Vísir - 16.03.1966, Blaðsíða 3

Vísir - 16.03.1966, Blaðsíða 3
V í S I R . Miðvikudagur 16 .marz 1966. iiiiii 3 Forsætlsráöherra, Bjarni Benediktsson ræðir viö Vilhjálm Þ. Gíslason útvarpsstjóra og Lárus PálS' son leikara. Leikritaskáldiö Halldór Laxness ræðir viö Guölaug Róslnkranz þjóöleikhússtjóra. Á afmæli Danakonungs Utanríkisráöherra, Emil Jónsson og Clement Spearman fyrsti sendiráðsritari við brezka sendiráðið. \ Einar Bjarnason ríkisendurskoðandi og Agnar Kl. Jónsson ráðu- neytisstjóri utanríkisráðuneytisins. I^östudaginn 11. marz minnt- ust Danir á Islandi afmæl is Frlðriks Danakonungs. Hinn nýi danski seudiherra, Kronmann hafði boð inni fyr ir um 300 manns í húsakynnum danska sendiráðsins viö Hverf isgötu. Var þar komin ríkis- stjómin, helztu embættismenn ríkisins, forystumenn í félags- málum, atvinnumálum og odd- vitar lista og menningarmála. Auk þess komu til fagnaðarins sendiherrar erlendra ríkja og margir Danir sem búsettir eru hér á landi. Móti gestum tók sendiherra Dana og frú, ásamt dóttur þeirra hjóna og Ludvig Storr aðalræðismaöur Dana í Reykja vík. -K Myndsjá Vísis birtir i dag nokkrar myndir frá þessu af- mæli Danakonungs, sem hátíð- legt var haldið hér í Reykjavik Jakob Gíslason, raforkumálastjóri spjallar við Harald Bjömsson leikara. Dönsku sendiherrahjónin t.h. ræða viö hinn nýja sendiherra Breta á Islandi, Halford-Mac Leod og frú

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.