Vísir - 23.03.1966, Blaðsíða 9
V í S I R . Miðvikudagur 23. marz 1966. 9
r ?jaar— -----—— --------—----—------— -------—------------- ----—
HÆGRIHANDAR
HEFUR MIKLA
Þinpefnd gerér grein fyrir mólinu og leggur til uð
slík umferð verði tekin upp hér á londi
^llsherjamefnd neðri deildar hefur undanfamar vikur haft
til athugunar framvarp um hægri handar umferð hér á
landi. Er meirihluti nefndarinnar samþykkur breytingunni.
I áliti hennar er málið ítarlega skýrt og þykir Vísi því rétt
að birta meginhluta þess hér á eftir, þar sem um svo viður-
hlutamikið mál er að ræða. Koma þar fram ýmsar nýjar upp-
Iýsingar, sem fróðlegar munu þykja.
Forsaga
málsins
Nefndin hefur raett þetta frum
« varp á nokkrum fundum og
kynnt sér efni þess rækilega.
M. a. mættu eftirtaldir menn,
sem sömdu frumvarpið að beiðni
dómsmálaráðuneytisins, á við-
ræðufundi hjá nefndinni:
Sigurjón Sigurðsson lögreglu-
stjóri Benedikt Sigurjónsson
hæstaréttardómari Ólafur W.
Stéfánsson stjórnarráðsfulltrúi,
Arinbjöm Kolbeinsson læknir
form. Fél. £sl. bifreiðaeigenda Sig
urður Jóhannsson vegamála-
stjóri og Eirlkur Ásgeirsson’
form. Skipulagsnefndar fólks-
flutninga. Einn af höf. frum-
varpsins Theódór B. Líndal pró
fessor, gat ekki mætt á fund-
inum
Veittu þessir menn nefndinni
greinargóðar upplýsingar um
málið og svöruðu fjölda fyrir-
spuma, sem til þeirra var beint.
Vom þeir allir sammála um
brýna nauðsyn þess, að málið
næði fram að ganga.
Að lokinni athugim nefndar-
innar á frumvarpinu er niö,ur-
staðan sú, að undirritaður meiri
hluti leggur til, að frumvarpið
verði samþykkt, en einn nefnd-
armanna, Óskar E. Levy, mun
skila séráliti. Nefndarmennimir
Bjöm Fr. Bjömsson og Skúli
Guðmundsson taka þó fram, að
þeir séu mótfallnir IV. kafla
frumvarpsins um sérstakan
skatt af bifreiðum, og Ragnar
Jónsson áskilur sér rétt til að
flytja brtt. eða fylgja brtt., sem
fram kunna að koma.
Eins og rakið er í grg. með
frv., hafði Alþingi ákveðið árið
1940, f fyrstu umferðarlögunum
og nýjum bifreiðalögum, að
taka upp hægri handar umferð
hér á landi. Þau lög komu þó
ekki til framkvæmda vegna her
náms Breta. Endurskoðunar-
nefnd umferðarlaga, skipuð 1955,
var því meðmælt, að tekin yrði
upp hægri handar umferð, en
gerði ekki tillögur um kostnaðar
hliðina við breytinguna, þannig
að hún komst ekki til fram-
kvæmda, þegar núgildandi um-
ferðarlög, 26 2. maí 1958 voru
sett. En hinn 13. maf 1964 lýsti
Alþingi yfir vilja sínum í þessu
efni með samþykkt eftirfarandi
þingsályktunar
„Alþingi ályktar að skora á
rikisstjómina að láta hefja hió
allra fyrsta undirbúning að því.
að upp verði tekinn hægri hand-
ar akstur hér á landi“.
Þessi tillaga hafði m.a. verið
send til umsagnar vegamála-
stjóra, Félags ísl. bifreiðaeig-
enda, Landssambands vömbif-
reiðastjóra og umferðarnefndar
Reykjavfkur, og lýstu allir þess
ir aðilar yfir stuðningi við hægrj
handar umferð.
Frv. það, sem hér um ræðir,
er svo samið í framhaldi af
þessu. Hafa verið valdir til þess
þeir menn, sem vegna starfa
sinna þekkja vandamál umferð-
arinnar betur en flestir aðrir.
