Vísir - 18.03.1966, Síða 5

Vísir - 18.03.1966, Síða 5
V f S T R . Föstudagur 18. marz 1986, 5 Suharto em sagður stjórm Indó- nesíu og Subandrio / varðhaldi — og 15 raðherrar aðrir Útvarpið f Jakarta hefir tilkynnt, að Subandrio utanrikisráðherra og 15 ráðherrar aðrir hafi verið sett- ir í varðhald þeim sjálfum til vemd ar „gegn reiði almennings“, Tekið var fram, að þetta væri gert með heimild Súkamó forseta. Ennfrem ur var tilkynnt, að herinn hefði tek ið allt eftirlit með fréttastarfsemi blaða og útvarps í sfnar hendur. 1 fyrri fréttum var sagt, að þús undirskólanemar hefðu í gær ráðizt á 3 stjómarbyggingar f Jakarta til þess að láta í Ijós andúð sína á kommúnistaráðherrunum í stjóm- inni. Lðgreglan varð að loka einn þeirra, Prijoni prófessor fræðslu- og menningamálaráðherra, í fanga klefa, til þess að forða honum frá h'kamsmeiðslum eða dauða. — Hundruð skólanema leituðu í Verka málaráðuneytinu að Sumtomi verka málaráðherra, og starfsfólk afhenti þeim lykla að herbergjum og hirzl um, og kváðust nemendur mundu afhenda þá lögreglunni. Um 200 menn umkringdu Þjóðbankann í 2 klukkustundir og kröfðust þess að aðalbankastjórinn færi frá, en hann á sæti f stjóminni. Sungnar voru níðvísur um Subandrio utanrikis- ráðherra. HÓTAÐ AÐ SKJÓTA A SUMARHÖLL SÚKARNÓ í frétt frá Singapore í morgim er það haft eftir sendiráðsmönnum, að Suharto hafi tekið alla stjórn í sínar hendur í Indónesíu, og ferðamenn segja, að hinn 11. marz hafi herinn hótað að skjóta á sum- arhöllina í Bogor ef forsetinn kæmi ekki innan 2 klukkustunda til Jak- arta till viðræðna við hershöfðingj ana. Varð Súkamó treglega við kröfunum að koma á fundinn. Var þar deilt harðlega, en hershöfðingj amir höfðu þó sitt fram. Svo kom tilkynning um, að Súkamó hefði enn forsetavaldið f sínum höndum en andspjrrnan magnaðist þá á ný og herinn látið til skarar skríða aft- ur gegn kommúnistaráðherrunum. Varúðarráðstafamr vegm hótana um imrás / Ghana Vegna hótana Sekou Toure for- seta Guineu að senda her manns yfir Fílabeinsströndina til Ghana hefir forseti þess lands sent lið til landamæra Guineu og minnt það land á, að Fílabeinsströndin hafi varnarsáttmála við Frakkland og fleiri lönd. Fyrri fréttir um þessa innrás voru á þessa leið: Útvarpið í Guineu birti frétt rnn það í gær, að mikið franskt lið sé komið til Guineu og hafi 5000 menn verið f flokkum þeim, sem síðast gengu á land. Þá var því haldið fram, að kennarar, prófessorar og verkfræðingar, sem nýlega hefðu komið þangað, væru í rauninni ein kennisklæddir hermenn. — Áður b i n g s j á V í s i s hafði verið birt frétt um það frá Boigny forseta Fílabeinsstrandar- innar, að ef reynt yrði að senda her frá Guineu yfir Fílabeinsströnd ina til innrásar í Ghana, yrði það hindrað með valdi. Einnig minnti hann Sekou Toure forseta Guineu á, að milli Fílabeinsstrandarinnar og Frakklands væri vamarsáttmáli í gildi, og væri Fílabeinsströndin í vamarbandalagi með Niger, Efra- Volta, Dahomey og Togo. Útvarpið í Guineu hélt því fram, að franska herliðið væri sent til „nýrra land vinninga". VÍSAÐ ÚR LANDI Þrátt fyrir það, að sovétstjómin hefir viðurkennt þjóðfrelsisráðið í þingsjá Vísis Ghana sem hina réttu valdhafa landsins, hefir ráðið vísað um 20 sendiráðsmönnum úr landi vegna þess að þeir hafi stundað njósna- starfsemi. Einnig fóru í gær frá Accra um 200 tæknilegir starfsmenn sem starfað hafa í