Vísir - 10.01.1966, Blaðsíða 9

Vísir - 10.01.1966, Blaðsíða 9
'V I S i k . Mánudagur 10. janúar 1966. 9 Úr dagbókinni í vikunni var á það drepið í forystugrein hér í Vísi að nauðsyn bæri til þess að breyta hlutaskiptunum, þannig að meira kæmi í hlut bátsins en verið hefur. Orsökin cil þeirrar skoðunar Vísis er sú, að það er kunnara en frá þurfi að segja að nær allir bátar landsins eru reknir með tapi. Það eru tkki nema mestu aflabátarnir, sem sýna ágóða eftir ársuppgiðrið. Nú má vissulega um það deila endalaust hvemig sk’pta eigi hlutum á bátum. En f.að ætti flestum að vera ljóst, eð tími er kominn til þess að iaka þetta fyrirkomulag til endur- skoðunar. Ástæðan er ekki sú að einhver nauðsyn sé taiín til þess að rýra hlut sjómanna eöa lækka kaup þeirra með sh'kri breytingu, eins og Þjóðvil.iinn taldi í forystugrein um máhð að vekti fyrir Vísi. Ástæðan er sú að útgerðarmyndin er giör Ibreytt frá því fyrir 20 árum. Nn er hver bátur búinn fjölda tækja sem þá voru óþekkt og nýjum gerðum veiðarfæra einnig. Allt kostar þetta mikið fé, sem út- gerðin ein verður að leggja fram Hins vegar hafa þessar breyt ingar það í för með sér að afl inn hefur aukizt verulega, sem kemur jít í hærra kaupi sjó- manna.. ]>ess vegna er það. ekki nema sanngjafnt áð tekið sé að .einhverju leyti tillit til þess í útreikningi afiahlutsins að út- gerðin ber nú miklu meiri kostn að en áður fvrr, vegna hinna nýju tækja og reyndar einnig vegna nýrra ákvæða um kjör sjómanna, t.d. það að greiða verður sjómanni sem er í veik indafríi í landi fullan aflahlut, í stað kauptryggingar áður fyrr. Hér er um það að ræða að láta bæði útgerð og sjómenn njóta góðs af hagræðingu og nýrri tækni. Ef unnt er t d. vegna nýrra tækja að fækka áhöfn um einn eða tvo menn, er ekki sanngirni í því að þeir hlutir komi aðeins til skiptanna milli áhafnarinnar, en báturinn sjálfur fái ekki sína hlutdeild. Hagræðing og ný vinnubrögð eiga hér að koma báðum aðilum til góða. Til lengdar er ekki hægt að gera mikinn hluta flot ans.út með tapi eins og á sér þvf miður stað f dag. Nógu mörg um fiskiskipum hefur þegar ver ið lagt við festar . Beöiö um hærri skatta Það vakti að vonum mikla at- hygli við afgreiðslu fjárhagsáætl unar Reykjavíkurborgar að full trúar Alþýðubandalagsins lögðu það til að gjöld á borgarbúa yrðu hækkuð um 45 milljónir frá pvi sem ráð var fyrir gert f rjár- hagsáætluninni Lögðu þeir til, að aðstöðugjöldin, sem flestum finnast víst nógu há, yrðu hækk uð í hámark, 175 millj. kr. ' stað 130 millj. kr. Kemur þessi stóra hækkunartillaga frá þeirr flokki manna. sem jafnan hefur rekið upp hvað hæst ramakvain ið vegna skatta og opinberra gjalda og jafnan talað um ska* pínslu borgar og ríkis, Er á- nægjulegt að sjá nú einu sinni búð rétta andlit kommúnistanna i borgarstjóminni. Þá vakti málflutningur fram sóknarmannsins Einars Ágústs sonar ekki minni athýgli við þessar umræður. Einar Ágústs son hafði verið manna harðastur talsmaður þess á Alþingi nú fvrir jólin, er rafmagnsmálin voru til umræðu, að hækka verð jöfnunargjald rafmagns enn frá því sem í ráði var og láta sama rafmagnsverðið gilda um alit land. En þegar þessi sami Einar mætir á fundi borgarstjómar innar nokkrum vikum seinna er haninn aldeilis snúinn á húsburst inni. Þar mótmælti Einar nú hörðum orðum verðjöfnunar gjaldinu á rafmagni, sem leiðir til rafmagnshækkunar í borg inni og taldi það til hinnar mestu og verstu ósvinnu. Því er eðlilegt að spurt sé hve larigt Framsóknarmönnum mun um síðir takast að komast í tvö feldninni. Slíkur málflutningur er með þeim endemum að sjald an hefur heyrzt í borgarstjó'n Reykjavíkur. (ítsvarsstiginn verður óbreyttur Um það þarf engum