Vísir


Vísir - 14.04.1966, Qupperneq 6

Vísir - 14.04.1966, Qupperneq 6
6 V í SIR . Fimmtudagur 14. apríl 1966, Segja upp — Framh. af bls. 16 ins væri lítið hægt að segja. Loft- skeytamenn''og simritarar hefðu áð ur haft viðræður við launamála- nefnd hins opinbera og þá fengið nokkra úrbót bg heyrði þetta mál undir hana. Skýrði Gunnlaugur m.a. frá því • að uppsagnimar gengju f gildi þrem I mánuðum eftir að þær hefðu bor- i izt. Sagði hann einnig að meðal | þeirra, sem hefðu sagt starfi sínu ; lausu væru nokkrir yfirmenn, í varðstjórar. Síldurverksm. — Framhald af bls. 1. ungi meiri en á síðustu síldar- vertíð. Margir aðilar aðrir en þeir, sem að framan eru greindir, hafa leltað fyrir sér um lán og aðra fyrlrgreiðslu til þess að reisa 7-8 nýjar síldarverksmiðj ur á Austfjörðum fyrir næstu sildarvertfð en litlar líkur munu vera tll að úr þeim framkvæmd- um verðl í sumar. Á síðasta ári vom reistar og teknar í notkun tvær nýjar sild arverksmiðjur, verksmiðja Haf- sildar h.f. á Seyðisfirði með 2500 mála afköstum og verksmiðja Búlandstinds h.f. á Djúpavogi með 1000 mála afköstum. Vora afköst Síldarverksmiðju rikisins á Seyöisfirði aukin um 2500 mál og endurbætur gerðar á fleiri verksmiðjum Síldarverksmiðja ríkisins og var kostnaðurinn samtals um kr. 74.000.000.00 Afkoma síldarverksmiðjanna á árinu 1965 var miklu lakari en árið 1964. Hagnaður S.R. nam t.d. kr. 74.210.804.16 árið 1964, en samkvæmt bráðabirgða uppgjöri virðist reksturinn 1965 standa í jámum, þegar fyming- ar hafa verið reiknaðar, að þvi er segir í fyrmefndri grein í Ægi. Hlíðurfjull —- FramhM'n ,it bls. 16. Strompi. Hafa ýmsir aðilar sýnt á- huga á gerð þessa mannvirkis, og hefur Í.S.l. þegar heitið fjárstuðn ingi til þess að stóllyftunni verði komið upp. Verður væntanlega tek in ákvörðun um það i júli hvaða tilboði I verkið verður tekið, en bæði Frakkar og Svisslendingar hafa verið á ferðinni í Hlfðarfjalli til þess að kanna aðstæður, enn fremur hafa Tékkar sýnt áhuga á gerð mannvirkisins auk ann- arra þjóða. Ef allt gengur að ósk- um má vænta þess að stóllyftan verði komin að ári í Hlfðarfjall og vænkast þá hagur þeirra, sem yndi hafa af vetraríþróttum og sækja í Hlíðarfjall um páskana. Þessi stóllyfta er aðeins fyrsti hluti f miklum ráðgerðum um eflingu Skíðahótelsins í Hlfðarfjalli sem vetraríþróttastaðar hér á landi. Er í framtiðinni miðað við það að önn ur stóllyfta komi upp fjallið frá Strompi, 1100—1200 metra löng, eða allt að hábrún fjallsins. Er þá ekki nema nokkurra mínútna gang ur að Vindheimajökli og opnast þá nýir möguleikar fyrir skíðaiðkun árið um kring á þessum fallega stað Gestir Skíðahótelsins voru að þessu sinni 70 talsins og hafa þegar öll gistiherbergi Skiðahótelsins ver ið pöntuð fyrir næstu páska. Vertíðin — Framh. af 1. sfðu. banka, en þar virðist eitthvað af fiski hafa gengið á miðin. Ekkert virðist bóla á páskahrot- unni sem kölluð hefur verið svo en Vestmannaeyingar lifa enn í voninni um að fiskur gangi á heimamiðin fyrir vorið og gefi svolitla uppbót á aflaleysið í vetur. — 1 Eyjum era um 80 bátar gerðir út