggju, virðingu fyrir listinni".
Skuggsjá hefur vandað til út-
gáfunnar í hvívetna og prýtt hana
sömu myndum og voru í dönsku
frumútgáfunni.
Þess má að lokum geta að er
bókin kom út í Danmörku fékk
Vísir leyfi til að birta nokkra end-
urminningarkafla leikkonunnar,
sem lesendur mun reka minni til.
Sykursýki —
Framh. af bls. 16
gera athugun á tíðni sjúkdóms-
ins er sú að hægt sé að ná til
fólks sem er með leynda sykur
sýki. Má ætla að nokkuð sé
rnn það og getur það vaídið
fóHd heilsuleysi. Einmitt fólki
sem þannig er á vegi statt
mætti hjálpa ef sjúkdómurinn
fyndist. Málið er enn á byrjun
arstigi og verið að íþuga mögu-
leika á framkvæmd þess.
Skólusöfn —
Framh. af bls. 16
gang að þeim ritum, sem verða
að teljast nauðsynleg til upp-
byggingar almennri þekkingu.
Við skulum sjá hvað hinn
sænski sérfræðingur segir um
þetta mál: „Eitt höfuðhlutverk
uppfræðslunnar er að stuðla
að því að nemendur læri að
finna sjálfir brautina til þekk-
ingar og þroska persónuleika
síns. Það er því nauðsynlegt, að
nemendumir læri þegar frá
byrjun að umgangast bækur
með réttum hætti.
1 Reykjavík er ekki til skóla
bókasafn sem hægt er að segja
að gegni þessu hlutverki. Fjórir
skólar hafa Iestrarstofu, þar
sem bömin hafa tækifæri til
að lesa bækur sem komið hefur
verið fyrir þar.
Þegar litið er til framtíðar-
innar, er enginn vafi á því að
það er óhjákvæmilegt að koma
skólabókasafni upp við hvem
skóla. Kostnaður við það að
koma svo mörgum söfnum upp
er þó svo mikill, að það verður
að dreifa öflun bókanna yfir
lengri tima.
Það sem þyrfti að gera nú í
byrjun er þó að auka og bæta
svo bókakost þeirra fjögurra
lestrarstofa sem til eru, að þær
geti Iánað nemendunum heim
bækur
Samkvæmt þessu eru tillögur
Möhlenbrocks þessar:
Skólabókasafn á að vera til í
hverjum skóla. Ötvegun bóka
tfl þeirra að dreifa niður á
lengra tímabil. Þær lestrarstof
ur sem eru fyrir hendi þarf að
búa betur að bókum, leyfa nem
endum að fá bækur að láni til
að fara með heim.
Skipulagslegu samstarfi þarf
að koma á milli skólabókasafna
og Borgarbókasafnsins. Þetta
samstarf getur að lokum leitt
til sameiningar á starfsemi skóla
bókasafna og Borgarbókasafns.
Strókarnir —
Framh. af bls. 16
þeim talsvert til, að eftirlit með
hreinlætí í húsagörðum er ekkl sér
lega fullkomið um þessar mundir.
Fyrir nokkru gátum við um það i
'grein að í húsagörðum bak við
hjólbarðavinnustofur mætti sums-
staðar sjá óhrjálega stafla af göml
um hjólbörðum, sem ekki væri
hugsað um að hreinsa tfl. Slíkt
rusl er þessum piltum að sjálf-
sögðu aigerlega frjálst og gera þeir
gott gagn með því að fjarlægja
það.
Bálköstur þessi hinn mikll stend-
ur nú inni á Kirkjusandi og horfa
strákamir til þess með hinum
mesta áhuga að geta kvatt gamla
árið með því að kveikja í honum.
En saman við er uggur um, hvort
þeim muni takast að varðveita
köstínn sinn allan þennan tima,
vegna þess, að aðrir strákar vilja
ef tfl vill skemma fyrir þeimfí af-
brýðisemi og kveikja of fljótt í
áramótabrennunni.
