Vísir - 16.03.1966, Blaðsíða 9
V í S IR . Miðvikudagur 16 .marz 1966.
9
Þeim fer nú óöum fækkandi ofar moldum, sem stnndað hafa
hákanlalegur, eins og þær gerðust á öldinnl sem leið, þegar hákarla-
veiðar voru enn veigamikill þáttur í útgerð landsmanna. Theodór
heitinn Friðriksson rithöfundur samdi á sínum tima bók, „Hákarla-
legur og hákarlaformenn“, sem kom út á vegum Menningarsjöðs,
en mun nú i tárra höndum, og sumar af skáldsögum hans gerð-
ust um b«rð í hákarlaskipum — annars hefur tiltölulega lítið verið
fært í letur um þetta efni, af þeim, sem sjálfir stunduöu þessar
volksömu veiðar. Það var því mikill fengur, þegar Pétur Sigurös-
son regluboði flutti fróðlegt og snjallt útvarpserindi um hákarla-
legur, sem hann tók þátt í á sínum yngri árum, en það samdi
hann til þátttöku í frásagnarflokki Ríkisútvarpsins, „Þvi gleymi
ég aldrei“, fyrir nokkru síðan. Þykir Vísi mikils um vert að geta
birt lesendum sínum þetta fróðlega erindi, sem höfundur þess
var svo vinsamlegur að veita leyfi til.
var víst á móti setningu bann
laganna, en eftir að þau gengu
í gildi, varð hann sér aldrei úti
um áfenga drykki. Landslögum
þótti honum sjálfsagt að hlýða,
en svo var ekki um alla Sigl-
firðinga á þessum árum.
hverfa aftur heim til ættjarðar
innar og gerast hér hákarlaskip
stjóri.
Ég held, að Theódóri hafi
ekki litizt neitt sérlega vel á
þennan grannvaxna og lítt hetju
lega sveitapilt, er mér var kom-
Um borð í hákarlaskipi.
á Siglunesi í hákarlalegu
Lagt upp í
hákarlalegu
Fer nú smám saman að fær-
ast nær viðburðinum, sem ég
get aldrei gleymt.
Fyrsta vorið sem ég var á há
karlaskipi, var Oddur á Siglu-
nesi skipstjórinn. Hann var orð
lagður Um þessar slóðir, sem
ágætasti skipstjóri. Hann þótti
farsæll, gætinn og öruggur, stillt
ur maður og orðvar. Menn vildu
gjaman vera í skiprúmi hjá hon
um. Hann mun einnig hafa ver-
ið aflasæll. Sagt var að hann
væri sjóveikur, þótt hann stund
aði mjög sjóinn og þætti 1 þeim
efnum bera af mörgum öðrum.
Svo fastheldinn var hann við
foma venju, að hann vildi láta
lesa sjómannabæn þegar lagt
var úr höfn í fyrsta skipti á vor
vertíðinni. Enginn hinna full-
orðnu manna á skipinu vildi
taka að sér þetta litla þjónustu
starf, var þá leitað til min,
unglingsins. Mér var ljúft að
gera þetta, en hafði fremur hrað
an á til þess að sjóveikin næði
ekki um of tökum á mér áður
en ég kæmist aftur á þiljur upp.
Ekkert öðru markverðara man
ég frá þessu vori, en svo var ég
annað vor á skipi, sem hét
Njáll og var fyrsta skipið af
þessum þilskipum, sem gerð
voru út frá Siglufirði, og sjálf-
sagt miklu víðar, sem vél var
sett í. Skipstjórinn á Njáli hét
Theódór Pálsson og það var und
ir hans stjóm sem hinn ógleym
anlegi viðburður gerðist. Fátt
verður mönnum sennilega minn
isstæðara en það, að vera snögg
lega hrifinn úr greipum dauð-
ans.
Theódór Pálsson var mesti
röskleika maður, fremur smávax
inn, grannholda mjög, sérlega
snar og röskur í öllum hreyf-
ingum og djarfmáll einnig. Haft
var eftir honum, að ekki veitti
af að hafa í skipinu hjólbörur til
þess að aka sumum hásetunum
aftur og fram um þiljur skips-
ins, því að svo silalegir væm
þeir og viðbragðsseinir. Hann
hafði verið örfá ár í Kanada,
en imdi sér þar ekki, þótt ætla
niætti að ýmislegt þar hefði fall
ið honum vel en hann kaus að
ið í skipsrúm til hans, þá innan
við tvítugt. Mér tókst þó fljótt
að vinna trúnað hans og fór
jafnan vel á með okkur. Á
seinni vertfðinni „sat ég und-
ir“, eins og kallað var, vaktina
á móti honum. Ég hef aldrei
átt erfitt með að hreyfa mig og
þess vegna ekki þurft að vera
neinn hjólböruflutningur, hvorki
á Njáli né annars staðar.
