Vísir - 16.03.1966, Blaðsíða 6
6
VlSIR . MJSvikudagur 16. marz 1966.
Alþingi —
Framhald at bls. 5
dýraræktunar og, ef fyllstu að-
gæzlu væri gætt, væru líkur til,
að hér væri um ábatasaman at-
vinnuveg að ræða.
Ingvar Gíslason (F) sagði, að
mjög hefði verið hallað réttu máli
í ræðu Halldórs Ásgrimssonar, og
hefðu rök hans við fátt rétt aö
styðjast. Mælti hann eindregiö
með samþykkt frumvarpsins.
Pétur Sigurðsson (S) sagöi, að
það væri staðreynd, að hér á
landi væri villiminkur, og þetta
hefðu flutningsmenn frumvarps-
ins gert sér Ijósa grein fyrir, er
frumvarpið var samið. Sagði hann
að ekki væri nema rétt, að íslend
ingar reyndu einnig aö njóta góðs
af því, að villiminkur væri hér til
staðar, en bæru ekki aðeins hið
slæma úr býtum við það.
Blrgir Finnsson (A) kvaðst vera
hlynntur því, að opnaðar yrðu leið
ir til minkaeldis á ný. Hins veg
ar væri þetta frumvarp ekki nógu
vel úr garði gert, og þess vegna
væri hann því samþykkur, að því
yrði vfsað til ríkisstjómarinnar
til endurskoðunar.
Að lokinni umræðu var atkvæða
greiðslu um málið frestað, enda
fundartíma lokið.
Gamlar bækur —
Framhald af bls. 16.
4500, ferðabók Thinemanns
(myndalaus) 5000 kr. og ferða-
bók Uno von Troil á 2200 kr.
Ýmis tímarit og blöð komust
einnig í hátt verð. Skal þar
nefna Verðanda 1800 kr., Ársrit
SIMDNIZ
SEU POLISHING
LinoGloss
tvice the shine
in'holf the
SIMONIZ
LINO-GLOSS
Sjálfgljáandi
gólfbón
Húsmæður hal'ið þið athugað:
að komið er á markaðinn frá
hinum heimsþekktu SIMONIZ
verksmiðjum
LINO-GLOSS
sjálfgljáandi gólfbón.
LINO-GLOSS gerir dúkinn
ekkl gulan .
LINO-GLOSS gefur gömlum
dúkum nýtt útlit.
LINO-GLOSS heldur nýjum
dúkum nýjum.
LINO-GLOSS ver dúka óhrein-
indum og rispum.
LINO-GLOSS gerir mikið slit-
þol og gljáa.
Biðjið kaupmanninn um þessa
heimsþekktu úrvalsvöru.
Einkaumboð:
ÓLAFUR SVEINSSON & CO.
umboðs- og heildverzlun
P.O. Bojr 718 Rvík, sími 30738
presta í Þórsnessþingi 1000 kr.,
Tímarit Jóns Péturssonar 6000
kr., Nýja öldin I-III 3000 kr.,
Amfirðingur 2100 kr., Suðri 1-4
árg. 6000 kr., Draupnir 1-12
árg. 2400 kr., Otsýn 2100 kr.,
Ný félagsrit (ekki heil) 5100 kr.,
Fjölnir (ekki heill) 4500 kr.,
Breiðablik 1300 kr., Almanak
• Þjóðvinafélagsins (ekki heilt)
1000 kr. Almanak Ólafs Thor-
geirssonar (ekki heilt) 4000 kr.,
Sunnanpósturinn 2000 kr., Heil-
brigðistíðindi Jóns Hjaltalíns
með Sæmundi fróða 2500 kr.,
Gestur Vestfirðingur 8000 kr.,
Islenzk sagnablöð 8000 kr., Bún
aöarrit Suður-Amtsins 1200 kr.,
Iðunn Sigurðar Gunnarssonar
ásamt Höldur 1600 kr., og hrafl
af Árbók Ferðafélagsins á 6000
kr.
Af ljóðabókum sem í nokk-
urt verð komust skal nefna
Þyrna Þorsteins Erlingssonar
1500 kr., Nokkur gamankvæöi
1800 kr., Vísnabókin (ljóspr.)
1000 kr. Ljóðmæli Jóns á Víði-
mýri 1100 kr., Kvæði Eggerts
Ólafssonar 1500 kr., Ljóðmæli
Magnúsar Stephensens 3200 kr.
Kvæði Ben. Gröndals eldri 2700
kr„ Friöþjófssaga Tegners í
þýðingu Matth. Joch. 1400 kr„
Islandsvísur Guðmundar Magn-
ússonar 4100 kr.
