Vísir - 18.03.1966, Side 9
V1SIR . Föstudagur 18. marz 1966.
9
★
rj’nn einu sinni hefur de
Gaulle Frakklandsforseti
sýnt það, að það er aldrei hægt
að vita „hvaða uppátæki hann
kemur með næst“. Og það er
óhætt að segja að það verkar
nú eins og reiðarslag í öllum
þátttökuríkjum Atlantshafs-
bandalagsins, þegar hann til-
kynnir nú öllum á óvart, að allt
bandarískt herlið og fluglið skuli
verða á brott úr bækistöðvum
á frönsku landi innan eins ár
og þá jafnframt, að yfirherstjórn
NATO, skuli einnig verða á
brott úr Frakklandi.
Með þessum aðgerðum segir
de Gaulle í rauninni upp því
hemaðarsamstarfi sem Frakkar
hafa átt með Atlantshafsþjóðun-
um. Hér er um svo alvarlegt á-
fall að ræða, að það er jafnvel
dregið í efa, að Frakkar geti á-
fram átt aðild að Atlantshafs-
bandalaginu. Þeir segi sig með
þessu úr lögum við þau samtök.
Slfk þróun mála er vissulega
hörmuleg. Atlantshafsbandalag-
ið hefur verið mikilvægasta líf-
trygging Vestur-Evrópuþjóðanna
og virðist enn vera nauðsynlegt
einfaldlega vegna þess, að
Vestur-Evrópa hefur ekki bol-
Frakkar beri sig mannalega og
þykist sjálfir þess umkomnir að
verja land sitt og jafnvel að
veita öðrum NATO-ríkjum
vemd. Geysimikið samræming-
arstarf I heildarlandvömum
Evrópu verður þar með að
engu, sérstaklega þar sem heita
mátti að allir þræðir í þessu
mikla. vamarkerfi mættust í
bækistöðvunum í Frakklandi,
Þar eru kjamar fjarskiptakerfa,
radarkerfa, flugvamarkerfa,
mikilvægar samgönguleiðir og
olíuleiðslur yfir þvert Frakk-
land. Allt skyldu þetta vera
vöðvar og bein og taugaboð hins
víðtæka varnarkerfis.
Og það eitt að flytja hið
bandaríska her og fluglið frá
landinu er engin smáræðisað-
gerð. Því að enn er bandarískt
lið í 54 bækistöðvum í Frakk-
landi. Þar af em 26 taldar stór-
ar bækistöðvar. Þar má fyrst
og fremst telja flugvellina, en
Bandaríkjalið á vegum Atlants-
hafsbandalagsins stjómar 4
flugvöllum fyrir sprengjuflug-
vélar og 10 flugvöllum fyrir
orustuflugvélar í Frakklandi. á
einum þessara flugvalla við bæ-
inn Chateauroux í Leimdal
hafa Bandaríkjamenn varahluta
lager fyrir allan sprengjuflug-
vélaflota sinn í Evrópu.
Heyrzt hefur tæpt á því, að
kostnaðurinn einn við flutninga
liðs og vista muni kosta nálægt
því 600 milijónir dollara. Sú
eins og oft áður hefur verið
gripíð til háðsins. Einhvers
staðar féllu þau orð, að árið
1944 hefðu Bandaríkjamenn
frelsað Frakka undan Þjóðverj-
um, nú væri de Gaulle að frelsa
þá undan BandaríkjamönnumU
Mér finnst ég fullkomlega
verða að taka undir það, að að-
gerðir de Gaulles í þessu efni
séu ábyrgðarlausar. Það er ekki
hægt að loka augunum fyrir
því, að hin rússneska hemaðar-
ógn vofir stöðugt yfir í austri,
þótt þeir hafi haft tiltölulega
kyrrt um sig að undanfömu.
