Vísir - 22.11.1965, Blaðsíða 15
V í SIR . M.Inudagur 22. nóvember 1965.
/5
50.
ið var helkalt og þrýstingurinn var
engu minni en vel úti látin högg f
hnefaleikakeppni, en þegar mér
varð hugsað til helstríðs lögreglu-
þjónsins, fannst mér þetta lítið á
sig lagt; hættan á lungnabólgu nán-
ast kátbrosleg. Þegar Hardanger
hafði skrúfað fyrir vatnið, leit hann
á mig. „Ég bið þig afsökunar, Ca-
vell“, sagði hann, þú hafðir lög
að mæla“.
„Þetta var mín sök“, mælti ég
lágt og hreimlaust. „Það var mitt
að vara hann við“.
„Hann átti að geta sagt sér það
sjálfur", svaraði Hardanger. „Hann
vissi hættuna ekki síður en þú;
blöðin hafa skýrt nákvæmlega frá
áhrifum sýkilsins. En nú skulum
við halda heim á bæinn og athuga
hvort þar er ekki sími. Ekki þar
fyrir — það gerir ekki mikinn mun
nú, Gregori veit að Jagúarinn er
auðþekktur og losar sig við hann
’ eins fljótt og honum er unnt. Hann
hefur stöðugt haft sigur, fjandinn
hirði hans sótsvörtu sál, og úr
því sem komið er, fær ekkert stöðv-
að hann. Tólf klukkustundir, sagði
hann, eftir tólf klukkustundir væri
takmarkinu náð“.
„Að tólf klukkustundum liðnum
verður Gregori dauður", varð mér
að orði.
Hardanger starði á mig. „Hvað
segirðu?" spurði hann.
„Hann verður dauður", endurtók
ég, „áður en dagur rfs“.
„Allt f lagi“, mælti Hardanger
eftir andartaks þögn. Einmitt það
Cavell hafði látið bugazt og var
ekki lengur með sjálfum sér, kann
ski var það ekki vonum fyrr, eftir
allt, sem á undan var gengið sfð-
ustu klukkustundimar. Hann tók
undir arm mér og leiddi mig heim
að bænum, þar sem enn skein dauf
ur ljósbjarmi úr gluggum. „Því fyrr,
sem þessu er lokið — því fyrr get
um við hvílzt, matazt, og sofið
Við höfum allir fulla þörf fyrir
það“, mælti hann róandi.
„Ég sofna áreiðanlega vært, þeg
ar Gregori er dauður", svaraði ég.
„Ég drep hann f nótt. Fyrst næ ég
Mary úr höndum hans. Að því búnu
drep ég hann“.
„Mary er óhætt, Cavell". Sú ó-
véfengjanlega staðreynd, að Mary
var á valdi hins morðóða vitfirr-
ings, hefur riðið baggamuninn og
svipt Cavell allri vitglóru í bili,
hugsaði Hardanger. „Hann lætur
hana lausa“, mælti hann enn. Hann
hefur ekki neina sök á hendur
henni. Ekki þér heldur þú hefur
einungis gert slcyldu þína. Og þú
vissir að hún mundi f enn meiri
lífshættu, ef hún yrði kyrr í kofan
um. Var ekki svo, Cavell?"
„Ég er viss um að Hardanger
hefur á réttu að standa", sagði hers
höfðinginn lágt og rólega, þvf að
menn, sem ekki eru með öllum
mjalla, getur espazt ef hátt er talað
f návist þeirra. „Gregori vinnur
henni ekki neitt mein“.
„Sé ég genginn af vitinu — hvern
fjandann varðar ykkur þá um það?“
Rödd mín var hrjúf og hranaleg
og það var með ráði gert.
Hardanger nam ósjálfrátt staðar
og horfði á mig. Hann vissi það
að þeir, sem gengnir eru af göfl-
unum, minnast aldrei á neitt þess
háttar sjálfir, af þeirri einföldu á-
stæðu ,að þeir hafa ekki hugmynd
um það. Hann mælti af nokkurri
varfæmi: „Ég er ekki viss um að
ég skilji til hlýtar hvað þú ert að
fara".
