Vísir - 18.03.1966, Qupperneq 8
s
VlSIR . Föstudagur 18. marz 1966.
VISIR
Utgefandi: Blaðaðtgáfan VISER
Framkvæmdastjóri: Agnar ólafsMM
Ritstjöri: Gunnar G. Schrarn
Aðstoðarritstjóri: Axel Thorsteinson
Fréttastjóran Jónas Kristjánsson
Þorsteinn ó. Thorarensen
Auglýsingastj.: Halldór Jónsson
Rltstjórn: Laugavegi 178. Slmi 11660 (5 lintir)
Auglýsingar og afgreiðsla Túngötu 7
Áskriftargjald: kr. 90,00 á mánuði innanlands
i lausasölu kr. 7,00 eintakið
Prentsmiðja Visis — Edda h.f
Merk nýmæli
Ríkisstjórnin hefur nú lagt fyrir Alþingi merk frum-
vörp, sem miða að því að koma nýskipan á stofn-
lánasjóði atvinnuveganna. Efling stofnlánasjóðanna
á undanförnum árum hefur skapað aukna þörf fyrir
fjáröflun til stofnlána og samræmingu á starfsemi
sjóðanna innan efnahagskerfisins. Breyting Fram-
kvæmdabankans í Framkvæmdasjóð íslands miðar
að því að fullnægja þessari þörf. Verður hlutverk
hins nýja Framkvæmdasjóðs að efla atvinnulíf og vel-
megun þjóðarinnar. Mun sjóðurinn veita lán til fjár-
festingarlánasjóða landsins og lána beint til veiga-
mikilla opinberra framkvæmda. í örðu frumvarpi rík-
isstjórnarinnar er gert ráð fyrir því að Fiskveiða-
sjóður og Stofnlánadeild sjávarútvegsins verði sam-
einuð í einn sjóð, Fiskveiðisjóð íslands. Ávinningur
þeirrar breytingar er að auðveldaraverður að koma við
hagkvæmri skiptingu ráðstöfunar fjárins milli hinna
ýmsu greina sjávarútvegsins en verið hefur. Eftirlit
með notkun lánsfjárins verður einnig virkara og
meira samræmi í útlánum. Þá mun skipulagsbreyting
þessi loks hafa í för með sér spamað í rekstri og
annað hagræði.
]\j[eö þessum merku nýmælum á sviði efnahagslífs-
ins vinnur ríkisstjómin að því að styðja og efla at-
vinnuvegina og gera kleifa hraðari uppbyggingu at-
vinnulífs þjóðarinnar. Stofnlánasjóðimir hafa verið
mjög efldir á undanförnum árum. Nú stendur fyrir
dyrum stórefling iðnlánasjóðs, svo sem áður hefur
verið greint frá hér í blaðinu, en framlag ríkisins til
hans verður fimmfaldað. Og loks hefur ríkisstjómin
lagt fram frumvarp um nýja stofnlánadeild verzlun-
arfyrirtækja. Þannig er unnið eftir markvissri áætl-
un í þessum efnum, til hags fyrir allar stéttir þjóð-
félagsins.
Stofnun Hagráðs
\ flestum nágrannalandanna hefur verið komið á fót
stofnunum með þátttöku aðila vinnumarkaðsins, þar
sem samráð er haft um stefnu í kaup- og kjaramálum
og miðlað upplýsingum. Slíkt Hagráð er nú afráðið
að stofna hér á landi. Ef vel er á málum haldið get-
ur það verið þýðingarmikill áfangi í því að sætta
aðila vinnumarkaðsins og draga úr harðvítugum
vinnudeilum. Hagráði er ætlað að fylgjast náið með
eínahagsþróuninni, þannig að það geti gert sér ljóst
á hverjum tíma hvaða grundvöllur er fyrir breyting-
um í kjaramálum. Slík stofnun lofar góðu, en mest
er undir því komið að góð samvinna og gagnkvæmt
traust skapist innan hennar.