Það var um páskaleytið, að öll
hákarlaskipin létu samdægurs
úr höfn í Siglufirði og sigldu
rakleitt á Strandagrunn. Þar
lögðust skipin „ofan á“ hvert
annað, eins og það hét á sjó-
mannamáli okkar. Það er, að
þau lögðust hvert af öðru dýpra
og dýpra. Oddur á Siglunesi lagð
ist dýpst, að okkur á Njáli und-
anteknum. í Njáli var vél og
við þvf vel færir um að fara
lengst og leggjast dýpst, og þar
þótt jafnan bezt ahavonin, en
að þessu sinni kom þetta okkur
í koll. Það hefði verið okkur
mikið lán að Oddur á Siglunesi
hefði verið sá, sem dýpst lá af
skipunum.
Við vorum lagstir klukkan
átta að kvöldi, gerði þá fjúk
og dimmviðri svo mikið að við
sáum ekkert til hinna skipanna.
Við fengum að vita það síðar,
að Oddur, sem var talinn mjög
veðurglöggur maður, hefði
leyst í snatri, er hann sá að
hverju fór, og siglt hraðbyri til
lands um kvöldið og öll hin
skipin á eftir honum. Sökum
þess að við fórum dýpst, höfð-
um við nú engin not af góðri
forustu hans.
^ í óveðri
Nú skall á hið mesta óveður.
Allt fór saman, ofviðrið, frost-
harkan og fannkoman. Sam-
kvæmt áttavitanum sögðum
við að vindstaðan væri af
manndrápsoddanum, sem við
kölluðum svo, en ég er nú tek-
inn að ryðga það í áttavitanum,
að ekki man ég nákvæmlega
nafnið á þessu striki, en það
mun vera mjög nærri norð-
aus.tri. Veðurofsinn var slíkur
að naumast var stætt á þiljum
skipsins. Við urðum að setjast
niður á meðan við gerðum upp
vaði okkar, en svo hét hið langa
og allsterka færi okkar, sem
þurfti að ná til hins gráa, þótt
á tvö hundruð faðma dýpi væri.
Öll segl voru svo þrírifuð í
mesta snatri, en það verk er illt
að vinna með sjómannsvettlinga
á höndum og ætluðu hend-
umar næstum af okkur, eins
og komizt er að orði, á meðan
við vorum að ljúka þessu verki,
en allt stokkfraus í höndum
okkar. Við dimmviðrið bættist
svo auðvitað náttmyrkrið og á
skammri stundu var kominn
stórsjór. Njáll var sterkt skip,
hár að framan og brjóstamikill,
stakk sér næstum því aldrei illa
í öldumar, en af þessum ástæð-
um kippti hann þeim mun fast-
ar í legufærin, og auðráðið var
að engin legufæri myndu halda
í þessu veðri. Það skipti engum
togum, skipið sleit stjórann, en
svo heppilega vildi til að hann
slitnaði niður við hafsbotn, eða
því sem næst. Hinn langi,
sennilega að þessu sinni tvö
hundruð faðma stjóri, nægði til
þess að halda skipinu upp í rok-
ið. Við Iétum því reka vestur
og upp í sjó alla nóttina, unz
lýsa tók af degi.
Skipið var nú allt orðið einn
mikill klakaklumpur. Seglpjötl-
umar voru nú samt settar upp
og tekið að sigla, en það var
næstum því ganglaus og ömur-
leg sigling, lagt var næst vindi,
en á slíkri siglingu hafði Njáll
gamli oftast tregan gang, hvað
þá nú, allur klökugur og í þess-
um stórsjó. Sökum þess hve
skipið var farmhátt og brjósta-
mikið var beitivindurinn því
ekki hagstæður, en skipstjóri
hefur talið það nauðsynlegt að
beita upp f allt sem unnt var,
þvi að ekki mun hann hafa ósk-
að þess að taka land einhvers
staðar fyrir vestan Dalatá,
vestan við Siglufjörð, hvorki á
Skagafirði né Húnaflóa, I slíku
veðri og þessari vindstöðu var
það ekki glæsilegt.
Allur reiði skipsins, hver rá
og hvert reipi var orðið svo
svert af klaka, að okkur stóð
ógn af. Við yngri hásetamir
notuðum hákarladrepina, krók-
stjaka og öll slík áhöld til þess
að revna að berja mesta klakann
Pétur Sigurðsson.
úr reiðanum, unz öll þessi áhöld
voru brotin. Þeim hafði þó
verið ætlað annað veglegra
hlutverk, það, að krækja í hinn
gráa. Af áttavitanum gátum við
engin not haft. Einhvern veg-
inn var hann þannig staðsettur
og frá honum gengið að hann
lenti undir klakabrynju, sem
enginn annaði að brjóta alltaf
af. Það mun hafa verið vélin í
skipinu, sem olli því að frá átta
vitanum var gengið á annan
hátt á Njáli, en hinum hókarla-
skipunum. Það var heldur ekki
svo mikils misst, þótt ekki gæt-
um við siglt eftir ákveðnu
striki, þar sem okkur var búið
að hrekja í náttmyrkrinu og
ofveðrinu heila nótt vestur og
upp í sjó. Var því látið gott
heita að leggja alltaf næst vindi
og talið að ekki myndi af veita,
Framh. á bls. 4