Vísir - 24.03.1966, Blaðsíða 1

Vísir - 24.03.1966, Blaðsíða 1
VISIEt Flug fellur nið- ur vegna veðurs Innanlandsflug hefur fallið niður á nokkrum stöðum að undanförnu vegna veðurs. Hafa flugvellir fyllzt af snjð og verið ólendandi á þeim. Var flogið í morgun til Akureyrar eftir að flug þangað haföi fallið niður í tvo daga, og vonir stóðu til að hægt yröi að fljúga til Sauð árkróks og Húsavíkur í dag, en verið er nú að ryðja flugvelli þar. í hálfan mánuð hefur ekki verið hægt að fljúga til Kópaskers og Þórshafnar og eftir síðustu fregn- um þaöan var blindbylur og verður ekki flogið þangað í bráð. Einnig falla flugsamgöngur niður til Vest- mannaeyja vegna veðurs, en verið §r að ryðja brautina þar. Ekki er enn sýnt hvort Flugsýn flýgur til Norðfjarðar, gekk á með éljagangi og stormi þar f morgun, en snjór hamlar ekki lendingu á flugvell- inum þar. •1»*; V " iÆ Þetta er staðurinn við enda Tjamarstígs á Seltjarnarnesi þar sem slysið varð f nótt. Hörmulegt slys á Seltjamarnesi 9 ára drengur varð undir bíl en óvíst um atvik slyssins Hörmulegt slys varð í nótt úti á Seltjarnamesi. 9 ára drengur Jón Helgi Líndal Arnarson, Klöpp á Seltjarnarnesi, varð undir bifreið og mun þegar hafa látið lífið. Það mun þó ekki hafa verið fyrr en nærri 4 klst. eftir að slysið varð að uppvíst varð um það og er enn ekki vitað með vissu hvemig það atvikað- ist. Slys þetta varö á Tjamar- stíg, sem er lokuð gata austur af Lambastaðavegi. Bendir allt til þess að drengurinn hafi orð ið þar aftan undir bifreið. sem verið var að snúa við, en vegna þess að gatan er lokuð, er það algengt að bifreiðum sé snúið við á þessum stað. Varð slysið í enda götunnar. Það var á 3. tímanum í nótt, sem hringt var tiriögreglunnar frú húsinu Klöpp á Seltiarnar- Káli frá en lauki frá Póllandi skipað app fiestu erfiðleikurnir uð getu ekki flutt inn kurtöfluútsæði frú Póllundi nesi og beðið um að svipast eft ir 9 ára dreng, sem var ókom- inn heim. Hann hafði verið um kvöldið hjá ömmu sinni á Minni Bakka utar á Seltjarnamesi og ætlaði að fara fyrir kl. 11 heim til sfn. Þá hafði frændi hans ekið honum heim til sín og sleppt honum út úr bílnum á gatnamótum Lambastaðavegar og Tjarnarstigs og þá hefði það verið rétt leið drengsins að fara vestur á bóginn heim til sín þangað sem húsið Klöpp stendur skammt frá. En í staö þess hefur hann farið austur Tjamarstígs með hvaða hætti sem það hefur verið. Þá er það nærri kl. 3 um nótt ina að hringt er til lögreglunn- Framh á bls. 6. Landbúnaðarráðuneytið hef- ur sett mjög strangar reglur um bann við innflutningi á græn- meti til landsins. Eru reglur þessar í stuttu máli á þá leið að innflutningur alls grænmetis til landsins er bannaður, en undanþágur munu þó vera gefn ar eftir þvi sem ömggt þykir. Þessar reglur hafa allmikið komið við innflutning á græn- meti á vegum Grænmetisverzl- unar landbúnaðarins, þar sem það kom m.a. fyrir að allstórum farmi af káli var kastað í sjó- inn úr Goðafossi. Var kostn- aðarverð þessa káls um 50 þús. kr., en útsöluverö hér myndi hafa verið nálægt 150 þús. kr. Eftir þetta eru verzlanir orðn- ar kállausar, gulrætur eru á þrotum ,en hins vegar hefur verið gefið leyfi til að skipa á land tveimur förmum af