Vísir - 24.03.1966, Blaðsíða 5

Vísir - 24.03.1966, Blaðsíða 5
iT 1SIR . Fimmtudagur 24. marz 1966. 5 utlöna í iTiortun i morgun utlönd í monsun SUBANDRIO leiddur fyrír herrétt í NTB-frétt frá Jakarta segir, að Subandrio utanríkisráðherra, sem nýlega var vikið frá störfum sem utanríkisráðherra og handtekinn, verði leiddur fyrir hemaðarlegan dómstól innan tíðar, fyrir þátttöku í hinni misheppnuðu byltingartil- raun s.l. haust. Frá þessu er sagt í blaðinu Trisakti í Jakarta og ennfremur, að Omar Dhani, fyrrverandi yfir- maður flughersins, verði einnig j leiddur fyrir herrétt, takist að hafa I hendur í hári hans. Talið er að Dhani sé í Kambodia I sem stendur. Hann verður handtek- I inn segir í fréttinni undir eins og hann stígur fæti á indonesiska |jörð. Síðar frétt hermir, að Subandrio Erhard kjörinn formnður Kristil. lýðræðissinnn Ludwig Erhard kanslari Vestur- Þýzkalands var kjörinn formaður Kristilega lýðræðisflokksins í stað dr. Adenauers. Fylgi Erhards reynd ist meira en sérfræðingar höfðu búizt við. 548 fulltrúar tóku þátt í kosn- ingunni. Aðeins 80 greiddu at- kvæði gegn Erhard og 50 sátu hjá, en 5 greiddu atkvæði með mönn- um, sem ekki voru í kjöri. Rainer Barzel, 41 árs, var kjörinn vara- formaður. — Erhard er 69 ára. bingsjá Vísis sé sakaður um tilraun til þess að I því er sagt í blaðinu Ampera og myrða Suharto hershöfðingja. Frá | hafi Subandrio lagt fram 10 millj. rúpía til samsærisins. Subandrio faldist í forsetahöllinni, er stjóm- arhermenn leituðu hans s.l. föstu- dag, en þeim veittist auðvelt að finna hann. Hann var sagður hafa sagt öðrum ráðherrum að Súkamo forseti hefði verið kúgaður til þess að láta Suharto fá völdin í hendur. Flokksþíngið í Moskvu: KÍNViRJAR FARA EKKI Kínverskir kommúnistar hafa hafnað boði um að sitja þing Kommúnistaflokks Sovétríkj- anna, sem stendur fyrir dymm. Moskvu-fréttaritari brezka út- varpsins segir, að ætla megi að sovézkum leiðtogum sé léttir að því, að Klnverjar sitja heima, þar sem þeir myndu hafa ráðizt harkalega á sovétstjórnina, ef þeir hefðu komið, og reynt að tryggja fvlgi sitt hjá Austur- Evrópuþjóðum. Fréttaritarinn telur ekki líklegt, að Rússar reyni að koma því til leiðar, að Kínverjum verði sparkað úr al- þjóðasamtökum kommúnista, því að það mundi verða óvin- sælt í löndum sumra fylgiríkja þeirra, einkum Búlgaríu og Rúmeníu, og afleiðingamar gætu jafnvel orðið örlagaríkar. ENN BA RIZT í YEMEN Enn er barizt í Yemen — og enn styðja Egyptar lýðveldissinna og hafa mikinn her í Iandinu, og enn styður Saudi-Arabía konungssinna. Staðirnir sem merktir eru með | 1 og 2 á kortinu eru á mestu á- ! takasvæðunum milli lýðveldissinna og konungssinna. Talið er, að kon- ungssinnar væru búnir að sigra fyrir löngu, ef ekki væri vegna hins egypzka herafla í landinu. Hefir hann þó lítil afrek unnið, en hefir á valdi sínu mikilvæga staði, sem konungssinnar hafa ekki enn treyst sér að gera árásir á, sökum þess hve her þeirra er fjölmennur, en þeir munu hafa 40.000 manna her í landinu. — Nasser réðst harkalega fyrir skemmstu í ræðu á Feisal konungur fyrir stuðning hans við konungssinna og kvaðst hafa egyzkan her í Yemen í 20 ár ef þörf krefði. þingsjá Visis þingsjá Vísis 47 milljarðar dollara til vanþróaSra þjóða — en nf þeirri upphæð eru uðeins um 3 milljurður dolluru frú Kínu og Sovét Á fundi í sameinuðu þingi í gær var tekið fyrir til framhalds einn- ar umræðu frumvarp Einars OI- geirssonar um reikningsskil hinna rændu þjóða við i hinar ríku. Pét- ur Sigurðsson (S) sagði, að meðan háttvirt- ur flutningsmað ur tillögunnar hefði dvalið ytra hjá norrænum höfðingjum heföu fslendingar haldið hátíðlegt 300 ára afmæli eins hins merkasta klerks okkar, Jóns Vídalíns. Vitnaði ræðumað- ur síðan í eina merkustu predik- un, sem í Jónsbók er, en það er „Reiðilesturinn". Sagði ræðumaö ur