Vísir - 18.03.1966, Side 6
6
V í SIR . Föstudagur 18. marz 1966.
Regína —
Framh af bls. 8
hinnar viðkvæmu konu og einn
ig hróka og fyrirlitningu hinn-
ar kaldgeðja konu.
Sjálf kveðst hún aldrei hafa
átt nein óskahlutverk, heldur
hafi hún reynt að láta sér þykja
vænt um þau sem hún ttrlkar
hverju sinni, og reyna aö laða
það mannlega og sanna fram í
hverri persónu, með því að leita
orsakanna fyrir göllum hennar
og breiskleika.
Þetta held ég að Regínu hafi
tekizt með þeirri hógværð og
hjartahlýju, sem henni er ein-
læg.
Ég held að það sé ekki of-
sagt að hver persóna verði
manneskja á leiksviði I meðför
um hennar.
Við óskum henni til hamingju
á þessum tímamótum og von-
um að íslenzk leiklist eigi enn
lengi eftir að njóta starfskrafta
hennar.
Yfirlýsing —
Framhald af bls. 1.
son að væri sú þróun í efnahags
málum sem átt hefur sér stað
hér á landi síðustu fjögur árin.
Hafi hún skapað allt aðra að-
stöðu fyrir iðnaðinn til að mæta
vaxandi samkeppni en var 1962.
Framleiðslukostnaðurinn innan-
lands hafi þannig farið stórum
vaxandi, og hafi frá þessum
tlma átt sér stað 70% hækkun
á kaupi iðnverkamanna, og
kaup iðnverkakvenna hækkaö
tnn 100%. Byggingarvísitalan
hafi á þessu tímabili hækkaö
um 55%.
Hækkanir þessar hafi að vísu
líka bitnað á öðrum framleiðslu-
greinum en á sama tíma hafi
verið gerðar ýmsar ráöstafanir
þeim til styrktar, sem vegið hafi
upp á móti kostnaöarhækkunum
i landbúnaði og sjávarútvegi.
Um iðnaðinn gegni ööru máli.
Verölag innfluttu vörunnar hafi
verið stöðugt. Því hafi iðnaður-
inn orðið að mæta og ekki get-
að hækkað vöru sína á sama
tíma sem framleiðslukostnaður-
inn hafi stórlega hækkað.
Ef gengið yrði hins vegar út
frá því, að iönaöurinn fengi svip
aða leiðréttingu á aðstöðu sinni
og landbúnaður, sjávarútvegur
og fiskiðnaður hafa fengið og
til álita komi aðild aö EFTA
eða almennar tollalækkanir,
mtrnu málin horfa ööru vísi við,
sagði formaður Félags iðnrek- ;
enda.
íþróttir —
Framh. af bls. 11
50 metra baksund sveina:
Björgvin Björgvinsson, Ægi 45.0 ;
Flosi Sigurðsson, Ægi 51.5
Magnús Jakobsson, Self. 51.9
50 metra flugsund stúlkna:
Hrafnhildur Kristjánsdóttir, Á 34.9 !
Sólveig Guðmundsdóttir, Self. 38.7 ;
Ingunn Guðmundsdóttir, Self. 39.6 :
100 metra baksund drengja:
Pétur Einarsson, SH 1.22.4
Jón Stefánsson, Self. 1.28.0
Símon Sverrisson, Á 1.58.5
50 metra baksund telpna:
Sigrún Siggeirsdóttir, Á 40.2
Guðmunda Guðmundsd., Self. 42.5
Sigurlaug Sumarliðadóttir Self. 44.5
50 metra flugsund svelna:
Gunnar Guðmundsson, Á 37.2
Einar Bridde, Á 39.0
Jón Sigurðsson, 39.8
Surtsey —
Framh. af bls. 16.
Sigurður Hallsson fór á vegum
Surtseyiarfélagsins og tók sýn
ishom af þörungum 1 fjörunni i
Hlöðver Johnsen fór frá Björg !
unarfélaginu í Vestmannaeyjum |
til þess að athuga hvemig ástatt
væri með húsið, en þar var að
koman heldur ófögur eins og
fyrr segir.
Vísir náði tali af Sigurjóni
Einarssyni flugmanni sem fór
á vegum flugmálastjómar til
Surtseyjar til að athuga flugvall
arstæöi og sagði hann að sér
heföi litizt illa á. Væri mest af
vikrinum farið og fjaran orðin
ein stórgrýtisurð. Hefði verið
um 300 m. langt svæði sem meö
ærinni fyrirhöfn hefði ef til vill
mátt ryðja af mesta stórgrýtinu
og fá sæmilega slétt en það
væri alltof stutt og hefði sér
litist svo á að ekki myndi fram
ar verða lent flugvél í Surtsey.
