Vísir - 14.04.1966, Síða 1

Vísir - 14.04.1966, Síða 1
HBjwiinprT Timr'T § i*ií : ■ . ;■• • / ■, /p-*Ví:.- 56. árg. — Fhnmtudagur 14. aprfl 1966. - 84. tbl. Fyrsta ferðin eftir nær 8 vikna ófærð Óskar Jónsson bílstjórl á Dal vík kom til Reykjavíkur i gær- kvöldi og hafði lagt af stað frá Dalvík um sjöleytið í gærmorg- un. Var þetta fyrsta ferð hans frá Dalvík frá því kringum 20. febrúar að Öxnadalsheiðin lok aðist — en hún var sem kunn- ugt er opnuð stórum bílum i fyrradag. — Ég fór í fyrrakvöld til Sauð- árkróks og sótti bílinn, sagði Óskar er Vísir hitti hann í morg un úti fyrir Vöruflutningamið- stöðinni, en þar hafði ég haft hann aö mestu frá því að Öxna dalsheiðin lokaðist. Fór ég með hann heim og lagði svo af stað til Reykjavíkur í gærmorgun og kom í gærkvöldi. — Vegurinn norður í Skaga- fjörö var svona sæmilegur, en mjög mikil bleyta á Öxnadals- heiðinni. Þegar komið var vest ur fyrir Skagafjörð var hann al veg ágætur. — Eftir hádegið í dag fer ég aftur noröur, því að maður verö ur að nota tímann til flutninga meðan vegurinn er opinn, það má búast við að hann grafist í sundur þá og þegar, því að það er svo mikil bleyta í honum. SOLA RHRINGSA FKOSTIN AUKAST UM ÞRIDJUNG hjá síldarverksmiðjum austanlands fyrir næstu vertíð. ð>ar að auki eru uppi áætlanir um byggingu 7-8 nýrra verksmiðja Sóiarhringsafköst síldarverk- smlðjanna á Austurlandi frá Raufarhöfn til Djúpavogs munu aukast um þriðjung fyrir næstu síldarvertíð, frá því sem var á sfðustu vertíð. Námu sólar- hringsafköst í þessum verksmiðj um á síðustu vertíð 33.000 mál- um en á komandi vertíð er á- ætlað að afkastagetan á sólar- hring verði 43.000-45.000 mál. Munu auk þess þrær og afurða- geymslur margra síldarverk- smiðja verða stækkaðar I grein, sem Sveinn Benedikts son ritar í síðasta tölublað Æg- is um síldarverksmiðjur á Norð- ur- og Austurlandi á liðnu ári, koma þessar upplýsingar fram, þar sem raktar eru framkvæmd ir við nýjar verksmiðjur og endurbætur á eldri verksmiðj- um sem gerðar voru á liðnu ári og unnið er að nú. Nú er verið að reisa nýja 2500-3000 mála verksmiðju á Eskifirði og 1700-2500 mála verksmiðju á Þórshöfn og á Stöðvarfirði er verið að reisa verksmiðju fyrir um 1000 mál. Afköstin hjá eftirtöldum verk smiðjum verða aukin: Hjá S.R. á Seyðisfirði og Raufarhöfn verður aukningin samtals 1000-1500 mál og í Borgarfirði eystra um 600 mái, hjá Hafsíld h.f. á Seyðisfirði um 600 mál og hjá Síldarvinnslunni h.f. í Neskaupstað um 2500-3000 Mun sólarhringsafkastaaukn- ing hjá verksmiðjum á þessu svæði því nema 10.000-12.000 málum og ættu því sólarhrings- afköstin að geta orðið um þriðj Framh. á bls. 6. VCGIR ÓBUM AB 0PNAST á Vestfjörðum, Norðurlandi og Austfjörð- um en aurbleyta þyngir vegi á Suðurlandi Ööum rætist nú úr samgöngu erfiðlelkum, sem verlö hafa und anfama mánuöi vegna snjóa á landinu vestanverðu, noröan- veröu og austanverðu, en þar eru snjóruöningar af vegum nú hafnir. Á Suðuriandi eru vegir aftur á móti teknir að versna vegna aurbleytu og hefur öxul- þungi bifreiða verið takmarkað- ur í Vestur-Skaftafellssýslu og víöar á Suðurlandi. Samkvæmt upplýsingum frá Vegamálaskrifstofunni er nú orðið fært