síðan, að er Einar Olgeirsson hefði flutt ræðu sína hér við um- ræðu málsins sl. miðvikudag, hefði honum oft dottið í hug reiði lesturinn i Jónsbók. Þá hefði þing maðurinn verið að reyna aö sam- eina eðli sitt hinu landsföðurlega kennarahlutverki er hann reyndi svo oft að grípa til hér í sölum Alþingis og utan. Væri ekki óeðli- Iegt að menn fengju andúð á slíkri framkomu uppfræðarans og höfnuðu allri slíkri kennslu af hendi hans. Ræðumaður sagöi aö tillaga Ein ars Olgeirssonar væri með öllu óraunhæf og óframkvæmanleg. I þróunarlöndunum yrði að byggja allt upp frá grunni, og vandamálið væri ekki fyrst og fremst skortur á fjármagni, þvi ekki væri nema takmarkað fjár- magn, sem þessar þjóðir gætu nýtt, en þess bæri að gæta, að slíkt uppbyggingarstarf tæki lang an tíma. Sama væri að segja um þaö verkefni, er sjóðurinn ,sem frumvarpið geröi ráð fyrir ætti að inna af hendi slík verkefni yrðu ekki unnin nema á mörgum áratug um. Ræðumaöur sagði aö flutn- ingsmaður till. vildi gera lítiö úr þeirri aðstoð sem nú I dag væri veitt hinum vanþróuöu þjóðum, og kallaöi hann það arðrán og hinn versta glæp, sem hætta ætti strax. Orsök þess að flutnings- maður tillögunnar vildi hætta þessari aöstoð við vanþróuöu ríkin væri augljóslega sú að af 47 milljörðum dollara er þeim hefðu verið veitt á sl. átta árum hefðu aöeins 3 milljarðar dollara komið frá Rússlandi og Kína sam anlagt og þessu tækju hinar van þróuðu þjóðir eftir. Ræðumaður sagðist vera sam- mála þeirri tillö.gu flutnings- manns, að stofnun innan Samein- uðu þjóðanna stæði að baki áætl unargerð til atvinnulegrar og félagslegrar uppbyggingar f hin- um vanþróuðu löndum, og sú stofnun þyrfti á miklu fé að halda. Það sem mestu máli skipti í þessu sambandi væri samt, að það fé er nú í dag færi til hinna van- þróuðu þjóöa, nýttist betur. Að lokinni ræöu talaði Einar Olgeirs- son (K) enn einu sinni við um- ræðu þessa máls, en að lokinni hans _ræðu var málinu vísað til utanríkismálanefndar. Aðild íslands að NATO. Á fundi í sameinuðu þingi 1 gær var tekin til framhalds fyrri um- ræðu tillaga til þingsályktunar um endurskoðun á aðild Islands að Noröur-Atlantshafssamningi og Atlantshafsbandalagi. Ragn- ar Amalds (K) sagði, að tilgangur frumvarpsins væri sá, að nefndin sendi rökstudda greinargerö um afstöðu íslands til NATO og kanna, hvaöa hugmyndir væru uppi meöal aðildarríkja bandalags ins um skipulag þess og framtíð. Þeir, sem fylgdust eitthvað með heimsmálunum væru sammála um, að NATO væri í upplausn Um það vitnuðu síöustu aðgerðir Frakka í málefnum Atlantshafs- bandalagsins. Er íslendingar hefðu gerzt aðilar að NATO, hefði það verið Rússagrýla sem hræddi þá til þess. Nú í dag fyrirfyndist ekki sá stjómmálamaöur f allri Evrópu, sem héldi því fram, að hætta væri á árás frá Sovétríkj- unum nú í dag. Þess vegna væri nauðsýnleg endurskoðun á af- stööu íslands til þessa hernaöar- bandalags Að lokinni umræðu var málinu vísaö til síðari um- ræðu og utanríkismálanefndar. NÝMÁL I gær var lagt fram á Alþingi frumvarp til laga um aðstoð við vatnsveitur. Flutningsmenn frum- varpsins eru Björn Fr. Bjömsson og fl. 1 frumvarpinu felst, að á- byrgö sú, er ríkissjóöi er heimilt að veita sveitarstjómum vegna vatnsveitugerðar verði sjálfskuld arábyrgð. Einnig er lagt til í frum varpinu, að hækkuð veröi ábyrgð- ar og styrktsfjárhæðin sameigin lega upp í allt að 90% af stofn- kostnaöi allra vatnsveitunnar. Þá var lagt fram í gær nefndai álit meiri hluta sjávarútvegsnefnd ar neðri deildar um frumvarp ríkisstjórnarinnar um ráðstafán- ir vegna sjávarútvegsins, en meiri hlutann skipa stjórnarþingmenn nefndarinnar og þingmenn Fram sóknarflokksins f nefndinni. Þing maður kommúnista f nefndin.T Lúðvík Jósepsson, skilar aftur 5 móti séráliti um málið. f

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.