50 ntanns —
Framh. af bls. 16
— Jóhannes sagði að til að
byrja með yrði leitað í nágrenni
borgarinnar og gengið á fjörur.
Auk þess væri haldið uppi spum
um hjá leigu- og langferðabfl-
stjómm, lögreglumönnum og öðr
um þeim aðilum, sem liklegir
væm til þess að geta gefið upp
lýsingar.
Þess má geta að Sólveig Axels
dóttir hefur týnzt einu sinni áð
ur og þá gerð að henni leit. |
Það gerðist fyrir 5 eða 6 ámm
og þá fannst hún á gangi uppi í
Mosfellsdal. Sólveig er mikil
útilifs- og göngumanneskja, en
hlédræg og einræn f háttum og
lætur lítið uppi um fyrirætlanir
sínar.
SÍÐUSTU FRÉTTIR
Hin týnda stúlka Sólveig Axels-
dóttir, er komin fram. Hafði hún
lagt sjálfa sig inn á Kleppsspítala
i gær án þess að hafa um það sam
ráð við aðstandendur sína eða láta
nokkurn um það vita. Hafði eln-
hver læknir lagt inn fyrir hana
beiöni við sjúkrahúsið og þegar
pláss losnaði i gær fór hún þangað
eins og að framan segir, án þess
aö láta nokkum um það vita.
Menntun —
Framh. af bls. 16.
in hér hjá Efnahagsstofnuninni,
Fræðslumálaskrifstofunni, Fjár
málaeftirliti skóla og Fræðslu-
skrifstofu Reykjavíkurborgar.
Menntamálaráöherra hefur skip
að ráðgjafamefnd til þess að
fjalla um áætlunina og einstaka
þætti hennar.
Á næstu árum er fyrirsjáan- I
leg hröð aukning nemenda á öll-
um fræðslustigum og á það sér-
staklega viö um framhaldsskól
ana. Samfara þessu eykst
kennaraþörf og kröfur um
menntun þeirra. Þörf er fyrir
meira og fjölbreyttara skóla-^:
rými og breytt kennslutækni |
þarfnast nýrri og betri tækja. i
Þótt ekki komi annað til væri j
þessi þróun ærið tilefni til ýtar- j
legrar rannsóknar á núverandi j
ástandi þessara mála og til á- j
ætlunargerðar um sennilega þró j
un og fjárhagsleg áhrif hennar. j
Við þetta bætist svo, að mönn j
um verður æ Ijósara hið nána j
samband, sem er á milli auk- j
inna afkasta atvinnuveganna j
og menntunar þjóðarinnar, bæði j
almennrar menntunar og þeirr j
ar, sem sérhæfð er í þágu at- j
vinnulífsins.
Á vorum tímum er ekki litið j
svo á að almenn menntun sé !
nauðsynleg einungis til skiln-
ings einstaklingsins á umhverfi
sínu, heldur veröur aö líta á
menntunina, sem eitt þýðingar
mesta tæki þjóðfélagsins til
þess að örva hagvöxtinn. Af
því leiðir að það er fyllilega rétt
mætt að telja útgjöld til mennt
unar hliðstæð kaupum á skip-
um, byggingu verksmiðja, lagn
ingu vega og annarri fjárfest-
ingu, sem stofnaö er til i því
skyni að auka afköst þjóðarinn
ar.
Gjaldeyrir —
Framhald af bls. 16.
var hún alls 2.093 millj.
krónur.
— Nú erum við margfalt betur
undir það búnir að taka þátt í
viðskiptasamstarfi V.-Evrópu
landanna ,okkur til hagsbóta, og
eflingar íslenzkri útflutnings-
framleiðslu en átti sér stað fyr-
ir 10 árum, sagði ráðherrann.
Með þeirra gjörbreytingu í
efnahagsmálum, sem fram-
kvæmd var I árslok 1959 væru
öll skilyrði gjörbreytt til þátt-
töku f viðskiptasamstarfi Vest-
ur-Evrópu. Engu að síður hefur
rikisstjómin ekki talið tímabært
að taka upp neinar viðræður við
Frfverzlunarbandalagið um hugs
anlega aðfld lslands. Hins vegar
hefnr hún haft málið allt til at-
hugunar og fylgzt rækilega með
öllu því, sem gerzt hefur í þess-
um efnum, sagði ráðherrann.
Hingað til hefðu viðskipta-
bandalög álfunnar ekki skert út-
flutningshagsmuni okkar aö
neinu ráði. Hins vegar bendir
allt til þess að aðstaða okkar
á mörkuðum viðskiptabandalag-
anna muni fara versnandi á
næstu árum og verður þá að-
stöðumunurinn tilfinnanlegri
milli þeirra sem eru aðilar aö
bandalögunum og hinna, sem ut-
an standa, sagði viðskiptamála-
ráðherra.