Regína Þórðardóttir
leikkona heiðruð
30 ár siðan hún lék fyrst með Leikfélagi Reykjavikur i Iðnó
Leikfélag Reykjavíkur efnir
til hátíóarsýningar á leikritinu
Hús Bemörðu Alba, i Iðnó á
morgun til heiðurs frú Regínu
Þórðardóttur leikkonu, en um
þessar mundir eru liöin 30 ár
frá.því að hún kom fyrst fram
á sviðinu £ Iðnó. Eins og kunn
ugt er fer Regína með aöalhlut
verkið, Bemörðu, i Húsi Bem-
örðu Alba eftir Frederico Gar-
cia Lorca, sem Leikfélagið hef-
ur sýnt nú um tveggja mánaöa
skeið.
Regína Þórðardóttir er ein af
okkar ágætustu leikkonum og
löngu landskunn fyrir túlkun
s£na á fjölda hlutverka £ leik-
húsum og útvarpi.
Regina er Reykv£kingur að
uppruna. Þar fetaöi hún sin
fyrstu sor upp á leiksviðið þeg
ar £ bernsku. Það var i smáleikj
um, sem færðir vom upp hjá
Góðtemplarareglunni.
Sitt fyrsta stóra hlutverk lék
hún í hlöðunni að Geitarbergi
i Svinadal, en þar var hún ungl
ingur í sveit sumarið 1923. Þar
lék hún í Happinu ásamt krökk
unum af bænum, úti í hlöðu viö
góða aðsókn og undirtektir,
enda urðu þau að endurtaka
sýninguna seinna um sumarið
fyrir skimarveizlugesti á næsta
bæ, Þar léku þau í fjárhúsun-
um. Framtaksemi þessara ung-
linga vakti mikla athygli i hér-
aðinu og hefur sjálfsagt orðiö
mörgum til ánægju og þá hef-
ur ánægjan kannski orðið mest
meðal unglinganna sem lögöu
allt þetta erfiöi á sig.
Leikferill Regínu hófst þó
ekki fyrir alvöru fyrr en áriö
1932. Þá fór leikflokkur frá Leik
félagi Reykjavíkur undir stjóm
Haralds Bjömssonar i leikför
til Akureyrar með „Jósafat" eft
ir Einar H. Kvaran. Einhverra
hluta vegna gat Arndís Bjöms
dóttir ekki farið þessa för en
hún átti að leika frú Finndal.
Var Regína þá fengin til þess að
taka að sér hlutverkið, en hún
var þá búsett á Akureyri. ■
Sama ár lék hún Kathie í Alt
Heidelberg með Karlakómum
Geysi á Akureyri en sama hlut
verk lék hún með Karlakór
Reykjavíkur síðar. Einnig lék
hún um þær mundir titilhlut-
verkið í „Fröken Júlía“ eftir
Strindberg með Leikfélagi Ak-
ureyrar.
Haustið 1933 héldu þau hjón
in Bjami Bjamason læknir og
Regína utan til náms. Stundaði
Regína þá nám við Leiklistar
skóla Konunglega leikhússins í
Kaupmannahöfn þann vetur.
Þann vetur stundaði og Þor-
steinn Ö. Stephensen nám viö
skólann. Veturinn ’34 var hún í
skólanum fram undir áramót.
En þann vetur hóf Láms Páls
son nám við skólann. Hún kom
heim aftur seint á árinu 1934
og lék um vorið með leikflokki
Haraldar Bjömssonar, Þórdísi
í Syndum annarra eftir Einar
H. Kvaran. 1936 hóf hún svo að
leika með Leikfélagi Reykjavík
ur í Iðnó. Lék hún þar fyrst í
„Bernska og ástir“ og síðan t.d.
Ölmu £ Reikningsskil eftir C.
Gandrup, Femandc í Arbergiat
eftir Jac Deval o. fl.
