Vísir


Vísir - 12.03.1966, Qupperneq 3

Vísir - 12.03.1966, Qupperneq 3
VÍSIR . Laugardagur 12. mv.rz lff66. ina LITID Á VOR- FÖT í PARÍS Myndsjáin ætlar í dag að bregða sér i stutta ferð til París- ar — enda laugardagur og aðal- verzlunardagurinn þar i borg — og líta inn hjá nokkrum tizku meisturum sem nú eru í ööaönn að sauma vor- og sumarfatnað- inn. Kannski geta þeir orðið ein- hverri Austurstrætisdótturinni, sem er í vandræðum meö að finna „vorsniðið“, til hjálp- ar, ef ekki, þá gleðja myndirnar þó að minnsta kosti augað. í búöinni hans Yves Saint-Laur- ent er ailt í sjóliðastíl. Kápurnar eru tvíhnepptar með gylitum hnöppum og gjarnan með spæl- um á öxlunum. Þarna sjáum við líka dátabuxur, en víddin er tak mörkuö. Okkur lízt bezt á hvíta ullarefnlskápu með gylltum hnöppum og uppslögum á erm unum. Tiivalin fermingarkápa. tJti fyrir Elysée-höllinni, hjá skýli varðmannsins, hittum viö þrjár dömur, frá Ricci, Patou og Dior. Þær eru allar klæddar frönsku — og fslenzku — fánalitunum: rauðu, bláu og hvítu. Sú fyrsta er í hvítum krep-kjól og dökkblárri jerseykápu með hvítu belti og hvítum hnöppum. Sídd kápunnar er 7/8. Daman í miðjunni, frá Patou, er í rauöri ullarkápu og innanundir f hvítum strigakjól. Dior- daman í skýlinu er í blárri kjóldragt. Jakkinn er ekki hnepptur en tekinn saman í hálsmálið með rauðri slaufu. Hvítur kragi hvítir hanzkar og hvítur hattur . Hjá Emanuel Ungaro rekumst við á gulrauða kjóldragt með lillabláum og gulrauðum röndum á barminum og innan á jakkan- um. Kringum hnappana eru hvít ir hringir. Kjóllinn víkkar út að neðan. Jakkinn er stuttur og vel vfður. Sólin hækkar á lofti með hverj um deginum sem lfður, enda vor- ið á næsta lelti. Þá sólskinsdaga Það er snemma dags og við lít- um inn hjá Cardin. Okkur lízt vel á Ijósbláan sumarkjól, meö „66-handveg“ og tveimur vösum. Kjólnum fylglr iítill hattur með kappasniöi og kápa, einföld og slétt og hneppt í mittið með ein um hnappi. Efnið er ullargaber- dlne. sem kornið hafa í vikunni hefur mátt sjá nokkrar konur komnar í vordragtlr og vorkápur, þótt heldur hafi nú veriö kalt í veöri. Verzlanimar keppast að sjálf sögöu við að auglýsa vorfatnað inn og þær konur sem hyggja á fatakaup þvi farnar á stúfana til að sjá hvað á boöstólum er, ýmist af tilbúnum fatnaöí eða þá efnum sem sauma má úr fallegu kápu eöa dragt. En ef sauma á kápuna, eða dragtina, hvemig á þá sniðið að vera?

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.