Rækja —
Framhald af bls. 16.
nægilegt magn rækju sé á þess-
um slóðum til þess að rækju-
veiðar borgi sig.
Undanfarið hefur sérfræðing
ur Hafrannsóknarstofnunarinn-
ar verið að leita að rækjumið-
um á Húnaflóa og hafa fundizt
þar ný og góð mið. Stunda nú
allmargir bátar rækjuveiðar þar
og er þetta hinn arðvænlegasti
atvinnuvegur. Er leitinni enn
haldið áfram á Húnaflóa, en lýk
ur sennilega um helgina.
Skúli Magnúss. —
Framhald af bls. 1. ;
það að togarinn Skúli Magnús-j
son hefði verið á sölulista hjá j
skipasölum í mörgum löndum í
heilt ár, en engin tilboð hefðu
komið fram um að kaupa skipið
fyrir hærra verð en þetta. Benti
hann því á það, hve fjarstæðu-
kennt væri að tala um að verðið
á skipinu væri „gjöf“. Ef svo
væri, þá ætti ekki að vanta
fjölda aðila til þess að taka við
„gjöfinni“. En sannleikurinn er j
sá, að markaðsverð á skipinu er j
ekki hærra en þetta í dag.
Þá vísaði borgarstjóri á bugj
staðhæfingu um það að hægt;
væri að fá hærra verð fyrir sigl;
ingatækin. Sú leið hefur verið;
reynd hvort hægt væri að selja :
sér í lagi tæki úr skipinu og þá j
að selja skipsskrokkinn í brota;
jám. En það hefur ekki heldur;
tekizt, enginn markaður og eng- j
inn kaupandi finnst að tækjun-'
um. Það stafar af því að út-:
gerðarmenn kaupa slík tæki að-
eins ný, enda hefur orðið mikil
tæknileg framför í slíkum tækj
um á síðari árum og enginn,
sem gimist gömul tæki úr togara
Kjami málsins er einfaldlega
þessi: Á að láta þennan togara
liggja inni í Reykjavíkurhöfn,
kannski ár eftir ár við 1 y2
milljón króna kostnað á ári, eða
inni á sundum við nærri milljón
króna kostnað á ári. Slíkt er að
áliti allra skynsamra manna ekk i
ert annað en að kasta peningum
frá skattborguranum í sjóinn.
Aðild að EFTA —
Framh. af 1. síðu.
nokkram sinnum af ráðherran-
um en bar engan árangur og var
tilmælum íslendinga algjörlega
synjað sumarið 1964. Má því
telja útilokað aö við getum feng
ið tollfríðindi fyrir freðfisk í
Bretlandi nema gerast aðilar að
EFTA.
Vandamál aðildar
Þá rakti Þórhallur Ásgeirs-
son helztu vandamál, sem at-
huga þarf í sambandi við að-
ild að EFTA. Þau eru þessi:
1. Samkeppnisaðstaða inn-
lenda iðnaðarins við afnám toll
vemdar.
2. Viðskiptin viö jafnkeypis
löndin.
3. Áhrif tollalækkana á fjár
mál rikisins.
Þessi vandamál kvað hann þó
vera öll minni og auðleysan-
legri nú en 1961. Þýöing jafn-
keypisviðskiptanna hefði minnk
að, innflutningur verið gefinn
frjáls á flestum vörum sem inn-
lendi iðnaðurinn framleiðir og
gjaldeyrisvarasjóðir hefðu
myndazt.
Grípa yrði til ýmissa ráð-
stafana til að auövelda þeim
iðnfyrirtækjum aðlögunina sem
erlenda varan keppir við. Kæmi
þá helzt til greina eftirfarandi:
1. Að lækka hráefnistolla í
fyrstu meir eða fyrr en tolla á
fullunnum vöram.
2. Að veita fyrirtækjum
styrk, lán eöa tækniaðstoð til
hagræðingar og framleiðniaukn
ingar.
3. Að auka samvinnu milli
innlendra fyrirtækja í skyldum
greinum.
Viðskiptin við austrið
Á jafnkeypisvandamálinu
væri vel gerlegt að finna lausn,
ef til aðildar að EFTA kæmi,
og viöhalda viðskiptunum við
þjóöir Austur-Evrópu. Nú væru
viðskiptin við A-Evrópu aðeins
1/7 af heildarviðskiptum okkar
en voru áður 1/3 (1959). Flest
þessi lönd hafa nú lagt til að
hætt verði við jafnkeypisviö-
skiptin og megi búast við aö
þegar samið veröur næst við
þessi lönd, seint á þessu ári,
verði tekin upp frjáls gjaldeyris
viöskipti og því ekki lengur
nauðsynlegt aö viðhalda
greiðslujöfnuði milli Islands og
þeirra í sama mæli og áður var.
