Vísir


Vísir - 14.04.1966, Qupperneq 5

Vísir - 14.04.1966, Qupperneq 5
5 VlSIR . Fimmtudagur 14. apríl 1966. þingsjá Vísis þingsjá Vísis þingsjá Vísis Fundur var í gær í Sameinuðu alþingi, og voru 15 mál á dag- skrá. Embætti lögsögumanns Einar Ágústsson (F) mælti á fundi í Sameinuðu alþingi fyrir tillögu til þingsályktunar um stofnun embættis Iögsögumanns („ombudsmands" á dönsku). Rakti flutningsmaður í upphafi efni tillögunnar. Sagði ræðumað- ur síðan, að afskipti ríkisvaldsins af lffi borgaranna færu mjög vax- andi. Afkoma borgaranna færi mjög oft eftir því, hvemig við- skipti þeirra við hið opinbera mundu takast. Markmiðið með stofnun embættisins væri, að það ætti að gæta hagsmuna almenn- ings gagnvart hinu opinbera. Það ætti að skapa traust almennings og eyða tortryggni hans gagnvart hinu opinbera. Bjami Bene- diktsson forsæt isráðherra sagði að hér væri vissulega hreyft íhugunarverðu máli. En betur þ5nfti að íhuga þetta mál, áður en slíkt embætti yröi stofnað. Oft væri talað um, að embættiskostn- aður væri mun meiri hér á landi en í nágrannalöndunum, og væri þetta óhjákvæmilegt sakir smæð ar okkar þjóðfélags. Af þessu leiddi einnig, að við yröum að fara varlega í stofnun embætta, varlegar en aðrar þjóöir. Að lok- um sagöi forsætisráðherra, að minni þörf væri á slíkum emb- ættismanni hér á landi en hjá öðrum þjóðum, vegna smæðar þjóðfélags okkar og vegna þess, hve gagnsætt það væri. Ráðlegt væri að nefnd athugaöi málið gaumgæfilega og athugaði vel starfsemi ' samsvarandi embætta erlendis. Einar Ágústsson (F) þakkaði forsætisráðherra þaö, að hann hefði sagt að hér væri hreyft íhugunarverðu máli. Reynsla ná- grannaþjóðanna væri ekki löng af þessu embætti, en reynsla Dana væri mjög jákvæð. Þaö væri vissulega rétt hjá forsætisráö- herra, að reynsla þeirra af þessu máli væri jákvæð, vegna sérstakr ar heppni þeirra við val manns í embættið, en ræðumaður sagði ekki útilokað, að við íslendingar gætu orðið jafnheppnir í vali okk- ar. Síðan var tillögunni vísaö til síðari umræðu og allsherjarnefnd- ar. Aðbúð síldarsjómanna Benedikt Grön- dal (A) mælti fyrir tiliögu til þingsályktunar um, að Alþingi feli ríkisstjórn- inni að vinna að bættri aðbúö síldarsjómanna í helztu löndunarhöfnum, sérstak- lega meö því að koma á fót sjó- mannastofum, svo og að greiða fyrir bókaláni til síldveiðiskipa. Sagði flutningsmaður í ræðu sinni, að undanfarin ár hefðu síld- veiðar aukizt mjög og væru nú stundaðar mikinn hluta ársins Af þessu leiddi, aö síldarsjómenn yröu að dveljast fjarri heimilum sínum lengur en áður, enda fylgdu skipin síldinni umhverfis landið og kæmu sjaidan í heima- höfn mánuðum saman. Væri nú mikil síldarlöndun í ýmsum höfn- um, þar sem lítil eða engin að- staða væri til að greiða fyrir sjó- mönnum þær stundir, sem þeir kæmu í land. Síðan sagði ræðu- maður, að mál þessi hefðu verið mikið rædd í samtökum sjó- manna, og verið samdar áiyktanir um þessi mál. Að lokum sagði flutningsmaður, að ætla mætti, að ýmsar ráðstafanir væri unnt að gera til að koma til móts við sjómenn, án þess að það kostaði stórfé eða nýjar byggingar. Sums staðar réði ríkið yfir húsnæði, sem nota mætti, og athuga mætti hvort ekki væri hægt að hafa einhver not af hinum nýju og dýru félagsheimilum í þessu skyni. Umræðu um máiið var síð- an frestaö og málinu vísað til allsherjamefndar. Keflavíkursjónvarpið Gils Guömundsson (K) mælti fyrir tillögu til þingsályktunar um takmörkun sjónvarpssend- inga frá Keflavíkurflugvelli. Er tillagan á þessa leið: „Alþingi á- lyktar að fela ríkisstjórninni að hlutast til um, aö sú breyting verði gerð á tækniútbúnaöi sjón- varpsins á Keflavíkurflugvelli, að sjónvarpssendingar þaðan verði framvegis takmarkaðar við her- stööina eina. Skal þessi breyting koma til framkvæmda um leið og íslenzkt sjónvarp tekur til starfa" Aö lokinni framsöguræðu flutn- ingsmanns var fundi frestað til klukkan 5.45. Eysteinn Jónsson (F) lagöist eindregið gegn sjónvarpssending- um frá Keflavíkurflugvelli. Engin þjóð öpnur en sú íslenzka mundi þola að sjónvarpsdagskrá sú, sem borin væri á borð fyrir lands- menn væri undirbúin í hermála- ráðuneyti annarrar þjóðar. Eina leiðin í þessu máli væri sú sama og aörar þjóðir hefðu farið í svipuðum kringumstæðum, að