Vísir - 23.03.1966, Blaðsíða 11
V í SIR . MiSvíkudagur 23. marz
Knut Nilsson skritar Vísii
ÆVINTÝRI SEM ÉG
GLEYMI ALÐREI
Norski dómarinn Knut Nils-
son, seni hér dæmdi landsleiki
Islands og Rúmeníu á dögunum
sendi fyrir nokkru fréttamanni
siðunnar bréfkorn, þar sem
hann þakkar góðar móttökur
hér á Iandi. „£g verð að segja
að móttökumar frá fyrstu min-
útu til hinnar síðustu voru eitt
ævintýri". Þessu gleymi ég
aldrei“, segir Nilsson, en segir
jafnframt að eitt atriði hefði
gleymzt, það var að fara í úti-
sundlaug um hávetur, en slíkt
er ómögulegt í Noregi, þar sem
slikar laugar em aðeins notaðar
á sumrin.
Nilsson kveðst hafa fengið úr-
klippur úr islenzkum blöðum í
lauslegri þýðingu og var mjög
ánægður með þau ummæli, sem
hann fékk.
í bréfinu segir hann um starf
dómarans:
„1 leik eins og handknattleik,
þar sem leikurinn breytist svo
snöggiega og svo margt gerist
í einni svipan, verður dómarinn
að hafa auga með öllu. Hann
verður að hafa augun með 6-
löglegum hindrunum á línunni,
ólöglegri notkun handleggjanna,
verður að dæma um hvort upp-
stökk séu hættuleg. Það er í
mörg horn að líta, — og erfitt
að komast hjá því að gera mis-
tök. Mér finnst þess vegna
gaman að mér skyldi ekki kennt
um að ísland tapaði, þar sem
munurinn var aðeins eitt mark,
en fá mjög jákvæðan dóm og
uppörvandi, en einhvers staðar
hefði maður Iiklega fengið það
framan í sig að ósigurinn væri
dómaranum að kenna“.
— jbp —
ireyting á niður-
röðun Sslundsmóts-
íns ð körfuknuttleik
Sú breyting hefur verið gerð á
niðurröðun ieikja í íslandsmótinu,
að leikir sem fara áttu fram i
kvöld (miðv.d. 23. marz) flytjast
yfir á þriðjudaginn 5. apríl. Það
eru þessir leikir:
,i6oirKFR_KR 2. flokkur.
ÍR—ÁRMANN 1. flokkur.
ÍS—KR 1. flokkur.
Næstu leikir í fyrstu deild fara
fram föstudaginn 25. marz. Þá leika
ÁRMANN og KR og síðan ÍR og
ÍKF.
Staðan í mótinu er nú þannig:
KR 5 5 0 10 425—264
ÁRMANN 6 5 1 10 422—410
ÍR 5 3 2 6 370—330
KFR 6 1 5 2 458—508
ÍKF 6 0 6 0 310—465
Einar Boliason stigahæstur í 1.
deild f körfuknattleik.
Norðmenn á HM
í handknattleik
Norðmenn hafa nú tryggt sér sæti á HM í handknattleik í Sví-
þjóð næsta vetur en um helgina léku Norðmenn við Tékka í Elverun
og unnu Tékkar 22:20. Norðmenn máttu tapa með 29 mörkum í þessum
ieik án þess að eiga neitt á hættu. í hálfleik var staðan 10:7 fyrirj
Tékka. Fyrlr Tékka skoraði Bruna 10 mörk, Rosenfelder 4, Seruga!
3. Herman, ESbl og Frola eitt hver. Fyrir Norðmenn skoruðu Graver
5, Schönfeldt 4, Bæk 3, Cappelen 2, Gunnerud 2, Inge Hansen 2,
Jon Reinertsen og Wang eitt hvor. Tékkar hlutu 8 stig i riðlinum, i
Noregur og Austurríki 2 stig hvort land, en markatala Noregs var
64:66, en Austurríkis 63:93.
Ungverjar unnu Frakka f HM með 31:17 um helgina í Búdapest.
Bæði þessi iönd halda áfram i lokakeppninn? f Svíbjóð. Ungverjar.
hlutu 7 stig i riðlinum, Fraltkland 4, Spánn var sleginn út og fékkj
aðeins eitt stig.
Fimm stigahæstu menn eru þessir:
1. Einar Bollason 145 st.
2. Einar Matthíasson 131 —
3. Birgir Birgis 119 —
4. Þórir Magnússon 119 —
5. Hólmsteinn Sigurðsson 100 —
Skíðamót
Stefánsmótið veröur haldið í
Skálafelli n.k. sunnudag og hefst
kl. 1. Þátttökutilkynningar þurfa
að berast fyrir miðvikudagskvöld
Sími 13171. — Skíöadeild KR
Mesta verðlaunagrip
knattspyrnuíþróttarinn-
ar, heimsmeistarastyttu
Jules Rinet var stolið á
sunnudaginn úr útstill-
ingarkassa í Westminst-
er í London. Komst upp
um ránið um hádegið á
sunnudaginn og rauf
BBC þegar útsendingar
sínar á útvarps og sjón-
varpsefni til að segja
þessi miklu tíðindi.
Brazilíumenn hafa
undanfarin 8 ár geymt
þessi eftirsóttustu verð-
laun knattspyrnunnar,
en fyrir nokkru skiluðu
þeir styttunni til Eng-
lendinga, sem eru gest-
gjafar HM í knattspyrnu
í júlí í sumar.
Strax og fréttin barst um
England tóku ónafngreindar
persónur að hrlngja til lög-
reglunnar með „upplýsingar".
Einn sagði að styttunni yrði
skllað, ef vissu góðgerðarfyrir-
tæki yrðu send 50 sterllngs-
pund. Maðurlnn, sem talaði var
mjög hraðmæltur og sagði að
styttan yrði þá afhent í ráðhúsi
einu, en ekki sagði hann hvar
það ráðhús væri að finna. Þá
var hringt til fréttastofu einnar
og sagt að stuldurinn værl
spaugsemi stúdenta og sfminn
hringdi hjá fjölmörgum dagblöð
um sem fengu álíka upplýsingar
um þjófnaðinn.
Scotland Yard telur hins veg-
ar að hér sé um skipulagðan
þjófnað að ræða og telur lög-
reglan að auki ekki ólfklegt að
styttan hafi verið brædd upp
en guilinnihaid hennar er ekld
nema 120.000 króna virði,
enda þótt hún sé tryggð fyrir
3.6 milijónlr.
Enska knaitspyrnusambandið,
sem sér um EM i sumar hefur
lofað að borga nýja styttu ná*
kvæma eftirlíkingu, en menn í
hópi knattspyrnuáhugamanna
hafa vfða lýst yfir furðu sinni á
að atburður sem þessl gæti átt
sér stað, en stvttunni var stolið
úr gæzlu tveggja varða í West-
minster,
Leitað er nú að háum og
grönnum mánni, sem sást á
sveimi í nánd vtð herbergið,
þar sem syttan var geymd rétt
áður en þjófnaðurinn áttl sér
stað.
HM STYTTUNNI
ST0LIÐ!