Ríkissjóði bætt upp
tekjutapið
Þá ræddi ræöumaður um það
hvemig bæta megi ríkissjóöi
upp það tekjutap sem yrði
vegna tollalækkananna, en hugs
anlega myndi það geta numið
um 100 millj. kr. lækkun á toll-
tekjum næstu 10 árin. Tolla-
lækkanir myndu hafa áhrif til
verðlækkana, sem aftur verk-
uðu til lækkunar vísitölunnar.
Væri því eðlilegt að ríkissjóður
lækkaði um leið niðurgreiðslur
á neyzluvörum á móti. Þá mætti
athuga hvort ekki væri ráölegt
aö hækka tolla á ýmsum neyzlu
vörum sem nú eru nær toll-
frjálsar. Loks væri ekki útilok-
að fyrir ríkissjóð aö leggja gjald
á vörur, sem undanþegnar eru
stig í söluskatti væri nú talið
jafngilda um 150 millj. kr.
Kostir hins stóra
markaðar
Hefur ekki lítið land með
mikla framleiðslumöguleika
meiri þörf fyrir frjálsan aðgang
að stórum erlendum mörkuð-
um en stóru löndin sem hafa
sinn stóra heimamarkað? sagði
ræöumaöur. Hafa ekki litlu
löndin meiri hag af alþjóðavið-
skiptasamstarfi en stóru lönd-
in? Einir höfum við Islendingar
kannski ekki mikil áhrif I þess-
um samtökum en með því að
vinna meö þeim þjóðum sem
hafa sömu viðskiptahagsmuna
að gæta og við getur okkur orð
ið verulega ágengt.
Hér hefur aöeins verið stiklað
á nokkrum atriöum ræðu Þór-
halls Ásgeirssonar, en hennar
veröur frekar getið síðar.
•
Á ráðstefnunni voru haldnar
fleiri ræður, ræddi Guðmundur
H. Garðarsson um hagsmuni
verzlunar. Þá ræddi BjSrgvin
Guðmundsson deildarstjóri um
Þróun EFTA og framtíðarhorf-
ur. Verður frá erindum þeirra
greint hér í blaðinu á morgun.
Varð ffyrir bíl
í gær, skömmu fyrir kl. 5 síð-
degis hrasaði maður á bifreið móts
við Vesturgötu 2.
Maður þessi, Jón Pálsson Kambs-
vegi 17, var fluttur á Slysavarð-
stofuna. Hann hlaut heilahristing
en er að öðru leyti ekki alvariega
slasaður.
Var sendur til
Reykjavfkur
Enski sjómaðurinn, sem gerðist
sekur um að stela frá heimavistar
nemendur Menntaskólans á Akur-
eyri núna f vikunni var fluttur til
Reykjavíkur í gær.
Að læknisráði var ekki talið ger
legt að senda hann með togaran
um út aftur og var þá það ráð tek
ið að senda hann flugleiðis til
Reykjavíkur, og hér tók lögreglan á
móti honum og sér honum fyrir
gistingu á meðan hann bíður eftir
flugfari heim til sín.
Konu bjargað
úr höfninni
i gærkveldi var konu bjargað úr
Rey k j a vf kurhöfn.
Þaö var á 10. tímanum í gær-
kvöldi að hafnsögumaður, sem var
á vakt í Hafnarhúsinu sá til ferða
konu á bryggju, fyrir utan bygging
una. Allt í einu sá hann hvar kon
an hvarf fram af bryggjunni og í
sjóinn.
Hafnsögumaðurinn gerði lögregl
unni þegar aðvart um atburðinn og
þegar hún kom á staðinn flaut kon
an í sjónum. Klifruðu lögreglu-
mennirnir niður stiga og köstuðu
bjarghring til konunnar sem hún
hélt sér í unz lögreglumenn náðu
til hennar og báru upp á hafnar-
bakkann. Hún var að þv£ búnu
flutt í Slysavarðstofuna og þar
átti að hjúkra henni í nótt.
Samkomur
Kristiieg samkoma verður hald-
in í Sjómannaskólanum í kvöld
föstudaginn 18. marz kl. 20,30. —
Komið! Verið velkomin! John Holm
og Helmut Leichsenring tala.
Blómabúðin Gleymmérei
Jurtapottar og blómaker. Blómaáburður og
gróðurmold.
★ Opið til kl. 2 laugardaga og sunnudaga.
GLEYMMÉREI, Laugavegi 82, sími 31420.