Vísir - 16.03.1966, Blaðsíða 15
V 1S IR . MiSvikudagur 16 .marz 1966.
75
HARVEI FERGUSSON:
*
Don Pedro
— Saga úr Rio-Grande-dalnum
hann á torginu í Socorro. Ekki
i sagði hann honum, hvert ættar-
; nafn hans var, en kvaðst heita
Pedro, og væri hann erindreki
manna af Apache, — sem hefðu
virki uppi í Hvítufjöllum. Þá vant-
aði rýtinga, blý og púður, og allt
þetta útvegaði Leo og afhenti
Pedro í Socorro, og alltaf var
honum greitt í gulli.
Leo komst að því innan tíðar,
að Pedro haföi verið rænt þegar
■ hann var bam og var hann alinn
• upp að Apache-siðvenjum og hátt-
um. Hann hafði lagazt að þeim og
þeim fór snemma að þykja vænt
um hann, og er hann óx upp varö
hann þeim nytsamur trúnaðarmað-
ur og erindreki. Hann taldist til
þeirra og hann var hinn eini af
þeim stofni, sem Leo nokkurn
tima átti bein skipti við, og Pedro
fullvissaði hann um, að hans fólk
myndi aldrei gera honum neitt illt.
Hann þyrfti ekki að óttast þá.
Dolores Pino hafði sagt við hann,
að það væri ekki víst, aö það
geröi hann hamingjusamari, þótt
honum græddist fé. Og hún reynd-
ist sannspá um þetta. Það örvaði
hann að efnast, sjá peningahrúg-
una stækka þama í Santa Fe, sem
var hans höfuðstöð, en þetta leiddi
til truflana f hugsanalífi hans, og
óánægju. Hann varð óeirinn og
vissi ekki hvað gera skyldi, og ýms-
ar hugmyndir skutu upp kollinum
hjá honum.
Oft hugleiddi hann að opna búð
i einhverjum bænum eða þorpinu
norðurhluta dalsins, ef til vill í
Pajarito, en þar var hann vinmarg-
ur og hefði getað gert viðskipti við
vini og kunningja.
En samtímis og efni hans juk-
ust óx metorðagimd hans. Hann
komst að þeirri niðurstöðu, að í
norðurhluta dalsins mundi hann
vera of nærri Santa Fe viðskipta-
svæðinu og stóru viðskiptafyrir-
tækjunum, sem höfðu sínar eigin
vagnalestir í förum og höfðu sölu-
búðir á traustum grunni í Santa
og Albuqurque. í Pajarito mundi
hann vera smákaupmaöur aðeins,
en nú þóttist hann sjá fram á, að
hann gæti orðið eitthvað meira.
Hann var á slóðum, þar sem erf-
itt var að komast yfir rekstursfé,
en sá, sem hafði eitthvert fé
handa á milli gat átt margra
kosta völ og notað sér ýmis tæki-
færi. Hann hafði alltaf verið hæg
látur maður, sem ekki gerði sér
of háar hugmyndir um sjálfan sig
skorti sjálfstraust til stórra hluta,
en nú hafði honum verið sagt, að
hann byggi yfir valdi, og hann sann
færðist um að með dálítilli þolin-
mæði og slóttugheitum mundi
hann geta komið sér áfram, án
þess að lyfta hendi eða hækka
röddina. Hann ætlaði ekki að sætta
sig við það lengur, að vera smá-
kaupmaður í skugga sér meiri kaup
i sýslumanna og með vaxandi metn
aði leit hann í suöurátt.