Stjórnormaður
í Jöklum
í frétt í blaðinu á mánudag stóð
að Finnbogi Guðmundsson væri
stjómarformaður Jökla. Var þetta
ranghermi, Einar Sigurðsson er
stjórnarformaður en Finnbogi Guð
mundsson á setu í stjóminni. Leið-
réttist þetta hér með og eru hlut-
aðeigendur beðnir afsökunar á
þessum misskilningi.
- Bfestar —
Framhald af bls. 1.
um stað eru tveir íslenzkir
hestar, Kmmmi og Glói. Þeir fá
báðir sama fóður og lifa við
sömu aðstæður. Annar þeirra
er útsteyptur í útbrotum, en
hinn kennir sér einskis meins.
Visir spudði Pál A. Pálsson
hvort hann kynni nokkur skil
á þessum sjúkleika eða ráð við
honum. Hann kvað svo ekki
vera, þessi sjúkdómur væri
með öllu óþekktur hér á landi,
en eftir lýsingu að dæma virt-
ist vera um einhvers konar ex-
emsjúkdóm að ræða. Hann
sagði að þessi útbrot á ísl. hest
um væm ekki aðeins í Sviss,
heldur og einnig í Þýzkalandi.
Hrossaútflutningur til þessara
landa hófst að nokkru ráði ár-
in 1957—58 og úr því, enda
þótt nokkur hross hafi verið
komin þangað áður. En árið
1960 fer að bera á þessum
sjúkdómi og hefur gert eftir
það.
Páll yfirdýralæknir kvaðst
fyrir forvitnisakir hafa spurzt
fyrir um það hjá gömlum
dönskum prófessor, sem fylgd-
ist með hrossaútflutningi héðan
til Danmerkur fyrir fyrri heims
styrjöldina hvort þessa sjúk-
dóms hefði gætt þar. En hann
kannaðist ekki við að nokkum
tíma hefði borið á slíkum út-
brotum á íslenzkum hestum
svo hann vissi til.
Sjóavarp —
Framh. af bls. 1
arinnar var við það miðað, að
sjónvarpssendingar geti náð til
allra landsbúa á næstu 7 ámm
eða svo. Þær ráðstafanir, sem
þegar hafa verið gerðar af
hálfu Ríkisútvarpsins, em ekki
einungis miðaðar við það, sem
óhjákvæmilega er fyrsta stig
framkvæmdanna, að koma upp
sjónvarpsstöð í Reykjavík, held
ur era þær einnig frá upphafi
miðaðar við framkvæmd lands
kerfisins. Þannig er húsið, sem
keypt hefur verið fyrir sjón-
varpið, miðað við það, að þar
geti farið fram nauðsynleg
starfsemi fyrir allt landskerfið.
Einnig hafa verkfræðingar
Landssímans framkvæmt á veg
um Ríkisútvarpsins nauðsynleg
ar mælingar vfða um land til
rannsóknar á beztu möguleik-
um sjónvarpsins og dreifingar
þess um Iandið á gmndvelli
þeirra áætlana, sem á sínum
tíma vora gerðar í sjónvarps-
nefndinni í samvinnu við inn-
lenda og erlenda sérfræðinga.
TEKJUR NEMA ÞEGAR
27,5 MILLJ. KR.
Þá er spurt, hvaða áætlanir
liggi nú fyrir um stofnkostn-
að og rekstrarkostnað íslenzks
sjónvarps. Til 1. nóv. s. 1. hafa
tekjur þær, sem lögum samkv.
eiga að ganga til stofnunar og
reksturs íslenzks sjónvarps, num
ið 27,5 milljónum króna.
