Vísir - 04.12.1965, Qupperneq 2
*. S l H . E.atigam«»gur 4. desemœr ises.
Karviná ■ Reykjavík / dag
/ íþróttahöliinni nýju
í dag kl. 16 hefst í nýju íþróttahöllinni í Laugardal
fyrsta íþróttakeppnin, sem þar verður háð, handknatt-
leikskeppni úrvals Reykjavíkur og handknattleiksliðs
ins KARVINÁ frá námuhéraðinu Ostrava í Tékkó-
slóvakíu.
Liðin verða þannig skipuð:
KARVINÁ
Konecný, Novák, Chiner, Hadrava, Konrád, Ranik, Kudlák, Kanik,
Klimcik, Kham, Bielický, Poozpech.
REYKJAVÍK
Þorsteinn Björnsson, Fram, Helgi Guðmundsson, Víking, Gunnlaug-
ur Hjálmarsson, Fram (fyrirliði), Karl Jóhannsson, KR, Hörður
Kristinsson, Ármanni, Þorsteinn Ólafsson, Viking, Guðjón Jónsson,
Fram, Sig. Óskarsson, KR, Stefán Sandholt, Val, Sigurður
Einarsson, Fram, Hermann Gunnarsson, Val.
Dómari verður Magnús Vign arsson fyrirliði HKRR í gærdag,
ir Pétursson, Þrótti. Leikurinn
hefst kl. 16 og er mönnum bent
á að vera tímanlega á ferðinni.
„Þetta em harðskeyttir ná-
ungar“, sagði Gunnlaugur Hjálm
þar sem við hittum hann að
vinnu. Að sjálfsögðu var hann
að vinna í íþróttahöllinni sjálfri,
en þar hafa þeir félagar úr Fram
aðallega haldið fll að undan-
Sjónvarpsmynd
frá Hálogaiandi
Það vakti athygli áhorfenda á Hálogalandi að sjónvarpstökumenn I
voru önnum kafnlr allan leikinn að filma ýmis tilvik og eins raðir |
áhorfenda og annað. Voru þarna að verki menn frá „Sjónvarp |
Reykjavík“, sem vildu festa á filmu siðasta hildarleikinn ó Háloga- ,
landi og verður sú mynd eflaust einhvem tíma sýnd i sjónvarpinu,
en er aðallega tekin tii reynslu. Bmgðust margir áhorfendur iila
vlð þegar sterkum Ijóskösturum var brugðið upp og kölluðu'
„Slökkvið á þessum bannsettum ljósum“. Er hætt við að áhorf-1
endur verði að venja sig við sjónvarpstökuvélarnar áður en varlr |
enda þótt þessi böggull fylgi skammrifi.
förnu og segja sumir jafnvel, að
af leikjum þeirra í Reykjavíkur
mótinu hefði mátt sjá þreytu,
og aðrir að Framarar væru nú
orðnir „svo vanir húsinu" að
þeir þeir yrðu líklega ósigrandi
þarna á fslandsmótinu sem hefst
í þessum mánuði.
Gunnlaugur sagði liðið hrað-
ara og sneggra en þau ágætu lið
sem áður ' -fa komið hingað frá
Tékkósló íu, Gottwaldo og
Spartak Plsen. Hann kvaðst ekki
vilja spá úrslitum, en það yrði
áreiðanlega barizt.
Annar úrvalsliðsmaður var
þarna á næstu grösum við vinnu,
Þórarinn Ólafsson. Hann var
mjög hrifinn af leik liðsins og
kvaðst hlakka til að leika í þess
um skemmtilegu húsakynnum.
Starfsfélagar hans gerðu óspart
að gamni sínu og Gunnar Guð-
mannsson, hinn þekkti landsliðs
maður og KR-ingur í knatt
spyrnu sagði að nú hefðu strák
arnir afsökun ef svo færi að þeir
töpuðu, þeir hefðu unnið svo
mikið í húsinu að undanfömu.
Og vissulega er það afsökun út
af fyrir sig. En við skulum vona
að ekki þurfi neinnar afsökunar
við í þetta skiptið.
Aðgöngumiðasalan gekk mjög
vel í gær og má búast við fullu
húsi þennan fyrsta leikdag og
eflaust verða margir að bíða til
sunnudags með að sjá leik í hús
inu en þá leika KARVINÁ gegn
fslandsmeisturum FH.
Fari svo sem horfir, að upp-
selt verði í dag, verða 2700
manns í húsinu og sennilega
hafa aldrei jafnmargir f’slending
ar verið sarpan undir einu og
sama þakinu i einu, a. m. k.
muna menn þess ekki dæmi,
enda er íþróttahúsið stærsta
samkomuhús landsins.
t -Jbp-
FYRSTU SKOTIN
I „HÖLUNNI
//
Það er eiginlega liðinn nokk-
ur tfmi frá því að handknattleiks
menn byrjuðu að skjóta í nýju
íþróttahöllinni í Laugardal. Það
var fyrir mánuði, sem fyrstu
skotin bergmáluðu í tóm-
um salnum. Það var þá sem
stór flokkur handknattleiks-
manna réðist þar f mikið verk,
og það er ekkl hvað sfzt þeim
að þakka að nú er hægt að
keppa þarna, og liklega hefði
verldð verið mánuði síðar búið
ef þelrra hjálp hefði ekki komið
til.
Á myndinni er Karl Jóhanns-
son, hinn kunni handknattleiks
maður KR að skjóta fyrsta
skotinu i fþróttahöllinni. í þctta
skiptið var skotinu beint niður i
gólfið og til þess þurfti Karl
sérstakt leyfi yfirvaldanna, en f
dag þarf Karl ekkert byssuleyfi,
þegar hann keppir með úrvals
liði Reykjavíkur gegn Karviná.
Eflaust munu Tékkarnir hafa
gætur á Karli, þvf það var hann
sem gerði hvað mestan usla f
vöm þeirra f fyrradag og skor-
að5 þá 10 mörk.
Af Tékkunum er það að segja,
að þeir vörðu fyrri hluta dags í
gær til að skoða sig um í ná-
grenni Reykjavíkur og fóru til
Hveragerðis og skoðuðu þar
hinn villta fslenzka kraft á hvera
svæðunum þar..
KR 0G KFR
I ÚRSUTUM
, Aðdfundur
hundknuttleiks-
deildur Víkings
Aðalfundur Handknattleiksdeild
| ar Knattspymufélagsins Víkings
Einn leikmaður Karviná brauzt inn á línu og skoraði. Pétur Stefánsson og Guðlaugur Bergmann standa í verður haldinn iaugardaginn 11.
sinn hvomm megin við hann. i des. kl 4 s.d. í félagsheimilinu.
^ 1 kvöld fer fram að Háloga-
landi leikur KFR og KR í mfl.
karla í körfuknattleiksmóti
Reykjavíkur.
Er þetta úrslitaleikur, því
hvorugur aðilinn hefur tapað
leik í mótinu til þessa. Einnig
keppa stúdentar og ÍR og í 2.
fl. KR og Ármann.
Á morgun keppa Ármann og
KR í mfl. karla og ÍR-Ármann
í 1. fl. og loks KFR-ÍR í 2.
flokki.