Vísir - 23.03.1966, Blaðsíða 8

Vísir - 23.03.1966, Blaðsíða 8
V1SIR . Miðvikudagur 23. m?rz 1966 Utgefandi: Blaðaötgáfan VISIR Framkvæmdastjóri: Agnar Ólafsscsn Ritstjóri: Gunnar G. Schraro Aðstoðarritstjóri: Axel Thorsteinson Fréttastjórar: Jónas Kristjánsson Þorsteinn Ó Thorarensen Auglýsingastj.: Halldór Jónsson Rit'jtjórn: Laugavegi 178. Slmi 11660 (5 llnur) Auglýsíngar og afgreiðsla Túngötu 7 Áskriftargjald: kr. 90,00 á mánuði innanlands 1 lausasölu kr. 7,00 eintakið Prentsmiðja Visis — Edda h.f Um hvað er barizt? £>jóðviljanum verður tíðrætt um styrjöldina í Viet- nam. Tilgangurinn með þessum skrifum er að ófrægja Bandaríkjamenn. Blaðið á ekki nógu sterk orð til þess að lýsa grimmd þeirra og mannúðarleysi við íbúana á styrjaldarsvæðinu og heldur þyí stöðugt fram, að þarna sé verið að heyja heimsvaldabaráttu, sem fólk- ið í landinu sé andvígt. Það eigi enga ósk heitari en frið og að kommúnistar fái völdin. Styrjöldin er vitaskuld öðrum þræði átök stór- veldanna, Bandaríkjanna og Kína, um það, hvort kommúnisminn eigi að flæða yfir Austur-Asíu eða ekki. Það er tilgangslaust fyrir Þjóðviljann að halda því fram, að Kínverjar komi þar hvergi nærri. Allir, sem nokkuð fylgjast með þessum málum, vita að Rauða Kína hjálpar kommúnistunum í Vietnam, ann- ars hefðu þeir tapað fyrir löngu. En þótt þetta séu þannig átök milli stórveldanna, þá er það jafnframt barátta þjóðarinnar til þess að verja sig fyrir komm- únismanum. Meirjhluti fólksins vill ekki það stjórn- arfar. En það hafa víðar orðið átök en í Vietnam ,og ekki öll milli stórvelda. Stundum hafa stórveldi ráð- izt á varnarlausar smáþjóðir og lagt þær undir sig með þvílíkri grimmd, að vakið hefur viðbjóð og undr- un um allan heim. Og af því að Þjóðviljinn kemst svona við af grimmd Bandaríkjamanna í Vietnam, furða margir sig á því, hvers vegna hann ræðir aldrei um meðferð Kínverja á Tíbetbúum. Hvers vegna hef- ur blaðið aldrei sagt frá niðurstöðum alþjóðlegu lög- fræðinganefndarinnar, sem rannsakaði þjóðarmorðið í Tíbet? Þar er þó að finna ennþá hroðalegri lýsing- ar en jafnvel þær, sem birzt hafa í Þjóðviljanum frá Vietnam. Eru slík ódæðisverk kannski rétt og sjálf- sögð þegar kommúnistar fremja þau? Og hvers vegna hefur Þjóðviljinn aldrei deilt á Rússa fyrir meðferð þeirra á íbúum smáríkjanna við Eystrasalt, sem þeir innlimuðu eftir heimsstyrjöld- ina síðari? Og ritstjórarnir ættu að kynna sér sannar skýrslur um hegðun Rússa í styrjaldarlokin á land- svæðum þeim, sem rauði herinn tók af Þjóðverjum. Magnús Kjartansson ætti að kannast við hina frægu dagskipun rússneska rithöfundarins Ilja Ehrenburgs: „Drepið! Drepið! Fylgið fyrirmælum félaga Stalins“ o. s. frv. Og hann hlýtur að vita hvernig þau fyrir- mæli voru framkvæmd. Hryllilegri meðferð og af- tökur m. a. á varnarlausu kvenfólki mun vart hægt að finna, þótt leitað væri meðal grimmuátu og sið- lausustu villimanna veraldarinnar. Meðan Þjóðviljinn þegir um þetta allt, munu fáir trúa því að skrifin um Vietnam séu til orðin af mann- úðarástæðum. IPIWI—'nniwm—M—— SLE Eitt veðurathugunarsldpanna á Atlantshafinu. Risavaxnar áætlanir