Vísir - 10.01.1966, Blaðsíða 2

Vísir - 10.01.1966, Blaðsíða 2
SÍÐAN Kári skrifar: ð hefur dregizt nokkuð úr hömlu fyrir mér að koma á framfæri bréfkafla eða þætti, sem maður sendi mér snemma í desember. Það er ekki af því að ég hafi ekki viljað koma þessu áhugamáli mannsins á framfæri, heldur hitt, að bréfið lenti £ bréfahaug hjá mér og gleymdist þar eða týndist unz ég fór að taka til á skrifborð inu hjá mér eftir nýárið. En bréfið er svona: „Kæri Kári. Ég veit ekki al mennilega hvemig ég á að koma orðum að því sem ég vil koma á framfæri. Enda mun það víst litlu skipta hvernig komizt verð ur að orði að þessari hugdettu minni. Tilefnið er í aðalatriðum það, að ég hef frá blautu barnsbeini haft mikinn trúaráhuga, er alinn upp hjá trúhneigðum foreldrum og í uppvexti mínum lögð á það rík áherzla að bera virðingu fyrir kristinni trú. Þetta hefur loðað við mig síðan og ég sæki kirkju flesta helga daga ársins. Það skal tekrð fram að ég er ekki einstrengingslegur eða fast skorðaður í trúarskoðunum mín um, og mér þykir forvitnilegt að heyra til sem flestra presta til að hlusta á meiningar þeirra og heyra hvernig þeir túlka hið eilífa orð. Og einmitt nú síðan að prestum og prestaköllum var fjölgað til muna í Reykjavík '■ r - • —r—rvTiw—ir————I hefur gefizt hið ágætasta tæki færi til að ganga á milli þeirra og heyra hvað þeir hafa til brunns að bera. Það er ekki tilgangurinn með þessum línum að fara að bera prestana saman og segja að þessi sé góður prestur, en hinn sé vondur. Ég ætla þess í stað að segja frá þvl sem ég varð á- skynja í þessum kirkjuferðum mínum, og það er sú staðreynd að prestamir prédika fyrir hálf tómum húsum og í flestum til- fellum ekki einu sinni það. Oft og mörgum sinnum voru aðeins sárafáar hræður við messu. Og þá varð mér allt í einu ljóst að hlutirnir eru einhvern veginn ekki eins og þeir eiga að vera. Hvort prestarnir eða fólk- ið á sökina ,skal ósagt látið. En á meðan það er staðreynd að fólk sækir ekki kirkju — hvers vegna þá að eyða tugmilljónum króna eða hundruðum milijóna króna í kirkjubyggingar? Hvers vegna ekki að grípa til annarra ráða og nú skal ég segja hvað méf hefur komið til hugar — það er að hafa eina kirkju í Reykjavík eða mesta lagi tvær á meðan ekki or þörf fyrir fleiri. Það er hægt að messa 10 sinn- um á dag í sömu kirkjunni og fullnægja eftir sem áður trúar- þörf allra Reykvíkinga. Prestarn1 ir skiptust á að messa og einn þeirra heldur sína guðsþjónustu kl. 9 að morgni, sá næsti kl. 10.30 og svo koll af kolli alla leið fram á kvöld. Það er engin afsökun til í því að segja að langt sé til kirkju jafnvel þótt fólk af Seltjarnar- nesi eða úr Selásnum þyrfti að sækja messu í Háteigskirkju, svo dæmi sé tekið. Fólk sækir bíó úr Reykjavík til Hafnarfjarð ar og öfugt og á þessari sam- gangna og bílaöld er þetta að- eins skemmtiferð að fara nokkra kílómetra leið til kirkju í bfl. Hvað mátti sveitafólk á afdalabæjum ekki hafa í gamla daga. En það sem vakir þó alveg sérstaklega fyrir mér með þess- ari tillögu minni er það, að ég held innst inni með sjálfum mér, að Drottni almáttugum væri bet ur þénað með því að verja pen- ingunum í mannúðarskyni eða tli