Vísir - 24.03.1966, Síða 6

Vísir - 24.03.1966, Síða 6
6 V1 SIR . Fimmtudagur 24. marz 1966. Kál — Framhald af bls. 1. y innflutningur væri þó enn ekki leyfður og sé í athugun að lauk ur yrði fenginn frá Ameriku. Laukurinn sem er kominn frá Póllandi endist út næsta mánuð Það sem forstjóri Grænmet- isverzlunarinnar sagði að væri bagalegast er óvissan meö inn flutning á kartöfluútsæöi frá Hollandi. Það hefur lengi verið flutt inn útsæði frá Hollandi á tegundunum Bintje, ljósgular kartöflur sérstaklega vinsælar fyrir veitingahús og skip, vegna þess að auðvelt er að afhýða þær í vélum og afbrigðið Bar- ima, sem er snemmvaxið. Til þess að fá þetta útsæði tíman- lega hefur árlega þurft að panta það í lok febrúar eða byrjun marz og er afleitt að vita enn ekki með vissu hvort það verö- ur leyft. Ef útsæöi fæst ekki inn flutt verður aö taka þeim mun meira af neyzlukartöflum okk ar til útsæðis. Gert hefur verið ráð fyrir að neyzlukartöflur okkar endist fram í lok júní en ef ekki fæst útsæði má ætla að það endist aöeins fram í byrjun júní. Enn stendur þetta allt í jámum. Ef ekki verður vart fleiri tilfella af gin- og klaufaveiki í Hollandi má vera að kartöflur fáist fluttar það an, annars kemur til greina að fá kartöflur frá Póllandi, eða e.t.v. frá írlandi, ef það telst tryggara. — En hvað með amerískar kartöflur? — Að sjálfsögöu getum viö hvenær sem er fengið kartöflur frá Ameríku, en eftir reynslu okkar m.a. af Márshall-kartöfl- um, þá eru þær ekki hentugar fyrir þá matreiðslu sem algeng ust er hér. Amerískar kartöflur eru sérlega góðar til að baka þær eða steikja en henta ekki eins vel til að sjóða þær eins og tíðkanlegast er hér á landi. Loffleiðir — Framhald af bls. 16. ið að lengja feröamannatímann hér á landi. Loftleiðir reikna með því að mjög muni enn fjölga farþeg- um sem notfæra sér þetta auð- velda tækifæri til aö kynnast íslandi og á því byggist rekst- ur hins nýja hótels aö verulegu leyti. Kostnaöur við slíka 24 klst. viðstöðu er 15 dollarar fyrir gistingu, máltíðir og kýnn i isferð um Reykjavík, nema á' tímabilinu júní, júlí og ágúst ’ þegar kostnaðurinn verður 19.1 50 dollarar. Farþegunum stend- ur einnig til boða aö dveljast tvo, þrjá eða fjóra daga í Reykjavík við álíka hagstæö kjör og þá gefin tækifæri til að fara í lengri ferðir um land ið. Sendirinn — ' Framh. af bls 16 eða þá að kviknað ftafi í út frá rafmagni. — Það er ekki hægt að segja hve langt verður þangað til langbylgjustöðin kemst aftur í lag og búið verður að setja upp j ný tæki. Hér er kolófært, bæði niður að Egilsstöðum og þaðan niður á firði og ómögulegt að vit hvenær úr því rætist. Þeir eru að útbúa nýjan sendi fyrir sunnan, en þó hægt verði að koma honum í skip og austur á firði fljótlega, þá er ekkert að vita hvenær hægt verður að flytja hann hingað upp eftir. Svo þarf að byggja nýtt hús en nú, meðan ófærðin er svona mikil eru engar leiðir opnar til efnisaðdrátta og því ekkert hægt að gera. I kvöld verður Stríðsmessa Tékkans Martinu flutt meðal þriggja annarra tónverka á tón leikum Sinfóníuhljómsveitar ís- lands í kvöld. Verða flytjendur blásarakvartett úr Sinfónfu- hljómsveitinni, Kristinn Halls- son syngur einsöng og Karlakór inn Fóstbræður