Veturinn ’39—’40 stundaði
Regína aftur nám við Leiklistar
skóla Konunglega leikhússins
Regina Þóröardóttir sem Bemarða í „Hús Bemöröu Albe“, sem
Leikfélagið sýnir um þessar mundir.
og lauk þaðan prófi vorið 1940.
Meðal kennará hennar í skólan
um má nefna Holger Gabríel-
sen, Thorskild Roose og Sigrid
Neiiedam. Leiklistarskóli Kon-
unglega leikhússins var strang
ur í þá daga eins og hann er
sjálfsagt enn og höfðu nemend
ur nóg að starfa frá morgni til
kvölds, svo að ekki var tími til
að sinna öðru en leiklistinni.
Tímamir í skólanum voru yfir-
leitt fyrri part dags, æfingar
síðdegis og á kvöldin höföu
nemendur kost á að stunda leik
húsin þeim aö kostnaðarlausu.
Og stundum fengu þeir að vera
með í sýningum hjá Konungl.
leikhúsinu í þöglu hlutverkun
um eða veigalitlum hlutverk-
um.
Að afloknu námi lék Regína
með Leikfélagi Reykjavíkur í
tæp 10 ár eöa þar til Þjóðleik-
húsið var stofnaö, en þar varð
hún fastráðin leikkona í önnur
tiu ár eða til 1960, síðan hefur
hún leikið með Leikfélagi
Reykjavikur.
Á þessum árum lék hún mörg
stór hlutverk en meðal þeirra
frægustu eru kannski Annie
Parker í „Gift eöa ógift“ eftir
Priestley Rágnheiði í „Skál-
holt“ eftir Guðmund Kamban,.
sem leikið var hjá Leikfélagi
Reykjavikur 1943. Er túlkun
hennar á þessu hlutverki mörg
um minnisstæð. Mörtu í Blúnd
um og blásýru eftir Kesselring
lék hún einnig með Leikfélag-
inu svo og Steinunni í Galdra-
Lofti eftir Jóhann Sigurjónsson
og Geirþruði í Hamlet eftir
Shakespeare.
Hjá Þjóöleikhúsinu lék hún
eiginkonumar £ þrem leikritum
eftir Arthur Miller. Lindu konu
sölumannsins í „Sölumaður
deyr“. Konu Proetors í „í deigl
unni“ og Beatrice í „Horft af
brúnni“. Telur Regína þessi
hlutverk einna ánægjulegust af
þeim sem hún lék hjá Þjóðleik-
húsinu. En meöal annarra við-
fangsefna þar mætti nefna Guð-
ríði Símonardóttur i „Tyrkja-
Gudda“ eftir Jakob Jónsson og
konu Ársæls í íslandsklukkunni
eftir Halldór Kiljan Laxness,
sem var fyrsta hlutverk hen»-
ar hjá Þjóöleikhúsinu ,enda var
íslandsklukkan eins og kunnugt
er sýnd við opnun þess vorið
1950.
Síðustu árin hefur hún svo
leikiö eins og fyrr greinir með
Leikfélaginu. Fyrst í gaman-
leiknum „Sex eða sjö“, 1960 og
síðan aðalhlutverkin í tveimur
leikritum Durenmatts, Eðlisfræð
ingunum og Sú gamla kemur í
heimsókn. Og nú leikur hún
Bemörðu £ Húsi Bemörðu Alba
eftir Lorca eins og fyrr segir.
Frú Regína er íslenzkum leik
húsgestum að góðu kunn fyir
túlkun sína á mörgum og marg
víslegum hlutverkum. Þetta
greinarkorn bætir að sjálfsögðu
engu þar við. Hún hefur sýnt
okkur konuna glaöa og smit-
andi af lífsfjöri en einnig
hrygga og niðurbrotna. Hún hef
ur sýnt okkur glæsibrag og yf-
ir'læti heimskonunnar og einnig
áuömýkt og lítillæti almúga
konunnar. Hún hefur sýnt okk
ur ástríki og umhyggjusemi
Framh. á bls. 6