Vísir - 23.03.1966, Blaðsíða 15
VISIR . Miðvikudagur 23. marz 1966.
/5
HARVEI FERGUSSON:
X-
Don Pedro
— Saga úr Rio • Grande - dalnum —
Faðir Orlando bætti enn í glös-
in og svo kveiktu þeir báðir í píp-
um sfnum og sátu lengi þögulir,
hvor um sig niðursokkninn í sínar
hugsanií um samúð hins.
Og loks reis Leo á fætur og
bauð góða nótt og gekk heim hægt
og hugsandi, undir bláleitum fölva
stjarnanna yfir landi auðnar og
sanda og fjalla, en líka gróðurs, og
Leo fannst að hann þekkti og skildi
fööur Orlando betur en áður, og
einnig, að hann hefði öölast gleggri
skilning á sínum eigin örlögum.
Faðir Orlando var vissulega hinn
hæfasti maöur til þes að inna af
hendi hlutverk skriftaföður. Hann
hafði þau áhrif á þá, sem opnuðu
hugarheima sína fyrir honum, að
þeir fengu gleggri skilning á sjálf-
um sör.
VI.
Kvöjld eitt nokkru sföar, aö mið-
degisverði loknum á prestssetrinu,
kom faðir Orlando með óvænta
uppástungu. Hann bar hana fram
eins og honum heföi flogið þetta
í hug allt í einu, en það lagðist samt
í Leó, að eitthvað lægi á bak við.
— Mér hefir veriö boðið í súkku
laöidrykkju á heimili Vierra á morg
un, sagði hann. Þér vilduö ef til
vill koma með mér? Dona Lupe hef
ir leyft mér að bjóða yöur.
Leo hafði verið staöinn upp til
búinn að kveöja og nú stóð hann
lengi grafkyrr og þögull í sömu
sporum, og lengur en talist gat f
samræmi viö háttvísi. Hverri hugs
uninni af annarri skaut upp í huga
hans. Faðir Orlando reyndi ekki
að telja honum trú um, að hjónin
hefðu óskað eftir að hann kæmi, —
hann hafði aðeins sagt, að húsfreyj
an hefði leyft, að hann tæki hann
með sér. Húsbóndann, eiginmann
hennar, hafði hann ekki séð síðan
er hann kom inn í búð hans, er
hann opnaði hana fyrir tveimur ár-
um, og konuna hafði hann aðeins
litiö nokkrum sinnum, er hún kom
í búöina, Hann komst aö þeirri nið
urstöðu, að þau mundu taka móti
myrkrahöfðingjanum sjálfum, ef
faðir Orlando færi fram á það. Hon
um skildist, að klerkurinn væri í
rauninni sá, sem stjómaði öllu
þarna, — hann væri raunverulega
eins konar landshöföingi ,ekki að-
eins vegna þess að hann var þjónn
Drottins, heldur vegna andlegs á-
hrifamáttar síns. Vierraættin gæti
ráðið yfir landinu, en faðir Orlando
myndi ráða yfir Vierraættinni, að
minnsta kosti ef hann beitti sér.
Það var aðeins vegna þess, að faöir
30.
Orlando óskaði þess, að honum
stóð til boöa að stíga inn fyrir
þröskuldinn á heimili Vierra. Og
hann sá fram á, að hann gæti ekki
neitað.
— Það er mér ánægjuefni að
fara með yöur, sagði Leo. Ég þakka
yöur.
Og eitt örlagaríkt síðdegi vand-
I aöi hann langtum meira en hann
var vanur til snyrtingar sinnar og
klæðnaðar, en oftast var hann hiröu
laus um útlit sitt. Hann klæddist
brúnleitum fötum úr riffluöu úr-
valsefni ,en kínverskur klæöskeri
f E1 Paso hafði saumað þau á hann.
Hann var í blárri silkiskyrtu og
með svarta skó á fótum úr gljá-
andi kálfskinni. Leo var kominn að
niðurstöðu um það, að hann hafði
smekk fyrir litrík klæöi eins og
hann hafði fengið smekk fyrir lysti
lega rétti, enda gat hann veitt sér
þetta. Góð fjárráö áttu sinn þátt í
að glæða með honum einhverja
austurlenzka hneigð til góðra rétta
og litríks fatnaöar, og ef til vill
naut hann þess meira en ella að
hafa slakt taumhald á þessum
hneigöum, eftir aö hafa neitað sér
um allt farandsalaárin.
Hann stóð um stund grafkyrr
fyrir framan spegilinn, en það hafði
vissulega ekki verið ein af venj-
um hans. Og hvað sá hann í spegl-
inum? Fremur laglegan, tiltölulega
ungan mann, fremur alvörugefinn
á svip, með loðnar augnabrúnir,
sem teygðust dálítið upp til end-
anna, mikið, hrokkið hár, sem var
að byrja að grána yfir gagnaug-
unum.
Honum kom þaö óvænt að upp-
götva, að honum fannst hann líta
út eins og einhver, sem til væri f
allt, en ekkert slíkt gat verið fjær
honum á þessari stund. Honum
fannst sannast að segja, að hann
væri ekki til f neitt.
Hann veitti þvf líka athygli, aö
hann var dálítið gildari en hann
var, þegar hann gekk tíu til tutt-
ugu mílur á degi hverjum. Sann-
ast aö segja var hann eins ólíkur
Leo farandsala og Leo farandsali
hafði verið ólíkur piltinum, sem
lagði á flótta frá New Xork.