syngur þetta verk Martinus. Stjómandi er Bodhan Wodiczko, en hann hef ur nú verið ráðinn aðalstjóm- andi Sinfóníuhljómsveitarinnar fyrir næsta starfsár hennar. Önnur verk á efnisskránni eru Nobilissima Visione eftir Paul Hindemith og fjögur lög við sonnettur Shakespeares, eftir pólska tónskáldið Taddeusz Baird, hefur hvorugt þessara verka verið flutt áður á tónleik- um Sinfóníuhljómsveitarinnar. Syngur Kristinn Hallsson í verk inu eftir Baird auk þess sem kvöU hann syngur einsöng með Fóst- bræðrum í Stríðsmessunni. Hafa Fóstbræöur einu sinni áður sung ið með Sinfóníuhljómsveitinni, var það árið 1963, þegar þeir sungu Völuspá. Minnist karla- kórinn innan skamms 50 ára afmælis sfns. Naéstu tónleikar Sinfóníu- hljómsveitarinnar veröa 1. apríl og verða það skólatónleikar. Hótel Víkingur — Framhald af bls. 16. 1 fyrra kom hins vegar babbi f bátinn. Vatnsborðið f Hlfðarvatni lækkaði svo að elztu menn muna ekki annað eins. Stóð Vfkingur þá á þurm landi og tókst ekki að ná skipinu út hvemig sem reynt var með ýtum og öðmm aflmiklum vél um. Fyrir þetta var vistin á hótel- inu ekki eins ánægjuleg og ella. Hlíöarvatn er allmikið úr alfara- leið góðan spöl frá þjóðveginum um Snæfellsnes. Vegurinn upp að vatninu var mikið lagaður, vegna hótelrekstursins, en áður vom þar mest illfærir troðningar. Vatnið er umvafið sérstakri náttúrufegurð og skaði ef menn geta ekki notið þar frfdaganna í framtfðinni f kyrrð og heilnæmu fjallalofti. Alþýðub. — Framhald af bls. 16. Sósfalistafélagi Rvfkur oe vald- ið mikium dellum innan félags- ins og flokksins hér f Reykjavfk. Nú hefur loks orðið að ráöi að Sósfalistafélag Reykjavflcur tek- ur þátt f stofnun Alþýöubanda- lagsins f heild sinnl og er þaö j ráðagerð kommúnlsta að ná öll inn töglum og högldum í Alþýðu bandalaglnu, svo fylglsmenn Hannibals Valdimarssonar verði þar f mlnnlhluta. Yrði þá hið nýja Alþýöubandalagsfélag ekki annað en stækkuð mynd af, Sósíalistafélagi Reykjavíkur. — j Þorðu kommúnistar ekki að neita samvinnu við Hannibalsllð- ið vegna óttans vlö slfkan klofn ing skömmu fyrir borgarstjóm- arkosningamar nú f vor. þetta hjón sem búa þama aust- ast við Tjamarbr. sem voru að koma heim og sáu drenginn liggja þar, bám hann inn í hús með þvi að þau héldu að hann kynni að vera á lífi. Skömmu sfðar kom lögregla og sjúkralið á staðinn og var drengurinn fluttur á Slysavarðstofuna, en hann var látinn og er talið að hann hafi látizt þegar er slysið varð. Það er ekki vitað með vissu hvemig slys þetta hefur orðið Þó er það upplýst, að frændi drengsins, sem hafði ekið hon um, haföi eftir að hann skildi við hann ekið eftir Tjarnarbr., og snúið þar við, en einskis hafði hann orðið var. Vart er við því aö búast aö neinir sjónarvottar hafi orðið að I slysinu, en lögreglan biður menn ef þeir hefðu t.d. verið sjón arvottar að því er drengurinn steig út úr bflnum að hafa sam band við hana. ÍSonur Grimmonds finnst látinn í íbáð sinni IAndrew Grimmond, elzti sonur Jo Grimmonds flokksleiö toga Frjálslynda flokksins á *, Bretlandi, fannst látinn í íbúð !sinnl f Edinborg i gærkvöldi. Andrew Grimmond var blaðamaður og starfaði fyrir hið heimskunna blað The Scotsman í Edlnborg. 