blöðum að fletta að það er tví- mælalaust vilji borgarbúa að útgjöldum borgarinnar sé svo t hóf stillt næsta ár að ekki þurfi að hækka útsvörin. Því er það meginstfíuan, eins og kom fram í hinni gjöggu ræðu Geirs Hail grímssonar borgarstjóra, að halda álögum innan hóflegs ramma og veita á þessu ári sama afslátt af útsvörunum og í fyrra °g leggja á eftir sama stiga. Það þýðir að útsvörin munu ekki hækka á hverjum einstaklingi, miðað við sömu tekjur. Hins vegar er eðlilegt að heildarupphæð útsvaranna í borginni hækki (um 91 millj. kr.). Er það vitanlega vegna þess að íbúum og gjaldendum borgar innar hefur verulega fjölgað og einnig, og ekki síður, vegna þess að tekjur manna hafa far ið míjög vaxandi á árinu, iík lega að jafnaði um 20%. Þess vegna er það fráleitur málflutn ingur að halda því fram, eins og Þjóðviljinn gerir á föstudaginn, að útsvarsbyrðin á borgarana sé þyngd og erfiðara að bera hana en áður. Það er alrangt, vegna þess að grundvöllur álagn ingarinnar verður óbreyttur og sú upphæð sem menn greiða af hverri krónu því ekki hærri en í fyrra. Miklar framkvæmdir í borginni Borgarbúar hafa allir fylgzt með því hve vel hefur verið unnið að verklegum framkvæmd um borgarinnar á undanfömum árum. Höfuðstefnuna hefur borg arstjóri þar markað, og fram kvæmdin síðan hvílt á herðum borgarverkfræðings Gústafs Pálssonar og manna hans, sem hér hafa unnið mjög gott starf Óþarfi er í rauninni að rekja þessa sögu ítarlega, hún er öll um íbúum höfuðborgarinnar svo vel kunn. Víða um borgina hefur ,nu*t sjá framkvæmdir hitaveitunnar í fullum gangi og hvert hverfið á fætur öðru hefur fengið heita vatnið á undangengnum misser- um. Sama er að segja um gatna gerðarframkvæmdirnar. Þær hafa aldrei í sögu borgarinnar verið jafnmiklar, og á næsta ári er enn áætlað að veita til þeirra 160 millj. kr. Er málum nú svo komið að framkvæmdir hafa gengið hraðar en gatnagerðará- ætlúnin gerir ráð fvrir. Æ vaxandi skilningur er á því að hraða framkvæmdum, sem hafnar eru, því að það er dýrt spaug að láta þær dragast úr hömlu. Þannig má það ekki end urtaka sig að það taki heilan áratug að koma fram fram- kvæmdum eins og Borgarspít alanum í Fossvogi. sem nú er loksins að komast I gagmð Sanni nær er að beita hraðanum við þörfustu framkvæmdirnar, eins og það sem áður hefur verið talið, sjúkrahús, barna heimili og skóla. Að ósekju má þá snúa sér síðar að öðrum verkefnum, sem ekki ríður jafn mikið á að fullgera fyrir líf, stn’' og heilsu borgaranna, svo sem borgarleikhúsi og borgarbóka- safni. 2000 íbúðir á tveim árum Eitt erfiðasta vandamál bæj- arfélaga hér á landi hefur lengi verið að fullnægja eftirsuu’’n eftir byggingarlóðum. Ekki sízt hefur þetta átt séi stað hér í Reykjavík og nálæg um kaupstöðum, þangað sem flutningar fólks eru mestir og fjölgunin örust. Undirbúningur byggingarlóða er bæði tfmaírek ur og kostnaðarsamur og bygg ist á því að mikið verk hafi áð ur verið unnið að skipulagi hinna nýju svæða, oft allmörg ár fram í tímann. 1 þeim kaupstað sem stendur við bæjardyr Reykjavíkur og er brátt næst stærstur kaupstaða landsins, Kópavogi, rfkir hið mesta öngþveiti í lóðamálum Þar er engar lóðir að hafa og þær ekki enn byggingarhæfar sem úthlutað var í fyrra. Hér í Revkjavík er sem betur fer aðra sögu að segja. Fulltrúar and- stöðunnar í borgarstjórninni gerðu nokkra tilraun til þess að gagnrýna stjórnina í lóðamálum en auðvelt var að sýna fram á að sú gagnrýni var ekki á miklum rökum reist, svo sem Gísli Halldórsson arkitekt drap á. Síðustu þrjú árin hafa verið að meðaltali um 750 íbúðir i byggingu hér í borginni. Er það mun meira en þarf að vera til þess að fullnægja vexti húsnæð isþarfarinnar. Þannig