Vísir - 18.03.1966, Blaðsíða 4
4
V í SIR . Föstudagur 18. marz 1966.
MCRK NtMÆLI RlKISSTJÓRN-
ARINNAR Á CFNA HA 6SS VIDINU
Sngt frá markmiðum Framkvæmdasjóðsins, Hagráðs og
Efnahagsstofnunarínnar, sem ný lög munu taka gildi um
JTrumvarp ríkisstjórnarinnar um Framkvæmda-
sjóö íslands, Efnahagsstofnunina og Hagráð gerir
ráð fyrir verulegum skipulagsbreytingum í lánamál-
um stofnlánasjóðanna og felur í sér ýmis mérk ný-
mæli. Stofnun Hagráðs er merkt spor í þá átt að
samræma þætti efnahagslífsins og koma á betri
samvinnu aðila vinnumarkaðsins í landinu.
Hér fer á eftir greinargerð ríkisstjórnarinnar,
þar sem þessi mál eru ítarlega skýrð og sagt frá því
hver markmið þessara breytinga eru. Birtir Vísir
greinargerð þessa hér í heild, svo menn geti kynnt
sér mál þessi em ítarlegast.
Um Fram-
kvæmdasjóð
íslands
Með þessu frumvarpi og frum
varpi til laga um Fiskveiðisjóð
íslands er stefnt að því að gera
skipulag og starfsemi fjárfest-
ingarlánasjóða einfaldari og hag
kvæmari en verið hefur. Er lagt
til, að Stofnlánadeild sjávarút-
vegsins og Fiskveiðasjóður Is-
lands sameinist í nýjan sjóð.
Jafnframt er lagt til, að Fram-
kvæmdabanka íslands sé breytt
í framkvæmdasjóð, er sé í
vörzlu Seðlabanka íslands og
hafi það hlutverk að veita lán
til annarra fjárfestingarlána-
sjóða, sem veita lán til einstakra
framkvæmda. Einnig er gert ráð
fyrir, að framkvæmdasjóðurinn
veiti lán til meiri háttar opin-
berra framkvæmda.
Á undanfömum árum hafa
stofnlánasjóðir landbúnaðar-
og iðnaðar verið efldir og
starfsemi þeirra aukizt mikið.
Með sameinirigu Stofnlánadeild
ar sjávarútvegsins og Fiskveiða
sjóðs mun hliðstæð efling eiga
sér stað, að því er stofnlánasjóð
sjávarútvegsins snertir, og mun
hún einkum geta leitt til aukinna
lána til fiskiðnaðarins. Þessi
breyting á stofnlánasjóðunum
gerir það að verkum, að ekki er
sú þörf, sem áður var, fyrir starf
semi Framkvæmdabanka íslands
á sviði fiskvinnslu. Á hinn bóg-
inn hefur efling stofnlánasjóð-
anna skapað aukna þörf fyrir
fjáröflun til stofnlána og sam-
ræmingu á starfsemi stofnlána
sjóða við aðra bankastarfsemi
f landinu. Breyting Fram-
kvæmdabanka íslands í fram-
kvæmdasjóð miðar að því að
fulnægja þessari þörf. Tengsl
framkvæmdasjóðs við Seðla-
bankann og tengsl hinna ein-
stöku stofnlánasjóða við við-
skiptabanka tryggja nauðsyn-
lega samræmingu við aðra
bankastarfsemi og við heildar-
stjórn bankamála.
Með því skipulagi sem hér er
lagt til, að komið verði á fót,
er í veigamiklum atriðum horf-
ið að því skipulagi, sem upphaf-
lega var ætlunin að yrði á Fram
kvæmdabanka fslands og Fram
kvæmdasjóðnum er einnig ætl-
að það meginhlutverk sem
Framkvæmdabankanum var
upphaflega ætlað að hafa
forystu um fjáröflunarhlið
fjárfestingarmála, útvega og
miðla fé til fjárfesting-
arstarfseminnar. Þegar stofnun
Framkvæmdabankans var undir
búin, voru til athugunar tillög
ur um stofnun sjálfstæðs seðla
banka, og var þá ráð fyrir því
gert, að Framkvæmdabankinn
væri í nánum tengslum við
hann. Af stofnun seðlabanka
varð þó ekki í það sinn, og var
þá ráð fýrir því gert, að Fram
kvæmdabankinn stæði í nánu
sambandi við Landsbanka ís-
lands, er þá gegndi hlutverki
seðlabanka og átti að annast
dagleg afgreiðslustörf fyrir
Framkvæmdabankann. Slík sam
vinna komst hins vegar ekki á,
og hefur skortur á tengslum við
aðra hluta bankakerfisins tor-
veldað Framkvæmdabankanum
að leysa af hendi það meginhlut
verk, sem honum var upphaf-
lega ætlað.
