Vísir - 14.04.1966, Page 7
VÍSIR . Fimmtudagur 14. apríl 1966.
7
NY IDNÁÐARSVÆDII GUFU-
NCSI 06
6RAFARV06INN
í bókinni „Aðalskipu-
Iag Reykjavíkur 1962—
1083“ er gerð grein fyr-
ir því, hvar iðnaðar-
svæði Reykjavíkur eiga
að vera í náinni framtíð.
Verulegur hluti þeirra
kemur til með að verða
austan Elliðaáa, aðal-
lega í kringum Grafar-
vog. Birtast hér þættir
úr þeim hluta bókarinn-
ar, sem fjallar um hin
nýju iðnaðarhverfi aúst-
an Elliðaáa.
Talið er eðlilegt að velja meiri
háttar iönaðarhverfum stað í ná
grenni hinnar fyrirhuguöu
Sundahafnar og fást þá hin á-
gætustu tengsl bæði við kerfi
hraöbrautanna og höfnina. Að
því er þungaflutninga snertir,
milli íslands og útlanda, koma
einungis til greina þungaflutn-
ingar á sjó.
Núverandi notkun
Landsvæöið milli Vesturlands
vegar og strandar er nú þegar
notaö að nokkru til iðnaðar og
vörugeymslu. Má þar helzt
nefna áburðarverksmiðjuna í
Gufunesi, birgðagevmslur
Landssímans og Vegageröar rík
isins, steypustöðvar og malbik-
unarstöð borgarinnar. Þá er til
raunastöð Háskólans í meina-
fræði að Keldum, en á landi
hennar eru rannsóknarstofur og
búskapur, sem rekinn er vegna
tilraunadýranna. Loks eru raf-
magnsstöðvarnar og aöalspenni
stöðin viö Elliðaár, er standa
rétt utan við suövesturhorn
svæðisins, en háspennulínurnar
l'rá Sogi og dreifilínur til iðnað-
arfyrirtækja og annarra sveitar
félaga liggja um landsvæðið.
Gufunes t
og Geldinganes.
Af svæðum þeim, sem í aöal-
skipulaginu eru ætluð til iðnað-
ar, eru svæðin norðan Grafar-
vogs (Gufunessvæðið og Geld-
inganes) einkum ætluð rúmfrek
ri starfsemi Hafnarsvæði, sem
þar verða, munu verða sköpuð
á sama hátt og við Viðeyjar-
sund, með uppfyllingum neðan
og framan við sjávarbakkana,
sem nú eru. Að undanskildri
bryggju við Áburöarverksmiöj
ina koma hafnarmannvirki á
þessum stöðum þó varla til fyrr
en í síðari byggingaráföngum
Sundahafnar.
Ártúnshöfðl.
Iðnaðarhverfið, sem fyrst verð
ur á döfinni, er í Ártúnshöfða
milli Grafarvogs og háspennu-
línunnar norðan Árbæjarhverf-
is. Lóðauppdráttur hefur verlð
gerður að Ártúnshöfða. MiðMata
hans er skipt í litlar iðnaðar-
Ióðir, en nær Vesturlandsvegi
eru lóðir nokkru stærri, um eínn
hektari. Ráðgert er, að í hverfi
þessu verði knattvellir og sérst.
hverfismiðstöö með verzkmam,
veitingastofum og barnagæzlu.
Annað iðnaðarhverfi verður
sunnan Vesturlandsvegar upfp
að aðalæð hitaveitunnar frá
Reykjum. Þar eiga að vera fyrir
tæki, sem eru í stærra lagi, og
lóðir 3—5 hektarar að flatar-
máli. Þriðja iðnaðarhverfið, uppi
á hæðinni norðan Árbæjac, á
að skiptast í stórar eöa mSB-
ungs stórar lóðir. Með hliðsjón
af íbúðahverfinu, sem þar tEk
ur við fyrir sunnan, ber að sjá
svo um, aö í þessu iðnaðar-
hverfi sé eingöngu snyrtiteg
starfsemi, er ekki veldur ónaeði.
Helzt ætti þar að vera iðnaðor,
sem konur vinna við, t.d.
gerð.
90 vikulegar flugferðir í sumar
Sumaráætlun Flugfélags Islands
Kort af hafnarsvæðinu og iðnaðarsvæðinu. Svörtu fletimir tákna
iðnaðarsvæði og hvítu línumar tákna hraðbrautir. Ljósi flöturinn
inn af Grafarvogi er Keldnaholtið og Ijósi flöturinn neðst á mynd-
inni til hægri er Árbæjarhverfið nýja.
