Vísir - 04.12.1965, Blaðsíða 5

Vísir - 04.12.1965, Blaðsíða 5
VÍSIR Laugardagur 4. desember 1965. Bg.i'j^iir»aeai 5 BCT' P'' 'V;>• m tíma / Iþréttahöllinni Gengið um „h'óllina" með Sigurgeir Guðmannssyni, frkv.stjóra IBR Það var mikið um að vera í Laugardalnum í gær þegar fréttamaður Vísis og ljósmynd ari komu í heimsókn í nýju I- þróttahöllina þar. Tugir iðnaðar manna og verkamanna voru þama að störfum og undanfar ið hefur verið unnið nótt sem nýtan dag að þvi að gera höllina tilbúna fyrir fyrsta leikinn sem verður leikinn þar í dag. Sigurgeir Guðmannsson, fram kvæmdastjóri ÍBR, leiðbeindi fréttamanni góðfúslega og skýrði frá því helzta, sem fyrir augu bar á gönguferð um hús ið. Það var í mörg horn að líta og hvaðanæva var kallað á Sig urgeir til að spyrja ráða. „Mér þætti vænt um“, sagði Sigurgeir, „að þið segðuð fólki frá því að hér er ekki um að ræða mannvirki, sem fullkom- lega er lokið við. Hér er allt hálf „karað“ eins og maður seg ir. Okkur þætti því vænt um að fólk tæki tillit til þess og gengi vel um allt. T.d. má alls ekki fara út á parketgólfið, sem er aðeins hálfunnið og við- kvæmt ef gengið er út á það á götuskóm". Inngangurinn er aðeins til bráðabirgða og fyrir utan á eft ir að ganga frá bílastæðum og er fólki ráðlagt að nota bfla- stæði Laugardalsvallarins til að forðast troðning. Miðasala verð ur í anddyrinu og ástæða til að hvetja menn að mynda raðir í stað þess að troðast. Forsalurinn er geysimikill og þar mun verða góður staður fyrir allskonar sýningar og þar er t.d. með góðu móti hægt að hafa miklar bílasýningar. Niðri i kjallaranum í norðurendanum er fatageymsla, sem Sigurgeir sagði okkur að væri helmingi stærri en Hálogalandssalurinn gamli! 1 kjallaranum eru snyrti herbergi og voru fagmenn að leggja lokahönd á ýmislegt þar í gær. I áhorfendastæðunum var ver ið að ganga frá gólfinu og verð ur það tilbúið fyrir sæti, sem koma síðar í vetur. Þá var verið að ganga frá grind miðsvæðis, sem á að koma í veg fyrir hætt una á troðningi, sem gæti ella orðið hættulegur á stæðunum. Veggur bak við áhorfendasvæð Þama er verið að setja upp hlífðamet fyrir glugga á austurgafli hallarinnar bak við markið þeim megin. Netin eru geysistór og em strekkt frá góifi upp í loft tii að vama því að rúður brotni af skotum Unnið að því að fullgera gólf á áhorfendastæðum. ið er klæddur ljósri Pinotexfuru mjög smekklegur og þar eru bit ar út úr veggnum, en þar ofan á verður komið fyrir aðstöðu fyr ir sjónvarp og útvarp sfðar í vetur. Niðri í salnum er komið fyrír áhorfendapöllum en undirstöð- umar eru fengnar að láni úr iþróttahúsinu á Keflavíkurflug velli. Munu með þessu móti kom ast 2700 manns á leikina en 3300 þegar tónleikar verða haldnir f húsinu. i Á vegg gegnt áhorfenda- svæði verður komið fyrir marka töflu af Laugardalsvelli til bráðabirgða, en ný ljósatafla mjög fullkomin ásamt rafmagns klukku er um þessar mundir að fara í skip í New York og verð ur sett upp sfðar f vetur. í suðurhluta hússins eru bún ingsherbergi og böð fvrir leik menn og dómara og var verið að ganga endanlega frá þeim herbergjum f gærdag. Á hæð- inni fyrir ofan eru herbergi sem í framtfðinni verða fyrir nudd- stofu, íþróttalækni og fundar herbergi, mjög rúmgóðar stofur en í kjallaranum í þessari álmu er gert ráð fyrir gufubaði