Gert er ráð fvrir, að stjórn
framkv.sjóðsins sé í höndum
sjö manna, er Alþingi kjósi hlut
fallskosningu til fjögurra ára í
senn. Stjórn sjóðsins gangi frá
áætlunum um starfsemi sjóðsins
og taki ákvarðanir um lánveit-
ingar hans. Seðlabakinn hafi
sjóðinn hins vegar í vörzlu sinni
sjái um rekstur hans og undir-
búi áætlanir um fjáröflun og lán
veitingar. Gert er ráð fyrir, að
við undirbúning áætlana og við
stjórn sjóðsins yfirleitt sé haft
samráð við fjármálaráðuneytið,
viðskiptabankana og efnahags-
stofnunina.
Um Efnahags-
stofnun
Efnahagsstofnunin var sett á
fót á árinu 1962 með sérstökum
samningi á milli ríkisstjórnar-
innar, Framkvæmdabanka Is-
lands og Seðlabanka íslands.
Verkefni hennar var að undir-
búa framkvæmdaáætlanir fyrir
ríkisstjómina, semja þjóðhags-
reikninga og áætlanir um þjóð
arbúskapinn og framkvæma aðr
ar hagfræðilegar athuganir. Hag
deild Framkvæmdabankans flutt
ist til hinnar nýju stofnunar.
Jafnframt var efnahagsmálaráðu
neytið, sem stofnað hafði verið
1959, lagt niður og störf þess
falin Efnahagsstofnuninni. Þeir
þrír aðiiar, sem að stofnuninni
stóðu, hafa skipt að jöfnu með
sér kostnaði af rekstri hennar
og skipað stjórn hennar. I stjórn
inni hafa átt sæti þrír fulltrúar
ríkisstjómarinnar, einn fulltrúi
Seðlabanka íslands og einn full
trúi Framkvæmdabanka Islands.
Auk formanns stjórnarinnar,
sem jafnframt hefur verið for-
stjóri stofnunarinnar, hafa full-
trúar ríkisstjómarinnar verið
ráðuneytisstjórinn í fjámálaráðu
neytinu, sem verið hefur vara-
formaður stjórnarinnar, og hag
stofustj. Sérmenntað starfsfólk
stofnunarinnar hefur haldizt
svipað að tölu til og var í hag-
deild Framkvæmdabankans.
Þau ákvæði um Efnahagsstofn
unina, sem gert er ráð fyrir í
þessu frumvarpi, miða að því að
festa skipan hennar. Efnahags-
stofnuninni eru ætluð sömu verk
efni og áður. Framkvæmdasjóð
ur kemur í stað Framkvæmda-
banka Islands og stendur ásamt
ríkisstjórninni og Seðlabankan-
um að stofnuninni á grundvelii
samnings, er þessir aðilar gera
um stjórn stofnunarinnar og fjár
mál. Forsætisráðherra skipar for
stjóra stofnunarinnar, eins og
áður var.
Á þeim tæpum fjórum árum,
sem Efnahagsstofnunin hefur
starfað, hafa verkefni hennar
reynzt umfangsmikil og vax-
andi, Það frumvarp, sem hér ligg
ur fyrir, gerir ráð fyrir sérstök
um verkefnum stofnunarinnar i
sambandi við starfsemi Fram-
kvæmdasjóðs og Hagráðs.