Sumaráætlun Flugfélags ; Is-
lands gekk í gildi um síðastliðin
mánaðamót og fjölgar nú férð-
um, í áföngum, á flugleiðum inn
anlands og milli landa.
Sumaráætlunin í ár, er sú yfir
gripsmesta til þessa í sögu
félagsins. Milli íslands og út-
landa verða, þegar áætlunin hef-
ir að fullu gengið í gildi, sautján
ferðir í viku, og frá Reykjavík
verða 73 ferðir í viku til hinna
Spjall
'C’ftir að leiðtogum íslenzkra
kommúnista var á þaö
bent að gerðardómur í álmálinu
væri ekki einsdæmi, heldur
hefði vinstri stjórnin (alias
Lúðvík Jðsepsson) þrisvar sinn
um samið við Rússa um að
Moskvugerðardómur dæmdi í
olíusamningum, hafa málgögn
flokksins hopað í varnarstöðu.
Talið um tortryggnina á ís-
lenzkum dómstólum hefur nú
hljððlega verið látið niöur falla
og hvergi í Þjóðviljanum heyr-
ist lengur talað tun hina miklu
móðgun við íslenzkt réttarfar.
Þess í staö hefur nýju vígorði
verið þeytt fram á orrustuvöll-
inn; Þjóðaratkvæði. Undir því
á að heyja fólkorrustur næstu
vikna, þótt enginn vinstri
rnanna hafi raunar neina von
um sigur í því vopnabraki.
JTrafan um þjóðaratkvæði f ál-
málinu er ofur skiljanleg
og einstakiega frálelt í senn.
Kommúnistar og framsóknar-
menn hafa ekki meirihluta á
löggjafarsamkundunni. Þeir
geta ekki hindrað samþykkt ál-
málsins þar. Þess vegna er beltt
tafaraðferðinni frægu, hopað í
næstu víglínu og beðið um þjóð-
aratkvæði. Þegar sú krafa er
krufin til mergjar kemur í Ijós
að f henni felst ekkert annað
en megnasta lítilsvirðing á lög
gjafarþingi þjóðarinnar. Það á
að ganga framhjá þvf í stærsta
málinu, hafa það að engu, þótt
samkvæmt stjórnarskránni beri
því skýlaus skylda til að af-
greiða þingmál með samþykkt
eða synjun. Alþingi á með öðr-
um orðum að gera að einu stóru
núlli f mikilvægasta málinu sem
fyrir það hefur verið lagt, hindra
að löglega kjörnir fulltrúar þjóð
arinnar fái innt þær skyldur sín
ar af hendi, sem stjómarskráin
leggur þeim á herðar. Alþingi
á ekki aðeins aö fjalla um ál-
málið og taka eitt afstöðu til
þess. Þvi ber lagaskylda til
þess. Al'ar tilraunir til þess að
bregða málinu undan valdi Al-
þingis eru því spor í þá átt að
grafa undan þingræðinu og
gera Alþingi að silkihúfu.
Cegjuin sem svo að sú óhappa
ákvörðun væri tekin að
sniðganga Alþingi í þessu máli
og skjóta því undir þjóðarat-
kvæði. Engar líkur eru þá á að
niðurstaðan þar yrði önnur en í
þingsölunum, vegna þess að
meirihluti þjóðarinnar stendur
að baki meirihluta Alþingis. Vit
að er aö stjómarflokkarnir
standa cinhuga að samþykkt
álmálsins. Við það bætist að
stór hluti Framsóknarmanna er
málinu fylgjandi þótt það sjá
ist ekki í þingsölum vegna
flokksagans. Má því ætla að mik
ill meirihluti væri með sam-
þykkt áimálsins í þjóðarat-
kvæðagreiðslu. En slíkri máls-
meöferð á ekki að beita af fram
angreindum ástæöum. Alþingi
hefur ekki aðeins fullt stjóm-
skipulegt vald til þess að fjalla
um málið, heldur einnig stjórn
skipulega skyldu. Því verður
málinu þar til lykta ráðið.
"C'rjáls þjóð hefur af því þung-
ar svefnfarir að dagblöðin
hafa bent á þá staöreynd að lik
legast væri að kommúnistar
hefðu töglin og hagldimar í hinu
nýja Alþýðubandalagi i Reykja
vík. Kveður blaöið það mestu
firru. Hér gleymast staðreynd-
imar í glýju óskhyggjunnar.