Og þá væm Vestur-Evrópu
þjóðir vissulega illa settar, ef
það lægi ljóst fyrir, að Banda-
ríkjamenn myndu hvorki hreyfa
legg né lið, þótt Rússar réðust
á þær. Ekki er ósennilegt að
Rússar væm þá fljótir að grípa
tækifærið og senda milljónaher
sinn til landvinninga vestur eft-
ir álfunni. Enginn þarf að
ímynda sér að það sé af sið-
prýði einni, sem þeir hafa ekki
lagt út í áform sín um land-
vinninga i Evrópu. Og strax og
möguleikinn opnaðist er líklegt
að þeir yrðu fljótir að hagnýta
sér það í nafni hinnan bolsé-
vísku heimsbyltingar.
En málið er þó ekki svo ein-
falt og hættan ekki svo einsýn.
Staðreynd og kjami málsins er
sá, að þó Atlantshafsbandalagið
leystist upp, þó Evrópuþjóðir
allar fylgdu fordæmi de Gaulles
inn her undir vopnum. Vestur-
Þjóðverjar hafa m. a. bætzt £
hópinn og verja miklu fjármagni
til vígbúnaðar og hafa þegar
öfluga heri. En allt þetta kemur
að engu haldi. Með kjamorku-
vígbúnaði sínum bera Banda-
De Gaulle.
ríkin ægishjálm yfir Evrópu-
þjóðir og á grundvelli þeirra
vfirburða hafa þeir gert Evrópu-
mönnum það skiljanlegt, að þeir
ætli sér enn og e.t.v. langa
stund f framtíðinni sömu for-
þetta áhugaleysi eitrar stjóm-
málalífið. 1 stað vina og banda-
manna sem Bandaríkjamenn
áttu í þessum löndum kemur
ný kynslóð, sem ýmist sýnir
þeim undirlægjuhátt eða stend-
ur nákvæmlega á sama um
hvemig allt veltist í landavanrat J
málunum, af því að það er hætt
að koma þeim við, það verður
sá hluti stjómmálanna, sem hin
ir bandarisku vemdarar eru
vanir að sjá um.
jVTú er de Gaulle Frakklands-
forseti engin ný kynslóð i
þessu efni. Hann er miklu frekar ?
við sama heygarðshomið og áð-
ur. Hann hefur áður haldið fram
þjóðarstolti Frakka, og kalla
sumir það þjóðernislegan remb-
ing. En á bak við ákvarðanir
hans búa einnig vonbrigði mik-
ils hluta þjóðarinnar yfir því,
að ekkert útlit virðist enn fyrir
það, að nálgist neitt það mark-
mið að Evrópuþjóðir geti staðið
óháðar Bandaríkjunum. Engum
dettur í hug, að de Gaulle geti
þurrkað út þörfina fyrir banda-
rískan stuðning, þó hann sé að
byrja að smíða eldflaugar og sé
komin langt áleiðis með að gera
fyrstu vetnissprengjuna.
En hann reynir að halda höfð-
inu hátt, vitandi það, að ekki
er stefnt í neina tvísýnu, þar
sem Bandaríkjamenn munu á-
fram halda hlífiskildi yfir Evr-
ópu.
DE SAUllE SERIRNATO CRIKK
magn gegn hinu rússneska
kjamorkustórveldi og því verð-
ur hún a.m.k. enn um sinn að
leita hjálpar stóra bróður vest-
an Atlantsála.
■pn við þessi siðustu og furðu-
legu tíðindi er eðlilegt að
menn spvrji sig, hvort þessar
aðgerðir de Gaulle tákni byrjun
að upplausn Atlantshafsbanda-
lagsins. Nokkrir fomstumenn
annarra Evrópuríkja svo sem
Stewart utanríkisráðherra Breta
og Luns utanríkisráðherra Hol-
lands hafa í þessu sambandi
farið mjög hörðum orðum um
framkomu og ábyrgðarleysi de
Gaulles. En þegar málið var
svo tekið til umræðu á fundi
Atlantshafsbandalagsins, kom
hins vegar í Ijós, að ýmsir þar,
einkum fulltrúar Noregs og
Kanada vildu enn fara varlega.