núna, af þeim eru flestir með net, allmargir með troll og hefur afli þeirra verið heldur stopull og ótíð hamlað veiðum. Nokkrir stærri bátanna hafa verið með nætur og er sömu sögu af þeim að segja. Ástandið er svipað í Keflavík og verstöðvunum suður með sjó. Ingiber Ólafsson kom inn meö 46 tonn í gær og hringdi Vísir í skipstjórann Öm Erlingsson. Sagðist hann hafa fengið þetta á Selvogsbanka, en þar væra margir bátar með net sín núna og hefðu sumir fengið reytings- afla en yfirleitt væri hann hörmulega rýr. Vertíðin er ekki svipur hjá sjón við það sem var í fyrra og var það þó ekkert sérstök vertíð. Auk þess er yfir leitt dregið tveggja nátta, svo að megnið af fiskinum fer i lægri verðflokka, en aöeins lít- ið eitt í bezta flokk. — Bátarn- ir úr Keflavík róa ýmist út á flóann eða suður fyrir á Selvogs bankann og hefur aflinn yfir- leitt verið þetta frá 10 og upp undir 20 tonn eftir tveggja nátta legu. Lögfræðingur ræðu Friðhelgi einkaSífs Lögfræðingafélag íslands og Ora tor, félag laganema, halda sam- eiginlegan fund mánudaginn 18. aprfl n.k. kl. 20.30 i Sjálfstæðishús inu við Austurvöll. , Fundarefni: „Friöhelgi einkalífs“ . Framsögumenn verða Benedikt | Sigurjónsson, hæstaréttardómari ] og Garðar Gíslason stud. jur. Happdrætti Hóskólans Hæsti vinningurinn, 500.000 kr., kom á heilmiða nr. 50431, sem seld ur var i umboöi Guðrúnar Ólafs- dóttur, Bókaverzlun Sigfúsar Ey- mundssonar. Eigandi þessa vinn- ingsnúmers átti einnig sama núm er í aukaflokknum, og fær því eina millj. kr. (Birt án ábyrgðar). 100.000 krónur komu á heilmiða nr. 47810, sem seldir voru í um- boði Þóreyjar Bjamadóttur. 10.000 kr. komu á nr.: 2861, 3568 7629, 7735, 15900, 16175, 16469, 18234, 21332, 27177, 33379, 33733, 36212, 36511, 38727, 43606, 43840, 44496, 44875, 45745, 47097, 47112, 49436, 50430, 50432, 52147, 57440, 59500. i Um þessar mundir er klæða- verksmiöjan Últíma 25 ára og var blaðamönnum í því tilefni boöið aö skoða vefnaðarverk- smiðju fyrirtækisins við Nýbýla veg í Kópavogi, saumastofuna og verzlunina í Kjörgarði. Verksmiðjan var stofnuð í marz 1941. Frá upphafi var til gangur hennar að leitast við að framleiða karlmannafatnað á lægra veröi en hér haföi tíökazt með því að beita hagkvæmari vinnuaðferðum við framleiösl- una. Slík hagræðing komst einn ig á hjá fleiri fyrirtækjum hér á landi um svipað leyti og gerði hún það að verkum að verð á þessum vörutegundum hefur fariö lækkandi miðað við kaup. Þannig mun þurfa and- virði þrisvar sinnum færri vinnustunda nú til kaupa á vönduðum karlmannafötum en þurfti fyrir 25 árum. Aöalstofnandi Últímu og nú verandi forstjóri fyrirtækisins er Kristján Friðriksson, en auk hans voru meðeigendur í upp- hafi Sæmundur Friöriksson, Arnheiður Jónsdóttir, Bjarni Ingimarsson og Gunnhildur Guð jónsdóttir sem starfað hefur við fyrirtækið frá upphafi. Stærsti þátturinn í starfi fyr irtækisins hefur löngum veriö að sauma karlmannaföt á lager svo og eftir máli. Hefur sá þátt ur framleiðslunnar farið vax- andi hin síðari ár. Hjá fyrir- tækinu vinna nú 3 klæðskerar sem viðskiptavinirnir geta