Vísir - 13.12.1965, Blaðsíða 7

Vísir - 13.12.1965, Blaðsíða 7
V 1 S I R . Mánudagur 13. desember 1965. Sjálfsævisaga Vil- hjálms Stefánssonar - Nýlega er komin út hjá ísafold- arprentsmiðju Sjálfsævisaga Vil- hjálms Stefánssonar, hins kunna vestur-íslenzka landkönnuðar. Vil hjálmur skrifaði þessa bók á efri árum, er hann var setztur í helgan stein og gat litið yfir allan ævi- feril sinn Lauk hann við að skrifa hana nokkru áður en hann andað- ist af heilablóðfalli. Kom bókin út í Bandaríkjunum í fyrra og fylgir henni eftirmáli eftir ekkju hans frú Evelyn Stefánsson. Ennfremur er í bókinni í hinni íslenzku þýðingu smákafli úr safnritinu „Öldin okk- ar“, sem segir frá íslandsheimsókn Vilhjálms Stefánssonar 1905. Bókin er hátt á fjórða hundrað bls. í fyrstu köflunum er fjallað um uppvöxt höfundar í Manitoba og nám hans í Iowa og við Har- vard-háskóla, siðan um íslands | ferðir hans 1904 og ’5 og því næst hefjast frásagnir hans af heim- skautsleiðöngrum hans til Hud- sonflóa, um Mackensiefljót, norð- urhluta Alaska, Baffinsland, Mel- villeeyju og um íshafið þar fyrir norðan. Höfundurinn rekur margvíslegar deilur sem hann lenti £ við ýmsa andstæðinga og frá ótal þingum vísindamanna sem hann sat. Þar skýrir hann og frá hugmyndum sínum um mannfræði eskimóa og frá kenningum sínum um matar- æði og mörgu fleira. Bókin er Safnrit þjóð- legra fræða Vilhjálmur Stefánsson. þýdd af þeim Hersteini Pálssyni og Ásgeiri Ingólfssyni. Ný skáldsaga eftir Alistair MacLean á vegum Iðunnar, eru: Byssurnar í Navarone, Nóttin langa, Skip hans hátignar Ódysseifur, Til móts við gullskipið og Neyðarkall frá norðurskauti. „Á valdi óttans" er með nokkuð öðrum hætti en fyrri sögur sama höfundar, og er jafnvel enn kynngi magnaðri en nokkur fyrri bóka hans. ' Heimdragi — islenzkur fróð- leikur, gamall og nýr — heitir safnrit um þjóðleg fræði og sagna þættir sem Kristmundur Bjarnason á Sjávarborg í Skagafirði hefur tekið saman og búið undir prent- un, en Iðunnarútgáfan gefið út. Tvö bindi þessa safnrits eru þegar komin út, það fyrra kom út á s.l. ári, en það síðara er nýkomið út. í þessu nýja bindi Heimdraga er margvíslegt efni. Kristmundur! Bjamason ritar langan og ítarleg- an þátt um fyrsta íslenzka kven- lækninn. Birtar eru endurminning ar Nínu, dóttur Gríms amtmanns Jónssonar, en dagbók hennar birtist 1 fyrsta bindi Heimdraga: og vakti að vonum mikla athygli. ! Einnig er að þessu sinni birt all- mikið af bréfum frá Grími amt manni til svstur hans, Ingibjargar húsfreyju á Bessastöðum, og manns hennar, bréf til Magnúsar Stephensen dómstjóra og loks bréf til ýmissa vina Gríms og kunn ingja. Þá er i þessu bindi ritgerð um höfund þjóðsögunnar Valtýr á grænni treyju eftir Vilmund Jóns- son, þáttur um skákkappann frá Rauðamel, frænda Friðriks Ólafs- sonar stórmeistara, eftir Gils Guð- mundsson. Nokkrar frásagnir af dulrænum fyrirbærum eru í þessu bindi og a. m. k. ein drauga saga, þættir af förumönnum og kynlegu:.] kvistum, Af gömlum minnisblöðum eftir Friðfinn Jó- hannsson á Egilsá, þáttur af Sval- barðsströnd fyrir hundrað árum o .fl. Bókinni fylgir ítarleg nafnaskrá yfir mannanöfn og staðaheiti. Aðalfundur Ferðafélag íslands heldur aðalfund að Café Höll, uppi, miðvikudaginn 15. desember 1965 kl. 20,30. Dagskrá samkvæmt félagslögum. Lagabreytingar. Stjómin. Allstair MacLean. Bókaútgáfan Iðunn hefur sent á markaðinn nýja skáldsögu eftir Alistair MacLean, sem á fslenzku hefur hlotlð nafnlð „Á valdl ótt- ans“. Andrés Kristjánsson rltstjóri islenzkaði. Alistair MacLean hefur orðið flestum erlendum skáldsagnahöf- undum vinsælli meðal íslenzkra lesenda vegna þess hve sögur hans eru æsispennandi og skemmtilegar. Hafa 5 skáldsögur hans áður verið gefnar út á íslenzku og jafnan komizt í röð metsölubóka á hverju hausti. Þær bækur sem áð- ur hafa komið út eftir hann, allar Lyftubíllinn Sími 35643

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.