1 kosn- t ingabaráttunni að undanförnu , hjálpaði hann frambjóðanda I Frjálslyndra, L. Oliver. — ‘ Andrew hlaut menntun í Eton College og Oxford, en varð að hætta námi vegna veikinda. Ekki er vitað hvaða áhrif þessi viðburður kann að hafa á kosn- ingabaráttu föður hans, Jo Grimmonds. Aflinn — Framhald af bls. 1. an, sem stunda velðar á heima- miðum, 9 alls, þar af 4 hjá Meitli. Rvíkurbátar sem lönduðu i Þor- lákshöfn á vertíðinni f fyrra eru enn á loðnuveiðum. Afli Þorláks- hafnarbáta hefir að undanfömu verið 10—20 tonn í róðri. — Búið er að bræða hér 5000 tunnur af loðnu og nú bfður þróin tóm eftir loðnunni, en hún tekur 25.000— 30.000 tunnur. Prinsinn — Framh. af bls. 16 Straumfiröi á Grænlandi. Kom flugvélin þar við til að taka elds- neyti en prinsinn lagði af stað frá Goose Bay í morgun. í kvöld mun hann sitja kvöldverðarboð forsætis ráöherra en síöan mun hann gisra f ráðherrabústaðnum. Prinsinn held- ur áfram til Bretlands í fyrramálíð. Nýtt félag vinstri- manna í Hafnarfirði Iþróttir — Framh. af,bls. 11 Sigtryggsson, Á, 3.V., fjórði Rík- harð Jónsson, U.B.K., 2 y2 v., fimmti Gestur Kristinsson, U.B.K., 1 v., sjötti Erlingur Jónsson, U.B.K., 0 v. Sveinaflokkur: I'slandsmeistari Jón Unndórsson, K. R., 3 v., annar Gísli Jónsson, Á, 2 v., þriðji Ingi Sveinsson, K.R., j4 + l v., fjórði Gunnar Árnason, K.R., i/2 v. Bnnoslys — Framh. af 1. síðu. ar og henni sagt aö bam hafi legið stórslasað í snjónum við Tjarnarbr. Gatan er mjög fá- farin og er það ástæðan fyrir þvi hve langur tfmi hefur liðið frá þvf slysið varð og þar til drengurinn fannst. Þá voru ,Svtniasöngur' á 75 þásund Á málverkauppboði Sigurðar Benediktssonar f súlnasal Hótel Sögu í gær var málverk Kjarvals „Svanasöngur” slegiö á 75 þús. kr. sem er mesta upphæð, sem fengist hefur verið fýrir málverk á upp boði hér á landi til þessa. Var Listasafn fslands kaupandi mál- verksins, en listamaðurinn haföi látið f Ijósi áhuga á þvf að mál- verkið kæmist f eigu safnsins. Sagði Sigurður Benediktsson, þegar blaðið talaði við hann f morg un, að boðin hefðu gengið fremur tregt framan af er komið var að málverki Gunnlaugs Schevings „I vondum sjó“ sem var slegiö Jóni Maríussyni, bankastjóra Seðlabankans á 72 þús. kr. og að Kjarvalsmálverkunum. Vom tólf málverk Kjarvals á I uppboöinu og voru þau slegin frá' kr. 4500 upp í 75 þús. kr. I Þau tíðindi gerðust f bæjarmál- um Hafnarfjarðar í gær aö borið var út um bæinn fundarboð um stofnfund Félags óháðra borgara í Hafnarfirði n. k. sunnudag. I fund- arboðinu er þess sérstaklega getið að á dagskrá sé m. a. framboð í bæjarstjómarkosningum f vor. Meö al stofnenda þessa nýja stjómmála félags f Hafnarfiröi eru ýmsir kunn ir menn úr rööum vinstri manna f bænum. Má þar nefna Áma Gunn- laugsson lögfræðing og fyrrverandi bæjarfulltrúa og Jón Finnsson, lögfræðing fyrrv. fulltrúa bæjar- fógeta í Hafnarfirði. —---------------------t —------------------------- Þökkum innilega öllum þeim, sem auösýndu okkur samúð við andlát og útför föður okkar, tengdaföður og afa, KRISTINS SVEINSSONAR, bólstrarameistara, Vesturgötu 26B. Sérstakar þakkir viljum við færa Meistarafélagi bólstrara. Böm, tengdabörn og bamaböm.

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.