Og hann starði á sjálfan sig góða
stund, ekki vegna þess, að hann
væri hégómlegur orðinn, heldur
vegna þess að útlit hans hafði glætt
traust hans og sjálfsöryggi — og
hann þurfti sannarlega á því að
halda nú. Svo gerði hann tilraun
til að hlæja háðuglega að spegil-
myndinni af sjálfum sér og lagði
af stað á fund föður Orlando.
IV.
... Dona Lupe tók ein á móti
þeim í stóra salnum á heimili sfnu,
en þar voru beinhvítir veggir og
á þeim speglar, margir f gylltum
römmum. Þar voru legu- og setu-
belddr, og á þeim Navajo-voðir,
sumar ofnar þannig, að skiptust á
hvítir og svartir reitir. Og þama
voru nokkrir hægindastólar, fóðr-
aðir með rauðu damaski, fluttir
þangað alla leið frá St. Louis, og
þar var langborð úr harðviði, í
nokkru ósamræmi við annað, en
virðingarbragur á salnum, og það
var þægilega svalt þama, og gott
að koma inn, því að úti var heitt
af sólu.
Dona Lupe tók í framrétta hönd
Leo, er hún hafði heilsaö klerki,
og hún þrýsti hönd hans þétt en
snöggt, og það vakti furðu hans,
en jók öryggi hans. Hann minntist
þess, að í hvert skipti er hann
heilsaði Maxikana eða kvaddi með
handabandi hafði hann furðaö sig
á máttleysinu í handtakinu. Það var
eins og að vera með tóman glófa
í greip sér.
Þegar hún þannig haföi boðið þá
báöa velkomna klappaði hún sam-
an höndunum til merkis um, að
bera skyldi inn súkkulaðidrykkinn
og kökurnar, og fór svo að ræöa
fjörlega við föður Padre, en Leo
var að mestu þögull áhorfandi.
Næsta stundarfjórðunginn lagöi
hún mest til málanna og Leo, sem
var þarna áheyrandinn, tók vel
eftir, og varð fljótt allfróður um
frúna, því að hún ræddi ekki minnst
um sjálfa sig. Honum varö ljóst af
tali hennar, að hún hafði verið
fimm ár í klausturskóla í Durango,
og var jafnslyng í frönsku sem
spænsku, og hafði lesið Don Qul
xote og Gil Blas og margar fransk-
ar skáldsögur ,sem faðir Orlando
mundi ekki hafa lagt blessun slna
á. Um þetta allt ræddi hún fimlega
og af kvenlegum slóttugheitum, en
þó án grobbs, og það fór ekki fram
hjá Leo, að hún mundi óbeint vilja
færa honum heim sanninn um, að
hún væri hin menntaða kona í sam-
félagi, þar sem konur tíðast kunnu
hvorki að lesa eða skrifa, og það
þótt þær teldust til þeirra fjöl-
skyldna sem ofar voru alþýðunni,
eða til „betra fólks", eins og stund-
um var tekið til orða áður fyrr.
Það lagðist lfka í hann, að henni
var nærvera hans gleðiefni, en ef
til vill var það vegna þess, að hann
var nýr áheyrandi. Það var komin
ró yfir hann, heitt súkkulaðið hafði
notaleg áhrif, og hann var ekki frá
því, að þama myndi hann eignast
nýja vini.
En andrúmsloftið varð skyndi-
lega allt annað, er húsbóndinn
kom nokkru síðar. Hann nam
staðar skyndilega, er hann kom
auga á Leo, og það kom undrun-
ar- og reiðisvipur á andlit hans.
Það var ekki um að villast. Svo
snéri hann sér að konu sinni og
haföi enn engu orði getað komið
yfir varir sér, og Leo veitti þvi at-
hygli að annað veifið glennti hann
sundur finguma, en hitt kreppti
hann hnefana, eins og honum
mundi hafa oröið það til mikillar
ánægju, ef hann fengi tækifæri til
þess að taka fyrir kverkar konunni
eða lemja hana, en hún sat þama
án þess að segja neitt og var all
niðurlút. Að lokum snéri hann sér
að föður Orlando og rétti honum
höndina og heilsaði síðan Leo
einnig með handabandi, máttleysis-
lega og svo settist hann á svipinn
T
A
R
Z
A
n
Jæja, Tarzan þetta er hin hryggilega saga
um Luanda. Það er fjandann ekkert hægt aö
gera i málinu. Ég reyni eftir beztu getu að
halda reglu í þjóðgaröinum með mönnum
mínum. Þetta ætti ekki og má ekki halda
áfram.
Y FOW'T YOU SEE?.. WHAT 1
THESE PEOF’LE WAMT IS
THAT EVERVOME TUiSNS J
Trtc OTHESt CHEEK. Ijrl
Sérðu ekki að það sem þetta fólk vill er
að allir líti undan.
V SUT WHAT CAN
En hvað getur einn einstaklingur gert
Tarzan? Tveir einstaklingar Peter, þú og
ég getum gert mikið.
eins og sá, sem knúinn er til að
sætta sig við það að hafa verið
freklega móðgaður. Það var svo
sem deginum ljósara, að konan
hafði ekki ráögast við hann um
þessa heimsókn, en þar sem Leo
kom þarna undir vemdarvæng
klerksins, varð að taka því sem
öðru, er var klerksins og guðs
vilji. Viðræður urðu slitróttar og
kuldalegar og brátt reis Leo á fæt
ur, hneigði sig og þakkaði fyrir sig
og fór og honum fannst að ánægj-
an af heimsókninni hefði verið
VÍSIR
Auglýsinga-
móttaka
i
TÚNGÖTU7
| og
Laugavegi 178
Sími 1-16-63
VÍSIR
VÍSIR
er
eina
síðdegisblaðið
kemur
út
alla
virka
daga
allan
ársins
hring
Askriftarsimi
1-16-61