Um Hagráð
Á undanförnum árum hefur
það komið æ betur í ljós víða
um heim, hverja þýðingu það
hefur í stjóm efnahagsmála, að
fulltrúar stjómvalda, atvinnu-
vega og stéttarsamtaka skiptist
á skoðunum og hafi samráð um
meginstefnuna í efnahagsmál-
um. I flestum nágrannalandanna
hefur verið komið á fót sér-
stökum vettvangi fyrir slíka sam
vinnu, þar sem jafnframt fer
fram miðlun upplýsinga um þró
un efnahagsmála. Með þessu
frumvarpi er lagt til, að slíkur
vettvangur sé myndaður hér á
landi með stofnun hagráðs. I
ráðinu eiga sæti tveir ráðherr
ar, fultrúar stjórnmálaflokka,
sem sæti eiga á Alþingi, og full
trúar samtaka atvinnuvega,
stétta og sveitarfélaga. Ætlazt
er til, að Efnahagsstofnunin und
irbúi fundi Hagráðs og leggi fyr
ir það yfirlitsskýrslur um þró
un þjóðarbúskapsins og horfur
í þeim efnum. Enn fremur er
ætlazt til, að þjóðhags- ag fram
kvæmdaáætlanir ríkisstjómar-
innar séu lagðar fyrir Hagráð.
Fannfergi er ennþá mikið í
Eyjafiröinum, en tekizt hefur
Tvö slys
Um sl. helgi varð vinnuslys viö
Reykjavíkurhöfn.
Maður, sem vann við útskipun
á brotajárni, Þórður Runólfsson
Hátúni 6, fékk jám í höfuðið og
slasaðist eitthvað. Hann var strax
fluttur ti llæknismeðferðar, en
meiðsli reyndust ekki hættulegs
eölis.
Kona á níræðisaldri, Margrét
Benediktsdóttir Óðinsgötu 6 féll
í kjallaratröppum heima hjá sér
sl. föstudagskvöld og slasaðist illa
Hún var fyrst flutt í Slysavarð-
stofuna en þaðan í Landspítalann.
að ryðja vegi í nágrenni Akur-
eyrar. Inn í fjörðinn og út með
honum er engum bílum nema
trukkum fær leiðin. Er t.d.
versta færð út alla Svalbarðs
ströndina og Höfðahverfið og
hefur veriö síðan um áramót.
Hafði blaðið tal af Skúla Jón-
assyni kaupfélagsstjóra á Sval
barðseyri í morgun, sem sagði
að mjólkurflutningar til Akur
eyrar færu fram með trukkum
og jeppum, ennþá væru allar
leiðir ófærar öörum bílum.
— Allt frá Grenivík fram að
Veigastöðum er færðin mjög
þung, en fer að léttast, þegar
komið er á vegina í nánd viö
Akureyri. Komast þessa leiö
engir bílar nema trukkar og
jeppar og er farið á löngum köfl
um á ýturuðningum, sem eru
það miklir um sig að þeir liggja
í mörgum tilfellum langt utan
við vegastæðin. Það var búið aö
ryðja veginn út til okkar en
þann tíunda geröi aftaka veður
og fylltust göngin af snjó. Er
venjulega byrjað allt of snemma
að ryðja vegina en ástandið
versnar að mun þegar snjóar
ofan i ruðninginn.
Þegar allt gekk sem verst var
farið með mjólkina langleiðina
frá Svalbarðseyri til Akureyrar
á ýtum og sleöum.
Það er óhætt að segja þaö, að
menn eru orðnir þreyttir á
þessu tíðarfari og verður allt
einhæft og mótast fréttirnar af
því. Hafa mjólkurflutningarnir
gengið hindrunarlítið þrátt fyr
ir veðurham og í dag er hið
fegursta veður, logn og fagurt
yfir aö líta.
Alþyngsta færðin er hérna út
til Grenivíkur og Fnjóskdælir
hafa ekki farið varhluta af
fannferginu. Hefur vegurinn um
Dalsmynni í Fnjóskadalinn
veriö ófær i lengri tíma og hafa
Fnjóskdælir selflutt mjólk sína
yfir Vaðlaheiði meö ýtu og sleða
Mjólk flutt á trukkum eftir
ýturuðningum tilAkureyrur
. MAÍ ALMENN-
UR FRÍDAGUR
Akvörðun ríkisstjórnarinnar
I tilefni af 50 ára afmæli Al-
þýðusambands Islands hefur rík-
isstjórnin ákveðið að hátiðisdag-
ur verklýðsins, 1. maí skuB hér
eftir verða almennur frídagur.
Skýrði félagsmálaráðherra,
Eggert G. Þorsteinsson, stjóm
ASÍ frá þessari ákvörðun á
laugardaginn. Hefur það lengi
verið eitt af helztu baráttumál-
um verklýðshreyfingarinnar að
1. maí sé vSðurkenndur sem al-
mennur frídagur i landinu.