um alþjóðlega veðurgæzlu í dag 23. marz ájafmælisdegi Alþjóðaveöurfræöistofnunarinn ar minnast menn um allan heim alþjóölegs samstarfs á sviði veð urfræöi og veðurþjónustu og halda hátíðlegan alþjóðlegan veðurdag, hinn sjötta i rööinni. Allir vita, að veörið þekkir engin landamæri, hæðir og lægð ir hreyfast yfir lönd án tillits til þess hverjir byggja þau, og sí- breytilegir vindar blása frá einu landi til annars, stundum flytj andi hlýju og gróðurregn, en stundum valdandi tjóni og dauöa. Frumskilyrði þess að geta sagt fyrir um veðriö er því ekki aðeins að þekkja það i sínu eigin landi heldur einnig að fá skjótar og öruggar upp- lýsingar um veörið í öðrum löndum. Sjófarendur eiga flestum meira undir veðri og vindum og þeir urðu því öðrum fyrri til að gera sér grein fyrir þessu. Efndu þeir til fyrstu alþjóðaráðstefnu um veðurfregnir skömmu eftir miðja síðustu öld, en síðan hef ur alþjóðlegt samstarf á þessu sviöi farið sívaxandi. Merkur á- fangi var stofnun alþjóðlegrar veðurfræöistofnunar árið 1873, en skipulags- og nafnabreyting var gerð á samtökunum árið 1951, þegar Alþjóöaveðurfræði stofnunin tók til starfa sem ein af sérstofnunum Sameinuðu þjóðanna. Má geta þess, að ís- land varð fyrst allra ríkja til að fullgilda stofnskrá hinnar nýju stofnunar. Aö þessu sinni er alþjóölegi veðurdaguririn öðrum fremur helgáður risavöxnum áætlunum sem Alþjóðaveðurfræðistofnun- in vinnur nú að um alþjóðlega veðurgæzlu. Nákvæmar veöurathuganir eru undirstaða allrar veðurþjónustu og veðurfræðilegra rannsókna. En því miður hagar svo til, að mikill skortur er enn á veður- athugunum. Gildir þetta bæði um háloftaathuganir og athug- anir við yfirborö jarðar, einkum á suðurhveli jarðar og hin- um víðáttumiklu hafsvæðum. Þessi skortur á athugunum er þeim mun bagalegri sem komiö hefur í Ijós við vélreikn ing á veðurspám f rafeindareikn um að taka verður tillit til at- hugana á mjög stóru svæði, jafnvel jöröinni allri, ef von á að vera til að geta gert sæmi- lega nákvæmar veöurspár, sem ná þrjá til fjóra daga eöa lengra fram í tímann. Á síðustu árum hafa hins veg ar opnazt nýir möguleikar til að bæta úr þessum korti, m.a. vegna tilkomu eldflauga, gervi tungla og sjálfvirkra veðurat- hugunarstöðva á sjó og landi. Nú má þannig fylgjast með skýjafari úr gervitunglum og fá einnig margháttaða aðra vitn- eskju svo sem til dæmis um víöáttu snæviþakinna svæða og hafíss, með sjálfvirkum veöur stöðvum má fá vitneskju um veður á óbyggðum haf- og land svæðum, fylgjast má með hreyf ingu fellibylja með gervitungl- um og veðurratsjám á jörðu niðri og flugvélar og loftbelgi má að sjálfsögðu nota til marg víslegra athugana á lofthjúpi jarðar. Svo virðist þannig, að það sé í mun ríkara mæli en áð ur að verða spuming um fjár magn og skipulag að bæta úr skortinum á veöurathugunum. En ekki er nóg, að víðtækar Framh. á bls. 4 m 'Æ, ' mim mrnmmB ' ■ '§£gb§|;j " "2' ^ ■ ■: - | h............. Ljósmynd tekin úr veðurathugunarhnetti, sem sýnir hluta af Miöjarðarhafi, Ítalíu og Grikkland. Þar sjást skýjamyndir yfir Grilddandl. Hi

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.