Ghana, en margir vom áður farnir. Þjóðfrelsisráðið fór fyrir nokkru fram á, að sendiráð Sovétrikjanna og Kína hefðu ekki nema 18 manna starfslið í Ghana og að allt tækni- lið yrði flutt burt, þar til venju- legt ástand skapaðist £ landinu. Kínverskum sendiráðsmönnum í Ghana hefir einnig verið vísað úr landi i Ghana. heims- horna milli ► Samþykkt hefir verið 1 ör- yggisráöi að framlengja dvöl gæzluliðs Sameinuðu þjóðanna á Kýpur enn um misserls skelð og verði kostnaður greiddur með frjálsum framlögum. ► Stóra Bretland, Frakkland og Bandaríkin hafa f bréfl til U Thant endurtekið, áð þau séu mótfallin aðild Austur-Þýzka- lands að Samelnuðu þjóðunum. ► I Sidney í Ástralíu kom til ó spekta, er tvö þúsund menn mót mæltu þátttöku Ástralíu í styrj öldinni í Vietnam. ► Áframhald er á óeirðum f Punjab, Indlandi. Tveir menn voru drepnir og 3 menn brunnu inni, eftir að kveikt hafði verið í verzlun. ► Einn af ráðherrum Smith- stjómarinnar segir „blaðalygi“ allar fréttir um olfuskip á leið til Belra með olíu sem fara eigi til Rhodesiu. ► Mikið mannfall varð í fyrrad. í liði Vietcong í orrustu. Fund- ust 275 lík Vietcongmanna að henni lokinnl. þ i n g s j á V í s i s Iðnlánasjóður til umræðu á Alþingi / gær Á fundi í neðri deild Alþingis í gær fylgdi iðnaðarmálaráöherra Jóhann Hafstein úr hlaöi stjórn- arfrumvarpi um breytingu á lög- um um iðnlána- sjóð. Sagði iðn- aðarmálaráð- herra, að frum- varpið væri lið- ur í þeirri ákvörðun ríkisstjórn- arinnar er lýst hefði verið yfir I byrjun þings að efla stofnlána- sjóði atvinnuveganna og koma meiri samræmingu á f efnahags- skipuninni, sem meðal annars væri í þvf fólgið að skapa meiri tengsl milli stofnlánasjóða eða þeirra stofnana, sem veittu lán, fjárfestingarlán og viðskiptabank- anna og peningastofnana og full- trúa atvinnulífsins. Ráðherra sagöi, að aðalefni frumvarpsins stefndi aö þvf að styrkja veru- lega iðnlánasjóöinn frá þvf sém nú væri. Megintilgangurinn væri að hafa hliðsjón af aðstöðu iön- aðarins f dag. „Iðnaðurinn stend- ur aö vissu leyti á tímamótum f dag“, sagði ráöherra. „Ný við- horf skapast vegna aukins verzl- unarfrelsis í landinu og áforma ríkisstjórnarinnar að breyta tolla- löggjöfinni, sem hún hefir lýst yfir, aö hún muni gera“, sagði ráðherra ennfremur. Ráðherra sagði, að til að mæta þessum nýju viöhorfum væri í frumvarp- inu gert ráð fyrir nýjum lánaflokk um í iðnlánasjóöi, sem ættu þann sérstaka tilgang að veita sérstök hagræöingarlán til viöbótar al- mennum lánum. Til aö þessi lán næöu tilgangi sfnum áliti ríkis- stjórnin, að þau ættu að vera f öðru formi en önnur lán, sem fælist í því, að þau væru til lengri tfma, vaxtalægri og jafnvel afborgunarlaus fyrstu árin. Til að þetta mætti takast, þyrfti að efla Iönlánasjóð og væri honum í frum varpinu þvf veitt lántökuheimild að upphæð 100 millj. kr. Meö því að hækka framlag ríkissjóös til sjóðsins úr 2 millj. kr. og í 10 millj. kr. styrktist sjóðurinn veru- lega á skömmum tíma og yrði þess umkominn að taka á sig nokkr ar byrgöar vegna mismununar á lán um, sem sjóðurinn kynni að veita. Að lokum sagöi ráöherra, að hann vonaöist til að ríkisstjómin mætti þeim óskum, sem fram hefðu kom ið af hálfu iðnrekenda og fyrir- svarsmanna þeirra og frumvarpiö mætti verða til að styrkja og efla ísl. iðnað, sem einn af okkar aðal- atvinnuvegum. Framsókn móti frumvarpinu. Þórarinn Þórarinsson (F) sagöi, að frumvarp þetta gengi allt of skammt. Þessi frumvörp ríkis- stjórnarinnar um Iönlánasjóð og Fiskveiðasjóð sýndu greinilega, að rikisstjómin- Vildi mismuna at- vinnuvegum okkar og hún liti á iðnaðinn eins og einhverja 2. flokks atvinnugrein. Sagði hann að hann legðist gegn frumvarp- inu, en nær væri fyrir Alþingi að samþykkja frumvörp Framsókn- arflokksins um þessi efni, er lægju nú fyrir Alþingi. Kommúnistar meö stjórninni. Eövarð Slgurðsson (K) sagði, að frumvarp þetta væri til bóta og stefndi mjög í rétta átt. Þess vegna myndi Alþýðubandalagiö styðja frumvarpið heils hugar. Jóhann Hafstein, iönaðarmála- ráöherra, talaði aftur og gerði at- hugasemdir við nokkur atriði f ræðu Þórarins Þórarinssonar, sem hann sagöi að byggðust á mis- skilningi. Jafnframt þakkaöi hann Eðvarö Sigurðssyni stuöning haris við frumvarpið. Aö lokinni ræðu ráðherra var frumvarpinu vísað til annarrar umræðu og iðnaðar- nefndar. Ráðstafanir vegna sjávarútvegsins. Á fundi í efri deild mælti Jón Ámason (S) fyrir nefndaráliti meirihluta sjávarútvegsnefndar um frumvarp ríkisstjómarinnar um ráðstafanir .vegna sjávarút- vegsins, en hann leggur til, aö frumvarpið verði samþykkt. GIls Guðmundsson (K) skipar minni hluta nefndarinnar og ber fram nokkrar breytingartillögur viö frumvarpið. Vom þær allar felld- ar og frumvarpið afgreitt til 3. umræðu. Að afloknum fundi í efri deildinni var strax boðaður fund- ur í henni á ný og tekið fyrir ráðstafanir vegna sjávarútvegsins og það afgreitt til neðri deildar meö samhljóða atkvæöum. Fuglafriðun og fuglaveiðar. Einnig var í efri deild tekið til framhalds annarar umræðu fram- varp um fuglaveiðar og fugla- friðun. Var frumvarpið til at- kvæðagreiðslu. Menntamálanefnd deildarinnar lagði til sameiginlega aö frumvarpið yrðí samþykkt, en bar fram sameiginlega nokkrar breytingartillögur og vora þær all ar samþykktar. Auk þessa báru þeir Karl Kristjánsson og Ólafur Jóhannesson fram breytingartil- lögu við frumvarpið, sem gerði ráð fyrir aö flekaveiðar yröu heim ilaðar á vissum svæöum, þar sem það teldist mikilvægt til bjarg- ræðis, enda væri það skilyrði sett m. a. að veiöimennirnir lægju yf- ir flekunum til að aflífa fuglinn og tryggja að flekamir yröu ekki reköld. Þessi breytingartillaga var felld meö 8 atkvæöum gegn 7. Síðan var frumvarpinu vísaö til 3. umræðu meö 17 samhljóða at- kvæöum. Loðdýrarækt. I neðri deild fór fram atkvæöa- greiðsla um þá tillögu, hvort vfsa ætti framvarpi um heimild til loð- dýraræktar til ríkisstjórnarinnar. Fór fram nafnakall um tillöguna og var hún felld með 20 atkvæö- um gegn 16. Síðan var samþykkt aö vfsa frumvarpinu til þriðju umræöu með 21 atkvæöi gegn 13. Ný mál. 3 ný mál voru lögð fram á Al- þingi í gær. Ragnar Amalds (K) flytur frumvarp til laga um Fisk- iöju ríkisins. Frumvarpið gerir ráð fyrir að rfkiö starfræki verk- smiðjur til fullvinnslu og verk- unar ýmiss konar sjávarafurða, og nefnist þær Fiskiðja rikisins. Eysteinn Jónsson, Halldór Ás- grímsson, Jónas Pétursson og Lúðvfk Jósepsson bera fram frum varp til laga um breytingu á hreppamörkum milli Hafnar- hrepps og Nesjahrepps, Einar Ol- geirsson, Geir Gunnarsson og Eð- varö Sigurðsson flytja frumvarp til laga um breytingu á lögum um Húsnæöismálastofnun rfkisins. Auk þessara frumvarpa vora lögð fram nokkur nefndarálit

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.