En tekjur sjónvarpsins em
annars vegar aðflutningsgjöld
af sjónvarpsviðtækjum og hins
vegar einkasölugjöld af inn-
fluttum tækjum. Frá upphafi
hefur verið gert ráð fyrir þvf,
að allur kostnaður við stofnun
og rekstur sjónvarpsins yrði
greiddur með aðflutningsgjöld-
um af sjónvarpstækjum, einka-
sölugjöldum af þeim, afnota-
gjöldum sjónvarpsnotenda og
auglýsingatekjum sjónvarpsins
sjálfs. Aldrei hefur verið gert
ráð fyrir því, að ríkissjóður
legði beint fram neitt fé til sjón
varpsins. Af þessum 27,5 millj.
kr. tekjum hefur Ríkisútvarpið
þegar notað um 9 millj. kr.
Helztu greiðsluliðirnir eru þess
ir: Kostnaður við sjónvarpshús
6,3 millj., mælingar, aðallega
utan Reykjavíkur vegna dreif-
ingakerfisins, 770 þús„ greiðsl-
ur upp í áhöld og tæki 640
þús., ýmis undirbúningskostn-
aður og ferðakostnaður sjón-
varpsmanna 246 þús., laun 275
þús., innréttingar á sjónvarps-
húsi 212 þús., kaupverð bif-
reiðar 127 þús. og ýmis annar
kostnaður 430 þús. Ekki er
enn hægt að gera nákvæma á-
ætlun um, hver verða muni
heildarstofnkostnaður fslenzka
sjónvarpsins, þegar það byrjar
fyrstu sendingar sfnar, m. a. og
raunar fyrst og fremst af því,
að ekki hefur enn verið tekin
ákvörðun um hversu lengi verð
ur notazt við lánstæki frá nor-
rænu sjónvarpsstöðvunum og
Nofn hinnnr
lótnu
-----------------------1--------------------------
Jarðarför móður okkar og tengdamóður
ÞÓRUNNAR SVEINSDÓTTUR
Öldugötu 27
fer fram frá Dómkirkjunni föstudaginn 19. nóvember kl.
1,30 e. h. Jarðsett verður í gamla kirkjugarðinum.
Ólafur Þórðarson
Ingibjörg Þórðardóttir, Kjartan Ámason,
Kristín Helgadóttir, Gestur Þórðarson.
Stúlkan, sem beið bana f blf-
reiðarslysinu i Skilmannahreppi f
fyrradag, hét Margrét A. Hall-
dórsdóttir tíl helmilis að Haga-
mel 27.
Margrét heitin var fædd 16.
jan. 1940 og vár því 25 ára göm-
ul er hún lézt. Hún vann við skrif-
stofustörf f Reykjavík, síðast á
Hótel Borg.
Vegna fjarstaddrar móður, sem
var á Akureyri, er slysið varð, var
ekki unnt að skýra frá nafni hinn-
ar látnu í blöðunum í gær.
hvort eða að hversu miklu leyti
leitað verður eftir kaupum á
þeim eða keypt ný tæki í stað-
inn. Reynslan verður höfð til
leiðbeiningar um ákvarðanir í
þessum efnum_ Varðandi rekstr
arkostnaðinn er enn byggt á
þeim áætlunum sem sjónvarps
nefndin gerði á sínum tíma, en
þá var gert ráð fyrir 20 millj.
kr. rekstrarkostnaði á fyrsta
starfsárinu og að árlegur rekstr
arkostnaður yxi síðan að ó-
breyttu verðlagi upp í 40 millj.
kr. árið 1972.
Þá er spurt, hvort ríkisstjórn
in hafi látið semja frumvarp til
laga um íslenzkt sjónvarp.
