Vísir - 22.11.1965, Síða 8

Vísir - 22.11.1965, Síða 8
8 VISIR Otgefandi: Blaðaútgáfan VlSIR Framkvæmdastjóri: Agnar Ólafsson Ritstjóri: Gunnar G. Schram Aðstoðarritstjóri: Axel Thorsteinson Fréttastjóran Jónas Kristjánsson Þorsteinn Ó. Thorarensen Auglýsingastj.: Halldór Jónsson Sölustjóri: Herbert Guðmundsson Ritstjóm: Laugavegi 178. Slmi 11660 (5 línur) Augiýsingar og afgreiðsla Ingólfsstrætl 3 Askriftargjald: kr. 80,00 á mánuði innanlands i lausasölu kr. 7,00 eintakið Prentsmiðja Visis — Edda h.f. Sjálfskaparvíti S. /. S. Pyrir helgina var hinn árlegi kaupfélagsstjórafund- ur haldinn hér í Reykjavík. í frétt sem S.Í.S. sendi blöðunum til birtingar er þess getið að forstjóri S.Í.S., hefði þar skýrt frá því að vinnulaunakostnaður í verksmiðjum Sambandsins hefði hækkað um 100% siðustu fjögur og hálft árið. Reynt hafi verið að mæta þessu með aukinni tækni og framleiðni en kostnaðar- hækkanimar hafi étið upp árangurinn af framleiðn- inni og meira en það, eins og forstjórinn orðar það. Þá greindi hann einnig frá því í þessari sömu ræðu á kaupfélagsstjórafundinum að smásöluverzlunin ætti nú mjög í vök að verjast. „Ástæðurnar taldi hann einkum þær að verzlunarkostnaðurinn ykist meira en tekjurnar af verzluninni“. „Forstjórinn taldi nauðsynlegt“ segir í fréttatilkynningunhi „að finna ráð til þess að snúa þessari þróun við. . . . Verkefni þessa fundar væri einmitt að finna leiðir til úrbóta“. gragð er að þá bamið finnur, var eitt sinn mælt. Hyggur forstjóri S.Í.S., er hann hefur upp þessar há- væm harmtölur, að þjóðin sé búin að gleyma því, sem 'gerðist norður á Akureyri fyrir þremur ámm? Það var þá sem S.Í.S. reið á vaðið og gerði svikasamn ingana frægu í verkfalli, sem urðu til þess að lokur voru dregnar frá hurðum og óðaverðbólgunni aftur hleypt yfir þjóðfélagið. Enginn aðili á landinu ber því eins mikla ábyrgð á hækkandi tilkostnaði við bæði verksmiðju og verzlunarstörf sem sjálft Samband íslenzkra samvinnufélaga. Þá lét það hafa sig til hrá- skinnaleiksins af pólitískri þjónustusemi við foringja Framsóknarflokksins.. Þá var S.Í.S. enn einu sinni notað sem riddari á taflborði Eysteins Jónssonar. Nú er hins vegar komið að skuldadögunum. Nú brennur sú gjörð heitt á baki mannanna sem að henni stóðu. Þá var ekki talað eða hugsað um það að halda til- kostnaði niðri. Þá var ekki minnt á það að vinnulauna kostnaðurinn myndi hækka um 100% á fjómm skömmum ámm. Nei, þá var sjálfsagt að skeyta hvorki um skömm né heiður en reyna að koma bragði á ríkisstjóm í verkfalli. En bragðið tókst ekki á þann veg, sem til var ætlazt. Hins vegar lét uppskeran ekki á sér standa. Því hefur sáðmaðurinn sjálfur skýrt frá á fyrrnefnd- um kaupfélagsstjórafundi. En vorkunnsemi þjóðar- innar mun hann og auðfélag hans ekki hljóta, þótt eftir sé nú leitað. Á hitt má minna, að batnandi mönn- um er bezt að lifa og er nú þess að vænta að liðs- oddar S.Í.S. láti sér ódæmin að kenningu verða og taki ábyrgari afstöðu í næsta torleiði. V1SIR . Mánudagur 22. nóvember 1965. Verksmiðjan á Skagaströnd SlLD FYRIR MILLJARÐ OG ÓLEYST VANDAMÁL Cumar- og haustsíldveiðar fyi ir Austurlandi og viS Vest- mannaeyjar munu nú vera orðn ar um 3l/2 milljón mál og tunn- ur og aflaverðmæti þess magns er sagt vera um 1 milljarður króna. Þessi auður er vissulega fagnaðarefni. Sjómenn og út- gerðarmenn sjá verulegan ár- angur af erfiði sínu, byggðimar sem tekið hafa á móti aflanum til vinnslu í landi blómgast og lifa sitt fegursta og hagur þjóð arinnar treystist að þessu leyti með degí hverjum. En mitt í þessari önn við strendur tveggja landshluta verður einstaka manni stund- um hugsað nokkur ár aftur í timann, þegar áþekk saga var að garast fyrir og á Norður- landi. Nú er þar atvinnuleysi viðast hvar, síld og annar fiskur hefur brugðizt um árabil. Aflabrestur og atvinnuleysi á Norðurlandi hefur verið vandamál undanfarin ár, mis- jafnlega alvarlegt eftir aðstæð- um. Það ágerist stöðugt og horfir til upplausnar fyrr en varir, ef ekki verður að gert. Við svo búið má ekki standa. Á þetta vandamál em .lands- menn minntir af og til. 1 vik- unni sem leið bámst þær fregn ir, að stærsta kauptún Stranda manna, Hölmavík, væri að líða undir lok, alla báta þorpsbúa ætti að selja og ekki væri um