Vísir - 24.03.1966, Side 4
V1SIR . Fimmtudagur 24. marz 1966.
Með heimsins dýrustu snyrtivörur:
KREMKRUKKAN
Á 5 ÞIJS. KRÓNUR
TTvað veldur því að fegrunar
krem kostar 5000 krónur?
Þannig auglýsti bandaríska
snyrtivörufyrirtækið Estée Laud
er, þegar það hóf að kynna fram
leiðslu sína í Stokkhólmi fyrir
hálfu fjóröa ári. Og í auglýs-
ingunni var auðvitað svarið:
Það er framleitt úr úrvalsefn-
um. Og síðan segir að þetta
undrakrem, RE-NUTRIV, sé eitt
hvert merkilegasta fegrunarlyf,
sem nokkurn tíma hafi komið
fram, það sé hrein lífsnauðsyn
sérhverri bandarískri konu, sem
hefur náð 35 ára aldri. í því sé
drottningarhunang, skjaldböku-
olía, silicon, hákarlaolía og yfir
20 önnur efni, sem aldrei fyrr
hefur verið hægt að fá í fegrun
arlyfi. Þetta krem kostar 600
sænskar krónur og síðan er
spurt í auglýsingunni hvort á
nokkurn hátt sé betur hægt aö
verja 600 sænskum krónum (um
5000 ísl. kr.) en með því að
kaupa krús af RE-NUTRIV.
Auglýsingin hreif. Þarna beitti
fyrirtækið ekki fyrir sig lágu
veröi, heldur háu verði og árang
urinn varð sá að konur ruku upp
til handa og fóta — þarna hlaut
að vera eitthvað sérstakt á ferð
inni.
Estée Lauder-snyrtivörur hafa
ekki veriö fáanlegar á íslandi
fram að þessu, en miklar líkur
eru nú til þess að áður en langt
um líður geti íslenzkar konur
átt þess kost að verja 5000
krónum (eða meiru, því að toll-
ar á snyrtivörum eru háir hér) í
kremkrukku.
I síðustu viku var hér staddur
Norðurlandaumboðsmaöur Estée
Lauder, Börje Nyström frá
Stokkhólmi og finnsk snyrti-
dama, Harriette Casari. Erindi
þeirra var að ganga frá ýmsu
varðandi sölu á fyrmefndum
snyrtivörum, og munu þær vænt
anlega koma á markaðinn í
haust á vegum innflutningsfyrir
tækisins „Hylur“.
Er Kvennasíðan hitti Börje
Nyström að máli hélt hann því
fast fram að Estée Lauder snyrti
vörumar væru þær dýrustu, sem
fáanlegar væm í heiminum í
dag, en viðskiptavinurinn fengi
líka nokkuð fyrir snúð sinn.
Frú Estée Lauder ,sem er af
ungverskum og austurrískum
uppruna stofnaði fyiártæki sitt í
USA fyrir 18 árum með fram-
leiðslu á þremur kremtegundum.
Nú nær framleiðslan yfir svo til
allar tegundir snyrtivara, bæði
fyrir karlmenn og kvenfólk, að
vísu er na^lalakkið og annað
til handsnyrtingar ekki komið
enn, en það kemur á markaðinn
í haust. Vlðskiptalöndunum fjölg
ar stöðugt og á prógramminu í
ár em m. a. ísland og Noregur.
Frú Harriette Casari sýndi
Kvennasíðunni sýnishorn af
Harriette Casari með snyrtivörur frá Estée Lauder.
framleiðsluvörunum: um gæöin
er ekki hægt að dæma að ó-
reyndu, en vist er að umbúðim
ar voru vandaðar og ilmurinn
góður. Kvennasíðan veitti sér-
staka athygli „kvc.ldsnyrting-
unni“, þ. e. snyrtivörunum ti!
kvöldsnyrtingar. „Make-up“ var
eins og aðeins „sanseraö" og á
það að gefa húðinni fallegri b’æ
í kvöldljósi og kvöldvaraliturinn
var allur „sanseraður“. í púðr-
inu voru örlítil glitrandi kom
. . . þetta verður aö nægja, þar
til Estée Lauder-snyrtivörar em
komnar á mrkaðinn hér og hafa
sannaö, hvort þær standa undir
þvf að vera „heimsins dýrustu
snyrtivömr".
\
;
Kryddvörur taka nú æ meira rúm í hillum matvörubúða.
Um krydd
KRYDDTEGUNDUM fer stöðugt fjölgandi f hillum ný-
lenduvöruverzlana borgarinnar og þær freista margra
húsmæðra. Þær vita, að með réttri notkun þeirra má
gera hinn dýrlegasta veizlumat úr bragðdaufum hvers-
dagsmat. En — hvemfg á að nota kryddið? — Húsmæðra-
félag Reykjavíkur kom húsmæðrum til hjálpar á síðasta
fræðslufundi og efndi til kryddkynningar. Liður í kynn-
ingunni var, að útbýtt var bæklingum, sem SS-verzlan-
imar hafa látið gera tfl að aðstoða húsmæður — og f
dag blrtir Kvennasiðan raokkuð af þessum upplýsingum,
afgangurinn veröur að bíða næstu Kvennasfðu.