Telja þeir allir, að hverfa beri
frá vinstri handar umferðinni,
og í grg. með frumvarpinu hafa
þeir fært fram ýtarleg og skýr
rök fyrir þeirri niðurstöðu. Er
óþaft að endurtaka þau rök hér,
en þetta skal þó tekið fram:
Flestar þjóðir
hafa hægri umferð
Bættar og auknar samgöngur
landa á milli hljóta að hafa f
föir með sér samræmingu á um-
ferðarreglum, og hefur þetta
leitt til þess, að hægri handar
umferð er oröin meginregla f
umferð á landi. Af Evrópulönd
um hafa Austurriki, Tékkóslóva
kfa, Ungverjaland og Portúgal
horfið frá vinstri handar umferö
til hægri handar umferðar á sfð
ustu áratugum, og næsta ár bæt
ist Svíþjóð í þennan hóp. Verða
þá Bretland, írland, Island, Kýp-
ur og Malta einu löndin f Evr-
öpu með vinstri handar umferð.
Þeir, sém telja ekki nauðsyn
legt fyrir Islendinga að taka upp
hægri handar umferð, eins og
flestar þær þjóðir, sem við höf
um mest samskipti við hafa gert,
segja sem svo, að hér gegni öðru
máli en t. d. í Svfþjóð, þar sem
er mikil umferð érlendra bif-
reiða, og Svfar gera mikið að
því að aka f eigin bifreiðum til
annarra landa. Þessu er því.-til
að svara, að það gerist stööugt
algengara, að lslendingar hafi
fneð sér bifreiðir til útlanda eða
kaupi eða leigl bifreiðir til að
aka þeim erlendis. Sömuleiðiis
fer það ört í vöxt, að erlendir
menn aki leigubifreiðum hér-
lendis. Svo má það ekki heldur
gleymast, að gangandi fólk þarf
ekki síður að gæta sín f umferð
inni en þeir, sem í bifreiðum
aka, og það er einnig nauðsyn-
legt að samræma umferðarregl-
ur okkar og annarra þjóða
vegna gangandi fólks.
Einkum er þetta nauðsynlégt,
þegar haft er f huga, að nú á
dögum geta menn verið svo
fljótir í förum milli landa með
flugvélum, að þeir komist úr
vinstri handar umferðinni hér f
hægri handar umferð erlendis á
fáeinum klukkutfmum, — eða
öfugt, þegar heim er haldið er-
lendis frá.
Alþjóðareglur um umferð á
sjó og í lofti miðast við hægri
handar umferð, og hefur vfst
engum til hugar komið að leggja
til, að innan landhelgi eða loft-
helgi hvers lands væm látnar
gilda mismunandi reglur að
þessu leyti.
Samræmdar alþjóðareglur um
umferð á sjó og í lofti veita
vissulega mikið öryggi og draga
úr slysahættu.
Með samræmingu umferðar-
reglna hinna ýmsu þjóöa að því
er varðar umferö á landi er einn
ig að þvf stefnt að auka öryggi
og draga úr slysahættu.
Það er þess vegna engin til-
viljun, að alþjóðasamband
læknafélaga þeirra lækna sem
bifreiðum aka (Intemational
Union of Associations of Doctor-
Motorists) hefur í bréfi, dags.
8. ágúst 1963, til forsætisráð-
herra íslands, vakið athygli á
því, að af vinstri handar umferð-
inni, sem enn tíðkast á íslandi,
stafi vaxandi hætta fyrir um-
farðaröryggi almennt og sérstak
iega fyrir þá Islendinga, sem
ferðast til útlanda. Bendir al-
þjóðasambandið á það f lok
þessa bréfs, að með vaxandi al-
þjóðlegum samgöngum muni
þessi hætta sífellt aukast.
Of mikiö gert
úr slysahættu
Þeir, sem ekki vilja fallast á
breytinguna úr vinstri handar
umferð f hægri handar umferð
hér á landi, segja, að afstaða
þeirra mótist öðru fremur af
stóraukinni slysahættu, sem
þeir telja, að breytingunni hljóti
að vera samfara.