annan atvinnuveg að ræða þar en sjávarútveg. Skyldar sögur — er að segja frá flestum öðrum sjávarplássum við Húnaflóa, Skagafjðrð og Eyjafjörð, svo og frá hinum áður víðfræga sfldar- bæ, Siglufirði. TVTýlega var tilkynnt, að ríkis- stjómin hefði ákveðið að láta semja framkvæmdaáætlun fyrir-Norðurland. Einnig er bú- ið að gera heyrin kunn áform um að stofna Framkvæmdasjóð strjálbýlisins. Hvort tveggja er góðra gjalda vert. En þar til að draganda að framkvæmdum á grandvelli þessara áforma er Iokið mun enn llða nokkur tími hve langur er ekki fyrirsjáan- legt á þessu stigi málsins. Því vaknar sú spurning hvort bráðabirgðaúrræði séu nauð- synleg. Hér skal því ekki hiklaust svarað játandi hvað varðar heildarvandamálið. En um nauð syn skjótra úrræða á einstaka stað verður ekki deilt. þar sem efnahagslegt hmn sveitarfélaga er yfirvofandi og algert upp- lausnarástand ríkir meðal íbú- anna vegna atvinnusóknar á önnur landshom árið um kring. Sú staðrevnd, að litlu sjáv- arþorpin þurfa ekki djúpristar ráðstafanir til þess að hjara, ýtir einnig á að nokkur byggðar lög verði ekki látin aðgerðar laust svelta I atvinnumálum um árabil á meðan yfir flóir í öðrum landshlutum. 1 þessu sambandi má nefna sem dæmi að Skagstrendingum, sem em rúmlega 600, mundi nægja að fá 40 þús. mál af sfld til bræðslu I verksmiðju ríkisins þar, þeirri næst stærstu á land inu, að ekki sé talað um að sá afli bærist að öllu eða einhverju leyti til söltunar. Slíkur fengur mundi skapa þeim, sem ekki eiga heimangengt í atvinnuleit nokkurt viðurværi. Ef ekki er skipulagslega og fjárhagslega unnt að hliðra til brotabroti af þvi aflamagni, sem berst á land fyrir austan I þess um tilgangi, þá er hætt við að vandleyst verði hin stærri mál in. TjMnstaka raddir hafa heyrzt um það að ástæðulaust væri að halda við atvinnulaus- um þorpum, fólkið væri betur komið þangað sem vinnuafl skortir heldur en að berjast í bökkum við að halda við slíkri byggð. Málið er þó ekki svo einfalt að engin leið er að setja nokkur hundmð Ibúa þorp á bekk með harðbalakoti í af- skekktri sveit. Mikil verðmæti em bundin í þorpunum f einka eign og sameign, sem ekki verða flutt burt. Flest gegna þorpin einnig viðskiptahlutverk um fyrir heilar sveitir. Og fyrr en varir getur á ný orðið þjóð arþörf á athafnasömum hönd- um á þessum stöðum og hefði þá betur verið hlúð að þeim í tíma en ekki. Þarf enga spá dómsgáfu til þess að hugsa sér það um jafn breytíleg fyrirb. og sjávarstrauma og eðfi hafsilf- ursins. jprambúðarlausn í atvinnumá! um á Norðurlandi er verk efni sem efalítið verður ekki hrist fram úr erminni. En af- skiptaleysi af þeim málum þar til slík lausn fæst er salt í sár in. Hér þarf að hreinsa loftið í bráð og efla samhengi í að- gerðum til úrbóta með sam- vinnu við það fólk sem í vand anum á. Eða til hvers eru okk ar slysavamir og slysahjálp fyr ír milljónatugi króna árlega ef ekki er ástæða ti! þess að af stýra jafnharðan af mætti aðvíf andi efnalegu hruni heilla byggðarlaga og ófyrirsjáanleg- um afleiðingum, sem það kann að hafa á allt það fólk, sem þau byggir? — herb. ÚTHLUTAÐI 600 ÞÚSUND KR. S.L.ÁR Starfsemi Vetrarhjálparinnar er nú að hefjast. Munu skátar fara um borgina að þessu sinni. 13. desember. Segja má að Vetrarhjálpin í Reykjavík hafi verið starfrækt allt árið 1964. Því auk þess að veita bágstöddum fjölskyldum aðstoð fyrir jólin, sem er höf- uðtilgangur hennar, hjálpaði Vetrarhjálpin hokkrum fjöl- skyldum, sem orðið höfðu fyrir alvarlegu brunatjóni, Heildarúthlutun síðasta árs nam alls um 600 þúsund krón- um en heildarfjársöfnun um 378 þúsund, söfnuðu skátar þar af um 211 þúsund krónum. Var matvælum úthltítað fyrir 214 þúsund krónur, nýjum fatnaði fyrir rúmlega 350 þúsund kr. Önnur úthlutun nam um 60 þúsund krónum. Fyrir síðustu jól fengu yfir 3000 manns ein- hvem jólaglaðning frá Vetrar- hjálpinpi þar af veitti Vetrar- hjálpin 786 fjölskyldum og ein- Framh. á bls 6 LEIÐRÉTTING I Vísi á laugardaginn urðu þau leiðu mistök vegna mis- lesturs í handbókum að ekki var rétt farið með nöfn ror- eldra Ólafs h-itins Kvarans rit símastjóra. Fjireldrar hans voru sr. Jósef Kristján Hjörleifsson og kona hans Lilja Metta Ólats dóttir.

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.