um leið og innlent sjónvarp hæfi útsendingar, ættum við að skilja milli sjónvarpssendinga frá herstöðinni og innlenda sjónvarp- inu og koma í veg fyrir sendingar frá flugvellinum. Sú sífellda bar- átta. er ætti sér stað á ísl. heim- ilum mill* fs! ríkisútvarpsins og hins er' 'n sjónvarps yki að mun óvild í garð Bandaríkjam. en það væri vilji mikils meiri- hluta landsmanna að góð sam- vinna yrði milli Bandaríkja- manna og íslendinga. Ragnar Amalds (K) mælti mjög gegn þeirri einokun, er hersjón- varpið nyti hér á landi. Sagði hann, að ef íslendingar ættu að kallast sjálfstæð þjóð, yrðu þeir að takmarka allar athafnir út- lendinga hér á landi Síðan sagði hann, að ef til kæmi alheims- sjónvarp, væri samt sem áður tækifæri fyrir áhorfendur þess til að hafna og velja. Guðlaugur Gislason (S) sagði. að við umræður um þetta mál, utan þings og innan. hefðu komið fram tvenn rök gegn sjónvarpi frá Keflavikurflugvelli T fyrsta lagi væri hér um að ræða að það væri vansæmandi fvrir ísl. þjóð- ina að leyfa erlendum aðila að hafa sjónvarpsstöð f landinu. og í öðru lagi stefndi sjónvarpið- íslenzku þjóðemi í hættu. Rök þau, er væru flutt fyrir þessari til lögu væm hið síðarnefnda. Að því er bezt væri hægt að sjá af grein- argerð, sem með frumvarpinu fylgdi, væri tillagan aðallega fram komin vegna áskorunar 600 há- skólastúdenta. Á móti kæmi svo áskoun .4600 sjónvarpseigend- um um, að þeir vildu njóta sjón- varps, hvaðan svo sem það kæmi. Ef flytja ætti tillögu á Alþingi samkvæmt áskomnum ákveðinna hópa, hvaða tillit ætluðu þá flutn ingsmenn tillögunnar að taka til áskorunnar hinna 14600. Síðan sagði ræðumaður, að það væri samdóma álit allra þeirra, sem til þekktu, að aðeins væri tæknileg- ur munur á sjónvarpi og útvarpi. Þegar þetta væri athugað vekti það furðu að flutningsmenn til- lögunnar minntust ekki einu orði á að banna útsendingar Keflavík- urútvarpsins. Á þessu ári væm lið in 15 ár frá því er leyft hefði verið að hefja útvarp frá Kefla- víkurflugvelli og tveir flutnings- menn þessarar tillögu hefðu verið ráðherrar á þessu tímabili, en ekki hefði heyrzt eitt einasta orð frá þeim er þeir voru í ríkisstjóm um að banna þyrfti útvarp frá Kefla- vík. Umræðu um málið var siðan frestað og það tekið út af dag- skrá. Ragnar Amalds (K) kvaddi sér máls utan dagskrár á fundi í Sam einuðu alþingi í gær og vakti at- hygli á því að í dag væm liðin fimm ár síðan þáverandi utan- ríkisráðherra hefði veitt Banda- ríkjamönnum levfi til stækkunar sjónvarpsstöðvarinnar á Keflavík urflugvelli. Síðan sagði hann, að fyrir um það bil fimm vikum hefði verið lögð fram tillaga sex þingmanna stjómarandstöð- unnar um takmörkun sjónvarps- sendinga frá fyrrgreindri sjón- varpsstöð og hefði hún ekki enn verið tekin til umræðu á alþingi og lagði ræðumaður til að hraðað yrði afgreiðslu mála í sameinuðu þingi, t.d. með því að lengja fund artíma Sameinaðs alþingis. Birgir Finnsson, forseti samein aðs alþingis, sagði út af fyrr- greindum ummælum Ragnars Am alds ,að þessari þingsályktunar- tillögu hefði ekki verið stungið undir stól af ásettu ráði, ástæðan til þess að fyrrgreind tillaga hefði ekki verið tekin til umræðu enn, væri öllum kunn og væri ein faldlega sú, að hér á alþingi hefðu verið umræður um allt önnur mál. ÚTBOÐ Óskað er eftir tilboðum í sölu á götuljósa- búnaði fyrir Rafmagnsveitu Reykjavíkur. Út- boðslýsingar eru afhentar í skrifstofu vorri, Vonarstræti 8. Innkaupastofnun Reykjavíkurborgar OMEGA úrin heimsfrægu eru enn í gangi frá síðustu öld. OMEGA er varanleg fermingargjöf OMEGA úrin fást hjá GARÐARI ÓLAFSSYNI URSMIÐ Lækjartorgi — Sími 10081 Matreiðslumaður óskast Flugfélag íslands h.f. óskar að ráða mat- reiðslumann eða nema til sumarstarfa við matstofu félagsins á Reykjavíkurflugvelli. Umsóknareyðublöð fást á skrifstofu félagsins í Lækjargötu 2, og óskast þeim skilað til starfsmannahalds fyrir þ. 25. apríl n. k. Uppl. veittar hjá yfirmatreiðslumanni eða hjá starfsmannahaldi í síma 16600. Húsgagnasmiðir óskast Vantar húsgagnasmiði eða menn vana inn- réttingu. Tilboð merkt „Húsgagnasmiðir“ sendist blaðinu. FERMINGARÚR MAGNÚS E. BALDVINSSON, úrsmiöui Laugavegi 12 — Sími 22804 Hafnargötu 49 — Keflavfk

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.