Hvað Kanadamenn snertir
stafar það af því, hve margt
frönskumælandi íbúa er í því
landi, sem munu taka það ó-
stinnt upp, ef Frakkar verða
lagðir i einelti. Hvað Noreg
snertir virðist afstaða þeirra
stafa af því að eftir fáein ár er
20 ára samningatími Atlants-
hafssáttmálans útrunninn, og
Norðmenn virðast þá einna ó-
ráðnastir í því, hvaða stefnu
þeir þá taka.
TVTesta áfallið fyrir vestrænar
vamir er sú ákvörðun de
Gaulles, að allt bandaríkt her-
lið skuli á brott frá Frakklandi
innan áfs. Með þessu og þar sem
franska* hresveitir eru sam-
tfmis teknar undan herstjóm
Atlantshafsbandalagsins, má
segja að Frakkland verði alls
ekki lengur með 1 hinum sam-
einuðu og samræmdu vömum
Evrópu. Og þá dylst það engum
manni, að mikið og hættulegt
tómarúm myndast þar í vamar-
kerfið. Það er í rauninni í mol-
um og skiptir litlu máli, þó
áætlun hlýtur þó að vera all ö-
vís og eftir er svo að sjá, hvar
lið þetta getur fengið bæki-
stöðvar í stað frönsku stöðv-
anna, hvort reisa þarf mikil ný
mannvirki í sambandi við það
og svo framvegis.
Johnson.
t’ins og eðlilegt er, þá er varla
meira um annað rætt á
sviði stjómmálanna en þessar
aðgerðir de Gaulle, sem komu
fram í orðsendingaskiptum milli
Johnsons. forseta. Þetta gerðist
með þeim hætti, að de Gaulle
krafðist þess, að bandaríska lið-
ið i Frakklandi yrði sett undir
franska yfirstjórn, en þegar,
Johnson hafnaði því, þá svaraði
de Gaulle þegar i stað með því
að segja Bandaríkjamönnum
þegar upp húsaleigunni. Mörg
gremjuorð hafa síðan fallið í
garð de Gaulles og Frakka, og
og skipuðu Ameríkumönnum á
brott, þá myndu þeir síðar-
nefndu aldrei sitja hjá, ef Rúss-
ar hygðu sér til hreyfings og
réðust vestur um álfuna. Það er
þetta ásamt þeim breytingum
sem orðið hafa á hemaðartækni
og breytingum á þýðingu At-
lantshafsbandalagsins, sem gerir
de Gaulle kleift að stíga það
spor sem nú er stigið.
egar ■ Atlantshafsbandalagið
var stofnað 1949 þótti ekk-
ert sjálfsagðara en að Banda-
rikjamenn hefðu forustuna á öll-
um sviðum og deildum þess.
Evrópu var þá lífsnauðsyn að
stuðningi þeirra. En þá munu
menn hafa ætlað, að ef stofnun
bandalagsins bæri ávöxt og
Evrópuþjóðir gætu risið á ný
upp úr öskunni og rústunum,
þá gætu þær með tíð og tíma
sjálfar tekið eigin vamir f vax-
andi mæli í eigin hendur. Smám
saman yrði þörfin fyrir hina
bandarísku nærvist minni og
minni eftir þvi sem Evrópu-
mönnum yxi fiskur um hrygg.
Þegar litið er yfir farinn veg,
er það vissulega mjög ánægju-
legt að sjá, hverju Atlantshafs-
bandalagið hefur komið til veg-
ar. Með því að friða og tryggja
Evrópu hefur það orðið undir-
staða framfara og velmegunar í
álfunni. En því miður verðum
við að viðurkenna, að hitt hef-
ur farið algerlega út um þúfur,
að Evrópuþjóðirnar þróuðust
til sjálfsforræðis í þessu efni.