Hann vissi, að síðan er Suður-
ríkjahersveitirnar voru hraktar frá
Messila hafði allt verið þar í hnign
un, uppgjafarandi ríkjandi og ekki
kominn skriður á neinar fram-
kvæmdir eða endurreisn. Suður-
ríkjamenn höfðu ráöið yfir öllum
viðskiptum í þeim hluta dalsins
og enginn hafði komið sér þar vel
fyrir til þess aö reka þar kaup-
sýslu á ný. Svo* frétti hann um
Seldenvirki og saltvatniö, sem
Mexikanar af stóru landsvæði
lögðu leiðir sínar til og sjálfur
hafði hann komizt að raun um, að
hagkvæm viðskipti var hægt að
reka á landamærunum og í grennd
við þau. Það var alveg augljóst mál
að tækifærin voru þar syðra, en
engan veginn mundi það veröa auð
velt fyrir hann að hverfa frá hinu
frjálslega þjóðvegalífi og yfirgefa
hina mörgu vini, sem hann hafði
eignazt hvarvetna þar sem leiðir
hans höfðu legið í grennd við þjóð
veginn og nú skildist honum til
fulls í fyrsta sinn hve mjög hann
unni þessum hluta dalsins, fólkinu
þar og lífinuJ Hann hugsaði um
góðar stundir við fljótiö og öll
þorpin, þar sem bömin komu
hlaupandi á móti honum og hann
hugsaði um heimsóknir sínar í
Santa Fe setu sína á torginu og
hljóðfærasláttinn, sem var forleik-
ur að því að geta fullnægt þrám
Það var eins og togað væri f hann
úr tveimur áttum, hann átti í sál-
arstríöi og hann kenndi sárt til.
Hann var búinn að vera farandsali
í fimm ár og var þrjátíu og þriggja
ára gamall og ef hann réðist í
breytingu yrði það aö gerast nú.
En vildi hann í rauninni yfirgefa
allt, sem honum var kærast, landið
og fólkið?
Það var Dolores Pino, sem varö
til þess, að hann lét til skarar
skriða, en það varð með öðrum
hætti en þeim, sem hann gat séð
fyrir. Hann sneri aftur til Santa
Fe þetta sumar seint í júlí og hafði
þá verið fjarverandi í rúma tvo
mánuði, en hann hafði dvalizt all
lengi í Socorro til þess að kynna
sér sitt af hverju varðandi skilyrði
öll og horfur þar syðra, þar sem
hann hugleiddi að setjast að, en
hafði þó ekki tekið neina loka-
ákvörðun.
Það var kvöld og hann sat á
torginu og hlustaði á hljóðfæra-
sláttinn og beið þolinmóður. Það
l var eins og hún hefði alltaf vitað
I hvenær hann myndi koma og það
var líka ófrávíkjanleg regla að
j taka þátt í hringgöngunni á torg-
• inu á • laugardagskvöldum og fara
I svo til kirkju á sunnudagsmorgn-
: um. Og nú gerðist það, f fyrsta
| skipti síðan er þau urðu vinir, að
I hún kom ekki, og hann furðaði sig
! stórlega á því hve auðnarlegt torg
i ið virtist þegar hana vantaði.
Næsta morgun fór hann f kirkju og
hann leit í kringum sig og á alla
þá, sem krupu þar á kné til þess
að gera bænir sínar. Hún var ekki
meöal þeirra. Þetta kvöld er hann
hitti Eusebio VeJarde minntist
hann á hana, eins tilviljunarlega og
hann gat, svo að Velarde grunaði
ekki neitt, þvf að hann vissi að
þessi gamli vinur hans mundi stór
hneykslast á þvf, ef hann vissi um
heimsóknir hans f hús hennar.
— Enginn hefur séð hana vikum
saman, sagði Eusebio.
— Hvað heldurðu að hafi orðið
af henni? spurði Leo og reyndi að
leyna geöshræringu sinni og á-
hyggjum.
— Hver veit? sagði Eusebio og
yppti öxlum. Þaö voru sumir sem
vildu hana á brott héðan. Hún vissi
of margt um ýmsa.
Leo var þögull langa hríð og
minntist þess, að hún hafði sjálf
sagt honum oftar en einu sinni,
að margir óttuðust hana og höt-
uðu. Hann vissi, að fólk, karlar og
konur, komu til hennar og báöu
hana að líta einhvern illu auga
svo að sá hinn sami eða sú hin
sama dræpist, en hún haföi á-
vallt neitað, að hún hefði búið yf
ir slíku valdi. En fólk trúði því
samt, að hún væri göldrótt og
hefði örlög manna í hendi sér. Enn
reyndi Leo að mæla eins og þetta
væri mál, sem ekki kæmi honum
f rauninni neitt við.