er ekki unnt með neinum rökum að segja að lóðavandræði valdi hús næðiseklu. Borgin hefur staðið við sitt hlutverk og meir en það. Á því ári sem nýliðið er, 1965 var byrjað að byggja 1100 íbúðir á borgarlóðum og árið áður 930. Samtals voru því þessi tvö ár i byggingu um 2000 íbúðir, sem er verulega hærri tala en næg.'r til þess að mæta fjölgun borg arbúa. Af þessu sést að vel hef ur verið á málum haldið. Og nú er nýtt átak i þessum efnum undirbúið — lóðaúthlut un innan skamms i Fossvogs hverfinu, einu fegursta bygging arsvæði Reykjavíkur og síðan í Breiðholtshverfi, upp með Ell iðaánum. Auðvitað er það gatnagerðargjaldið sem auðveld að hefur borgaryfirvöldunum ið undirbúa svo margar lóðir til byggingar í tæka tíð. Um það hefur nokkuð verið deilt hvort það sé ranglátt eða réttlátt gjald Við nánari athugun mun samt fáum blandast hugur um það að hér sé um sanngjamt gjald að ræða — að þeir sem lóðir fá eigi að bera nokkurn hluta kostnaðarins við lóðagerðina, í stað þess að hann sé lagður á aðra borgarbúa í sköttum. Ekki sízt er það í hag byggjenda að gjaldið hefur valdið svo greiðri lóðagerð, sem raun ber vitni, enda eru nú nágranna- bvggðarlögin að fara inn á þessa sömu braut. Innflutningur tilbúinna húsa Lesendur Vísis munu minnast þess að fyrir meir en ári var fyrst á það drepið hér í blaðinu hvort ekki væri skynsamlegt að hefja til reynslu innflutning til búinna húsa. Gæti það gert tvennt í senn: lækkað bygging arkostnaðinn. þar sem nýtt væri erlend tækni og fjöldafram leiðslureynsla, og í öðru lagi, dregið úr hinni gífurlegu spennu sem nú ríkir hér á byggingar markaðnum. Gerð var síðan allítarleg grein fyrir því hér í blaðinu hver væri reynsla nágrannaþjóð anna af tilbúnum húsum en sá iðnaður hefur farið mjög í vöxt á Norðurlöndum síðustu árin og eru húsin nú orðin veruleg út flutningsvara, bæði í Finnlandi og Svlþjóð. Eru það þjóðir sem ekki gera minni kröfur en Þjóð verjar, sem þar eru einn bezti viðskiptavinurinn. Nokkhi síðar birtust fyrstu auglýsingarnar frá íslenzkum innflytjendum um slík hús og síðan gerðust þau tíðindi í verkalýðssamningunum á síð asta sumri, að verkalýðshreyf ingin óskaði eftir því að einn þáttur aðgerðanna í húsnæðis málum væri innflutningur til búinna húsa til reynslu og lækk un tolla á þeim. Við þessum tilmælum mun ríkisstjórnin verða og var það afráðið skömmu fyrir nýárið að lækka tolla á slíkum húsum. Sérstök / ástæða er til þess að undir- strika það að það voru fulltrúar verkalýðshreyfingarinnar, sem hér riðu á vaðið og óskuðu sér staklega eftir þvi að þetta nýja skref í húsnæðismálum yrði stigið. Er gott til þess að vita, og sýnir það að foringjum verkalýðssamtakanna er ljóst að hér getur verið um mikið hagsmunaatriði fyrir verkalýðs samtökin að ræða. Jafnframt sýnir þessi afstaða að verkalýðs samtökin óttast ekki samkeppni frá slíkum húsum 1 byggingar iðnaðinum hér á landi. Er það rétt athugað, enda er þenslan þar svo mikil að ekki er tekinn neinn spónn úr aski neins iðn aðarmanns þótt til nokkurs slíks innflutnings komi. Verður nú fróðlegt að sjá hvernig til tekst, en hér er vitanlega al gjört skilyrði að uppsetning hinna erlendu húsa fari fram að fyrirsögn og undir eftirliti kunn áttumanna fyrst í stað. Skynsamleg aðgjörö Seðlabankans Stjórnarandstaðan hefur orð ið ókvæða við þeim aðgerðum Seðlabankans að hækka vextina um 1% og takmarka fjármagn bankanna til útlána. Báðar þess ar aSgerðir miða þó að bvl að draga úr vexti verðbólgunnar Framh. á bls. 4 Tvö þúsund íbúðir hafa verið í byggingu i ár og í fyrra: Geir Hallgrímsson borgarstjóri við líkan af einu hinna nýju bygg- ingarsvæða.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.