í gildandi lögum um Ríkis-
útvarpið er talin felast heim-
ild til þess að taka einnig upp
sjónVarpsrekstur, ef fé sé veitt í
því skyni. 7. ágúst 1964 fól
menntamálaráðuneytið Rfkisút-
varpinu að hefja undirbúning að
því að koma sem fyrst á laggirn
ar fslenzku sjónvarpi og skyldi í
fyrsta áfanga stefnt að bygg-
ingu sjónvarpsstöðvar f Reykja
vík, en síðan smám saman kom
ið á fðt kerfi til endurvarps um
landið eftir því sem f járhagsgeta
sjónvarpsins leyfði. Alþingi sam
þykkti á sínum tíma að verja
einkasölugjöldum af innfluttum
sjónvarpstækjum til undirbún-
ings sjónvarpsreksturs og síð-
ar að tolltekjur af innfluttum
sjónvarpstækjum skyldu notað
ar til stofnunar og reksturs sjón
varps. I fjárlagafrumvarpiMU
fyrir 1966 er gert ráð fyrir 42
millj. kr. tekjum og gjöldum
vegna sjónvarps, bæði vegna
stofnkostnaðar og reksturs-
kostnaðar. Samþykki hins háa
Alþingis á þessum fjárlagaá-
kvæðum er auðvitað, ásamt
gildandi lögum um Ríkisútvarp
ið og fyrri samþykktum Alþing
is um ráðstöfun einkasölugjalds
og tolltekna af sjónvarpstækj-
um, fullgildur lagagmndvöllur
undir stofnun og rekstri ís-
lenzks sjónvarps. Engin þörf
er því á sérstökum lögum mn
sjónvarpið. Hins vegar er heild
ar endurskoðun á lögum um
Ríkisútvarpið til athugimar.
Þá er spurt, hvort rildsstjóm
in hafi, með hliðsjón af til-
komu íslenzks sjónvarps, end-
urskoðað afstöðu sína til sjón
varpsreksturs varnarliðsins.
Þessu er þvf til að svara, að
ríkisstjómin hefur engar á-
kvarðanir tekið um breytingu á
leyfisveitingunni til handa varn
arliðinu til starfrækslu sjón-
varpsstöðvarinnar á Keflavfkur-
flugvelli.
Yfirlýsing frá hrepp-
stjórum Kjósarsýslu
Vísi hefur borizt eftirfarandi yfir
lýsing:
„Vegna skrifa þeirra sem átt
hafa sér stað í sambandi við veit-
ingu sýslumannsembættis i Gull-
bringu- og Kjósarsýslu og bæjar-
fógetans í Hafnarfirði, viljum við
undirritaðir hreppstjórar í Kjósar-
sýslu taka það fram, að við höfum
eigi mótmælt embættisveiting-
unni og berum fyllsta traust til
dómsmálaráðherrans Jóhanns Haf-
steins, svo og til nýskipaðs sýslu
manns, Einars Ingimundarsonar.
Ólafur Bjarnasoti, Brautarholti
hreppstjóri Kjalarnesþrepps,
Gfsli Andrésson, N-Hálsi
hreppstjóri Kjósahrepps.
Sigsteinn Pálsson, Blikastöð-
um hreppstj. Mosfellshrepps.
Samþykkur framanrituðu að því
leyti, að ég vefengi að engu leyti
rétt dómsmálaráðherra til þessarar
embættisveitingar og ber hið
fyllsta traust til hins nýskipaða
sýslumanns, Einars Ingimundar-
sonar.
Guðm. Illugason, Borg
hreppstjóri Seltjamarness-
hrepps.
Samkvæmiskjólar
Stuttir og síðir. Brúðarkjólar, stuttir og síðir
KJÓLASTOFAN Vesturgötu 52, sími 19531.
Chevrolet '54 til sölu
Ódýrt. Uppl. í síma 30534.
Verkamenn og trésmiðir
Vantar nokkra verkamenn og trésmiði til
vinnu strax.
BYGGINGAFÉLAGIÐ BRÚ H.F.
Símar 16298 og 16784.
Skrifstofuhúsnæði
til leigu
TPvö góð skrifstofuherbergi á bezta stað í mið
bænum til leigu nú þegar. Sanngjöm leiga.
| Uppl. í síma 12494 eftir kl. 3.
Stúlka óskast
Stúlka ekki yngri en 18 ára óskast til af-
greiðslustarfa. Vaktavinna. Uppl. á staðnum
RAUÐA MYLLAN Laugavegi 22, Sími 13628