— Það er ekki að vita, nema
einhver hafi drepið hana, sagði
hann.
— Já, sagði Eusebio, það má
vera eða einhver hafi mútað henni
til að fara. Hún gæti hafa flutt sig
suður fyrir landamærin.
Leo spurði ekki neins frekar, en
árla næsta morguns lagði hann leið
sína að litla húsinu við Aoequia
Madre. Undir eins og hann sá hálf-
opnar dyrnar magnaðist ótti hans.
Húsið er vitanlega autt og yfirgef
ið hugsaði hann. Og þegar hann
hafði ýtt inn hurðinni þurfti hann
ekki að vera í vafa lengur. Allt,
sem í herberginu haföi verið var
horfiö, nema borðið og stólarnir
tveir. Þykkt ryklag huldi aftur,
köngulærnar spunnu vefi sína í
hornum, flugur voru þar sem mý
á mykjuskán, og það var saggaþef
ur í loftinu og þungt loft, þótt
dymar hefðu staðið opnar til hálfs
Honum fannst hann standa í húsi
þar sem enginn hafði búið langa
lengi og að reimt . mundi vera í
kofanum. Honum fannst hann
standa í grafhýsi, þar sém eitt-
hvað af honum sjálfum var grafiö.
Ef hún hefði fariö mundi hún ekki
hafa gqrt honum orðsendingu?
Hann komst að þeirri niðurstööu
að hún mundi ekki hafa gert þaö
hún var hvorki læs eða skrifandi
og hverjum gat hún treyst?
Hann minntist þess, sem hún
hafði sagt um líf hans — framtíð
hans. „Ef til vill ert þú einn þeirra
manna, sem lifa ólíku lífi oft á
ævinni.“ Honum fannst hann
heyra rödd hennar, er hún mælti
þessi orð. Og hann var viss um,
að lokið væri kafla f ævi hans, og
nýr að byrja, ólíkur þeim, sem nú
var á enda runninn.
Þriðji kafll
Verzlun Leo Mendes stóð í mest
um blóma um það bil þremur ár-
um eftir að hann stofnaði hana.
Hann hafði opnað sölubúð f lftilli
stofu og ekki haft aðra viðskipta-
vini en alþýðufólkiö mexikanska
í Don Pedro og fólkið á nálægum
slóðum f dalnum, en hann færði
út kvíarnar og menn komu til að
skipta við hann frá Texas og Ari-
zona, og hermenn úr tveimur virkj
A
R
Z
A
n
Þið eruö í vandræðum staddir drengir,
fyrir aö stunda veiðiþjófnað innan þjóð-
garðs. Til allrar hamingju fyrir ykkur eru
bömin ómeidd.
um komu til hans og Mexikanar
sem lögðu leið sína til saltvatns-
ins eða frá því, málmleitarmenn
komu til hans, dularfullir reiðmenn
sem þurftu að koma gripum í
verð og fá korn og skotfæri og
fleira í staðinn. Og ýmsir vegfar-
endur, bæði á norður- og suður-
leiö komu við hjá honum. En þjóð
vegurinn í grennd við Rio tsranoe
var póstleið kringum 1870, viku-
legar ferðir voru á milli Santa Fe
og E1 Paso og umferð um veginn
vaxandi og flutriingar.
Ég hafði ekkert með þetta að gera, það
var Bart, sem neyddi mig til þess að flá
dýrin sem hann drap.
Ég er hræddur um að Bert gamli sé ekki
i neinni aðstöðu til þess að verja sjálfan sig,
hins vegar hefur þú hana og einnig gott
tækifæri til þess að verja þig og það fyrir
framan dómarann.
VÍSIR
Auglýsingo-
móttuku
TÚNGÖTU7
og
Luugnvegi 178
Sími 1-16-63
VISIR
VÍSIR
er
eino
síðdegisbluðið
kemur
úi
alla
virka
daga
allan
ársms
hrmg
Áskriftorsími
1-16-61