Af einstökum bókum öðrum
sem slegnar voru á 1 þús. kr.
og þar yfir skulu nefndar: Sögu
þættir Gísla Konráðssonar 1000
kr„ Þorvaldur Thoroddsen eftir
B. Th. Melsteð 1100 kr„ Feðga-
ævir 4200 kr„ Tyrkjaránssaga
1600 kr„ Sagan af Þurlði for-
manni 1400 kr„ Misseraskifta-
offur 1500 kr„ Hefndin eftir
Jón Ólafsson 1000 kr„ Grágás
(Staðarhólsbók) 2700 kr„ Ferða
tal Johnsens 2000 kr„ Orðabók
Konráðs Gíslasonar 1400 kr„
Saga Jörundar hundadagakon-
' ungs 2600 kr„ Privatboligen
paa Island 1500 kr„ Islands kul
tur 1500 kr„ Fréttir frá íslandi
1600 kr. Maríu saga 1000 kr„
Flateyjarbók (ekki heil) 1200
kr„ Lexicon poeticum (2. útg.)
2000 kr„ Fagurskinna 1500 kr„
Morkinskinna 1300 kr„ Islando
philus 3000 kr„ Bibliographical
Notices 4800 kr„ Uppdráttur
Bjöms Gunnlaugssonar 2500
kr„ Herforingjaráðskortið 3100
kr„ Minningarrit um ísl. her-
menn 1500 kr„ Ritaukaskrá
Landsbókasafnsins 3000 kr„ Is-
landska Sagor 1400 kr. og Sálm
ar og kvæði Hallgrims Pétursson
ar 2000 kr.
Flugsýn —
Framhaid at bls. 16.
Er Flugsýn nú að endumýja
flugvélakost sinn, sem er ónóg-
ur miðað við það að um 150
manns stunda nú flugnám hjá
félaginu. Mikil aðsókn er að flug
skóla Flugsýnar og mun ástæð
an m.a. vera sú að mikið er um
mannaráðningar hjá Flugfélagi
íslands og Loftleiðum, en þau
ráða um 15—20 manns til sin á
hverju vori.
Þegar nýju vélamar koma til
landsins verður ein af þeim
þrem kennsluflugvélum, sem
Flugsýn á fyrir seld, en flug-
vélakostur félagsins saman
stendur annars af kennsluflug-
vélunum þrem, tveim fjögurra
sæta vélum og Heronvélinni,
sem notuð er í flugið til Norð-
fjarðar.
Menningarvika —
Framh. af bls. 16.
íslands. Sýndar verða kvik-
myndir og skuggamyndir frá
Noröurlöndunum.
Listasafn íslands sendir 10
málverk til Strassborgar og eru
þau eftir 10 listmálara. Málar-1
amir eru: Þorvaldur Skúlason, |
Jón Engilberts, Jóhannes Jó-
hannesson, Valtýr Pétursson,
Steinþór Sigurðsson, Eiríkur
Smidt, Guðmunda Andrésdóttir
Karl Kvaran, Kristján Daviðs-
son og Gunnlaugur Scheving.
Sýnd verða sýnishorn af ís-
lenzkum handritum og útgáfur
íslenzkra fomrita, sem prentað
ar hafa verið í Strassborg svo
og rit um þau. Er þar á meðal
fallegt handrit eftir Benedikt
Gröndal, sem hann samdi handa
Strassborgarháskóla og fjallar
það um ástundun klassiskra
fræða. Er meginmáliö á latínu
en öðrum málum fléttað inn i.
Ræðismaður íslands í Strass-
borg, sem rekur hótel, mun
hafa á boðstólum íslenzkan mat
og munu stúlkumar sem ganga
um beina klæðast gömlum ís-
lenzkum þjóðbúningum.
Ásprestakoll —
Framh. af bls. 1
stofu prests, herbergi fyrir með
hjálpara, ljósaútbúnaö, hátalara
útbúnað og klukknahringingu.
Um safnaöarheimilið er tek-
ið fram, að í tengslum við það
þurfi að vera rúmgott eldhús
tfl framreiðslu fyrir 100 manns
við borðhald. 1 sal heimilisins
skulu vera hreyfanleg sæti og
skal í tillögum gera grein fyrir
niðurröðun þeirra. í salnum
skal einnig vera 40 ferm. svið j
fyrir minniháttar lejksýningar
Aðstaða til kvikmyndasýninga
þarf að vera fyrir hendi í sal.
Tillögum á að skila í síðasta
lagi 13. júní n.k. Dómnefnd
skipa Þór Sandholt arkitekt for
maður, Henry Hálfdánarson
skrifstofustj., Hjörtur Hjartars.
framkvæmdastjóri og arkitekt-
amir Geirharður Þorsteinsson
og Guðmundur Þór Pálsson.
Trúnaöarmaður dómnefndar er
Ólafur Jensson fúlltrúi.
Sjónvarp —
Framhald af bls. 1.
látin liggja frammi í verzlun-
um og lögð inn í sjónvarpsdag-
skrár, en félagið beitti sér ekki
fyrir því að gengið væri með
listana í hús og undirskriftum
safnað, þótt nokkrir félagsmenn
hafi sjálfir tekið sig fram um
það.
