Vísir - 14.04.1966, Síða 2
1
BOND
James Bond ætlar að hoppa
af hvíta tjaldinu og niður á fjal
imar á Broadway. Þar ætlar
James Bond, þ.e.a.s. Sean Conn
ery að gerast leikstjóri og
stjóma leikriti eftir kanadiska
íeikstjóri á Broadway
leikritaskáldið Ted Alan, en það
ber nafnið „The Secret of the
World,“ eða „Leyndardómur
heimsins."
Aðalkvenhlutverkiö verður
leikið af Shelly Winters, en hver
leika mun aöalkarlhlutverkið
hefur enn ekki verið ákveðið,
nema hvað víst er að það verður
ekki í höndum Connery.
Sean Connery hefur hingaö
til leikiö í fjórum James Bond
kvikmyndum og þegar hann var
spurður hvort hann myndi leika
í fleirum, sagöi hann: „Annað
hvort leik ég í tveimur til viö-
bótar, eöa ekki neínni.“
„Prinsessan" kvikmynduð
O síðan“ sagði fyrir skömmu
W *frá finnsku stúlkunni Seiju
sem var sjúk af krabbameini og
var ekki hugað líf nema í hæsta
lagl eitt ár, — hvemig hún
kynntist eiginmanni sinum, glft-
ist, varð móðir og hvemig henni
tók skyndilega að batna. Eigin
maður hennar skrifaði um hana
bókina „Prinsessan“ og er hún
nú orðin metsölubók í Finnlandi
og hefur verið gefin út í geysi-
stórum upplögum i Frakklandi,
Spáni, Þýzkalandi og Noröur- og
Suður-Ameríku.
Nú hefur sænski kvikmynda
framleiðandinn Jöm Donner
gert samning um að fá aö gera
kvikmynd eftir bókinni og
hyggst hann taka myndina á
þessu ári. En hverjir munu fara
meö hlutverk Seiju, eiginmanns
hennar og annarra semkomavið
sögu höfum við ekki haft fregn
ir af.
Um nokkur undrabörn
Lori Balmer er 9 ára gömul
áströlsk stúlka, sem á heima í
Canterbury, rétt hjá Sindey. —
Hún söng fyrir nokkm inn á
hljómplötu „Banjo-Bpy" og plat
an varð metsöluplata. Nú er
Walt Disney búinn að ráða hana
til að leika stórt hlutverk í
næstu kvikmynd sinni. Allt það
sem Lori litla vinnur sér inn
láta foreldrar hennar renna í
sjóð, sem notaður er til að
kaupa mat handa bömum, sem
svelta víös vegar í heiminum.
Undarleg viðbrögð
TVTú er að koma sumar og sól
— að því er virðist — en
það reynist kannski ekkert að
marka að vísu mundu gamlir
menn hafa talið ólíklegt aö
miklar vorhörkur væm fram-
undan fyrst svona bregður við
upp úr páskunum. En það er
kannski ekki heldur mark tak-
andi lengur á reynslu gamla
fólksins vísindin hafa enda-
skipti á öllu, ekki hvað sízt
veðurfræðinni — reynast að
vísu markleysa líka og í mót-
sögn við sjálf sig, ekki hvað
sízt þar, en gera þó alltaf ský-
lausa kröfu til að sín markleysa
sé tekin fram yfir markleysu
annarra hverju sinni.
En hvað um það — við skul-
um vona að vorbatinn sé kom-
inn og gott sumar framundan,
með óðri síld, jafnvel úti fyrir
Norðurlandi, brakandi heyþurrki
bæði sunnanlands og norðan og
einnig á Austurlandi. Það sakar
að minnsta kosti aldrei að vona.
Annars er það undarlegt
hvemig við bregðumst við sól og
sumri yfirleitt nú orðið. Við
húkum heima í skammdeginu,
rétt eins og ekki verði komizt
til annarra bjartari og vetrar-
varmari landa fyrir ófærð, eða
við höfum ekki víxillántraust
fyrir fargjaldinu. En um leið og
vorar, að maður tali nú ekki um
þegar sól og sumar gengur í
garð og veðurfar er kannski
hvergi notalegra en hér, þegar
vel vill til — þá æðum við í
stórhópum suður um öll lönd
samtímis því að útlendingar
flýja þaðan hingað vegna óþol-
andi hita og sólbruna. Að vísu
komum við mörg heim aftur
úr slíkum ferðaiögum án þess
að hafa hugmynd um veðurfar
ið þar sem við dvöldumst —
nema hvað þar var notalega
rakt, jafnvel á okkar mæli-
kvarða. Það er þó ekki nein af-
sökun, því að þar mundi líka
notalega rakt í svartasta skamm
deginu. En þeir eru líka margir
sem fara beinlínis til að
„njóta“ hitasterkjunnar og
bruna sólarinnar, sem meira að
segja innfæddum finnst nóg um
Njóta þess að hafa hita og sól-
skin I slíku óhófi, að vart verð
ur af borið ...