og þar verða geymslur fyrir áhöld og stólageymsla. „Framkvæmdir hér undan farna viku hafa hreint verið ó trúlegar", sagði Sigurgeir að lokum. „Það hefðu vist fæstir haldið að hér mundi vera hægt að keppa á morgun, en það verður nú samt gert“. Línur á handknattleiksvöllinn verða aðeins settar til bráða- birgða með límpappír, en mörk in voru í gær að verða til f smiðju Sindra h.f. og voru vænt anleg þá og þegar. Það er sem sagt allt tilbúið til leiks í Laugardal, enda þótt nokkuð skorti á að höllin sé tilbúin. En það sést fyrir end ann á þessu mikla verki og það er mikið fagnaðarefni fyrir f- sem vita fáa skemmtun betri þróttafólk og hina fjölmörgu en þá að fara og horfa á fþrótta kappleiki — jbp — SÝNINGRHÖLL Á SUMRIN? Margar beiðnir um sýningar i húsinu Sá aðilinn, sem ráða mun ríkj- um í íþróttahöllinni á sumrin, þeg- ar íþróttir eru iðkaðar úti, er Sýn- ingarsamtök atvinnuveganna h.f., hlutafélag, sem var stofnað f þvf skyni að reisa þessa byggingu f samvinnu við Reykjavíkurborg og íþróttabandalag Reykjavfkur. Sam- tök þessi munu hafa höllina til um ráða í fimm mánuði á hverju ári fyrir vörusýningar, og þar munu verða haldnar allar stærri sýning- ar næstu árin og áratugina, iðnsýn ingar, landbúnaðarsýningar, erlend ar vörusýningar og fleira. Það var á ársþingi Fél. fslenzkra iðnrekenda 1955, sem ályktun var samþykkt þess efnis að aðkallandi væri að hafizt yrði handa um und- irbúning að byggingu framtíðar sýn ingarskála f Reykjavík. Sveinn Guð mundsson og Kristján Kristjánsson voru kosnir til að athuga mögu- leika á samstarfi við aðra aðila, sem kynnu að hafa hug á samstarfi og var ýmsum aðilum skrifað bréf um málið. Á fundi í marz 1955 með aðilum sem svarað höfðu jákvætt bréfi FI’I var samþykkt einhuga að halda áfram viðræðum við Reykiavíkur- borg og undirbúa stofnun félags sem mundi hafa það verksvið að koma upp varanlegri sýningarað- stöðu í Reykjavfk og voru Sýning arsamtök atvinnuveganna stofnuð 7. desember 1956 af 17 fulltrúum fyrir 10 samtök og stofnanir. Var hlutaféð ein millj. króna. Formaður stjómarinnar var kjörinn Sveinn Guðmundsson, forstjóri Héðins h.f. og hefur hann verið það síðan. í nóv. 1957 var síðan undirritaður samningur við borgarstjóra. Blatjið meri sér til Sveins og spurði um ' rirbugaðar sýningar og gaf hann eftirfarandi upplýsingar. Á síðari árum eftir að bygging : Sýninga- og íþróttahússins hefur meir og meir nálgazt veruleikann, hafa æk fleiri fyrirspurnir borizt um leigu hússins, að þeim hluta, sem Sýningasamtökin geta ráðstaf- að húsinu eða 5 mánuði ársins, frá mafbyrjun til septemberloka. Með þeirri óvissu sem ríkt hefur um að Ijúka húsinu, þá hefur stjórn Sýningasamtakanna ekki séð sér fært að veita ádrátt um leigu á húsinu fyrr en á s.l. vetri, að það gaf með samþykki byggingarnefnd- ar samtökum landbúnaðarins og Iðn aðarsamtökum f landinu bindandi loforð fyrir húsinu til almennrar sameiginlegrar landbúnaðar- og iðn aðarsýningar vorið 1966. Það þótti bezt viðeigandi er vfgsla hússins færi fram af innlendum aðiljum sem sýndu landsmönnum fyrst og fremst innlenda framleiðslu. Fyrir stuttu hefur það svo gerzt, að Sveinn Guðmundsson. Landbúnaðarsamtökin telja sig ekki hafa nægan undirbúning og vilja Framh. & bls. 6

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.