Áður en þið farið út í krydd
kaup og kryddnotkun skuluð
þið hafa eftirfarandi í huga:
Kaupið ekki krydd gagn-
rýnislaust. Athugiö pakkningu,
magn og verð.
Geymið krydd á þurrum og
svölum stað. Munið að loka
kryddílátum vel eftir notkun.
Krydd í opnum ílátum dofna
ótrúlega fljótt. Með góðri
geymslu varðveitist krydd í
lengri tíma, heil krydd lengur
en mulin.
Flest krydd eiga ekki að yf-
irgnæfa hið eiginlega bragð
matarins, aðeins að „lyfta und-
ir“ bragðið, nema þegar um er
að ræða t.d. karrírétti og chili
rétti. Vísbending um magn: y2
téskeið í hvert kg. af kjöti, fiski
súpu, sósu o.s.frv. Ef um Cay-
ennepipar, Chilipipar eða hvít-
lauksduft er að ræða, þá 1/6 úr
teskeiö. Flestum mun e.t.v. finn
ast .þetta vera of lítið — en
það er ávallt hægt að bæta viö
— en ekki hægt að draga úr
því, sem komið er í pottinn.
Mulin krydd virka fljótt og
er yfirleitt bætt út í undir lok
suöutímans. Ef um kalda rétti
er að ræða t.d. „grænmetissalöt
og dressings, þurfa kryddin
lengri tíma til þess að „opna
sig.“
Heil krydd eru yfirleitt not
uð þegar suðutíminn er langur,
og skal láta þau út f frá byrj-
un. Ágætt er að setja þau í lít-
inn grisjupoka og láta þau þann
ig sjóða með. Það er þá auð-
veldara að ná kryddinu upp aft
ur þegar bragðið úr því hefur
náðst.
Notið hugmyndaflugið — ver
ið óhrædd við að reyna eitthvað
nýtt. Byrjendur farið varlega
— það verður enginn meistari í
fyrstu atrennu.
Og hér kemur kryddiö:
AHsplce — Allrahanda
(Allehaande)
Ilmandi krydd, bragðast eins
og blanda af kanil, múskat og
negul. Heilt, notað í pickles,
kjöt, soðinn fisk og sósur. Mal-
að, notað í búðinga, kökur,
smákökur og með mörgu græn-
meti.
Anis Seed — Anís
Þurrkaður ávöxtur úr jurt úr
steinseljuættinni. Lakkrísbragð
Notað í sælgæti, smákökur og
líkjöra.
Barbecue spice — grillkrydd
Blandað krydd. Notað á allt
kjöt, fugla, í sósur, samansoðna
rétti. Blandað í olíu til að
smyrja með við glóðarsteikingu.
Basll — Basilikum
Þurrkuð smáblöö. Notað í
súþur, jafninga, tómatrétti og
samansoðna rétti.
Bay Leaves — Lárviðarlauf
(Laurbærblade)
Þurrkuðblöð af lárviðartrénu
Notað í kjötrétti (barið buff)
síld, sultur, við fisksuðu, í tóm
atrétti.
Cardamom — Kardimommur
(Kardemomme)
Þurrkuð aldin af jurt úr engi
ferættinni. Heilar og malaðar.
Notaö aðallega við bakstur.
Celery — Seljusalt Seljufræ
(Selerf)
Seljusalt er mulið seljufræ
blandað salti. Notað í súpur, sós
ur, með tómötum, á kjöt og
fugla.
Cayenne — Cayennepipar
Mjög sterkur pipar. Notað-
ur í alla sterka rétti. Notist
meö varúð.
Chill-Pepper — Rauð piparteg.
Lítil piparhylki, mulin. Sterkt
krydd. Notað með kjöti, í sós-
ur, súpur, mexikanska rétti.
Alla sterka rétti.
Cinnamon — Kanill
Innri börkur af tré úr kanel-
ættinni. Oftast blandað sykri.
Notað viö bakstur, á grauta, f
epla- og rabbarbararétti.
Cloves — Negull
(Nelliker)
Heill negull, notaður til
skrauts, malaður í bakstur, búð
inga og samansoðna rétti.
Coriander Seed — Koriander
Frískandi krydd. í súpur, pyls
ur (rúllupylsur) og við bakstur
Curry Powder — Karrý
Blandað krydd. í karrýsósur,
hrísgrjónarétti, mayonnaise,
súpur og eggjarétti.
Dill Seed — Dill
Notað í súrsað grænmeti
(pickles), síld, kartöflusalat.
Garlic — Hvítlaukur
Fæst sem salt, duft, grófmal-
aður, puré, safi. Notað meö
kjöti, í súpur, tómatrétti og
sósur.
Ginger — Engifer
(Ingefær)
Notað við bakstur, í pickles,
chutneys.
Herb Seasoning — jurtakrydd
Blandað krydd i sósur, súpur
samansoðna rétti.
Italian Seasoning — ítalskt
krydd.
Blandað krydd. Notað í flesta
ítalska rétti, marga kjötrétti,
súpur.