val- iö á milli til þess að sauma föt meö hvaða sniöi sem er. það eru þeir Þórhallur Frið- finnsson, sem starfað hefur lengi hjá fyrirtækinu, Colin Porter og Erlingur Aöalsteins- son, en þeir Porter og 'Erling- ur hafa nýlega gerzt meðeigend- ur í fyrirtækinu. Þeir eru jafn framt nokkurs konar tízkusér fræðingar fyrirtækisins. En nú ku alls konar nýbreytni vera að ryöja sér til rúms i karlmanna- fatatízkunni. Þannig mun það títt að ungir menn komi til klæðskerans og biðji um buxur með skálmar af sinn hvoram litnum, eða flekkótt föt. Sögðu klæðskerar Últímu að farið væri eftir óskum viðskiptavin- anna um slíka hluti eftir því sem hægt væri. Árið 1950 var vefnaðardeild Últímu stofnuð. Á þeim árum voru nokkrir erfiðleikar á fata efnakaupum erlendis og var hugmyndin meöfram sú að spara gjaldeyri meö því að kaupa garnið og vefa dúkinn hér. í byrjun var framleitt tals vert af karlmannafataefnum en þeirri framleiðslu hefði nú verið hætt og framleiðir vefnaðarverk stæðið nú aðallega áklæði og gluggatjöld úr íslenzkri ull. Til þessarar framleiðslu eru notað- ar hinar fullkomnustu fágunar vélar og hefur tekizt að fram- leiða ágætustu efni úr íslenzku ullinni. Hældi Kristján Friöriks son ullinni okkar mjög og taldi hana hið ákjósanlegasta hráefni til vefnaöar sérstaklega i gluggatjöld. Sagði hann að gluggatjöld úr ullinni héldu öðr um efnum frekar fallegri áferð vegna þess hve fjaðurmögnuð hún er. í henni eru allar gerðir hára, bæöi fín og gróf, sem gerir það að verkum að hún heldur sér öðrum efnum betur þótt hún sé hreinsuð eða henni vöölað saman. Enda veitir hún sauðkindinni skjól í kaldri og stormasamri veðráttu. Sauðfé með þessa tegund ullar er að eins til hér og á Grænlandi og svo er einhver smástofn1 af því í Noregi. Sagði Kristján að þessi fram leiðsla fyrirtækisins ætti vax- andi vinsældum að fagna, en gluggatjöldin eru aðeins seld á tveimur stöðum hér í obrg, í Kjörgarði og hjá Teppi h.f. Stúlka vön vélritun óskast sem fyrst til starfa á skrifstofu vorri. Innkaupastofnun ríkisins, Borgartúni 7. i VILJUM RÁÐA \ ' jUkí■■ .. fmuí"e'Oie ungan lagtækan mann til iðnaðarstarfa. PLASTPOKAR H/F Veghúsastíg 9 B . Sími 18454 I íbúð óskast til kaups Hef kaupanda að 3ja—4ra herb. íbúð með bíl- skúr. Hef einnig kaupendur að 2—6 herb. ibúðum. — Góðir kaupendur með miklar út- borganir. FASTEIGNAMIÐSTÖÐIN Austurstræti 12 Slmar 14120, 20424 og kvöldsimi 10974. LAGERMAÐUR óskum að ráða lagermann í varahlutaverzlun vora, Lágmúla 9. Upplýsingar gefnar á skrif- stofunni, Vesturgötu 3, frá kl. 1—5 e. h. (ekki í síma). BRÆÐURNIR ORMSSON H/F Vesturgötu 3 TIL SÖLU Af sérstökum ástæðum eru til sölu eftirtalin verk- færi af stóru bifreiðaverkstæði: Bílalyfta (3 tonn) Cylinderbor Fóðringarvél — Ventlavél Ventilsætavél - Gastæki m/kútum Gólftjakkur — Vinnubekkir Verkfæraskápar - Miðstöðvarketill m/loftkönulum Bremsuskálavél — Rafsuðuvél Modelstilllngatæki o. m- fl. Selst i einu lagi. Tilboð sendist augl.d. Vísis merkt „Bifreiðaverkstæði“ fyrir 16, þ. m_________________

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.