Allar þær upplýsingar, sem
fyrir liggja, sýna, að of mikið er
gert úr þessu atriði. Reynsla
annarra þjóða, sem breytt hafa
umferðinni hjá sér úr vinstri
handar f hægri handar umferð,
er á þá leið. að sé breytingin
nægilega vel undirbúin með
fræðslu og aðvörunum, áður en
hún tekur gildi, og auknu eftir-
liti og leiðbeiningum fyrstu
daga eða vikumar, eftir að hún
tekur gildi, megi koma f veg
fyrir, að slysahætta aukist, og
jafnvel draga úr henni frá þvf,
sem var fyrir breytinguna.
Það er vitanlegt ,að trygging-
arfélög fylgjast starfsemi sinn-
ar vegna betur með slysatíðni
og slysahættum en aðrir. Nefnd
sú, sem frv. samdi, upplýsti á
viðræðufundinum við alisherjar-
nefnd, að einn nefndarmanna
hefði sérstaklega kannað, hvort
breytingin úr vinstri umferð í
hægri hefði annars staöar verk-
að til hækkunar á trvggingarið-
gjöld, en komizt að raun um
að svo hefði ekki verið.
Einnig var það álit nefndar-
innar, að tryggingarfélög hér
mundu ekki þurfa að hæklfa ið-
gjöld vegna breytingarinnar.
Það virðist ljóst af upplýsing-
um o. fl., að komast má að
mestu eða jafnvel alveg hjá
auknum slysum, þegar breyting-
in úr vinstri umferð í hægri
tekur gildi, hafi hún áður verið
nógu rækilega undirbúin, eins
og ætlunin er að gera samkv.
frv. þvf, sem hér liggur fyrir.
Það er einnig mat þeirra
manna, sem kunnugastir eru
umferðarmálunum, að öll sú
fræðsla, varúðarráðstafanir og
áróður, sem á að eiga sér stað
fyrir breytinguna, muni hafa
varanleg áhrif til þess að bæta
umferðina, eftir að breytingin
hefur komizt á.
Af því, sem rakið hefur verið
hér að framan, sést, að auknar
slysahættur eru samfara þvf að
halda fast við vinstri umferð-
ina, eftir að þær þjóðir, sem við
höfum mestar samgöngur við,
hafa flestallar tekið upp gagn-
stæða reglu.
Það er einnig ljóst, að breyt-
inguna yfir í hægri umferð má
með góðum undirbúningi fram-
kvæma, án þess að slvsatíðni
aukist, og á þann hátt, að um-
ferðarmenningin taki varanleg-
um framförum.
Breytingar á
bifreiðum
Langflestar bifreiðir hér á
landi, aðrar en strætisvagnar,
eru með stýri vinstra megin,
en það er öfungt við það, sem
vera ætti, þar sem vikja skal
til vinstri f umferðinni. Þessi
staðreynd er þung á metunum
að dómi undirritaðra, þegar
mælt er með þvi að breyta um-
ferðarreglunum, eins og frv.
gerir ráð fyrir. Röng staðsetning
stýrisins hefur verið orsök al-
varlegra bifreiðaárekstra og
hörmulegra slysa og er einkum
viðsjárverð f mikilli og hraðri
umferð, hvort sem er f þéttbýli
eða á vegum úti.
Eina breytingin, sem gera
þarf á bifreiðum með stýri
vinstra megin, við það, að tek-
in er upp hægri haridar umferð,
er á ljósabúnaði, og er áætlað,
að sú breyting kosti aðeins um
350 kr. á bifreið.
Eftir að hægri reglan hefur
verið upp tekin, eiga allir bif-
reiðarfarþegar þess kost að fara
þeim megin út, sem gangbraut
er, en með því er öryggi þeirra
aukið til muna.
Strætisvagnar hér eru, sem
kunnugt er, með stýri hægra
megin, eða réttu megin fyrir
vinstriregluna. Þannig verður
það að vera, og einnig er óhjá-
kvæmilegt, að þeir hafi dyra-
ui„búnað vinstra megin, msðan
vinstrireglan gildir. En það er
Frar’1’ bls. 4
Þannlg myndi umferðln líta út á Laugaveginum við hægri handar umferð. Spegllmynd.
i
t
i
1
aðsiz