„Nei, það gerir þú ekki, en þess
verður samt ekki langt að bíða“.
Ég sneri máli mínu að hershöfð-
ingjanum. „Þú verður að sjá svo
um að ríkisstjórnin láti flytja allt
fólk burtu úr miðhverfum Lundúna
borgar. Tilkynningimum í útvarpi
og sjónvarpi verði haldið áfram
án afláts. Það.verður ekki bundið
neinum vandkvæðum að fá fólk til
að rýma staðinn, það þarf ekki
að kvíða. Þar að auki veldur það
ekki neinum teljanli truflunum, þar
sem mjög fátt fólk heldur sig í
þessu hverfi yfir nóttina“. Ég sneri
mér enn að Hardanger". Vopnaðu
tvö hundruð lögregluþjóná, þá sem
þú berð mest traust til. Sjálfur verð
ég að fá marghleypu — og rýting
Ég veit nákvæmlega hvað Gregori
ætlast fyrir I nótt. Ég veit nákvæm
lega hvaða takmark það er, sem
hann hyggst ná. Ég veit nákváem-
lega hvemig hann hyggst fara úr
landi — og hvaðan'*.
„Hvemig veiztu það, drengur
minn?“ Hershöfðinginn talaði svo
lágt, að það var með naumindum
að ég heyrði til hans gengum regn
niðinn.
„Einfaldlega fyrir það, að hann
talaði af sér. Þeir tala allir af sér,
fyrr eð síðar. Gregori var þó flest-
um gætnari, jafnvel eftir að hann
taldi sér sigurinn vlsan, og hann
var sannfærður um, að þeir sem
hann talaði viðf yrðu dauðir að
nokknun mfnútum liðnum. Og ég
held næstum þvl, að mér hafi verið
þetta Ijóst síðan að við komum að
dr. McDonald dauðum I snörunni“.
„Þú hlýtur þá að hafa heyrt eitt
hvað, sem fór framhjá mér“, sagði
Hardanger þyrrkingslega.
„Þú heyrðir hvert orð. Þú heryð-
ir hann segja, að hann ætlaði til
Lundúna. Hefði það verið ætlun
hans í alvöru að eyða borgarhverfi
I Lundúnum í því skyni að fá þvl
framgengt að stofnunin I Mordon
yrði jöfnuð við jörðu, myndi hann
hafa haldið kyrm fyrir I Mordon
til þess að sjá hverju fram yndi,
en látið einhvem af leiguföntum
sínum annast dreifingu sýklanna.
En hann hefur ekki minnsta áhuga
á því, að Mordon verði lögð I rúst
ir og hefur aldrei haft. En hann á
einhver erindi að reka I Lundúnum.
Hann hefur ekki heldur hið minnsta
við kommúnista saman að sælda.
Og svo er það fyrst og fremst þetta,
að hann hyggst ná einhverju þýð
ingarmiklu takmarki f nótt. Annað
er það, að hann kvaðst tvívegis
hafa bjargað Henriques frá aftökl
I rafmagnsstólnum það sannar
hvers konar maður hann er, og ég
á þar ekki við, að hann sé með-
limur I samt. bandarískra mála
flutningsmanna. Það sannar einnig
hvaða takmark hann hefur f hug.
Ég er ekki í neirium vafa um, að
hann á sér langa sögu skráða I
skjalasafni Alþjóðalögreglunnar,
sem fyrrverandi bandarískur stór-
glæpaforingi, sem rekinn hefur ver
ið þaðan til heimalands síns, Ítalíu.
Og það væri áreiðanlega fróðlegt að
kynna sér þá sögu, vegna þess að
glæpamannaforingjarnir hafa hver
um sig sína sérgrein, og skipta þar
ekki um. Enn er það, að hann
kvaðst hverfa úr landi innan tólf
klukkustuncV. Og loks er það sú
staðreýnd, að I dag er laugardagur.