stórum bilum og jeppum alla leið til Akureyrar og í gær var unnið að því aö opna leiðina til Húsavíkur og verður þá fært alla leið í Mý- vatnssveit, en vegurinn um Ljósavatnsskarð er lokaður. Byrjað er að ryðja vegi 1 Axar- firði. Frá Akureyri er nú orðið fært nokkuð um Eyjafjörð, út til Dalvíkur og á Svalbarðsströnd og út í Grenivik. Austur á Héraöi hafa vegir víða opnazt, og búið er að ryðja veginn frá Egilsstöðum yfir til Reyðarfjarðar og Eskifjarðar en Fjarðarheiði og Oddsskarð eru lokuð enn. Unnið hefur verið að undir- búningi að ruðningi af vegum víða á Vestfjörðum og mun þá vegurinn frá Patreksfirði til Bíldudals, svo og fjallvegir norð ar á fjörðunum opnast. Fært er um Snæfellsnes og yfir Bröttubrekku í Dalina, en 1 Dölum er ófært nema stórum bílum og jeppum. Sunnanlands eru sem kunnugt er engar vegatálmanir vegna snjóa en aur er víða orðinn svo mikill á vegum að takamarka hefur orðið öxulþunga bifreiða. Bilþjófur ölvað- ur undir stýrí — Þann tíma, sem ég komst ekki með bílinn til Dalvikur, keyröi ég nokkrar feröir i Drang sem fiutti vörur frá Sauöárkróki yfir tii Eyjafjaröar, en þangáð varö aö flytja flestar vörur sjó- leiöis. „ BLAÐIÐ í DAG í gærkvöldi, eða kl. 19,20, var lögreglunni tilkynnt að bifreiðinni R-10490 hefði verið stolið. Var leit þá hafin og náðist þjófurinn í I nótt. Hafði hann þá lent í lítilshátt I ar árekstri og lék grunur á að hann ' væri ölvaður við aksturinn. Annars var rólegt í bænum í nótt en þó talsverð ölvun enn, eftirhreyt ur af páskahrotunni. En menn voru tiltölulega rólegir við drykkjuna og kom ekki að ráði til kasta Iögregl- unnar DAUFT YHR VCRTlÐINNI einkum í Eyjum.Tregur afli Sudvestanlands og netafiskur fer í lúgu verðflokka Vertíöin hér syöra hefur genglð heldur stirölega til þessa og lætur nærri aö netaaflinn i sumum verstöðvunum sé nú helmingur á við það sem hefur veriö á góöum vertíðum. — Þetta kom m.a. fram í samtöl- um, sem Visir átti viö útvegs- menn i verstöðvunum hér í kring. Sturlaugur Böðvarsson, út- gerðarmaður á Akranesi sagði, þegar við inntum hann frétta af vertíðinni: — Hún hefur verið erfið héma hjá okkur í vetur, tíðin slæm, oft stormasamt og erfitt með sjósókn. Aflinn hef- ur líka verið rýr en þó nokkuö misjafn. Bátarnir hafa flestir verið héma í Faxabugtinni með netin nú að undanfömu. Bát- amir hafa yfirleitt verið með þetta 7-12 tonn þó að dregið sé tveggja nátta, en svo hefur einn og einn bátur verið að fá sæmi legan afla öðru hvoru. Skímir hefur gert það bezt af netabát unum undanfarið. Hann hefur verið að fá þetta 40-60 tonn í síðustu róðrum. — Tveir af stærri bátum Haralds Böðv- arssonar eru komnir með síld- amætur ásamt þorsknótinni, en hafa lítið fengið enda ekki verið veður fyrir nótaveiðar nú upp á síðkastið. í Vestmannaeyjum er sömu sögu að segja, nema síðri sé. — Viö höfðum samband við Einar Guömundsson útgerðar- mann í Eyjum. Sagði hann okk- ur að þessi vertið væri þaö sem af er, ein sú lélegasta í mörg ár. Netafiskiriið nálgaðist algjöra ör deyðu. Það væri rétt stöku bátur, sem ræki í hann smáveg is svona af og til t.d. á Selvogs Framh. á bls. 6.

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.