Vísir


Vísir - 12.03.1966, Qupperneq 2

Vísir - 12.03.1966, Qupperneq 2
og á ágóðinn að renna til Barna hjálpar SÞ. Að sjálfsögðu gefur Grace Kelly vinnu sína við kvik myndina, og sama er að segja um aðra leikara en meðal þeirra eru Rita Hayworth, Marcello Mastroianni, Trevor Howard og Yul Brynner. Hlutverk furstafrúarinnar er m. a. kynning myndarinnar og þeg ar verið var að taka hana upp -er sagt að Yul Brynner hafði hlaupið um með myndavélina sína (hvaöa tegund veit 2. sið- an ekki) og smellt myndum af samleikurum sínum. En hvort sem gæði myndanna má þakka leikni Brynners eða sjálfvirkni myndavélarinnar þá er víst að góðar eru þær. YUL BRYNNER tekur myndir af GRACE furstafrú Ný stærðfræði Cnýr Grace Kelly sér aftur að kvikmyndaleik? Þessari spurningu hefur skot ið upp kollinum öðru hverju, allt frá því að Grace Kelly dró sig úr hópi kvikmyndaleikara og giftlst furstanum í dvergrík inu Monaco og settist að þar í landi sem furstafrú. En orðrómurinn um kvik- myndaleik furstafrúarinnar hef ur ekki haft við neitt aö styöj ast, hún hefur neitað öllum kvikmyndatilboöum, hvaðan sem þau hafa komiö. Hitchcock hefur boöið henni hlutverk, en hún hefur þakkað fyrir og sagt nei við þennan fyrrverandi leik stjóra sinn, þvl að hér áður fyrr lék hú'n f kvikmyndum undir hans stjórn. Enda hefur fursta frúin víst ærið nóg að sinna sem furstafrú, þriggja barna móðir og „verndari“ ótal góð- gerðastofnana. En — fyrir skömmu kom að því að Grace Kelly svaraði til boði um kvikmyndaleik með JÁ. Það var heldur ekki nein venjuleg kvikmynd eins og þeg ar hefur verið drepið á hér á síð unni. Þessi kvikmynd er gerö á vegum Sameinuðu þjóðanna Tjá er nú stærðfræði upp tekin og ekki vonum fyrr. Þró- unin síöastliðna áratugi hefur gert þá gömlu úrelta og afstaða manna til allra stærðfræöilegra gilda gerbreytzt. Þetta á ekki hvað sízt við um talnagildin, sem orðin eru allt annarrar merkingar, ef svo mætti segja. Upphaflega fundu menn þau upp til þess að geta glöggvaö sig á umhverfinu og hversdags legri tilveru sinni, beittu þeim eins og hverju öðru tæki og höfðu á valdi sínu. Nú hefur þetta snúizt við; nú hafa talna gildin mennina á valdi sínu og rugla fyrir þeim allri hversdags legri tilveru, svo aö þeir botna ekki neitt í neinu. Það má í raun inni segja, að talnagildin, sém áður uxu í höföi manna, hafi nú vaxið þeim yfir höfuð svo að þau rúmast þar ekki lengur ... ekki í mannlegum heila, þar þarf rafmagnsheila til, annars fer allt I hönk og gerir það sennilega hvort eð er. ÁÖur hugsuðu allir skikkanlegir menn í einingum og tugum, kannski í hundruðum, ef þeir voru stórhuga og efnamenn — þúsunfi var aðeins óraunveru- legt hugtak. Nú hugsa menn í milljónum, þeir sem ekki hafa annað á aö lifa en vinnu sinni ... hinir, sem lifa á einhverju öðru, sem enginn veit með vissu hvað er og kannski sízt þeir sjálfir; þeir sem vinna ekki neitt að séð verður en hafa gjaldtraust svo aö þeir geta skuldað ... þeir hugsa i tugum milljóna, jafnvel þúsund um og tugþúsundum milljóna undir það að þeir fara á haus- inn ... Áður fyrr voru áfangar milli bæja mældir £ stundar- fjórðungum og stundum, svo komu bílarnir og þá var fariö að tala um vegalengdir í öðr- um einingum, kílómetrum, og talið í tugum og hæst I hundr uöum, eftir að bilfært varö norður í land... nú minnist enginn á slíka smámuni, en þess í tað er talað