menningarmála, sjúkrahúsa, barnaheimila, skóla, uppeldis- heimila, drykkjusjúklingastofn- ana eða þvíum líkt, heldur en í skrautlegar og dýrar kirkjur sem fólk sækir ekki. Nú verður vafalaust einhver 'til að segja að kirkjumar séu komnar upp hvort eð er, og það sé of seint að ræða þessi mál. Ég segi aftur á móti nei. Það er hægt að breyta kirkjunum sem fullsmíðaðar eru í önnur hús, sem þjóna menningunni á fagran hátt, og koma fólkinu að betri notum en að standa tóm. Trúmaður í hjarta". Þau áttu ekki að týnast gullkornin, sem hrutu af vörum Brig- itte Bardot við yfirheyrslur blaðamannanna — hljóðnemarnir sáu fyrir því. „ÉG ER TALA TIL B.B AÐ Það fór víst ekki framhjá neinum Bandaríkjamanni þegar franska stjarnan Brigitte Bard- ot var á ferð í New York fyrir skömmu. Önnur eins læti hafá ekki sézt í kringum kvikmynda stjömu síðan Marilyn heitin Monroe var á ferð í London á sínum tíma. Og sjónvarpsstöð- in N.B.C. heigaði B.B. heiiar tvær mfnútur i fréttaútsendingu sinni og það er mikið þar, því að tii samanburðar má geta þess að Bítlarnir fengu aðeins gott að vera ein, og þá kom svarið: „Já, þegar ég sef“. Skellinöðruknapamir i New York máluðu aftan á jakka sína „Viva Bardot“ og á flugvellin um stóð fólk með skilti sem á var málað það sama. 75 lög regluþjónar fylgdu henni þar sem hún kom fram opinberlega. Þrátt fyrir allan vörðinn kom smávegis óhapp fyrir B.B. er hú var að koma út af skemmti staðnupi „E1 Morocco" glamp aði „flash-ljós“ of nálægt öðru auga hennar, og afleiðingarnar urðu þær að hún varð að fara til augnlæknis. „En þetta var nú alls ekki svo slæmt“, sagði hún síðar og kvað þetta hafa orðið til þess að hún komst inn á bandarískt heimili, sem hún ann ars hefði ekki haft tækifæri til að gera. Augnlæknirinn var mjög geð ugur og bauð henni heim — til fjölskyldu sinnar vel að merkja. „Konan hans bjó til matinn, eintóman dósamat — það var sérstaklega skemmtilegt" sagði Brigitte og fannst sumum það á henni að heyra að þama hefði henni liðið hvað bezt af öllum þeim stöðum sem hún kom á í New York. Skellinöðruflokkarnir þeystu um götur og „knaparnir“ mál uðu „Viva Bardot“ á jakka sína. Eftir að Brigitte fékk ofbirtuna í augun varð hún að ganga með sólgleraugu. „Kínverska kaskeitið“, sem hún hafði á höfðinu, vakti mikla undrun og umtal. 10 mínútur í fréttaþættinum þar, þegar þeir voru á ferð í New York og þótti nú víst flest um nóg um lætin sem gerð voru í sambandi við komu þeirra. 212 sjónvarpsstöðvar endurvörpuðu þessum tveggja mínútna þætti. B.B. var á leið til Hollywood til að vera viðstödd frumsýn ingu myndarinnar „Viva Mar- ia“ sem tekin var í Mexico í fyrra. í New York mátti B.B. gera svo vel að hafa tvo blaða- mannafundi og á hvorum þeirra vom viðstaddir 300 blaðamenn. Blaðamennimir vom alveg undr andi að fundunum loknum og sögðu með mikilli aðdáun: „Hún er líka andrík". B.B. var spurð hvert væri álit hennar á stríðinu í Vietnam en hún svaraði: „Ég er hér til að tala mn Brigitte Bardot en ekki Vietnam" Er hún var spurð hvort hún hefði í hyggju að senda de Gaulle heillaóskakort var svarið: „Ég gerði það um leið og ég kaus“. Og svo var hún spurð hvort henni þætti HÉR UM i

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.