Raðið öllum þessum atriðum sam
an, og sjáið hvað kemur út“.
„Eða að þú segir okkur það“,
mælti Hardanger óþolinmóður.
Og ég sagði þeim það ....
Enn rigndi, og engu minna en
þegar við héldum af stað frá bónda
bænum fyrir þrem klukkustundum.
Klukkan var tuttugu minútur geng
in I fjögur, það var kaldara en
-nokkru sinni fyrr, sögðu þeir,
Hardanger og hershöfðinginn, en
ég varð þess ekki var. Ég stóð
þama aleinn I auðum og myrkum
garði, eins auðum og myrkum og
miðhverfi Lundúnaborgar var nú.
Fólkið, sem flutt hafði verið á brott
þaðan, dvaldist annaðhvort I þeim
salarkynnum, þar sem þvl hafði ver
ið búin næturgisting eða I skemmti
stöðum. Brottflutningurinn hófst
skömmu eftir klukkan sex, eða
skömmu eftir að verzlunum og
skrifstofum var lokað; allt hafði
gengið mjög greiðlega, ekkert felmt
ur eða asi, ekkert öngþveiti. Flest
af þessu fólki hafði séð heil hverfi
borgarinnar standa I Ijósum logum
eftir loftárásirnar I styrjöldinni og
lét ekki skjóta sér skelk I bringu.
Frá því klukkan hálftíu til tlu
höfðu á annað þúsund hermenn far
ið um hverfið og gætt þess vand-
lega að engin lifandi sála væri þar
eftir. Hálfri klukkustundu síðar
hafði ljóslaus lögregluferja lent
hljóðlega við bakkann, skammt frá
Hungerfordbrúnni. Á miðnætti
höfðu lögreglumenn með alvæpni
umkringt hverfið, svo að hvergi
var smugá óg Um satná leyti varð
rafmagnsbilun svo að gervallt svæð
ið innan lögregluvarðhringsins,
varð almyrkt.
Veggfesting
Loftfesting
131ÍVÍM
Mælum upp
Setium upp
Lindnrgötu 25
síms 13743
SUT 1 HAVE A KESPONSISIUTy TO <EEF* VOU
SAFE- AM? TO SEE THAT yOU 6ET AU .
E7UCATI0N'... I HAVE A PEEF’ FEEUNG
THAT YOU WIILONE 7AV SE KEUNITEP^
FAHWUy'.
I PON'T WANT
A FAfWLV, TAKZAN!
l'/A HAPFY UVINS
WITH VOU1. r'
v—
CiikcrO
UMBOÐSMENN
V'ISIS
ÁRNESSÝSLU
ERU:
A SELFOSSI
Kaupfélagið Höfn
og Arinbjörn
Sigurgeirsson
Á STOKKSEYRI
Benzínsala
Hraðfrystihússins
Á EYRARBAKKA
Lilian Óskarsdóttir,
Hjallatúni
í HVERAGERÐI
Reykjafoss
í ÞORLÁKSHÖFN
Hörður Björgvinsson
UMBOÐSMENN
V'ISIS
SELJA BLAÐIÐ
TIL FASTRA
KAUPENDA OG
I LAUSASÖLU
VÍSIR
ÁSKRIFENDAÞJONUSTA
Áskriftar-
Kvartana- s,minn er
11663
virka daga ki 9-19 nema
laugardaga kl. 9-13.
Þú verður að skilja það Ito, að eins mik-
ið og mér þykir vænt um þig þá getur þú
ekki búið með mér alla ævi.
Þú veizt að þú fannst stað þar sem flug-
vél hafði farizt... þú varst sá eini sem
komst af. Ég væri mjög ánægður með að
sjá um þig....
en ég ber ábyrgðina á því að þú sért örugg
ur og að þú hljótir menntun. Ég hef sterkt
hugboð um að þú dag nokkurn finnir fjöl-
skyldu þína. Ég vil ekki fjölskyldu, Tarzan.
Ég er ánægður með að búa með þér.
AUGLÝSING
1 VI SI
eykut vidskiptin