Hvað veldur þessum undar-
legu viðbrögðum? Er skamm-
degismóöursýkin enn svo sterk
f okkur, þrátt fyrir alla rafljósa
dýrðina, að við höfum ekki dáð
í okkur til að drifa okkur af
stað fyrr en birtir? Rétt eins og
þegar gamlir og grónir bændur
lágu lengst af í rekkju í skamm
deginu, sneru sér til veggjar
og þóttust vissir um að þeir
yrðu heylausir, þ.e.a.s. að þeir
yrðu að taka af margra ára fym
ingu — höfðu tæpast rænu á
að taka í nefið fyrr en dag tók
að lengja. Eða ... eða er það
gamla óhófshneigðin, sem viö
höfum tekið að arfi með kelt-
neskri og norrænni blóðblönd-
un? Þéssi undarlega árátta að
„vilja" njóta alls í hófleysi —
myrkurs, brennivíns, kulda, hita
og sólskins? Það skyldi þó ekki
vera. .
Kári skrifar:
k undanförnum árum hefur
mikið verið rætt um þrifn-
að eða óþrifnað veitingastaöa
úti á landi. Má sannast segja
að ástandið hefur til skamms
tíma verið slæmt og eigendunum
sízt til sóma. Sem betur fer
virðist vera að vakna meiri til-
finning fyrir þessum atriðum
daglegrar umgengni og almenns
hreinlætis og er ólíkt betra á-
stand á mörgum staðanna en var
áður, enda hefur mikið verið
hert á öllu eftirliti með þessum
málum.
Sóðaskapur
Nú vill svo einkennilega til
að meðan sem mest er hamazt
út af þessum málum úti á iands
byggðinni þá er ástandið á sum
um skemmtistööum hér í borg
þannig, að til vansæmda er og
fólki ekki bjóðandi. Kom kona
nokkur að máli viö Kára fyrir
skömmu og sagði frá slæmri
reynslu sinni í þessum efnum.
Brá hún sér í bíó síðdegis á
Sunnudegi ekki fvrir löngu og
varð vitni að þeim sóðaskap að
hún gat ekki orða bundizt.
Þurfti hún að bregða sér á snyrt
inguna og strax þegar hún kom
inn fyrir sá hún að allar hand-
laugar voru stíflaðar og að þar
var ekki eitt einasta handklæöi
hvað þá bréfþurrkur eða hand-
klæði á rúllum, sem þykja bezt
þegar alls þrifnaðar er gætt.
Var þarna hópur barna á randi
út og inn og hefðu foreldrarnir
oröið lítt hrifnir hefðu þeir séö
allan aðbúnaðinn.
Ennþá virðist vera víða pott-
ur brotinn í hreinlætismálum
okkar Islendinga og er ekki
vanzalaust að svo skuli vera.
þegar við teljwm okkur vera
þjóð meðal siðmenntaðra þjóða
— -0- —
Kari Kristinsen, þriggja ára
gömul finnsk stúlka er nýbúin
að gefa út fyrstu bókina, sem
nefnist „Ég og Mja“. Þaðerljóð
en eins og skiljanlegt er gat
Kari litla ekki skrifað ijóðin
heldur aðeins mælt þau af
munni fram og síðan skrifaði
móöir hennar þau niður.
Gary Petters er aðeins 6
ára en honum hefur verið veitt
æðsta viðurkenning áhugasund-
manna, The Gold Standard.
Hann synti 1000 yarda, um 1
kílómeter á hálfri klukkustund
og varð þannig bezti „litli sund
maöur" Stóra Bretlands.
Frakkar spyrja hvort Marc
litli Decimo sé upprennandi
Chopin. í fyrra, þegar hann var
aðeins 5 ára var honum veitt
inntaka í tónlistarháskólann í
Aix-en-Provence eftir að hann
hafði fengið sérstakt leyfi frá
franska menntamálaráðuneyt-
inu. Tónlistarhæfileikar hans
komu í ljós, þegar hann var
fjögurra ára og lék eftir eyranu
á gítar. Hann er þegar farinn
að leika á píanó lög eftir Moz-
art og Beethoven og kennaram
ir vænta mikils af honum.
Sean Connery
MBC3
4