um stjam- fræðilegar vegalengdir, til tunglsins, Venusar og Marz ... jafnvel til annarra sólkerfa. Aö vísu eru enn til afgreiðslustúlk ur í verzlunum sem bregða höndum undir borðbrún og reikna krónur og aura á fingr um sér. .. það kemur þó ekki af beinni vankunnáttu, heldur eru þær svo óvanar aö reikna meö svo lágum tölum... Úr þessu á nýja stærðfræöin svo að bæta; Þúsund verður gert að einmgu fyrst í stað, öllu þar fyr ir neöan seppt eða sett upp sem tugabrot... seinna verður svo milljónin gerð að einingu, ætli það ekki, svo að þetta verði við ráðanlegt... Kári skrifar: Góugróður p’nn er góa. Þó virðist komið ^ vor. Sól er dag eftir dag. Gróðrarilmur i lofti. Einhvers staðar stendur þetta: „Góugróð- ur, vinur minn, sem grær fljótt, en stendur skjaldan lengi...“ Fólkiö með reynsluna er lika þegar farið að spá höröu vori. Óskhyggjan er hins vegar alltaf sterkt afl — og því þá ekki að binda vonir sínar við það, aö góðviðrið haldist. Veðráttan hér er líka alltaf aö mildast með hverju nýju ári þrátt fyrir erf- iða kafla i tíðarfarinu. Börnin og vorblíðan Engir fagna vorblíðunni jafn- skemmtilega og börnin að kálf- unum kannski undanskildum. Aldrei verður fyrirferðin meiri á þeim skinnunum en einmitt með hækkandi sól. Þau teyga að sér loftið og hlaðast orku, ösla og gösla allan liðlangan daginn, ef þau fá því viðkomið. Þau blátt áfram heimta útrás eins og kálfarnir, þegar þeim er hleypt út á vorin. En sorg- legast er, þegar þau hafa ekki annað en götuna sem sitt at- hafnasvið. Unglingar á refilstigum Mikið er rætt og ritað um vandamál æskunnar og sjaldn- ast af viti og sanngirni. Kvik- myndir um þetta efni eru fram ieiddar í stórum stíl úti um allan heim. Ein slík, Raggare, sem nefnist á íslenzku ÓÖir unglingar, er sýnd í Tónabíói um þessar mundir. Þetta er sænskt afsprengi, en einmitt í því velmegunarlandi, Svíþjóð, hefur kveðiö ramt að spilling- arfári meðal unglinga, sem kem ur fram í kvalalosta, alls kyns óeöli og glæfrum. Það kemur fram í þessari kvikmynd, að orsakanna er að leita í upp- eldinu. Foreldrar missa tök á unglingunum. Hvers vegna? Það ríkir ekki gagnkvæmt trún aðartraust milli foreldra og barns, því að foreldrarnir sýna hættulegt fordæmi. Er skammt að leita að sömu tilfellum hér á íslandi. Skólamaður hérlend- is hefur sagt, að unglingar, sem hann hefur haft undir höndum, séu margir algerlega kalnir á hjarta gagnvart foreldrum. Hvers er þá að vænta af slík- um einstaklingum, þegar þeir koma út í þjóðfélagið? Er hægt að búast við því af þeim, að þeir virði tilveruna fyrst þeir heiðra hvorki móður sína né föður? Bjórinn í öllu stappinu út af bjór- málinu koma í ljós skringileg viðbrögð, sem stafa af vanmeta kennd íslendinga í áfengismál- um. Það er viðburöur að heyra eöa lesa óhlutlægar skoðanir. þar sem fjallað er málefnalega um þennan blessaða áfenga bjór. Yfirleitt má draga þá á- lyktun eftir skoðanakönnun, sem blööin hafa látið fara fram, að íslendingar séu á sama stigi og Indjánar, hvað áfengisneyzlu varðar. Þetta lýsir ótrúlegu van trausti á skapgerð þjóðarinnar. Það er vitað mál, að það er erf- iðisvinna að drekka sig drukk- inn í öli, sem ekki er sterkara en 4y2 prósent að áfengismagni en hins vegar er öl að þessum styrkleika talið læknislyf með- al menningarþjóija. . f • J ' , " V-. ’k

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.