Kommúnistar í Reykjavik eru a.
m.k. tifalt fleiri en Hannibals
og þjóðvamarliðið. Hvemig á
því annað að verða en hinn fjöl
mennari aðili hafl yfirtökin —
ef lýðræði atkvæðanna er látið
ráða?
Vestri.
ýmsu staða innanlands, auk
ferða milli staða úti á landi.
Eftir að sumáráætlun innan-
lands hefir að fullu tekið gildi
munu Friendship skrúfuþotum-
ar annast innanlandsfhigið að
meirihluta.
í maí mánuði munu DC-3 flug
vélar fljúga á nokkrum flugleið-
um, sem áætlaðar höfðu verið
með Friendship vegna þess að
afhendingu TF-FIK seinkar þar
til síðast f maf. Samkv. heim-
ildum frá Fokker verksmiðjun-
um, er ástæðan sú, að seinkun
varð á afhendingu hluta, sem
framleiddir eru í öðrum verk-
smiðjum.
MILLILANDAFLUGIÐ:
Sem fyrr segir fljúga „FAXAR“
Flugfélagsins nú fleiri ferð
ir miWi landa en nokkru sinni
fyrr.
Þegar sumaráætlunin hefir að
firilu gengið í gildi verða átta
ferðir í viku til Glasgow, fjórar
beinar ferðir til London, á þriðju
dögum, föstudögum, laugardög-
um og sunnudögum. Til Kaup-
mannahafnar verða þrettán ferð
ir í viku, þar af þrjár beinar
ferðir frá Reykjavík, á miðviku
dögum, laugardögum og sunnu-
dögum. Til Osló verða tvær ferð
ir í viku, á mánudögum og
fimmtudögum og tii Færeyja,
Bergen og Kaupmannahafnar á
þriðjudögum.
Brottfarartfmar í millilanda-
fluginu verða: Til Glasgow og
Kaupmannahafnar kl. 08:00.. Til
London kl. 09:00. Til Færeyja,
Bergen og Kaupmannahafnar kl.
09:30. Beinar ferðir Reykjavík—
Kaupmannahöfn kl. 10:30. Til
Osló og Kaupmannahafnar kl.
14:00.
INNANLANDSFLUG.
Eins og f millilandafluginu,
fjölgar einnig áætlunarferðum
innanlands að mun. Þegar sum-
aráætlunin hefir að fullu gengið
f gildi verður fluginu hagað
þannig:
Frá Reykjavik til Aknreyrar
verða þrjár ferðir á dag, nema
á miðvikudögum, þá eru tvær
ferðir. Af þessum tuttugu fetð-
um í viku verða 18 með Friend-
ship og tvær með DC-3 flugvS-
um.
Til þessa hafa miðdagsfierðk
milli Reykjavíkur og Akureyrar
oftast viðkomu á fleiri stöðum
norðanlands. í sumar verða
þessar ferðir að mestu leyti
flognar beint milli staðamm,
t. d. á föstudögum, laugardög-
um, og sunnudögum.
Til Vestmannaeyja verða 18
ferðir í viku, þar af þrjár á
mánud., miðvikud., fostud. og
laugard. en 2 ferðir aðra daga.
Fjórtán ferðir verða fiognar
með Friendship og fjórar með
DC-3.
Til EgiJsstaða verða eHefu
ferðir í viku beint frá Reykja-
vík, en auk þess ferðir um Afe-
ureyri á þriðjudögum, fhnrntu-
dögum og á sunnudögum fná
ísafirði, Akureyri og Höfn f
Homafirði.
Til Isafjarðar verða ferðir aHa
daga vikunnar.
Til Hafnar í Hornafirði verða
4 ferðir í viku á mánud., mið-
vikud., föstud. og laugar-
dögum.
Til Sauðárkróks verða einnig
4 ferðir í viku og sú nýbreytni
tekin upp, að flogið verður miiK
Reykjavíkur og Sauðárkróks án
viðkomu annars staðar, á mánu
dögum, miðvikudögum, fösta-
dögum og laugardögum.
Til Húsavíkur verða þrjár
ferðir 1 viku, á þriðjudögum,
fimmtudögum og laugardögum.
Til Patreksfjarðar verður
einnig flogið þrisvar f viku, á
þriðjudögum, fimmtudögum og
laugardögum.
Til Þórshafnar og Kópa-
skers verður flogið þrisvar í
viku á mánudögum, fimmta-
dögum og Jaugardögum.
n