lauk öðrum með Selfossi, hinum er verið að skipa upp í dag úr Langánni í Reykjavíkurhöfn. Vísir átti stutt samtal við Jó hann' Jónasson forstjöra Græn- metisverzlunarinnar. Hann sagði blaðinu að aðallega væru grænmetisviðskiptin við þrjú lönd, Holland, Pólland og Dan- mörku. Hann sagði, að kálið sem fleygt var hafi verið frá Hollandi. Það hefðu verið 10 tonn, sem hafi verið leifar af stærri farmi er ekki hafði ailur komizt í skip og hafði síðan ver ið geymt í vörugeymslu f Rott- erdam. Ástæðan til þess að bannað var að flytja þetta kál inn mun hafa verið ótti við út- breiðslu veiki þar. Vart varð til- fella af gin- og klaufaveiki að- allega í svínum næst þýzku landamærunum í Hollandi i byrj un ársins. En þá var skorið nið ur á heilu belti við þýzku landa mærin og hefur síðan ekki orðið vart viö veikina þar. Það svæði sem við fáum kál frá er auk þess í allt öðrum hluta Hollands nyrzt í landinu og kvaðst Jóhann ekki vera von Iaus um að geta síðar fengið kál frá Hollandi, benti hann m. a. á það að Hollendingar væru þegar fyrir þremur vikum farn ir að selja nautgripi aftur úr landi, eftir tímabundið bann. Innflutningur á tveimur lauk förmum frá Póllandi sem Græn metisverzlunin átti á leiðinni hefði verið leyfður með því líka að ekkert hefði borið á gin- og klaufaveiki f Póllandi. Frekari Framh. á bls. 6. 40 stúlkur við niðurlugningu síldur Mikil atvinna hefur verið á Slglu flrði i vetur og mikil viðbrigði frá því sem var fyrir 1—2 árum. Nokkuð hefur gæftaleysi háð veið um að undanfömu, en yfirleitt veiðzt vel þegar gefið hefur. Á þriðjudaginn kom togarinn Hafliði með um 130 lestir fisks, sem tekið var til vinnslu á Siglufirði. Niðurlagningarverksmiðjan hefur unnið látlaust í allan vetur fyrir erlendan (rússneskan) markað og vinna þar nú 40 stúlkur. Aflinn glæðist verulega Nægar birgöir eru nú til af lauk. Starfsmenn Grænmetisverzlunar vinna við hlaða af nýkomnum pólskum lauk. Norðanveðrinu fór að slota á miðunum í nótt og morgun og bátar á sjó. í dag eru allir bátar á sjó, sem ekki eru að losa eða á leið á mlðin, en fáir lönduðu i gær, nema af heimamiðunum, þar sem þorskafli er nú vaxandi og ioðna veiðist nú aðeins 15 mílur út af Akranesi. Þrír netabátar komu til Reykja- vikur í gær, einn með 23 lestir, tveir með um 40, hvor um sig. Aflann fengu þeir sunnan Jökuls. Til Akraness komu fimm af heima- miðum með 120 tonn og er það ágætur afli. Fimm bátar komu til Reykja- víkur í gær með loðnu sem veidd- ist við Jökul, þar sem loðna hefir verið nú langa hríð. Afli þessara fimm báta var samtals 5000 tunn- ur. Til Akraness komu með loðnu Jöfundur II með 2400 tn., Höfr- mgur III með 2600, Haraldur með 1800, Þorsteinn RE með 510 og Reykjaborg með 460. Keflavík: í riótt og morgun i komu 4 bátar af Breiðafjarðarmið- I um, Ingiber Ólafsson með 43 lest- ! ir, Jón Finnsson með 50, Lómur | með 51 og Hilmir með 13 y2. — jTveir bátar lönduðu loðnu. Annar var Hamravíkin með 17—1800 tunnur. Vestmannaeyjar: Á Stórhöfða voru enn 8 vindstig í morgun en i morgun var lygnandi á miðum og nú allir bátar á sjó. Þorlákshöfn: Þar leggja aðeins upp þorskafla bátar gerðir út það- Framh. á bls. 6.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.