Þvert á móti hefur allt stefnt í
öfuga átt. Það vantar að vísn
ekki, að Evrópuþjóðir hafi mik-
ustu og yfirstjórn og þeir hafa
haft í Atlantshafsbandalaginu.
Á þessum grundvelli og kannski
með réttu hafa þeir forkastað
öllum hugmyndum og tilmælum
de Gaulles um að endur-
skipuleggja NATO. Ég segi
„kannski með réttu“, vegna þess
að hinir hemaðarlegu yfirburðir
Bandaríkjamanna gera þá svo
að segja sjálfkjöma til þeirrar
forustu.
jgn á hinn bóginn verður því
ekki neitað, að þróun þess-
ara mála er og hlýtur að verða
vaxandi vandamál. Ef halda á
sér við hin hernaðarlegu rök,
sem Bandaríkjamenn beita fyrir
sig, virðist enn ekki sjá fyrir
endann á því í langri framtíð,
að Bandaríkjamenn þarfnist að-
stöðu, sem eins konar lögreglu
og öryggisyfirvald fyrir alla
Evrópu. Það má segja að það sé
ágætt að hafa slíka vöm, en
hins vegar er hætt við þvi að
slíkt fari með tíð og tíma að
hafa alvarleg áhrif á stjóm-
málaviðhorfin i Evrópu. Ég á
þar ekki við hið svokallaða
Ameríkanahatur, sem hvar-
vetna fyrirfinnst vegna öfundar
yfir velgengni og styrk Banda-
ríkjamanna og er líka oft bein-
línis nært af útsendurum Rússa
og kommúnista. Hitt er miklu
alvarlegra, að þegar langur tími
líður svo, að Evrópuþjóðir varpa
allri landvamabyrði og ábyrgð
yfir á Bandaríkin, og geta sjálfir
engu ráðið um stefnuna, þá
hlýtur af því að spretta doði og
áhugaleysi um landvarnarmálin
og að því kemur innan tíðar að
Jjað sást m. a. glöggt á -At-~• i
lantshafsfundinum í desem-
ber s.l. hvað hemaðarviðhorfin
hafa breytzt, þar sem McNa-
mara landvamarráðherra taldi
það upp í þúsundum hve margar
kjamorkusprengjur Bandaríka-
menn hafa tiltækar. Sú lýsing
var einn þáttur í þeirri stað-
reynd, að Bandaríkjamenn bera
slikan ægishjálm yfir alla aðra
í hemaðarstyrk, að útilokað
verður að teljast að Rússum
þýði nokkuð að leita á til árása.
Lýsingu sína á þessu gaf
McNamara í þeim tilgangi að
sýna enn einu sinni fram á það,
að Bandaríkjamönnum og eng-
um öðrum bæri forustan í g
hernaðarsamtökum vestrænna
þjóða En hjá mörgum verkaði
þetta hins vegar öfugt. Lýsingar
McNamara og aðrar staðreyndir
hernaðarmálanna hafa vakið
upp hugsanir um það, að „sam-
tökin“ séu e.t.v. ekki eins nauð-
svnleg og áður. Það eru ekki
lengur „samtökin" sem skipta
mestu máli, heldur hinir gífur-
legu yfirburðir Bandarikja-
manna á hemaðarsviðinu.
Þessi styrkur, þessir yfirburð-
ir Bandaríkjamanna em vissu-
lega góður hlutur og það er
hægt að ímynda sér að þau
yrðu grundvöllur að nýjum frið-
arheimi. En betra hefði þó verið,
að samtakafélagsskapurinn væri
meira virtur og að hinar sameig
inlegu vamir vestrænna þjóða
hefðu getað þróazt svo, að þær
gætu í framtíðinni orðið áfram
lifandi viðfangsefni og áhuga-
mál okkar allra.
Þorsteinn Thorarensen.