Einstaka óvinveittir sjónvarp-
inu hafa notað þetta tækifæri
og sent félagi Sjónvarpsáhuga-
manna mótmæli gegn þessum
undirskriftum og þá skrifað mót
mælin, oft I bundnu máli, á
eyðublöðin.
Undirskriftirnar eru flestar
frá Reykjavik og nágrenni en
annars hafa þær borizt alls stað
ar að af landinu, frá ísafirði,
Akureyri, Seyðisfirði og Rangár
völlum svo að nokkrir staðir
séu nefndir.
SKIFAFRÉTTIR
^KIPAllTCitRB RIKISINS
Ms. Skjaldbreið
fer vestur um land til Akureyrar
19. þ.m. Vörumóttaka á morgun
(17. þ.m.) til Bolungarvíkur, áætl-
unarhafna á Húnaflóa og Skaga-
firði og Ólafsfjarðar. Farseðlar
seldir á föstudag.
Ms. Herðubreið
fer vestur um land í hringferö 22.
þ.m. Vörumóttaka á föstudag til
Hornafjarðar, Djúpavogs, Breiðdals
víkur, Stöðvarfjarðar, Borgarfjarð
ar, Vopnafjaröar, Bakkafjarðar,
Þórshafnar og Kópaskers. Farseðl-
ar seldir á mánudag. I
Handrit —
Framhald af bls. 1.
frestað frá fyrra réttarhaldi.
Ekki er á þessu stigi unnt að
segja nákvæmlega fyrir um hve
nær dómur muni falla en dómn
um mun alla vega verða vísað til
Hæstaréttar. Getur endanleg á-
kvörðun dómstóla því dregizt
nokkuð á langinn.
Enn misjafn
affli í þorskanet
Netabátar sem komu að í Reykja
vik í gærkvöldi og nótt höfðu frá
7 og upp í 50 tonn. Mestan afla
hafði Helga. Þegar byrjað var að
landa úr henni í morgun var gizkað
á, að hún væri með 50 tonn. Haf-
þór var með 32 tonn og voru þeir
hæstir.
Til Akraness komu 10 bátar með
samtals 210 tonn. Mestan afla hafði
Sigurborgin 40 tonn, en Anna var
með 36.
Til Sandgerðis kom 21 bátur
með samtals 210 lestir.
Skarst á höfði
í gærkvöldi datt maður á bif-
reiðastæðl á Bergstaðastræti 6 og
skarst á höfði.
Maður þessi var fluttur í slysa
varðstofuna þar sem gert var aó
meiðslum hans, en að því búnu
var hann fluttur heim.
í gærmorgun, á 10 timanum, var
hringt úr fiskbúð við Hrísateig til
lögreglunnar og henni tilkynnt að
kona, sem þar var stödd í verzl-
unarerindum hefði fengið aðsvif og
hnigið niður. Hún var flutt I slysa
varðstofuna til athugunar.
Rannsókn —
Framh. af 1. síðu.
Unnsteinn hafa hugmynd um
hverjir þar ættu hlut að máli, að
öðru leyti en þvi að einhverjir úr
vélarúmi skipsins myndu vita um
smyglið eða eiga hlutdeild í því.
Höfðu þeir sem földu smyglvarn-
inginn oröið að fara í gegnum véla
rúmið til að komast að felustaðn-
um.
Rannsókn í smyglmáli b.v. Marz
er nú lokið eins og Vísir skýrði
I frá í gær og játuöu 5 skipverjar
sig eiga vaminginn.
STULKA OSKAST
til afgreiðslustarfa nú þegar. Sími 37737.
MÚLAKAFFI
íbúðir v/ð Flókagötu
Til sölu er hús á bezta stað við Flókagötu,
húsið er 2 hæðir ris og jarðhæð, 2 bílskúrar.
Lóðin er gyrt og ræktuð. Þetta er einn bezti
staður á markaðinum í dag.
FASTEIGNAMIÐSTÖÐIN Austurstræti 12
Simar 14120, 20424 og kvöldsimi 10974._
Bílskúr óskast
til leigu, helzt nálægt Stóragerði. Uppl. í
síma 36383
Bifvélavirkjar
Viljum ráða 2 unga og reglusama bifvéla-
virkja á RENAULT verkstæðið nú þegar
Uppl. á skrifstofunni.
ALBERT GUÐMUNDSSON
— HEILDVERZLUN —
Smiðjustíg 4
STAÐA
eftirlitsmanns við heilbrigðiseftirlitið
i Reykjavik
er laus til umsóknar. Æskilegt er að umsækjandi hafi
stúdentspróf, eða sambærilega menntun, vegna vænt-
anlegs sérnáms erlendis. Laun samkvæmt kjarasamn-
ingi borgarinnar. Frekari upplýsingar um starfið veitt
ar í skrifstofu borgarlæknis. Umsóknir ásamt upplýs-
ingum um nám og fyrri störf sendist skrifstofu borg-
arlæknis, Heilsuverndarstöðinni, fyrir 1. apríl n.k.
Reykjavík, 15. marz 1966.
________________Borgarlælcnir.________